Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 39 verið eins eftirminnilegt og það var. Vináttan okkar hefur bara vaxið með árunum. Fjarlægðin og val hvorrar okkar um sig í lífinu skipti engu máli, leiðir okkar lágu alltaf saman á nýjan leik. Elsku Sigga, sorg mín er stór nú þegar þú ert farin. Þrátt fyrir þína ótrúlegu baráttu og viljastyrk að vinna þessa orrustu og halda áfram ferðalaginu með okkur hér hefur þér af einhverjum ástæðum verið valin önnur leið. Ég efast ekki um að það kemur nýtt ferðalag, nýjar ástir og vinir, ný hlutverk. Ferðalögin okkar, vináttan og kærleikurinn sem við höf- um deilt síðan við vorum litlar hverfa aldrei, það er eilíft. Enginn er eins og þú, ég sakna þín óendanlega mikið. Tómarúmið er stórt af því að við átt- um svo margt gott og skemmtilegt saman. Og við eigum eftir svo margt saman. Við munum hittast á ný á ein- hvern annan hátt. Þangað til bið ég allt Gott að geyma þig og gefa þér styrk og gleði á nýja ferðalaginu þínu. Ég mun alltaf hugsa til þín. Ég á minningar að geyma og ég er rík og þakklát af því að ég átti þig sem minn besta vin. Ástarkveðja, við sjáumst! Þín, Anna Þórdís. Fyrir 13 árum síðan kynnti Ísleifur okkur fyrir henni Siggu vinkonu sinni. Við höfðum hitt aðrar vinkonur hans fyrr en fljótlega skynjuðum við að í þetta sinn var meira en venjulegur vinskapur á ferðinni. Fljótt komu í ljós fágætir mannkostir Siggu. Við fyrstu sýn tókum við eftir glæsileika hennar, sítt ljóst hár sem náði niður í mitti og hún var örugg og ákveðin í framkomu og vel máli farin. Hún lét skoðanir sínar í ljós ákveðið en kurt- eislega. Hún var unnusta sínum, sem þá var sjómaður, mikil hjálparhella þegar kom að því að finna starf í landi, því ekki hugnaðist henni lögfræðingn- um hlutverk sjómannskonu. Hún vildi að sinn maður væri til staðar, því að hún var ákveðin í því að þau myndu byggja upp sitt líf saman. Er skemmst frá því að segja að svo góð samstaða og samheldni myndaðist með þeim að fágætt má telja og entist sú samstaða til hinstu stundar. Við fjölskyldan urð- um þeirra gæfu aðnjótandi að hafa mikil samskipti við Siggu og Ísleif og þar kom í ljós hve opin og hlý mann- eskja Sigga var. Kærar eru okkur minningar úr ferðalögum og útileg- um. Þar var Sigga gleðigjafi og ósvik- inn leiðtogi og má þar nefna til sög- unar að þegar farnar voru Fjallabaksleiðir syðri og nyrðri kom hún með leiðarlýsingar í tveimur ein- tökum því hún mátti vita að af okkur hálfu hefði ekki verið hugsað fyrir slíku. Þannig var allt hennar ráð, sí- fellt að hugsa um aðra, gleymdi aldrei afmælisdögum og var virkur þátttak- andi í öllum gleði- og sorgarstundum stórfjölskyldunnar. Jafnvel þó hún sjálf væri farin að kröftum og heilsu voru henni hugstæðari smávægilegir krankleikar annarra í fjölskyldunni en hennar eigin veikindi, en þau ágerðust mjög hin síðustu misseri. Aldrei var á henni að finna annað en þar færi alheil manneskja, staðráðin í að láta hvergi sinn hlut. Sú lífssýn entist henni til hins síðasta. Sambúð þeirra Siggu og Ísleifs var frá upphafi skemmtileg og gefandi fyrir þau og ekki síður okkur sem umgengumst þau. Þau tókust á um menn og málefni, alltaf þó í góðu og urðu umræður þá oft fjörugar. Elsku Ísleifur, á kveðjustundinni er okkur orða vant en hvað er meira við hæfi en erindi listaskáldsins góða. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (J.H.) Þér, foreldrum Siggu og systkinum og öðrum ástvinum sendum við sam- úðarkveðjur og biðjum þeim styrks á þessari sorgarstundu. Lilja og Hróbjartur. „Við litlu nautin,“ sagði Sigga æv- inlega við mig á viðeigandi norðlensku og átti við nautsmerkið sem við vorum báðar fæddar í. Það fór enginn í fötin hennar Sigríðar þegar kom að hug- myndaauðgi í orðavali en hún var ein- hvern veginn alveg laus við að tala í klisjum og frösum. Og oft var mikið hlegið. Ávarpaði hún okkur hjónin til dæmis með orðunum „þið frjósömu spendýr“ í tilefni af því að von var á barni. Það sem einkenndi þessa glæsi- legu konu var þó ekki síst hin hljóm- mikla og -fagra rödd sem hún hafði svo af bar. Sagði ég henni oft að hvaða söngkona sem er hefði gefið mikið fyr- ir að hafa hlotið slíka rödd í vöggugjöf. Var henni óspart beitt til að gantast með ótrúlegustu hluti eins og það að tala íslensku með þýskum hreim og þýsku orðfæri og þá spillti hvorki hinn norðlenski hreimur né leikrænir hæfi- leikar sem Sigga hafði nóg af. Við Sigga kynntumst á námsárum okkar í lagadeildinni og með okkur myndaðist vinátta sem aldrei bar skugga á. Hún var listamaður af guðs náð þó að hún hafi ekki fetað þá braut í lífinu. Um það bar smekkvísi hennar á alla hluti fagurt vitni. Mér er það til dæmis minnisstætt þegar hún kom í heimsókn í íbúð sem við Pétur Már höfðum flutt í á síðasta ári í lagadeild- inni. Eitthvað fannst henni tómlegt um að litast á veggjum, einungis agn- arlítil fiðla hékk á miðjum stofuvegg á nagla. Hún var fljót að kippa því í lið- inn, sagði mér að ná í tóman mynd- aramma, án baks, sem síðan var hengdur utan um fiðluna, – skakkur. Listaverkið átti eftir að vekja mikla athygli og varð eitt okkar helsta stof- ustáss. Fátt lýsir Sigríði þó betur en hversu mikilvæg sterk fjölskyldubönd voru henni enda var hún afar náin fjöl- skyldu sinni. Til dæmis varð henni tíð- rætt um bróðurdóttur sína og bar hag hennar augljóslega fyrir brjósti. Faðmurinn var hlýr og breiður og allt- af hafði hún einlægan áhuga á vellíðan barna og fjölskyldu, hvort heldur sinnar eigin eða okkar vina sinna og var óþreytandi að spyrja frétta. Umfram allt var Sigríður Íslend- ingur og heimahagarnir fyrir norðan voru henni kærir, eins og kveðja sem hún sendi okkur á korti nú um jólin ber með sér: „megi grasið græna og jöklar hvítir gefa góðan vöxt“ og undir var skrifað „Sigríður Norðlendingur.“ Ég heyrði í henni um tíu dögum fyrir andlátið og þá var hugurinn sá sami og viljinn sterkur enda var aldrei meiningin að lúta í lægra haldi fyrir krabbameininu. Við ræddum um allt nema sjúkdóminn, göntuðumst og allt virtist sem fyrr. Þær stundir sem við áttum hér síðustu ár í Brussel eru ómetanlegar. Enda ekki leiðinlegt að fá skemmtilegustu konu norðan Alpa- fjalla í heimsókn, eins og við hjónin höfðum iðulega á orði. Nú, þegar hljómfögur rödd Sigríðar er þögnuð, vottum við Pétur Már Ísleifi og fjöl- skyldu Sigríðar okkar innilegustu samúð. Ragnheiður. „Það er alltaf hægt að vera þakk- látur fyrir eitthvað“. Þetta voru orðin sem blöstu við mér þegar mér barst sú fregn að Sigga væri látin. Setningin stendur á dagatali sem hún gaf mér um síðustu jól. Á dagatalinu eru heil- ræði og spakmæli fyrir hvern dag, áminningar um hvaða gildi skipta mestu í lífinu. Heiðarleiki, umhyggja fyrir sínum nánustu, vinnusemi og virðing fyrir öllu því smáa í hvers- dagsleikanum sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut. Þessi gildi hafði Sigga sjálf tileinkað sér og hvatti okk- ur