Morgunblaðið - 22.03.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 22.03.2007, Síða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 23 Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri Menning- ardeildar Akureyrar, verður fyrsti fram- kvæmdastjóri Akureyrarstofu. Alls sóttu 33 um starfið. Akureyrarstofa fer með stjórn menningar-, ferða-, markaðs- og atvinnumála Akureyrarbæjar.    Hámark bjartsýninnar, sagði Haraldur Bessa- son á sínum tíma, fyrsti rektor Háskólans á Akureyri, þegar einhver braust inn í skólann á upphafsárunum! Mér datt það sama í huga þegar fréttir bárust af því í vikunni að brotist hefði verið inn hjá íþróttafélögunum KA og Þór. Varla mikið þar að hafa …    Erla Björg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Símey, hlaut 119 atkvæði af 124 í kosningu til stjórnar KEA á aðalfundi félagsins. Hún kemur ný inn í stjórn.    Hagnaður KEA var 287 milljónir króna í fyrra, sem framkvæmdastjórinn Halldór Jóhannsson segir viðunandi. Hannes Karlsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Benedikt Sigurðarson og Björn Friðþjófsson voru kosin í stjórn á síð- asta ári til tveggja ára. Soffía Ragnarsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún hefur setið í stjórn sl. 4 ár.    Stálþilsplötur sem nota átti til lengingar Odd- eyrarbryggju fóru fyrir borð í Kársnesinu á dögunum og liggja nú líklega á 30 m dýpi und- an Garðskaga, að sögn Harðar Blöndal hafn- arstjóra. Hann segir búið að panta nýjar plöt- ur og afgreiðslufrestur sé um 12 vikur. Þetta eru plöturnar „frægu“ sem Hörður neitaði að taka við landleiðina á sínum tíma og vildi að kæmu sjóleiðina norður.    Aðalfundur AkureyrarAkademíunnar verður í kvöld kl. 20 í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti. Þar verður farið yfir starfið í vetur og gerð grein fyrir hvernig gengið hefur að fjármagna félagið og kosin ný stjórn.    Rætt verður um stöðu endurskoðunar rekstr- arsamninga íþróttafélaganna, um íþróttir á Akureyri almennt og framtíðarsýnina, á súpu- fundi Þórs í Hamri í hádeginu í dag. Gestir verða Ólafur Jónsson formaður Íþróttaráðs, Jón Hjaltason, Sveinn Arnarson, Erlingur Kristjánsson og Dýrleif Skjóldal ásamt Kristni Svanbergssyni, deildarstjóra íþróttadeildar Akureyrarbæjar. Fundur er frá kl. 12 til 13. Morgunblaðið/Kristján Menning Þórgnýr Dýrfjörð t.v. ásamt Hann- esi Sigurðssyni, forstöðumanni Listasafnsins. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Ljóðið Örlög barst Vísnahorninuen Ása Hlín Benediktsdóttir, sem fædd er 1984, samdi það stuttu eftir inngöngu í Ásatrúarfélagið: Þursar, nornir, dísir dauða spinna nóttu dreyra rauða. Hver er að spinna? Hvaðan kemur? Þrjár í einni, ein í þremur. Hver í spuna rokkinn lemur? Sitja saman, berja stokka ata blóði spuna rokka. Hvín í eyrum feigra manna hvísla milli bitinna tanna: Manna lífi engu unni nornir þrjár hjá Urðarbrunni. Hver er að spinna? hvaðan kemur? Hver í spuna stokkinn lemur? Þjár í einni, ein í þremur spinna andans þráð í duld. Vita örlög öðrum fremur Urður, Verðandi og Skuld. Ása Hlín hefur samið fjölda ljóða og skrifað sögur. Næst á dagskrá er að fá útgefna barnabók um þrífætta hundinn hennar Stubba en ekki hefur fengist útgefandi ennþá. Hún er stúdent frá MH, nemur bókmenntafræði við HÍ og kennir undirstöðuatriði í hestamennsku á sumrin við reiðskóla Topp-hesta í hestamannafélaginu Andvara. Hugðarefnin eru, eins og hún lýsir þeim sjálf, „náttúruvernd og lögleiðing hesta sem samgöngumáta í Reykjavík auk þess sem hún er alfarið á móti fangelsisdómum vegna fíkniefnabrota, reyndar fangelsisdómum yfirleitt og styður allt sem kemur Reykjavík nær því að vera eins og Amsterdam, með frjálslyndi á sviði vændis, fíkniefna og annarra gamalgróinna þátta í lífi mannkyns. Hún er fædd og uppalin í Norðurmýri en var skiptinemi í Venesúela í 8 mánuði og hefur nýverið fest kaup á risíbúð á Karlagötu 21. Tónlist: Rapp og íslensk dægurlög (síðan fyrir 1975). Matur: Arebas og empanadas. Trú: Ásatrú, náttúrudýrkun, draugar og álfar en trúir ekki á ástina eða líf eftir dauðann. Stjórnmálaflokkur: Vinstri grænir (til að velta stóriðju-ríkisstjórninni) en leiðast umræður um jafnrétti, fórnarlömb, femínisma og aðrar félagsfræðiumræður sem ekki snúa beint að peningamálum, er alfarið á móti skerðingu verndartolla, innflutningi á erlendum matvörum og þeim mæðra- eða tilfinningafasisma sem nú er í uppvexti á Íslandi.“ Marteinn H. Friðriksson samdi kórverk við ljóðið Örlög, sem flutt hefur verið af Hljómeyki Þóru Marteinsdóttur. VÍSNAHORNIÐ Örlög og Ása Hlín pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.