Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EIN þeirra skattbreytinga sem samþykktar voru á þessu kjör- tímabili er afnám eignarskatts. Þrátt fyrir mikilvægi málsins og hversu víðtæk áhrif niðurfelling á þessum skatti hafði þá hefur um- fjöllun um hann ekki verið mikil. Eignaskattar skiluðu ríkissjóði um þremur milljörðum króna á árinu 2005. Niðurfelling á inn- heimtu skattsins jafngildir því skattalækkun til einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem því nem- ur. Vegna eðlis skattsins lagðist hann einkum á þá einstaklinga sem á löngum tíma höfðu náð að greiða niður skuldir af íbúðar- húsnæði sínu. Af þeim sökum voru eldri borgarar stór hluti þeirra einstaklinga sem greiddu eignaskatt. Tæplega 15.500 eldri borgarar, eða annar hver eldri borgari í landinu, greiddu eigna- skatt á árinu 2005 og nam sam- anlögð upphæð þessara aðila ríf- lega 650 milljónum króna eða 42 þúsund krónum að jafnaði á hvern einstakling. Með niðurfellingu skattsins var því stigið mjög stórt skref í almennum skattalækk- unum. Sérstaklega ánægjulegt var þó að lækka með þessum hætti skatt sem íþyngdi ekki síst eldri borgurum. Árni M. Mathiesen Eignaskattar hafa verið aflagðir – eldri borgarar njóta Höfundur er fjármálaráðherra. ÁRIÐ 2005 sameinuðust 14 fé- lagasamtök og stofnanir um að hvetja stjórnvöld til að huga að sér- stöðu vatns fyrir land, þjóð og líf- ríki. Gott tilefni til að minna á þetta er nú því dagur Sameinuðu þjóðanna helgaður vatninu er einmitt í dag, 22. mars. Í yf- irlýsingu samtakanna 14 segir: „Þótt enginn vatnsskortur sé á Ís- landi þá er staðan önnur víðast hvar í heiminum. Gnótt vatns gefur því ekki tilefni til skeyting- arleysis af okkar hálfu. Þvert á móti ber okkur að færa lagaumgjörð um vatn í þann búning að hún tryggi rétta forgangs- röðun varðandi vatns- vernd og nýtingu og geti verið öðrum þjóð- um til fyrirmyndar. Hugsa verður til framtíðar og hafa al- mannahagsmuni og náttúruvernd að leið- arljósi.“ Samtökin sem standa að þessari yfirlýsingu eru öll helstu verkalýðssamtök landsins, Þjóðkirkjan, Öryrkjabandalagið, al- mannasamtök á borð við MFÍK og fleiri. Vatn ekki eins og hver önnur verslunarvara Á heimsvísu og hér innanlands hefur verið tekist á um vatn og hvernig með það skuli fara. Í yf- irlýsingu samtakanna 14 eru tekin af öll tvímæli um afstöðu þeirra: „Líta ber á vatn sem félagsleg, menningarleg og vistfræðileg gæði sem ekki má fara með eins og hverja aðra verslunarvöru. Nýting vatns skal vera sjálfbær og aðgengi að því tryggt með lögum fyrir núlif- andi kynslóð og kynslóðir framtíð- arinnar. Það er skylda stjórnvalda að tryggja þegnum sínum þennan rétt án mismununar. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja verndun vatns sem nátt- úruverðmæta sem og að tryggja hollustu og dreifingu vatns til allra þjóðfélagsþegna með fjárfestingu í mannvirkjum og mengunarvörnum. Vatnsveitur verði því reknar á fé- lagslegum grunni, taki mið af al- mannahagsmunum og tryggi rétt einstaklinga til nægilegs hreins vatns til drykkjar og hreinlætis á viðráðanlegu verði. Það er jafn- framt hlutverk stjórnvalda að tryggja að við nýtingu vatns verði öðrum náttúruverðmætum ekki spillt.