Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ? Ingólfur Albert Guðnason fædd- ist í Vatnadal við Súgandafjörð 27. febrúar 1926. Hann lést á Landspít- alanum 14. mars. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Albert Guðnason bóndi, f. 17. októ- ber 1895, d. 3. apríl 1930, og Kristín Jósepsdóttir hús- móðir, f. 20. sept- ember 1898, d. 23. mars 1977. Systkini Ingólfs eru Guðni Egill, f. 28.8. 1923, maki Brita Marie Guðnason, Samúel Kristinn, f. 13.7. 1924, maki Anna Hólmfríður Sigurjóns- dóttir, og Guðný Kristín, f. 22.7. 1930, maki Einar Guðnason. 10 ára að aldri fór Ingólfur í fóstur til móðursystur sinnar Þórðveig- ar og eiginmanns hennar Davíðs Þorgrímssonar á Mið-Kárastöð- um á Vatnsnesi. Ingólfur kvæntist 25.12. 1947 Önnu Guðmundsdóttur, f. 12.6. 1926. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Þorfinnstöðum í Vest- urhópi, f. 6.8. 1876, d. 11.5. 1959, og Sigríður Jónsdóttir, f. 30.4. 1900, d. 19.5. 1982. Systur Önnu eru Þorbjörg, f. 13.8. 1928, og Elínborg, f. 28.5. 1937. Ingólfur og Anna eignuðust þrjú börn. 1) Óskírður drengur, f. 6.9. 1948, d. 7.9. 1948. 2) Kolbrún hár- greiðslumeistari, f. 22.5. 1951 búsett á Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Eig- inmaður hennar er Ingimar Ingimars- son, f. 1951, og dætur þeirra eru Bjarney, f. 1969, Anna Sif, f. 1976, og Tinna, f. 1988. 3) Guðmundur, f. 21.9. 1953, hóp- stjóri í Reykjavík. Ingólfur lauk Samvinnuskóla- prófi 1947. Sótti þriggja mánaða námskeið í meðferð og viðhaldi landbúnaðarvéla í Bandaríkj- unum 1956. Starfsmaður Kaup- félags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga 1947?1949. Vann við og rak ásamt Karli Guð- mundssyni bifreiðaverkstæði á Laugarbakka í Miðfirði 1950? 1959. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga 1959?1995. Hreppstjóri Hvammstanga- hrepps 1960?1995. Í hrepps- nefnd Hvammstangahrepps 1966?1970. Formaður skóla- nefndar Héraðsskólans á Reykj- um 1971?1981. Alþingismaður fyrir Norðurland vestra 1979? 1983 (Framsfl.). Sat m.a. fundi Evrópuráðsins á vegum Alþingis 1980?1983. Útför Ingólfs fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 15. ?Ingó?, þannig kallaði amma oft á afa þegar maturinn var tilbúinn eða þegar hún var rétt að koma inn úr dyrunum. Oftar en ekki lá afi á bedda inni í herbergi, með ullarteppi yfir sig miðjan og spenntar greipar þar yfir. Út úr herberginu kom reykjar- lykt úr pípunni hans afa og Gufan hljómaði hátt stillt í útvarpinu. Þá heyrðist afi kalla ?já? stundum eins og hann hefði hrokkið upp af værum blundi. Í herberginu hans afa kenndi ým- issa grasa og var mjög skemmtilegt fyrir litla hnátu að gramsa þar reglu- lega. Mörg hundruð pennar að mér fannst, bréfaklemmur í massavís, vasareiknar, gamlar pípur og buddur merktar Sparisjóði Vestur-Húna- vatnssýslu. Buddurnar voru iðulega fullar af útlenskum peningum sem báru vitni um að afi hefði lagt land undir fót oftar en einu sinni. Amma og afi bjuggu lengi vel í Sparisjóðnum á Hvammstanga, reyndar á hæðinni fyrir ofan en litlu afastelpunni fannst afi sinn eiga Sparisjóðinn. Starfsfólkið þar var eins og hluti af heimilisfólkinu og reiknivélarnar þar eins og hluti af leikföngunum hjá ömmu og afa. Árið 1995 kom að því að amma og afi fluttu í höfuðborgina og afi hætti að eiga Sparisjóðinn. Í Reykjavík keyptu þau sér íbúð sem í eru tvö og hálft herbergi. Hálfa herbergið er lít- ið forstofuherbergi sem afi hreiðraði um sig í. Beddinn, útvarpið, bækur og fleira sem afa fylgdi fór þarna