Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR með auðvitað þeirri skírskotun að við vorum sumar á tvist og bast í Evrópu og höfðum allar áhuga á Evrópurétti. Það var Sigga sem oftast blés til sam- funda, að nú væri kominn tími til að hittast og taka út stöðuna á lífinu al- mennt. Eins og sönnum lífskúnstner sæm- ir þekkti hún ástina um leið og hún hitti hana. Ísleifur, reyndist henni sá sálufélagi og lífsförunautur, sem hún hafði alltaf þráð. Þau, þreyðu hina hörðu vetur illskeyttra veikinda sam- an. Veikindin hrifu hana úr vinnu sem hún naut sín í og lífið breytti um stefnu – hún varð ívið alvörugefnari og lagði áherslu á í málflutningi sínum við okkur stelpurnar að mikilvægt væri að hafa rétta forgangsröðun í líf- inu. Henni var allt of ungri þröngvað til að horfast í augu við fallvaltleika og endanleika lífsins. Hún vildi að við kynnum að njóta dagsins og hlúa að okkur sjálfum og okkar nánustu. Það væri ekki öruggt að við hefðum alla heimsins morgna. Hún var ekki endi- lega að hugsa um krabbamein, heldur hitt að þótt við hefðum öll daginn í dag, vissi enginn hvað morgundagur- inn bæri í skauti sér. Kjarkur hennar í veikindunum var mikill. Skáldskap- argáfa hennar og frásagnarsnilld yf- irgaf hana aldrei og henni tókst að lyfta sér upp fyrir og út fyrir örlögin og lýsa örlögum sínum myndrænt og ógleymanlega.Sagði okkur að sér hefði verið úthlutað aðalhlutverki í af- skaplega leiðinlegu leikriti og á þessu sviði ætlaði hún sér ekki að hafa marga leikþætti eða að dvelja lengi. Eiginlega væri þetta líka leikrit sem hún hefði aldrei ætlað sér neitt hlut- verk í hvað þá að hafa falast eftir því. Kjarkur hennar var magnaður, styrk- ur hennar ótrúlegur. Valkyrjan okkar allra er farin á vit ljóssins og við stöndum eftir og tregum þessa fal- legu manneskju sem þreyttist aldrei á að gefa af sér. Sorginni kynnist eng- inn sem ekki hefur elskað – við erum svo heppnar að hafa átt vináttu Siggu og vonumst til að hitta hana aftur þar sem við „í einlægni okkar allra“ mun- um halda áfram að tala saman um hlutskipti manns. Kæri Ísleifur, foreldrar, systkini og aðrir vandamenn, innilegustu samúð- arkveðjur. Katrín Theódórsdóttir og Elísabet Guðbjörnsdóttir. Þegar við minnumst Sigríðar Stef- ánsdóttur, vinkonu okkar og sam- starfskonu til margra ára, kemur fyrst í hugann mynd af tignarlegri og glæsilegri konu með tindrandi blá augu og þykkt, liðað, ljóst hár. Strax við fyrstu kynni urðum við þess áskynja að geislandi persónu hennar fylgdi mikill frumkraftur og lífsneisti í Korintubréfi eiga vel við er ég minn- ist vinkonu minnar: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. (1. Kor.13, 4-7) Mikill harmur er nú kveðinn að eft- irlifandi eiginmanni, foreldrum og systkinum. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð um leið og ég bið góðan Guð um að styrkja þau í sorginni. Hvíl í friði, mín kæra vinkona. Olga Sveinbjörnsdóttir. Það stafaði frá henni birta og það fylgdi henni arnsúgur. Þykkt og mik- ið, ljóst hárið myndaði umgjörð um frítt andlitið. Hún var sviphrein og svipfögur. Hún var fjallkonan. Hún hafði ómótstæðilega persónutöfra. Hún var einstök manneskja á alla lund og er að öllum sem hana þekktu mikill harmur sleginn. Hún var fædd og fóstruð norðan heiða. Þegar fund- um okkar bar saman í lagadeild Há- skóla Íslands haustið 1983 er við hóf- um þar nám vakti hún strax