“ Vatnið á dagskrá hjá BSRB Haustið 2005 efndi BSRB til ráðstefnu um vatn og héldu fjölmarg- ir vísindamenn og tals- menn almannasamtaka afar fróðleg erindi sem vörpuðu ljósi á mik- ilvægi vatnsins. BSRB hefur látið sig málefni vatnsveitna varða og mótmælt einkavæðingu þeirra, ekki einvörð- ungu vegna þess að starfsmenn eru margir félagar í BSRB heldur skiptir það okkur öll máli sem neytendur og skattgreiðendur hvern- ig vatnsveitur eru skipulagðar. Hefur BSRB boðið fræði- mönnum á þessu sviði hingað til lands til þess að greina frá reynslu annarra þjóða af mis- munandi rekstr- arformum. Hér má vísa í rannsóknir breska fræðimannsins David Halls frá háskólanum í Greenwich sem hingað kom í nóvember 2005 og fjallaði um efnið. Á heimasíðu BSRB www.bsrb.is er að finna yfirlýsingu samtakanna 14, erindi David Halls, áskorun BSRB til stjórnarskrár- nefndar auk fjölda greina og skýrslna um vatn. Rétturinn til vatns verði stjórnarskrárbundinn Íslendingar eiga því að venjast að hafa aðgang að besta vatni sem finna má á jarðríki. Þess vegna reynist okkur erfitt að setja okkur í spor þeirra sem ekki hafa aðgang að ómenguðu vatni nema í mjög takmörkuðum mæli. Ef svo hins vegar færi að vatn og vatnsveitur yrðu einkavæddar og aðgangur að vatninu seldur dýrum dómum yrði annað upp á teningnum. Vegna mik- ilvægis vatns fyrir íslenska þjóð og lífríki landsins ályktuðu samtökin 14 „að fest verði í stjórnarskrá Ís- lands ákvæði um skyldur og réttindi stjórnvalda og almennings hvað varðar réttindi, verndun og nýtingu vatns.“ Á þetta er ástæða til minna í til- efni dagsins. Dagur vatnsins – hver á vatnið? Ögmundur Jónasson skrifar í tilefni af Degi vatnsins Ögmundur Jónasson » Árið 2005sameinuðust 14 félagasamtök og stofnanir um að hvetja stjórn- völd til að huga að sérstöðu vatns fyrir land, þjóð og líf- ríki … Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður. ÞAÐ er engu líkara en Agnes Bragadóttir sé gengin af göflunum í nýrri tegund Staksteina sem Mogg- inn birtir nú reglulega á forsíðu og fjalla aðallega um Samfylkinguna. Af aðdáunarverðu virðingarleysi fyrir grunnreglum blaðamennsku kallar Mogginn hugrenningar Agnesar „fréttaskýringar“. Allir læsir Íslend- ingar vita auðvitað að Agnes er fremsti rann- sóknarblaðamaður í heimi. Best veit hún það sjálf og sem betur fer minnir hún les- endur sína reglulega á það. Sjálfur er ég bara vesæll stjórn- málamaður, og því ör- lítið hégómagjarn. Það kitlaði mig þessvegna pínulítið þegar Agnes trúði þjóðinni fyrir því í „fréttaskýringu“ á for- síðu laugardagsins að ég væri „bragðarefur“ sem hefði reynt að reka fleyg í samstarf Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar á dögunum. Jæja, hugsaði ég, það tekur þá ein- hver eftir að ég er að reyna að vinna fyrir kaupinu mínu! „Í fullkominni óþökk …“ Mér var þó ekki jafn dillað að sjá fremsta rannsóknarblaðamann allra heima spinna úr lausu lofti „heim- ildir“ til að skálda upp grískt fjöl- skyldudrama milli mín og minnar ágætu svilkonu – sem Agnes kallar jafnan svo. „Samkvæmt mínum heimildum“ – staðhæfði hin guð- umvísa Agnes – hafði vesalingur minn haldið uppi fölskum einleik í stjórnarskrármálinu við „litlar þakk- ir“ Ingibjargar formanns, og „í full- kominni óþökk flestra Samfylking- armanna“. Nú hefur Ingibjörg Sólrún fyrir sitt leyti rassskellt Agnesi þannig á forsíðu Moggans strax daginn eftir að lengi mun undan svíða. Styrmir hafði réttlætiskennd til að birta þar efnislegt svar formannsins við hluta af uppspunninni vitleysu verðlauna- blaðamannsins. Eftir stendur hins vegar fullyrðing Agnesar um að hún hafi eftir „sínum heimildum“ að áherslur þingflokksformannsins í stjórnarskrármálinu hafi verið „í full- kominni óþökk flestra Samfylking- armanna“. Nú ætla ég að halda því fram að Agnes hafi engar heim- ildir haft fyrir þessu. Ég ætla að leyfa