Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 41 Elsku Bára amma. Mig langar svo til að fá að kveðja þig hér, elsku hjartans Bára amma mín, þar sem ég náði ekki að kveðja þig áður en þú fórst. Þú varst yndislegasta manneskja sem ég hef þekkt. Alltaf svo hress og kát þegar við hittumst og svo jákvæð, lífsglöð og krúttleg að mig langaði alltaf til að vera að knúsa þig og faðma þegar ég sá þig. Það er ótrúlegt að þú skulir vera farin, svona stutt á eftir Alla afa og henni Villu okkar sem fór langt fyrir aldur fram, því þið voruð svo stór hluti af lífi mínu frá því að ég var smástelpa í Stigahlíðinni. Margar góðar minningar á ég þaðan og er mér efst í huga þegar við Ollý systir fengum stundum að gista hjá ykkur yndislegu hjónum, og fengum þá að klæðast skósíðum náttkjólum og dýr- indis hollenskum tréklossum af þeim systrum Gunnu og Villu, sem þá voru fluttar að heiman. Tilfinningin sem fór um lítinn kropp þá var að nú væri ég orðin prinsessa og var það ótrú- lega ánægjuleg upplifun. Einnig verð ég að minnast á að þú tókst okkur systkinum, öllum fimm, alltaf opnum örmum þegar við kíktum í heimsókn og gafst okkur þá alltaf Cocoa Puffs, sem var munaðarvara í þá daga, og var með því besta sem við fengum og því var mjög vinsælt að fá að kíkja yf- ir til ykkar. Þessar minningar og margar aðrar, um þig og þína ynd- islegu fjölskyldu, mun ég varðveita í hjarta mínu og verður ykkar, sem far- in eruð, sárt saknað. Yndislega amma: Ég sendi þér kæra kveðju, nú er komin lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margs sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sig.) Elsku Gunna mín og fjölskylda, Al- brecht og fjölskylda; missir ykkar er mikill en minningin um einstaklega ljúfa og yndislega konu mun lifa í huga okkar og hjörtum um ókomna tíð. Megi Guð styrkja ykkur og varð- veita. Hulda Hrönn Jónsdóttir. Elsku Gunna og fjölskylda. Guð styrki ykkur og styðji. Við vorum svo lánsöm að eiga ykk- ur að nágrönnum í Stigahlíðinni. Þið systur fóruð snemma að hjálpa okkur með barnaskarann með því að gæta þeirra fyrir okkur. Smám saman bundust fjölskyld- urnar vinaböndum sem entust alla tíð og slík vinátta mætti gjarnan finnast víðar í sambúð granna. Foreldrar þínir gengu barnahópn- um okkar í afa og ömmu stað og verð- ur minning þeirra og ykkar allra ávallt ríkulega blessuð í hugum okk- ar. Hún Bára var orku- og gleðigjafi eins og allir sem kynntust henni vita. Trú hennar og æðruleysi var henn- ar styrkur og okkur hinum hvatning. Við erum afar lánsöm að hafa átt ykkur að vinum í öll þessi ár og fyrir trú á Jesú Krist eigum við, vonandi ✝ Bára IngibjörgVigfúsdóttir fæddist 25. maí 1921 í Reykjavík. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut 2. mars síðastliðinn. Útför Báru var gerð frá Grafarvogs- kirkju 14. mars sl. öll, eftir að fagna aftur saman á nýjum stað. Guð blessi ykkur. Henny Bartels og Jón Erlings Jónsson. Hlátrasköll, hávær- ar samræður þar sem hver talaði í kapp við annan, einkenndu af- mælisveislur sem stór systkinahópur sem ólst upp á Bergstaðastræt- inu, makar þeirra og fjölskyldur voru staðsett í. Þessar af- mælisveislur voru margar á ári hverju, því öll systkinin og makar héldu upp á afmæli sín en eins og gengur og gerist hefur afmælunum og röddunum fækkað með árunum Ein úr þessum systkinahópi er nú fallin frá og er stórt skarð komið í hópinn. Stúfa er látin. Það er ekki að ástæðulausu að maður leit upp til hennar, því hún var einstök kona sem lá ekki á sínum skoðunum, ákveðin, hlý, barngóð, dugleg, drífandi, skemmtileg og svo mætti lengi