Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 23 Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri Menning- ardeildar Akureyrar, verður fyrsti fram- kvæmdastjóri Akureyrarstofu. Alls sóttu 33 um starfið. Akureyrarstofa fer með stjórn menningar-, ferða-, markaðs- og atvinnumála Akureyrarbæjar.    Hámark bjartsýninnar, sagði Haraldur Bessa- son á sínum tíma, fyrsti rektor Háskólans á Akureyri, þegar einhver braust inn í skólann á upphafsárunum! Mér datt það sama í huga þegar fréttir bárust af því í vikunni að brotist hefði verið inn hjá íþróttafélögunum KA og Þór. Varla mikið þar að hafa …    Erla Björg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Símey, hlaut 119 atkvæði af 124 í kosningu til stjórnar KEA á aðalfundi félagsins. Hún kemur ný inn í stjórn.    Hagnaður KEA var 287 milljónir króna í fyrra, sem framkvæmdastjórinn Halldór Jóhannsson segir viðunandi. Hannes Karlsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Benedikt Sigurðarson og Björn Friðþjófsson voru kosin í stjórn á síð- asta ári til tveggja ára. Soffía Ragnarsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún hefur setið í stjórn sl. 4 ár.    Stálþilsplötur sem nota átti til lengingar Odd- eyrarbryggju fóru fyrir borð í Kársnesinu á dögunum og liggja nú líklega á 30 m dýpi und- an Garðskaga, að sögn Harðar Blöndal hafn- arstjóra. Hann segir búið að panta nýjar plöt- ur og afgreiðslufrestur sé um 12 vikur. Þetta eru plöturnar „frægu“ sem Hörður neitaði að taka við landleiðina á sínum tíma og vildi að kæmu sjóleiðina norður.    Aðalfundur AkureyrarAkademíunnar verður í kvöld kl. 20 í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti. Þar verður farið yfir starfið í vetur og gerð grein fyrir hvernig gengið hefur að fjármagna félagið og kosin ný stjórn.    Rætt verður um stöðu endurskoðunar rekstr- arsamninga íþróttafélaganna, um íþróttir á Akureyri almennt og framtíðarsýnina, á súpu- fundi Þórs í Hamri í hádeginu í dag. Gestir verða Ólafur Jónsson formaður Íþróttaráðs, Jón Hjaltason, Sveinn Arnarson, Erlingur Kristjánsson og Dýrleif Skjóldal ásamt Kristni Svanbergssyni, deildarstjóra íþróttadeildar Akureyrarbæjar. Fundur er frá kl. 12 til 13. Morgunblaðið/Kristján Menning Þórgnýr Dýrfjörð t.v. ásamt Hann- esi Sigurðssyni, forstöðumanni Listasafnsins. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Ljóðið Örlög barst Vísnahorninuen Ása Hlín Benediktsdóttir, sem fædd er 1984, samdi það stuttu eftir inngöngu í Ásatrúarfélagið: Þursar, nornir, dísir dauða spinna nóttu dreyra rauða. Hver er að spinna? Hvaðan kemur? Þrjár í einni, ein í þremur. Hver í spuna rokkinn lemur? Sitja saman, berja stokka ata blóði spuna rokka. Hvín í eyrum feigra manna hvísla milli bitinna tanna: Manna lífi engu unni nornir þrjár hjá Urðarbrunni. Hver er að spinna? hvaðan kemur? Hver í spuna stokkinn lemur? Þjár í einni, ein í þremur spinna andans þráð í duld. Vita örlög öðrum fremur Urður, Verðandi og Skuld. Ása Hlín hefur samið fjölda ljóða og skrifað sögur. Næst á dagskrá er að fá útgefna barnabók um þrífætta hundinn hennar Stubba en ekki hefur fengist útgefandi ennþá. Hún er stúdent frá MH, nemur bókmenntafræði við HÍ og kennir undirstöðuatriði í hestamennsku á sumrin við reiðskóla Topp-hesta í hestamannafélaginu Andvara. Hugðarefnin eru, eins og hún lýsir þeim sjálf, „náttúruvernd og lögleiðing hesta sem samgöngumáta í Reykjavík auk þess sem hún er alfarið á móti fangelsisdómum vegna fíkniefnabrota, reyndar fangelsisdómum yfirleitt og styður allt sem kemur Reykjavík nær því að vera eins og Amsterdam, með frjálslyndi á sviði vændis, fíkniefna og annarra gamalgróinna þátta í lífi mannkyns. Hún er fædd og uppalin í Norðurmýri en var skiptinemi í Venesúela í 8 mánuði og hefur nýverið fest kaup á risíbúð á Karlagötu 21. Tónlist: Rapp og íslensk dægurlög (síðan fyrir 1975). Matur: Arebas og empanadas. Trú: Ásatrú, náttúrudýrkun, draugar og álfar en trúir ekki á ástina eða líf eftir dauðann. Stjórnmálaflokkur: Vinstri grænir (til að velta stóriðju-ríkisstjórninni) en leiðast umræður um jafnrétti, fórnarlömb, femínisma og aðrar félagsfræðiumræður sem ekki snúa beint að peningamálum, er alfarið á móti skerðingu verndartolla, innflutningi á erlendum matvörum og þeim mæðra- eða tilfinningafasisma sem nú er í uppvexti á Íslandi.“ Marteinn H. Friðriksson samdi kórverk við ljóðið Örlög, sem flutt hefur verið af Hljómeyki Þóru Marteinsdóttur. VÍSNAHORNIÐ Örlög og Ása Hlín pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.