mér að staðhæfa að Agnes hafi skáldað þetta upp til að bragðbæta hina lap- þunnu naglasúpu sem „fréttaskýringin“ var. Jafnvel Pulitzerverð- launahafar hafa orðið uppvísir að slíku til að komast á forsíður. Þótt Agnes sé þeim auðvitað öllum fremri féll hún í þessa gryfju – og virðist hafa skáldað upp heim- ildir einsog hvern annan heilaspuna. Þetta get ég fullyrt vegna þess að í málinu eru liðlega tuttugu vitni. Agnes getur yfirheyrt þau öll ef hún vill. Frá því stjórnarskrármálið kom upp á Alþingi og þangað til Sjálf- stæðisflokkurinn gerði auðlinda- ákvæðið afturreka inn í stjórn- arskrárnefnd forsætisráðherra voru haldnir óvenju margir fundir í þing- flokki Samfylkingarinnar. Á öllum var stjórnarskrármálið rætt. Sumir voru haldnir einungis um það. Hver einasti þingmaður Samfylking- arinnar sem var í landinu tjáði sig um málið í þeirri lotu. Sumir mörgum sinnum, og nær allir á einn veg. Að- eins einn tjáði sig einu sinni með gagnrýnum hætti og það var um þá áherslu sem ég lagði í fjölmiðlum við lyktir málsins eftir að síðasta fundi sérnefndar lauk. Einn reyndasti þingmaður flokksins, Jóhann Ár- sælsson, sem gegnum árin hefur öðl- ast virðingu langt út fyrir flokksraðir fyrir seiglu sína í slagnum um þjóð- areign á auðlindum, sá ástæðu til að kveðja sér hljóðs utan dagskrár í upphafi eins fundarins til að hrósa forystu flokksins fyrir tök hennar á málinu. Áskorun til Morgunblaðsins Ég hef töluvert langlundargeð gagnvart Mogga, sem er partur af því landslagi sem ég ólst upp við og þykir vænt um, en ég neita því ekki að upp á síðkastið finnast mér skrif blaðsins bera merki þrálátrar áráttu- hegðunar þegar mín pólitíska fjöl- skylda á í hlut. Hvað um það. Mogg- inn fær ekki mótmælalaust að nota mig sem barefli til að koma höggi á Samfylkinguna eða formann hennar. Agnes Bragadóttir kann hugsanlega að telja að hún sé komin á stall guða sem engar reglur gildi um. Það breytir ekki hinu, að enginn, ekki einu sinni fremsti rannsókn- arblaðamaður allra tíma, getur leyft sér að falsa veruleikann eða skálda upp heimildir. Jafnvel Agnes Braga- dóttir verður að byggja á heimildum sem eru til annars staðar en í hennar eigin hugskoti. Ég ætla þessvegna að spyrja Styrmi og Agnesi Bragadóttur í fyllstu vinsemd: Telja þau sig enn hafa heimildir fyrir því að áherslur vesalings míns – eða einleikur ef þau kjósa svo að kalla – hafi verið „í full- kominni óþökk flestra Samfylking- armanna“? Maríónettan og meistarinn Össur Skarphéðinsson gerir at- hugasemdir við fréttaskýringar Agnesar Bragadóttur »Ég ætla að leyfa mérað staðhæfa að Agnes hafi skáldað þetta upp til að bragð- bæta hina lapþunnu naglasúpu sem „frétta- skýringin“ var. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson er alþing- ismaður og hefur verið ritstjóri þriggja dagblaða. Á DÖGUNUM las undirritaður um atburð frá miðri nítjándu öld er næturgestur á kotbæ einum gat ekki sofið og varð þess vegna vitni að því þegar lítill, horaður drengur skreið úr holu sinni inn í baðstofu og sat á miðju gólfi milli rúmanna, þangað til húsráðandi sagði við hann það sem er fyr- irsögn þessa pistils. Þess vegna hefur rit- ari fyrirsögn skrifa sinna á þennan veg, að efni það sem fjallað er um fær lík- an skilning (ekki sama) hjá yfirvöld- um, og þarfir drengs- ins hjá húsbónda. Drengurinn var sjálfsagt niðursetn- ingur, ég fæ ellilífeyri. Og af manni einum, þar sem ég bar upp mín mál, var ég í stríðnistón kallaður sveit- arómagi. Þá gat ég ekki varist þeirri hugsun að til væru á Íslandi