inn. Stuttu síðar hlaut litla forstofuher- bergið nafnbótina ,,Athvarfið?. Eitt sinn tilkynnti afi mér að það væri svo mikið að gera hjá honum að hann hefði varla undan. Já, hann hafði fundið sér nýtt áhugamál sem átti hug hans allan. Steinaslípun. Og það væri nú meiri þrælavinnan. Afi sýndi mér glaður fína slípivél sem hann skellti steini í, ýtti á takka þannig að maskínan fór í gang. Á meðan maskínan í þrælaði í skúrnum lá afi á bedda með teppi um sig miðj- an í ?Athvarfinu? og dottaði. Meiri þrældómurinn það en steinarnir voru engu að síður vel slípaðir. Þegar beðið var gistingar á Lau- gateignum svaraði afi oftast þannig að það væri einmitt laust á hótelinu og að hann myndi skrá bókunina hjá sér. Þau þurftu jú að hafa fyrir salti í grautinn eins og aðrir og því mjög gott þegar fullbókað var á hótelinu. Þegar kvatt var og þakkað fyrir gist- inguna þakkað afi oft sömuleiðis og sagðist bara setja þetta á reikning- inn. Lítill strákur kom stundum í pöss- un til langafa og langömmu á meðan mamma þurfti að skreppa í búð. Ein- mitt þá þurfti langafi oft á röskum vinnumanni að halda, sem taldi dósir og flöskur í poka í einum grænum. Að verkinu loknu seldu þeir dósirnar og skiptu gróðanum hnífjafnt á milli sín. Áður en þeir komu aftur heim til langömmu var ekki óalgengt að litli vinnumaðurinn fengi launauppbót fyrir erfiði dagsins, þá voru selirnir í Húsdýragarðinum heimsóttir. Minningarnar eru margar um góð- an afa sem þótti ákaflega vænt um sína litlu fjölskyldu og lagði sig fram við að hugsa vel um hana. Afa minn kveð ég með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir ást og um- hyggju alla tíð. Anna Sif. Fallinn er frá svili minn Ingólfur Guðnason, lengi sparisjóðsstjóri á Hvammstanga. Liðin eru meira en 50 ár síðan fundum okkar bar fyrst saman, um verslunarmannahelgina 1955. Þá tók ég hús á þeim hjónum Ingólfi og Önnu Guðmundsdóttur á Laugabóli í Miðfirði sem þar bjuggu ásamt börnum sínum og tengdafor- eldrum Ingólfs, Sigríði Jónsdóttur og Guðmundi Guðmundssyni, áður bændum á Þorfinnsstöðum í Vestur- hópi. Ingólfur stundaði um þær mundir bílaviðgerðir á Laugarbakka í félagi við Karl Guðmundsson bifvélavirkja. Þá hafði Ingólfur lagt að baki nám og próf í Samvinnuskólanum. Lágu fyr- ir honum afgreiðslustörf í einhverju kaupfélaginu ef til vill með tímanum staða kaupfélagsstjóra. En það sýndi heilindi hans að hann tók land á Laugarbakka og vann þar sjálflærð- ur að bílaviðgerðum, líklegast til stuðnings við tengdaforeldra sína er þar höfðu búsett sig. Stundaði hann bílaviðgerðir lengst af sjötta ára- tugnum er þau hjón fluttu til Hvammstanga 1959 þegar Ingólfur tók við stöðu sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Vestur-Húnavatnssýslu. Í áratugi var eins og Laugarbakki og Hvammstangi væru miðstöð fjöl- skyldu minnar í hvert sinn sem kom- ist var frá bústörfum heima. Mikla alúð sýndu þau Anna og Ingólfur öll- um gestum og þá ekki síst frændfólk- inu í Flóa suður. Fyrir utan indælan mat og góðar veigar, flutu þar með úr munni Ingólfs héraðslýsing sem aðr- ir voru ekki færari í og ógleyman- legar sögur af eftirminnilegum kar- akterum héraðsins, flestallt þess virði að skráð yrði, framtíðinni til fróðleiks og gleði. Minna gerði hann af því en aðrir vildu. Þó náði ég einni góðri sögu hjá honum nú í haust. En þegar átti að ganga á lagið, kvað Ing- ólfur nóg komið. Hann lét þó eftir sig minningar og hugrenningar um ým- islegt smátt og stórt. Um Laugar- bakka í Miðfirði 50 ára, hugleiðingar