eftirtekt okkar, ekki bara fyrir geislandi feg- urðina og hina fallegu framkomu heldur einnig fyrir klingjandi fallegu norðlenskuna og tungutakið sem bar vott um gott vald á íslenskri tungu. Lýsingar hennar á hversdagsleg- um atburðum voru oft ævintýri lík- astar – frásagnir sem urðu til þess að ekkert varð hversdagslegt – hún var nösk á póesíuna í lífinu. Raunar má segja að upphafið að þeirri vináttu sem síðar batt okkur æ sterkari böndum hafi verið er við tók- um þátt í málflutningskeppni laga- nema á Norðurlöndum 1986. Það var vor í Ósló og við áttum allar framtíð- ina fyrir okkur. En í þessari málflutn- ingskeppni gefst laganemum kostur á að spreyta sig á Mannréttindasátt- mála Evrópu og var mikil alvara og mikið í þessa keppni lagt, ekki síst vegna þess að dómarar Evrópudóm- stólsins í Strassborg mættu og frammi fyrir þeim var málið rekið. Allt á skandinavísku auðvitað. Þetta var heilmikil vinna, bæði í hinni skrif- legu vörn og sókn og eins við að und- irbúa hinn munnlega málflutning. Var allt kapp á lagt að standa sig og hóp- eflið var sterkt. Þarna reyndi á hvort tveggja, að koma vel fyrir sig orði og að undirbúa skothelda málsvörn þannig að andstæðingurinn ætti bágt með að finna höggstað á málflutn- ingnum. Þarna nutu hæfileikar Siggu sín, hún hafði nefnilega ekki einungis góða tilfinningu fyrir íslenskunni heldur og einnig góða tilfinningu fyrir danskri tungu og var góður liðsmað- ur. Af takmarkalausu lífsfjöri æfðum við okkur, hver fyrir aðra og alltaf var klykkt út með: „Ærede dommere, dette er fakta, ikke en illusion!“ svona til áhersluauka í lok málflutnings. Varð þetta orðatiltæki oft notað í vin- kvennahópnum síðar og það var að sjálfsögðu Sigga sem klykkti út með þessu. Hún sá húmor alls staðar, líka í eigin fari og gerðum. Hún hafði þá eiginleika að stækka alla sem í kring- um hana voru. Árin í lagadeild liðu fljótt og allar fórum við hver í sína átt- ina en Sigga var límið sem hélt hópn- um saman. Orðatiltæki hennar: Stúlkur, í einlægni okkar allra … varð að einkennismerki okk- ar og tungutak hennar reyndum við að gera að okkar þó að aldrei yrði það nándar nærri eins meitlað og skýrt, skarpt og kynngimagnað. Þrátt fyrir að starf og barneignir tækju aðaltíma okkar gættum við þess að hittast, hópurinn sem Sigga kallaði evrudísir, sem gerir hana ógleymanlega. Í huga okkar var hún allt í senn eins og kven- skörungur úr Íslendingasögunum, frönsk gyðja og senjoríta sunnan úr höfum. Það kom okkur því ekki á óvart að heyra að eitt árið hefði hún verið valin sem fjallkona 17. júní í heimabæ sín- um, Akureyri, en í okkar huga var hún hin sanna fjallkona og þurfti ekki búninginn til. Sigríður var skarpskyggn kona og hafði einstakan hæfileika til að sjá líf- ið í spaugilegu ljósi og jákvæðar hlið- ar á öllum málum. Hún var hlý, glett- in og orðheppin og notaði sinn eigin norðlenska orðaforða til að lýsa því sem á dagana dreif með sinni sterku og hljómfögru rödd. Eftir standa ótal orð og orðatiltæki sem lifa í huga okkar og gera hana svo ljóslifandi. Þegar upp kom eitthvert „mambó“ var ómetanlegt að eiga hana að til að sjá hlutina í skýru ljósi og ganga í málin og leysa þau. Ár- íðandi björgunaraðgerð eins og hraustlegt faðmlag með orðum eins og „heil og sæl, dísin mín“ gátu bjarg- að deginum og „bambar“, „drottning- in“, „prinsinn“ og „Evrópuperlan“ nutu sín í nálægð hennar. Jafnvel