telja. Aðdáunarvert var að sjá hvað hún tók áföllum með mikilli reisn. Á 4 ár- um missti hún bæði dóttur sína og maka en alltaf stóð hún upprétt. Stúfu kveð ég með söknuði og hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Minningin um góða konu lifir. Elsku Gunna, missir þinn er mikill, þér, tengdasonum og barnabörnum Stúfu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (BK) Aldís B. Ægisdóttir Bára og Alli heitinn voru einstakt fólk. Þau voru amma okkar og afi. Við vorum svo lánsöm að vera nágrannar þeirra þegar við slitum barnskónum, og án þeirra hefðum við aldrei þekkt þá blessun að eiga ömmu og afa. Okk- ar blóðtengdu ömmur og afar höfðu kvatt þennan heim þegar við litum dagsins ljós, en Bára og Alli gengu okkur í ömmu og afa stað. Bára var einstök kona og höfum við margt af henni lært. Hún gaf okkur ótrúlega gott veganesti út í lífið með hreinskilni sinni, trúfestu, einlægni og óendanlegri ást og hlýju. Hún kom fram við alla sem jafningja, háa sem lága, hún lá ekki á skoðunum sínum sem ávallt voru þó raunsæjar og vel úthugsaðar, og aldrei baktalaði hún nokkurn mann. Hún var alltaf hrein og bein og kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún tók sérhverri ágjöf lífsins af einstöku æðruleysi og styrk. En fyrst og fremst var hún óendanlega lífsglöð, kraftmikil og sönn. Elsku Bára. Við þökkum þér fyrir að hafa mátt eiga þig sem ömmu. Við þökkum þér ást þína, umhyggju og allan lærdóm sem við höfum frá þér fengið. Við elskum þig og munum ávallt elska þig. Fyrir hönd foreldra okkar, maka og barna kveðjum við þig í bili, elsku Bára amma. Elsku Gunna og fjölskylda og Al- brecht og fjölskylda. Hugur okkar er hjá ykkur. Megið þið finna styrk og frið sem Guð einn gefur. Hennýjar og Jónsbörn. Við fráfall Báru leitar hugurinn fimmtíu til sextíu ár aftur í tímann þegar hún var ung stúlka, enn í for- eldrahúsum, hjálpaði til á heimilinu en vann líka úti. Ekki er samt hægt að rifja þessa tíma upp án þess að minnast einnig á foreldra hennar og fjölskyldu sem hún var tengd sterkum böndum. Án þeirra hefði líf fjölskyldu minnar orð- ið fábreyttara og hversdagslegra, þau fluttu ávallt með sér ferskan blæ borgarlífsins, hjálpsemi og tilbreyt- ingu þegar þau komu í heimsókn. Kynni þessara fjölskyldna hófust þegar Vigfús faðir Báru var snún- ingadrengur hjá Bjarna á Bóli sem var bróðir Gísla afa sem bjó í Úthlíð. Eftir að foreldrar mínir tóku svo við búinu, um 1930, hófst langt og traust vinasamband við fjölskylduna á Berg- staðastíg 31A sem varði meðan öll lifðu. Í fleiri ár kom Vilborg móðir Báru í byrjun sumars og hafði sum- ardvöl í Úthlíð. Hún var ekki kaupakona en hafði samt ýmis störf á hendi, t.d. mjólkaði hún alltaf Malagjörð, stóra og fallega kú sem hún hafði dálæti á. Þess á milli sat hún og heklaði, skrapp í berjamó eða á hestbak. Yngsti sonur Vilborgar og seinna sonarsynir fylgdu henni í vistina og voru snúningastrákar sum- arlangt. Vigfús dvaldi í sumarfríinu sínu og dyttaði að húsum og amboð- um. Um helgar komu svo börn þeirra og tengdabörn með lítil börn með sér, húsið fylltist af gleði og hlátrasköllum og oft hef ég undrast hvernig allir komust fyrir. En það var alltaf pláss. Okkur krökkunum var púttað nið- ur í kjallara eða út í hlöðu, sumir gest- ir sváfu í flatsæng á stofugólfinu eða í tjaldi úti í garði. Bára var mikill aufúsugestur enda kom hún á hverju sumri og stundum með vinkonur sínar með sér. Henni lá frekar hátt rómur og hafði einstak- lega dillandi hlátur. Hún var tilgerð- arlaus og sérlega gamansöm og gat verið kappsöm ef hún greip í