um hettuúlpuna sem Íslendingar kynntust hjá bandaríska setuliðinu hér, um suðurreið bænda 1905 og fleira góðgæti gaf hann mér úr sögu- syrpum sínum. Ingólfur var jafnlyndur maður að eðlisfari en gæddur miklu skopskyni og fór þá vel með grandalausar sögur sínar og skoplýsingar á mönnum og málefnum. Hann hafði eflaust við- kvæma lund og á góðri stund sagði hann ýmislegt úr starfi sínu sem ég hefi farið vel með hingað til. Var með ólíkindum hversu öflugur Sparisjóð- urinn á Hvammstanga varð á stjórn- arárum hans. Hann gaf mér ein- hverjar hugmyndir um starfsaðferð- ir sínar. Ef ungur maður bað hann um lán ræddi Ingólfur um stórfjöl- skyldu hans. Það væri gott að fá það fólk inn í sparisjóðinn. Þá efldist hann til að veita unga manninum enn meiri aðstoð. Ef ungt fólk og óráðið fékk vinnu í sparisjóðnum lagði Ing- ólfur auðvitað áherslu á þagmælsku um allt er bankann og inneignir manna varðaði. En ef gengið yrði hart að fólkinu að segja hvað Jón á Hóli ætti þar mikið inni þá átti það að svara: ?Já, einhvers staðar hefi ég séð það, en ég er bara alveg búinn að gleyma því.? Ingólfur vissi, að gleymskan yrði alltaf fyrirgefin. Það er á annarra manna færi að skrifa um hinn mikla þátt sem Ing- ólfur lék í viðskiptalífi Vestur-Hún- vetninga. Ég held að hann hafi verið í því starfi nótt sem nýtan dag. Eins var það um helgar. Var ég með hon- um á þjóðhátíð Vestur-Húnvetninga í Kirkjuhvammi 1974. Eldri bóndi bankaði á öxl Ingólfs og spurði: ?Læturðu strákinn hafa víxilinn?? ?Já, ef þú ert á honum,? var svarið. Svo var bankaviðtalinu lokið þarna í sumarblíðunni. Báðir virtust fegnir, enda var um gagnkvæmt traust að ræða. Og sneru sér svo að samkvæm- islífinu á þessum fallega sumardegi. Þessir dagar eru liðnir og koma ekki aftur, en minningin um mætan mann lifir. Lítt hefði hann kosið skrum og skjall um sig látinn, en sög- um gat hann tekið á móti eins og hann sjálfur miðlaði öðrum óspart af. Flyt ég Önnu og niðjum þeirra öllum bestu samúðarkveðjur okkar allra í Litlu-Sandvík. Páll Lýðsson. Kynni okkar Ingólfs Guðnasonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, hófust þegar Samband sparisjóða var stofn- að árið 1967. Það var sérlega ánægjulegt að kynnast honum. Ing- ólfur var allt í öllu í heimabyggð sinni, meðal annars sparisjóðsstjóri og hreppstjóri og auk þess sat hann um tíma á Alþingi. Hann var góður sparisjóðsstjóri, stórefldi sjóðinn, bætti húsakost hans og tileinkaði sér tækninýjungar. Með stofnun Sambands sparisjóða lauk hátt í aldargamalli einangrun sparisjóða og stjórnenda þeirra. Ing- ólfur var áhugasamur um framtíð sparisjóðanna og vann af heilindum að uppbyggingu samstarfsins, var tillögugóður og þátttakandi í því á öllum sviðum. Einn þáttur í að byggja upp góðan anda innan sam- bandsins var að haldnar voru sam- komur sparisjóðamanna í lok árs- þings sparisjóðanna. Þessar samkomur voru einstaklega skemmtilegar og eftirminnilegar. Byggðust skemmtiatriði eingöngu á framlagi veislugesta, en meðal spari- sjóðsstjóra leyndust margir frábærir skemmtikraftar. Þar var Ingólfur fremstur í flokki og hrókur alls fagn- aðar. Oft var því leitað til hans um veislustjórn sem hann leysti frábær- lega vel af hendi. Þegar Lánastofnun sparisjóðanna, fyrirrennari Sparisjóðabanka Ís- lands (Icebank), var stofnuð árið 1986 var Ingólfur kosinn í bankaráð- ið og gegndi hann því starfi allt þar til hann settist í helgan stein árið 1995. Samstarf okkar í bankaráðinu var sérlega gott og aldrei bar skugga á. Starfsemi Lánastofnunarinnar var mjög þýðingarmikil fyrir spari- sjóði landsins, ekki síst þá minni sem höfðu átt í vök að verjast. Örlög margra sparisjóða höfðu orðið þau að verða yfirteknir af bönkum. Við stofnun Lánastofnunarinnar stöðv- ast sú þróun algerlega. Ingólfur var fulltrúi landsbyggðarsparisjóða í bankaráðinu og rækti þau störf af kostgæfni. Ingólfur var góður heim að sækja. Minnist ég margra heimsókna til hans á Hvammstanga þar sem hann og Anna tóku á móti gestum af al- úðlegri gestrisni. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir ógleymanlegar samverustundir. Blessuð sé minning Ingólfs Guðnasonar. Ég sendi Önnu og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Hallgrímur Jónsson. Við kveðjum Ingólf Guðnason í dag. Ingólfur var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu á árunum 1959 til 1995. Á þeim tíma varð mikil breyting á rekstri Spari- sjóðsins. Starfsmönnum fjölgaði úr einum í átta. Þjónusta sem banka- stofnanir veittu var að aukast frá því að taka bara við innborgunum á eina eða tvær gerðir innlánsreikninga og lána út skuldabréf og víxla yfir í fjöl- þættari þjónustu eins og við þekkj- um í dag. Allar þessar breytingar var hann fljótur að taka upp til þess að Sparisjóðurinn gæti sinnt hlut- verki í sinni heimabyggð betur, enda var Ingólfur alla tíð mikill spari- sjóðamaður sem bar einnig hag sam- félagsins fyrir brjósti og byggði upp traustan grunn að þeim Sparisjóði sem er rekinn enn þann dag í dag. Ingólfur var virkur í samstarfi spari- sjóða, var m.a. í stjórn Sambands ís- lenskra sparisjóða um árabil og í stjórn Lánastofnunar sparisjóðanna hf. (Icebank hf.) frá stofnun 1986 til 1995. Þegar ég hóf störf við Sparisjóð- inn árið 1973 sem þriðji starfsmað- urinn, þá kynnist ég Ingólfi fyrst eins og hann var, traustur, ábyggi- legur og ekki síst góður vinnuveit- andi. Einnig var hann góður sögu- maður, orðheppinn og alltaf var stutt í spaugið. Samstarf okkar var mjög gott og lærði ég mikið af honum, hvort heldur það tengdist vinnunni eða öðrum málum. Oft var kátt á hjalla á kaffistofunni þar sem sögumaðurinn Ingólfur naut sín til fullnustu. Margt hafði hann brallað um dagana og kunni svo sannarlega að segja frá. Það kom fyrir þegar fólk hitti Ing- ólf á skemmtunum eða á förnum vegi að það bað hann að taka fyrir sig ávísanir, víxla eða einhver önnur verðmæti sem þurfti að koma í Sparisjóðinn, sem alltaf var sjálf- sagður hlutur. Sparisjóðurinn var jafnframt heimili hans þar sem hann bjó á efri hæðinni ásamt sinni góðu eiginkonu Önnu. Ófáar voru þær veislurnar sem starfsfólkinu var boðið í upp á efri hæðina og ófáar hnallþórurnar sem Anna kom með niður á kaffistof- una þegar hún var að baka. Hann átti við erfið veikindi að stríða undir það síðasta. Ég náði að hitta hann í lok janúar og var greini- legt að hann var tilbúinn að kveðja að gengnu góðu ævistarfi. Fyrir hönd starfsfólks Sparisjóðs- ins þakka ég Ingólfi fyrir góða kynn- ingu og vináttu í gegnum árin og vottum við Önnu og fjölskyldunni samúð okkar. Minningin um Ingólf Guðnason mun lifa með okkur öllum. Páll Sigurðsson. Litríkur félagi og góð manneskja er horfin úr hópi okkar sem lukum stúdentsprófi og útskrifuðumst frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1981. Á kveðjustund kemur margt upp í hugann og eigum við í 6AB margs konar minningar um Siggu. Sigga var öðruvísi, í góðri merk- ingu þess orðs, hún var óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún var heim- spekileg, hnyttin í