þeir sem hlynntir væru menning- arbyltingunni í Kína, að enginn mætti eiga neitt, þá ætti að berja á honum. Það er orðið langt síðan að sett voru lög um framfærslu, krónur og aura, svo að þeir sem ekki hafa mátt til að skapa sér viðurværi gætu samt lifað án þess að ganga á milli betlandi eða nærast eingöngu af góðvildinni. Allir skattborgarar í marga áratugi hafa tekið þátt í þessari gjörð yfirvalda, til að búa öllum sem eiga möguleika á, að lifa, en það var og er svo sannarlega skorið við nögl. Því til staðfestingar verð ég að segja sögu af sjálfum mér, en í þessari grein ætla ég ekki að rekja annað ranglæti sem snýr að eldra fólki. Ég var í marga áratugi bóndi og tók vitanlega þátt í því sem ég hef rakið, að reka þjóðfélag okkar. Svo þegar vinnugetu minni fór að hnigna það mikið að ekki var hægt að halda öllu í lagi var ákveðið að selja. Gamall bóndi hefur skilning á öllu öðru frekar en standa í svoleiðis málum en mér var sagt að það þyrfti að borga af svo- kölluðum söluhagnaði rúm 38% til ríkisins. En mér var aldrei sagt að máli skipti hvað seljand- inn væri gamall. En það er einmitt erindi mitt til ykkar sem lesið þetta og verðið í sömu stöðu þeg- ar þið farið frá búum ykkar eða öðrum atvinnurekstri, sem í mörgum tilfellum dugar bara til að kaupa sér íveruhús, og ekkert meira en það, því svo mikill er verð- munur á fasteignum. Ef ég hefði selt sextíu og sex ára eða yngri hefði ég borgað þessi 38% en vegna þess að ég var sextíu og sjö ára voru það 48%. Ég fékk bréf frá Tryggingastofnun á haustdögum þess efnis að mér hefði verið of- borgaður ellilífeyrir vegna tekna. Tekna af sömu upphæðinni og ég borgaði 38% skattinn af. Öryrkjum hafa á sama hátt verið reiknaðir aukaskattar, ef hægt er að ná ein- hverju af þeim, sem birt hafa verið ljót dæmi af. „Svona gerir maður ekki.“ Að skattleggja aldraða og ör- yrkja meira en aðra. Flestir eru mér sammála um að þetta sé öðru vísi en það á að vera, margir hafa haft stærri orð en ég um hvað þetta sé vitlaust. En svo hafa sumir reynt að snúa út úr þessu, með því að þetta sé öðruvísi reiknað hjá Tryggingastofnun og það sé ekki skattur. Þó biður stofn- unin um að þetta sé borgað strax, þar er starfsfólki gert að vinna þetta svona, samkvæmt því sem lög- gjafinn býr þeim í hendur. Sið- menntaðar þjóðir hafa á margan hátt reynt að búa fólki þolanleg lífs- kjör með greiðslu af almannafé sem allir taka þátt í, eftir því sem efni leyfa, og sannarlega hefur það til dæmis komið barnafjölskyldum til góða, og engum sem ungur er finnst lítillækkun að taka við þeirri hjálp. Bara aldraðir fá sérstakt viðurnefni að bera; ellilífeyrisþegar, sem mörg- um þykir niðurlæging, því það fólk man tal um vanvirðuna að þurfa lífs- hjálp. Og þeir eru enn meðhöndlaðir samkvæmt því eins og ég hef lýst. Ég hef haft samband við fjóra ráðherra um þetta. Og reynt mikið til að ná sambandi við þann fimmta, sem sagðist vera stolt af því sem gert var fyrir gamla fólkið. „Hún er ekki stolt af þessu,“ sagði aðstoð- armaður ráðherra. Ekki til að leið- rétta minn hlut því það er orðið að veruleika gagnvart mér, heldur má þetta ekki svona ganga að aldraðir verði á milli þilja í þjóðfélaginu eins og litli drengurinn sem minnst var á í upphafi. Skammastu upp í skotið þitt Grétar Haraldsson frá Miðey »Ef ég hefði selt sex-tíu og sex ára eða yngri hefði ég borgað þessi 38% en vegna þess að ég var sextíu og sjö ára voru það 48%. Grétar Haraldsson Höfundur var bóndi í Miðey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.