Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 53 Fyrsta hljómsveit á svið þetta annað til- raunakvöld af fimm var Occasional Happyness og stóð sig prýðisvel, spilamennska í fínu lagi og vel sungið. Lögin voru þó full bragðdauf fyrir minn smekk, vantaði í þau framvindu og ris. Seinna lagið var betra og hefði batnað til muna ef gítarleikur hefði verið beinskeyttari. Þeir félagar og bræður í Endless Dark stungu eiginlega dálítið í stúf við músíkina; eftir útliti þeirra bjóst maður við hörðu goth-rokki en fékk í þess stað kraftmikið popp. Söngur var al- mennt með ágætum og gítarleikarinn flinkur, sérstaklega í seinna laginu sem var býsna gott. Næsta sveit á svið, Spooky Jetson, kippti okkur svo aftur í tímann með kraftmiklu blús- rokki sem minnti ekki svo lítið á Cream, Led Zeppelin og ámóta sveitir sem mest bar á á átt- unda áratugnum. Fyrra lagið gekk reyndar ekki alveg upp, samsöngurinn virkaði ekki fannst mér, en seinna lagið var þrusugott lengst af og hefði verið enn betra ef það væri stytt um- talsvert. Eftir að hafa upplifað áttunda áratuginn var mönnum kippt rækilega inn í þann níunda með hressilegu íslensku pönki hjá Hestreði. Mjög skemmtilegt band með fína texta og þrælgóðan söngvara með skemmtilegar hreyfingar. „Ég er enginn morðingi / ég var bara að hefna mín“ söng hann í fyrra laginu og slátraði svo FM957 á eftirminnilegan hátt í næsta lagi. Tímaflakkinu lauk með Oboi sem spilaði eig- inlega tímalaust epískt popp. Fyrra lagið var þokkalegt en datt inn í það bútur úr öðru lagi, en það síðasta ágætis lag. Sveitin var þétt, en eins og hún vissi ekki alveg hvað hún vildi vera. Hljómsveitir eru eðlilega mis-tilbúnar til að standa á sviði og Universal Politics átti þannig greinilega nokkuð í land með að taka þátt í keppni eins og músíktilraunum. Spilamennska þeirra er þó í góðu lagi, sérstaklega gítarspil, en lögin eru flatneskjuleg og söngurinn óþægilega eintóna. Þeim gekk betur þegar slegið var að- eins í klárinn, eins og í seinna lagi sveitarinnar, en lagið sjálft hafði lítið við sig. The Portals voru aftur á móti í miklu stuði, svalir gæjar með fín lög, grípandi stuðrokk, Fyrra lagið var framúrskarandi og sveitin vel þétt. Þeim gekk aftur á móti heldur illa með seinna lagið – lagið gott en söngvarinn komst ekki inn í það fyrr en eftir tvær atrennur. Hljóð- færaleikur var afbragð. Stúlkurnar í Primera eru greinilega að pæla sitthvað og lögin þeirra voru mjög forvitnileg þótt ekki hafi allt gengið upp. Sérstaklega var seinna lagið forvitnilegt og gott. Þær þurfa að æfa meira, verða þéttari, en efniviðurinn er til staðar. Eftir það sem á undan var gengið var fínt að róa sig aðeins niður með Vyð – einfalt og áhrifa- ríkt kassagítarpopp með fínum texta. Smám saman seig þó á ógæfuhliðina, lagið varð hálf stefnu- og tilgangslaust og maður varð eig- inlega feginn þegar það var búið. Seinna lag þeirra Vyð-manna var ekki vel heppnað. Spooky Jetson marði sigur á sal, en dóm- nefnd fannst rétt að gefa The Portals tækifæri til að klára lagið. Úr ýmsum áttum TÓNLIST Músíktilraunir í Loftkastalanum, 2. tilraunakvöld 20. mars. Þétt Oboi spilaði tímalaust epískt popp, þokkalegt en full stefnulaust. Einfalt Vyð spilaði áhrifaríkt kassagítarpopp með fínum textum - langdregið þó. Ungir Spilamennska Universal Politics var í góðu lagi, en lagasmíðarnar ekki. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Pönk Hestreður - „Ég er enginn morðingi / ég var bara að hefna mín.“ Eyjarokk Occasional Happyness - fín spila- mennska og vel sungið, en bragðdauft. Árni Matthíasson Stelpurokk Primera spilaði forvitnilegt og gott rokk, en þurfa að æfa meira. Goth Bræðrabandið Endless Dark - kraftmik- ið popp með góðum söng og gítarleik. ÞRÓUNARFÉLAG AUSTURLANDS Austurland tækifæranna Á þriðja tug fyrirtækja, samtaka og stofnana kynna hin margvíslegu tækifæri sem bjóðast á Austurlandi, atvinnutækifæri, búsetutækifæri og viðskiptatækifæri. • Fyrirtæki af svæðinu kynna starfsmöguleika hjá sér og þjónustu sem þau veita. • Húsnæðismál, eignir og lóðir til sölu. • Þjónusta sveitarfélaga. • Menningar- og frístundastarf. • Ferðaþjónusta. • Þróunarfélag Austurlands, Þekkingarnetið, Menningarráðið og Markaðstofa Austurlands kynna starfsemi sína. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, og Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, verða á staðnum og ræða við gesti. Grípið tækifærið! Kynnið ykkur kraftinn og uppbygginguna sem hafa einkennt Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað á síðustu misserum og sláist í hópinn með okkur. Kynning og sýning á Nordica Hotel laugardaginn 24. mars kl. 12:00 - 16:00 Blómstrandi atvinnulíf og öflugt samfélag ÍS L E N S K A /S IA .I S /A U S 3 61 68 0 3/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.