Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 11 FRÉTTIR Í TÖLUM Landlæknisembættisins um fjölda ófrjósemisaðgerða kem- ur fram að árið 2005 fóru 274 kon- ur og 285 karlar í ófrjósemis- aðgerð. Þetta er í fyrsta skipti sem fleiri karlar en konur fara í slíka aðgerð á ári. Munur á fjölda að- gerða á hverja 1.000 karla og á hverjar 1.000 konur á aldrinum 25– 54 ára hefur smám saman verið að minnka að því er fram kemur á landlaeknir.is Ófrjósemisaðgerðir ÞRÓUNARSAMVINNUSTOFNUN Íslands hefur ráðið Guðmund Val Stefánsson til starfa sem verkefnastjóra fiskitengdra verkefna í Mósambík með aðsetur í Maputo. Guðmundur Valur er að ljúka MBA námi við Háskóla Ís- lands en hann hefur einnig prófgráður í fiskifræði og líf- fræði frá Háskólanum í Bergen, Noregi. Hann hefur und- anfarin tvö ár starfrækt eigið fyrirtæki, AGVA ehf., á sviði fiskeldis og viðskipta með fiskafurðir. Áður gegndi Guðmundur Valur um fjögurra ára skeið starfi fram- kvæmdastjóra Sæsilfurs hf. sem var með laxeldi í Mjóafirði. Eftir nám í Noregi árið 1994 stofnaði Guðmundur Valur og rak ásamt fleirum fyrirtæki í Bergen og síðar á Íslandi sem miðlaði fiskimjöli, fiski- lýsi og fiskifóðri milli Íslands og Evrópu. Guðmundur Valur Stefánsson Nýr verkefnastjóri fiski- tengdra verkefna í Mósambík LANDSSAMBAND lögreglumanna lýsir yfir mikilli ánægju með ný- samþykktar lagabreytingar er lúta að aukinni refsivernd lögregl- unnar. Refsihámark hækkar út sex í allt að átta ára fangelsi. Landssambandið þakkar þing- mönnum fyrir samþykktina og fög- ur orð. Þá er Birni Bjarnasyni þakkað sérstaklega fyrir hans þátt. Lögreglan þakkar HULDA Ólafs- dóttir, fram- kvæmdastjóri Mímis – símennt- unar, hefur verið kjörin formaður ABF i Norden, Samtaka nor- rænna verkalýðs- félaga á sviði fullorðins- og alþýðu- fræðslu. Samtökin standa að viðamikilli fullorðinsfræðslu í þágu alþýðu manna og taka þannig virkan þátt í að auka þekkingu fólks á vinnumarkaði. Fræðslusambönd í sjö löndum eru aðilar að samtök- unum. Ísland hefur þá sérstöðu að ASÍ ákvað að stofna einkahlutafélag um fræðslustarfið og stofnaði í því sambandi Mími – símenntun ehf. Formaður ABF Hulda Ólafsdóttir SAMKVÆMT nýrri skoðanakönn- un Capacent Gallup segjast 42% að- spurðra ánægð með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar á ný. 40% voru óánægð og 18% tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð dagana 14.– 27. febrúar sl. fyrir IFAW og Nátt- úruverndarsamtök Íslands. Jafnar fylkingar TÆKNIDEILD Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að gefa íbúum sveit- arfélagsins tækifæri til að hirða innréttingar, hurðir, salerni, vaska og fleiri hluti úr húsunum sem á að rífa við Árvelli í Hnífsdal. Eins kon- ar uppboð mun fara fram. Áhuga- sömum er bent á að nálgast frekari upplýsingar hjá tæknideild Ísa- fjarðarbæjar, segir á bb.is. Salerni og vaskar hefur lokað í Hraunbæ 119 Opið virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-15 sími 567 7776 LAGERÚTSALA í Síðumúla 3-5 HRANNAR Péturs- son, upplýsingafulltrúi Alcan, hefur sent Morgunblaðinu at- hugasemd vegna fréttar frá Sól í Straumi (SÍS) sem birtist í blaðinu í gær. Þar kemur fram að SÍS segi Hagfræði- stofnun Háskóla Ís- lands (HHÍ) hafa hrakið þær staðreynd- ir sem Alcan hefur sett fram um að beinar ár- legar skatttekjur Hafnarfjarðarbæjar af stækkuðu álveri verði rúmar 800 milljónir króna á ári. Skáletrun er Hrannars: „SÍS kemst þarna upp með mikinn útúrsnúning þar sem skýrsla HHÍ fjallaði um allsendis óskylt mál. Þessi skýrsla HHÍ fjallaði um hugs- anlegan mun á tekjum Hafnarfjarð- arbæjar af starfsemi á þeirri lóð sem fer undir stækkun álversins. Stillt var upp valkostunum að annars veg- ar yrði álverið stækkað á lóðinni og hins vegar að önnur atvinnustarf- semi yrði byggð upp á sömu lóð. Munurinn á tekjum af þessum tveimur valkostum var 170–230 mkr. á ári, álverinu