hin til að gera slíkt hið sama. Sigga var minnt á það að lífið er ekki sjálf- gefið þegar hún greindist með krabbamein fyrir um áratug. Frá upphafi tók hún þá afstöðu að leggja allt sitt af mörkum til að vinna með þeim meðferðum sem læknavísindin höfðu upp á að bjóða. Hún barðist hetjulega með öllum tiltækum ráðum gegn því að sjúkdómurinn næði yfir- höndinni en varð að lokum, eins og svo margir, að lúta í lægra haldi. Fyrir um ári, þegar segja má að lokaorrustan hafi hafist, lýsti hún því þannig að nú hefði meinið haft hægt um sig um stund en þessar „vondu frumur væru nú búnar að vígbúast og væru komnar í skriðdrekana“. Það reyndust orð að sönnu, en Sigga gafst samt ekki upp, hver dagur varð barátta en alltaf hafði hún það „bara fínt“ þegar hún var spurð. En minningin sem eftir stendur um Siggu er ekki um veika konu heldur um sterka manneskju, sem á hvaða öld sem er í Íslandssögunni hefði verið kölluð skörungur. Fasið og orðfærið gerðu það að verkum að það sópaði að henni og ekki spillti að hún var radd- sterk og talaði með norðlenskum hreim. „Nú tökum við á því“ var við- kvæðið í hvert skipti sem við hitt- umst. Ef við komum saman til að skemmta okkur var „tekið á því“ í mat og drykk, sem endaði annaðhvort í söng eða á trúnaðarstiginu marg- fræga. Hún hafði ómetanlegan húmor og frásagnargáfu sem hreif alla með. Ósjaldan ultu upp úr henni orð og orðatiltæki sem fengu mann til að veltast um af hlátri. Eftir að flytjast erlendis var ég svo lánsöm að hafa tækifæri til að hitta Siggu þegar hún þurfti að ferðast vegna starfa sinna. Ég nefndi oft við Siggu að sækja um störf hérna í Brussel, vildi að sjálfsögðu fá hana í Íslendinganýlenduna hér, ekki ama- leg viðbót það. Hún gaumgæfði það, en niðurstaðan lýsir henni vel. „Veistu það, Ásta, ég get bara ekki hugsað mér að búa annars staðar en á Íslandi.“ Þessu til áherslu fylgdi saga um síðustu útivistarferð hennar og Ís- leifs og hástemmdar lýsingar á dá- semdum íslenskrar náttúru. Hún var búin að forgangsraða, fjölskylda og ástvinir voru í fyrirrúmi, þau bönd vildi hún ekki að brystu. „Það er alltaf hægt að vera þakklátur fyrir eitt- hvað.“ Á þessari stundu er ég þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast þessari konu og hafa átt með henni samleið um stund. Blær vertu ljóð mitt í sefinu við Styx og syng þeim fró og svæfðu þá sem bíða. (Snorri Hjartarson) Núna er blærinn orðinn ljóðið hennar Siggu. Ég votta ástvinum hennar og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Ásta Magnúsdóttir. „Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann leggur hönd sína á einhvern sem vér unnum.“ (Madame de Staël.) Oft hefur mönnum reynst erfitt að skilja dauðann, einkum er hann leggur hönd sína á fólk í blóma lífsins, fólk sem virðist eiga miklu starfi ólokið. Leiðir okkar Siggu lágu fyrst saman fyrir tæpum þrjátíu árum, haustið 1977 er við báðar vorum nemendur í Menntaskólanum á Akureyri. Það var eins og einhver ósýnileg hönd leiddi okkur saman, því ekki vorum við í sama bekk og ég utanbæjarmann- eskja en hún innfæddur Akureyring- ur og svo vorum við líka frekar ólíkar manneskjur. En það var eins og við hefðum einhvern veginn hvor aðra upp og ólýsanlegur þráður myndaðist á milli okkar. Með okkur tókst ein- stæð vinátta. Þetta ræddum við oft, þó sérstaklega í seinni tíð þar sem við báðar upplifðum það oft að vita hvernig hinni liði, þrátt fyrir fjarlægð á milli okkar og þá var