föt voru nefnd og við minnumst hennar m.a. í „hlæjandi jakka“ sem eitt sinn fékk að fljúga með heim frá Köben. Fallegasta viðurnefnið sem hún gaf var „blúndan“ og það var bara ætlað einum. Einn af hápunktum minning- anna um Sigríði er sólríkt sumarkvöld í Fossvoginum þar sem við, dísirnar, sungum söngbókina aftur á bak og áfram. Ekki einasta kunni hún alla textana heldur söng af þeirri innlifun sem henni einni var lagið þannig að enn ómar „Undir bláhimni“. Vart þarf að taka fram að það var auðvitað Sig- ríður sjálf sem á sínum tíma hafði frumkvæði að „skvísuboðum“ okkar kvennanna í umhverfisráðuneytinu. Eftirminnileg er Sigríður líka fyrir það hve hún laðaði fólk að sér og hve næm hún var og tilbúin að taka þátt í gleði og sorgum samferðafólks síns. Hún hafði einlægan vilja til að leysa hvers manns vanda og hvetja fólk til dáða. Frumkraftur Sigríðar kom einna skýrast fram í náttúrubarninu sem tók náttúruna beint í æð og hélt til veiða með Ísleifi. Fugl og fiskur fyllti frystikistu heimilisins og úr þessu varð mikill veislumatur sem gjarnan var deilt með öðrum. Sigríður sinnti störfum sínum af al- úð alla tíð og var sérlega glæsilegur og vinsæll fulltrúi landsins í erlendu samstarfi. Þar naut heimskonan Sig- ríður sín til fulls og heillaði erlenda kollega upp úr skónum og skipti t.d. óhikað milli Norðurlandamálanna allt eftir því við hvern var rætt. Í gegnum allt fas Sigríðar skein að heima fyrir ríkti hamingja og gleði sem var uppspretta þess krafts og þeirrar lífsgleði sem hún smitaði út frá sér jafnt í vinnunni sem í hópi vina. Ísleifur og Sigríður voru hinn fullkomni dúett þar sem bæði nutu sín í skjóli gagnkvæmrar ástar og virð- ingar. Ísleifur var kletturinn í lífi hennar. Það var stórkostlegt að fá að kynnast dívunni að norðan. Í huga okkar er þakklæti og sterkar minn- ingar um yndislega konu. Um leið og við vottum fjölskyldu Sigríðar samúð óskum við þess að geislar hækkandi sólar ylji Ísleifi og öðrum ástvinum hennar og varpi birtu á ljúfar og skemmtilegar minningar. Samstarfskonur í umhverfisráðuneytinu. Látin er Sigríður Stefánsdóttir lög- fræðingur, fyrrverandi samstarfs- kona okkar í umhverfisráðuneytinu, eftir langa og erfiða glímu við illvígan sjúkdóm sem hún tókst á við af æðru- leysi og full vonar til hins síðasta. Sig- ríður starfaði í umhverfisráðuneytinu frá árinu 1999 fram til ársins 2005. Hún átti stóran þátt í því að byggja upp þekkingu innan ráðuneytisins á sviði matvælamála og tók að sér stjórn matvæladeildarinnar þegar hún var stofnuð árið 2001. Hún tókst á við verkefnið af festu, áræði og trú- mennsku en þessir kostir einkenndu öll hennar störf. Í þessu starfi reyndi mikið á þekkingu Sigríðar á Evrópu- málum, sérstaklega í tengslum við Samninginn um Evrópska efnahags- svæðið, sem og þekkingu á Norður- landasamstarfi en þetta samstarf hef- ur haft veruleg áhrif á stefnumótun á matvælasviði hér á landi, ekki síst í löggjöf okkar. Sigríði fórst þetta starf vel úr hendi og naut sín við ýmiss kon- ar skipulagningu sem tengdist alþjóð- legri samvinnu á þessu sviði en þar kom þekking hennar og málakunn- átta að góðum notum og ekki síður hæfileikar hennar í mannlegum sam- skiptum. Þannig hafði hún veg og vanda af skipulagningu stærsta ráð- herrafundar norrænna matvælaráð- herra sem haldinn hefur verið hér á landi á æskustöðvum hennar á Ak- ureyri sumarið 