tilsvörum, stríðin, hlý, hafði ríka samkennd með fólki og var góður mannþekkjari. Hún sá það besta í öllum og sóttist sérstak- lega eftir að nálgast fólk sem á ein- hvern hátt var félagslega til baka eða féll ekki umsvifalaust í hópinn. Sigga hafði einstakt lag á að hrósa og ýta undir sjálfstraust samferða- fólks síns. Hún gerði það án upp- gerðar svo að auðvelt var að taka mark á henni. Fólki leið alltaf betur eftir samtal við Siggu. Sigga var ekki opin um sjálfa sig. Meðan hún var frísk geislaði af henni gleðin og hún vildi ekki tala um veik- indi sín. Hún sagðist lifa fyrir einn dag í einu. Hún talaði með sérstakri hlýju um eiginmann sinn, foreldra, systkini og frændsystkini. Þar átti hún gott bakland. Eftir að veikindin ágerðust dró Sigga sig í hlé ásamt sínum nánustu og virðum við þá ákvörðun þó að mörg okkar hefðu viljað veita henni sama styrk og hún hafði svo oft gefið frá sér. Á gleðistundum hópsins var hún hrókur alls fagnaðar, sagði sögur og gerði grín, ekki síst að sjálfri sér. Hún kallaði samferðafólk sitt ýmsum nöfnum sem hún sagði tengjast þess innri manni en auðvitað var það allt í gríni. Sigga hafði þann sið að mæla fyrir skál og þá fyrst fyrir þeim sem fjar- staddir voru. Á síðasta vori þegar við bekkjarfélagar hennar úr MA héld- um upp á 25 ára stúdentsafmæli byrjuðum við á því að skála fyrir þeim sem fjarstaddir voru, m.a. fyrir Siggu, en við vissum að hún var hjá okkur í anda þar sem hún hafði hlakkað til að vera með okkur á þess- um tímamótum. Veikindin komu þó í veg fyrir það. Þessi hópur mun alltaf minnast Siggu með hlýju og, þegar það á við, skála fyrir fjarstöddum, í hennar minningu. Við, samstúdentar og bekkjar- félagar Siggu frá MA 1981, sendum eiginmanni hennar, foreldrum, systkinum og öllum þeim sem þótti vænt um hana, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi hún hvíla í friði. F.h. bekkjarfélaga í 6AB, 1981. Ingibjörg Aradóttir. Mig setti hljóðan þegar ég fletti Morgunblaðinu á laugardaginn var við að sjá dánartilkynningu um Ing- ólf Guðnason. Hann hafði talað við mig í síma fyr- ir ekki alllöngu. Mér fannst hann hress eins og áður. Datt ekki í hug að hann ætti stutt ólifað. Í lok samtals- ins sagði ég við hann: ?Þú ert alltaf sami góði drengurinn.? Þetta meinti ég fullkomlega. Við Ingólfur vorum samtímis bæði á Reykjaskóla og Samvinnuskólan- um í Reykjavík. Hann var hress í við- móti, úrræðagóður og vinsæll. Ég minnist þess að eitt sinn á fundi í Skólafélagi Samvinnuskólans urðu menn ekki ásáttir um mál eitt, sem hafði verið tekið fyrir, svo lá við málþófi. Þá kom Ingólfur fram með tillögu sem allir gátu sætt sig við. Ingólfur ólst upp hjá frænku sinni Þórðveigu Jósefsdóttur og manni hennar Davíð Þorgrímssyni, á Ytri- Kárastöðum, Vatnsnesi. Eftir skólagöngu settist Ingólfur að í heimahéraði. Á Reykjaskóla hafði hann kynnst glæsilegri stúlku Önnu Guðmunds- dóttur frá Þorfinnstöðum í Vestur- hópi. Þau giftust fljótlega eftir skóla- vist hans og settust að hjá foreldrum hennar á Laugarbakka í Miðfirði. Síðar fluttust þau til Hvammstanga, þegar hann gerðist sparisjóðsstjóri. Ingólfi voru falin ýmis trúnaðar- störf í héraði. M.a. var hann alþing- ismaður eitt kjörtímabil. Blessuð verið minning Ingólfs Guðnasonar. Við Debóra sendum Önnu, Kol- brúnu, Guðmundi og öðrum ættingj- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ásvaldur Bjarnason. Ingólfur Albert Guðnason L50098 Fleiri minningargreinar um Ingólf Albert Guðnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.