iðulega símtól- ið tekið upp. Á menntaskólaárunum varð ég tíður gestur í hennar for- eldrahúsum, hjá þeim heiðurshjónum Stefáni og Jóhönnu í Barðstúninu. Að menntaskólaárunum loknum skildi leiðir um sinn, en eftir að við báðar vorum komnar til Reykjavíkur til frekara náms lágu leiðir okkar aftur saman og bjuggum við saman um nokkurra ára skeið, fyrst í Mávahlíð en síðar á Tómasarhaga eða allt þar til ég flutti austur fyrir fjall er ég festi ráð mitt og stofnaði fjölskyldu. Við göntuðumst oft með það okkar í milli að Sigríður hefði nú stjórnað þessum ráðahag og lagt blessun sína yfir hann. Þessi ár með Siggu eru mér sérstaklega kær og mikil heiðríkja er yfir þessum minningum. Sigga hafði alltaf einstaklega hlýjan og breiðan faðm og dásamlega nærveru sem ein- kenndist af mikilli umhyggju fyrir öll- um sem henni stóðu nær. Hún var líka einstaklega orðheppin og skemmtileg manneskja sem iðulega hafði svör við öllum vangaveltum sem upp komu á meðal okkar. Hún var sannkölluð valkyrja. Síðustu ár barð- ist Sigga við illvígan sjúkdóm. Það var undravert að fylgjast með því hvað hún barðist hetjulega en að lokum varð hún að lúta í lægra haldi. Nú þegar leiðir skilur og þráðurinn hefur slitnað, get ég huggað mig við að rifja upp liðnar samverustundir. Mér finnst óðurinn um kærleikann ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FJÓLA JÓNSDÓTTIR frá Víganesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. mars kl. 15.00. Guðbjörg Eiríksdóttir, Lýður Hallbertsson, Jensína Guðrún Eiríksdóttir, Sæunn Eiríksdóttir, Jón Eiríksson, Guðrún Sigvaldadóttir, Guðný Eiríksdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Sigrún Eiríksdóttir, Haraldur Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ ÁRNI BREIÐFJÖRÐ GUÐJÓNSSON frá Hofstöðum, Helgafellssveit, Fannafold 157, Reykjavík, sem andaðist á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, þriðjudaginn 13. mars, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 23. mars kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Gunnar Guðjónsson, Kristrún Guðjónsdóttir og frændsystkini hins látna. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnakletti 4, Borgarnesi, sem lést fimmtudaginn 15. mars verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélagið Bergmál eða Krabba- meinsfélagið. Baldur Sveinsson, Ingveldur Gunnarsdóttir, Ingólfur Torfason, Guðbjörg Torfadóttir, Jan Nestor Jacobsen, María Torfadóttir, Ole Halvor Pedersen, Aðalbjörg Baldursdóttir, Gylfi Skúlason, Þóra Björk Baldursdóttir, Einar Hermannsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNGRÍMUR MAGNÚSSON, Sæbergi, Borgarfirði eystri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 14. mars. Útförin fer fram frá Bakkagerðiskirkju föstudaginn 23. mars kl. 14.00. Jarðarförin auglýst síðar. Elsa Guðbjörg Jónsdóttir, Ásgeir Arngrímsson, Jóhanna Borgfjörð, Helgi Magnús Arngrímsson, Bryndís Snjólfsdóttir, Jón Ingi Arngrímsson, Arna S. D. Christiansen, Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir, Ólafur Arnar Hallgrímsson, Jóhanna Guðný Arngrímsdóttir, Jóhann Rúnar Magnússon, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ORMHEIÐUR SVERRISDÓTTIR frá Hjallanesi, síðast til heimilis á Kumbaravogi, verður jarðsungin frá Krosskirkju í Austur-Landeyj- um laugardaginn 24. mars kl. 13:00. Halldór Helgason, Ólafur Kristján Helgason, Jón Helgason, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.