í vil. Þar sem landrými er yfirdrifið fyr- ir atvinnulóðir í Hafnarfirði eru Hafnfirðingar í þeirri stöðu að geta bæði stækkað álverið og boðið önnur fyrirtæki sem vilja byggja upp starf- semi sína í bæjarfélaginu velkomin. Skýrslan sem HHÍ kynnti á mánu- daginn hefur þar af leiðandi ekkert með beinar tekjur eða tekjur al- mennt af starfsemi stækkaðs álvers að gera hvað þetta atriði varðar. Í liðinni viku skilaði HHÍ af sér annarri skýrslu sem tók á beinum tekjum Hafnarfjarðarbæjar af stækkuðu álveri. Í þeirri skýrslu staðfesti HHÍ þær tölur sem álverið í Straumsvík hefur haldið fram. Það er að beinar skattgreiðslur af stækk- uðu álveri verði rúmar 800 mkr. á ári, þá er verið að tala um tekjur af fasteignagjöldum, hafnargjöldum og vatnsgjaldi. Í samantekt helstu niðurstaðna segir í skýrslu HHÍ: Líklegt er að fast- eignagjöld af stækkun álversins verði í fyrstu um 400 milljónir króna á ári, eða ríflega 200 millj- ónir króna umfram það sem greitt yrði af öðru iðnaðarhúsnæði á svæð- inu. Þetta bætist við fasteignagjöld af húsum og lóðum sem Alcan á nú á svæðinu, en þau nema líklega nálægt 250 millj- ónum króna á ári. Alls yrðu fasteignagjöld af álveri Alcans þá um 650 milljónir króna á ári. Tekjur Hafnarfjarðarhafnar af höfninni í Straumsvík voru um 47 milljónir króna árið 2006. Ef taxtar hafnarinnar breytast ekki frá því sem nú er má ætla að tekjur Straumsvíkurhafnar aukist við stækkun álversins í 120–150 milljón- ir króna á ári. Í stjórnarfrumvarpi sem var lagt fram skömmu fyrir þinglok er meðal annars rætt um að hafnargjöld séu „samkvæmt al- mennum íslenskum lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma“. Líklegt má telja að við stækk- un álversins muni verða notast við almenna gjaldskrá Hafnarfjarðar- hafna. Ef almennir taxtar yrðu látnir gilda ásamt algengum afslætti má ætla að tekjur af höfninni gætu num- ið ríflega 200 milljónum króna á ári. Þess má auk þess geta að líklegt er að tekjur bæjarins af vatnsgjaldi aukist um nokkrar milljónir við stækkunina.“ Sól í Straumi snýr út úr Hrannar Pétursson DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og embætti ríkislögreglustjóra und- irrituðu í gær árangursstjórn- unarsamning, sem felur m.a. í sér að ríkislögreglustjóri leggur fram tillögur til dómsmálaráðuneytisins að fjögurra ára löggæsluáætlun fyrir 15. apríl nk. Þar eiga að koma fram helstu verkefni, forgangs- röðun og áherslur embættisins til 30. apríl 2011. Samningnum er gert að skerpa á áherslum embættis rík- islögreglustjóra. Í honum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur dóms- málaráðuneytisins og embættis rík- islögreglustjóra hvað varðar hlut- verk og verkefni embættisins. Sérstakir samningar við lögregluembættin Ríkislögreglustjóri gerir einnig sérstaka árangursstjórnunarsamn- inga við lögregluembættin í landinu fyrir árslok 2007. Þeir samningar eiga að taka mið af áherslum í lög- gæsluáætlun sem dómsmálaráð- herra staðfestir. Embættið gerir einnig jafnréttisáætlun fyrir lög- regluna í heild sinni sem á að vera tilbúin fyrir 1. september næstkom- andi. Í samningnum er ákvæði þess efnis að ríkislögreglustjóri skili ársskýrslu til ráðuneytisins í maí- mánuði á hverju ári. Þar verður gerð grein fyrir árangri af starfi embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembættanna um land allt og árangurinn borinn saman við markmið ársáætlunarinnar. Morgunblaðið/Júlíus Semja um árangursstjórnun HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru sýslu- mannsins á Selfossi fyrir hraðakst- ur á Hellisheiði þar sem leyfður hámarkshraði hafði verið lækkað- ur niður í 50 km á klukkustund vegna vegaframkvæmda. Konan mældist á 102 km hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að engin gögn styðji það að konunni mætti vera ljóst að hún væri enn inni á framkvæmdasvæði þegar lögreglan hafði afskipti af henni. Óljósar