hrífu þegar Krókvöllurinn lá allur undir af ilmandi töðu. Ef við fórum í bæinn áttum við vísa gistingu og vinum að mæta á Bergstaðastígnum. Þar var ekki mikið húsrúm en nóg hjartarúm. Þá var það Bára sem leiðbeindi um stræti borgarinnar, kom með í búð- arferðir, hjálpaði við að setja perm- anent í hárið að ógleymdum öllum bíóferðunum. Á þessum árum voru næstum einu samgöngurnar milli borgarinnar og sveitarinnar rúta sem gekk milli Reykjavíkur og Geysis einu sinni í viku. Með henni var oft sendur brúsi suður sem kallaður var Villubrúsi. Í honum var mjólk eða kjöt af nýslátr- uðu, broddur eða eitthvað annað sem búið framleiddi. Til baka kom brúsinn fullur af góðgæti, nýjum vínarbrauð- um, franskbrauði og stundum nýjum fiski. Þetta voru eins konar vöruskipti sem allir höfðu ánægju af. Ekki var úr miklu að spila en vel haldið á og öll jól fengum við sendar jólagjafir fallega innpakkaðar og æv- inlega fylgdi með sælgæti sem gladdi litla munna. Vináttu þessarar, sem varað hefur þrjár kynslóðir, er vert að minnast og þakka. Blessuð sé minning Báru Vigfús- dóttur. Sigrún Sigurðardóttir. Bára Ingibjörg Vigfúsdóttir ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BALDVINSSON frá Hofsósi, Blesugróf 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Margrét Þorgrímsdóttir, Trausti Baldvins Gunnarsson, Jóhanna Clausen, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Steinn Márus Guðmundsson, Gunnar Heiðar Gunnarsson, Sólveig Ingunn Skúladóttir, Friðrikka Baldvinsdóttir, Heimir Jóhannsson, barnabörn og langafabörn. Lokað Umhverfisráðuneytið verður lokað í dag, fimmtudaginn 22. mars frá kl. 13.30, vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR. Umhverfisráðuneytið. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför foreldra okkar, fósturforeldra, tengdaforeldra, afa, ömmu, langafa og langömmu, KRISTJÓNS HAFLIÐASONAR og HELGU TYRFINGSDÓTTUR frá Tjörn í Þykkvabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Lundar. Ásdís Erla Kristjónsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Þórunn Kristjónsdóttir, Ragnar V. Sigurðsson, Hafrún Kristjónsdóttir, Sigurbergur Kristjánsson, Tyrfingur Arnar Kristjónsson, Nína Kristjónsson, Jóna María Kristjónsdóttir, Guðmundur Hreinsson, Steinn Jóhannsson, Súsanna Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ SVEINN SKÚLASON, Bræðratungu, Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í Bræðratungu. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Bræðra- tungukirkju eða líknarstofnanir. Sigríður Stefánsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Þorsteinn Þórarinsson, Skúli Sveinsson, Þórdís Sigfúsdóttir, Kjartan Sveinsson, Guðrún Magnúsdóttir, Stefán Sveinsson, Sigrún Þórarinsdóttir og barnabörn. ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, ÞORSTEINN JÓSEF STEFÁNSSON frá Jaðri í Vopnafirði, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju laugar- daginn 24. mars nk. kl.14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta hjúkrunarheimilið Sundabúð, Vopnafirði, njóta þess. Heiðrún Þorsteinsdóttir, Hermann Hansson, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Viðar Bjarnason og fjölskyldur. ✝ Elsku fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma, HANSÍNA JÓNATANSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar laugardaginn 3. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Ásgrímsson, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Karen Ósk Sigurðardóttir, Sveinn Pétur Sigurðsson, Marta Eir Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.