merkingar um lok framkvæmdasvæðis Að mati dómsins var vafi á því að henni hefði mátt vera ljóst, þeg- ar hún var að nálgast Kambabrún, þó svo að hún hefði orðið vör við merkingar um lækkun hámarks- hraða í Hveradalabrekkunni, að hún væri enn inni á framkvæmda- svæðinu. Ekki hefði verið sýnt fram á að merkingar þess efnis hefðu verið á leiðinni fyrir utan í upphafi fram- kvæmda ofan við Hveradalabrekk- una, en margir kílómetrar skilja að vettvang og Hveradalabrekk- una. Taldi dómurinn að ákæru- valdinu hefði því ekki tekist að sanna sökina og var því konan sýknuð. Ástríður Grímsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Verjandi var Ragnar Baldursson hdl. og sækj- andi Gunnar Örn Jónsson, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi. Sýknuð af ákæru um hraðakstur FINNUR Árnason, forstjóri Haga, hefur sent Morgunblaðinu eftirfar- andi yfirlýsingu: „Í gær var sýnt í Kastljósi Ríkissjón- varpsins viðtal Sig- mars Guðmundssonar við Kristin Björnsson, fyrrum forstjóra Skeljungs. Fyrrum og núverandi olíu- forstjórar hafa um langt skeið setið per- sónulega undir þung- um sökum vegna sam- ráðs olíufélaganna. Tæplega er hægt að setja sig í spor þeirra einstaklinga, sem búa við þá réttaróvissu sem þeir hafa búið við í allt of langan tíma. Í því ljósi er skilj- anlegt að í kjölfar dóms Hæstaréttar í síðustu viku sé mikill léttir þeirra á meðal. Almennt átti ég erfitt með að skilja megininntak viðtalsins og ekki síður tilgang þess. Hvort það átti að vera tilraun til hvítþvottar veit ég ekki, en á margan hátt endurspegl- ast viðtalið í forvitnilegri spurningu Sigmars: „Þannig að þú viðurkennir það að þú vissir að þið voruð að brjóta lög á þessum tíma?“ Og í kjöl- farið kom þetta einfalda svar frá Kristni: „Ég er, sko ég hugsa að menn hafi áttað sig á því sko þegar upp var staðið hvort að menn gerðu sér grein fyrir því vegna þess að það að einhver sko, einhver viðskipti komust á milli stórs félags eins og ol- íufélags og einhvers annars stórs að- ila er ekki eitthvað sem gerist á ein- um degi. Sko, þetta er mikill undirbúningur, þetta eru miklar fjárhæðir og háar og þetta eru svona hlutir sem eru kannski lengi í bí- gerð. Ég tala nú ekki um ef þú ert að ná þér í einhvern nýjan kúnna og eitthvað þannig að gerast.“ Sjálfur skil ég varla svarið, en þeir sem betur til þekkja leggja út frá því að ekki hafi verið um játningu að ræða. Í kjölfarið átaldi Kristinn Samkeppnisstofnun og Samkeppniseftirlitið. Á þeirri stundu var Sig- mar ekki einn um að fá á tilfinninguna að ábyrgðin lægi ekki hjá Kristni, heldur ein- hvers staðar annars staðar. Þó að þjóðin hafi séð margar og stór- ar smjörklípur um dag- ana, kom Kristinn með eina þegar hann sagði: „Ég er hins vegar að segja við þig, get alveg sagt það við þig að ég held til dæmis að samskipti forstjóra olíufélaganna á því tímabili sem að þarna er um að ræða frá 1991 eða 1993 til 2001 þau eru alveg örugg- lega minni heldur en til dæmis bankastjóra bankanna í dag eða þá segjum bara rekstraraðila stærstu matvöruverslananna í dag. Ekki sko fyrir 10 árum heldur í dag, þau eru örugglega minni og ég bara fullyrði það vegna þess að ég veit það.“ Þarna kemur Kristinn fram með ásökun, m.a. á hendur rekstraraðila stærstu matvöruverslananna. Ég hlýt að líta svo á að hún snúi m.a. að Högum. Þessi ásökun er bæði röng hvað Haga varðar og ekki síður ósvífin. Kristinn fullyrðir að hann hafi vitneskju um samskipti. Ég hvet Kristin Björnsson til þess að snúa sér til Samkeppniseftirlitsins, þar sem hann virðist hafa verið heima- gangur í rúm fimm ár og koma þess- um upplýsingum á framfæri. Það verður að teljast með ólíkindum að fyrrum forstjóri Skeljungs, sem hýsti auk þess hinn fræga fingra- farafund, skuli nota svo ómerkilega smjörklípuaðferð sem þessa.“ Smjörklípa í Kastljósi Finnur Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.