2004. Einnig sá hún um skipulagningu á alþjóðlegri ráð- stefnu um öryggi matvæla sem haldin var í Reykjavík haustið 2004. Þessi verkefni vann Sigríður á þann hátt að eftir var tekið og í minnum haft. Það var mikil eftirsjá í umhverfis- ráðuneytinu þegar Sigríður ákvað að söðla um vorið 2005 og hverfa til hlið- stæðra starfa í landbúnaðarráðuneyt- inu. Við vissum þó að Sigríður myndi áfram þjóna málaflokknum sem hún hafði átt svo ríkan þátt í að móta en landbúnaðarráðuneytið fer með um- sjón veigamikilla þátta á sviði mat- væla og milli ráðuneytanna tveggja er náin og góð samvinna um málefnið. Sigríður leit ekki síst til þess að ákveðið hafði verið þegar hún réð sig til starfa í landbúnaðarráðuneytinu að hefja samningaviðræður við Evrópu- sambandið um aðild að Viðauka I við EES-samninginn sem fjallar um dýr og dýraafurðir en sá þáttur hafði ver- ið undanskilinn þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum 1. janúar 1994. Þar var Sigríður rétt kona á réttum stað sakir einstakrar þekking- ar og reynslu á sviði Evrópumála. Því miður höguðu örlögin því svo að Sig- ríði auðnaðist ekki að fylgja málinu eftir eins og hún hafði vænst, því sjúk- dómurinn sem hún hafði glímt við tók sig upp og nú af slíkri heift að ekki varð við ráðið. Sigríður var mikil mannkostakona og í eðli sínu forystu- maður hvort sem var í leik eða starfi. Sem félagi var hún jafnan hrókur alls fagnaðar og átti sinn þátt í því að gera samkomur starfsmanna ráðuneytis- ins og fjölskyldna þeirra enn ánægju- legri. Við, starfsfólk umhverfisráðu- neytisins, minnumst Sigríðar Stefánsdóttur með virðingu og þökk fyrir frábær kynni. Hennar er sárt saknað. Við sendum Ísleifi, foreldr- um, systkinum og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Stefáns- dóttur. Starfsmenn umhverfisráðuneytisins. Sigríður Stefánsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON VIGGÓ BJÖRNSSON rafmagnstæknifræðingur, Barónsstíg 43, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Jósefskirkju, Jófríðarstöðum, Hafnarfirði, föstudaginn 23. mars kl. 13.00. Anna María Antonsdóttir, Valgarður Arnarsson, Linda Pettersen, Bjarne Pettersen, Ragnar Antonsson, Guðbjörg Jensdóttir, Björn Antonsson, Cecilia Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELVA HÓLM ÞORLEIFSDÓTTIR, Bragavöllum 3, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 23. mars kl. 14.00. Þyrí Magnúsdóttir, Jóhann Maríusson, Ella S. Magnúsdóttir Wanros, John D. Wanros, Þorsteinn Magnússon, Magnea Inga Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURFINNUR ÓLAFSSON, Sólheimum, Kleifum, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardag- inn 24. mars kl. 14.00. Svana S. Jónsdóttir, S. Ásta Sigurfinnsdóttir, Vilhjálmur Hróarsson, Þorvaldur H. Einarsson, Matthildur Jónsdóttir, Ásgerður Einarsdóttir, Finnur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, dóttir, tengdadóttir og systir, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Skólagerði 20, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 13. mars. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, fimmtudaginn 22. mars, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ísleifur Arnarson, Jóhanna Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Hallbera Ísleifsdóttir, Stefán Stefánsson, Davíð Stefánsson, Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, FRIÐRIKA JÓHANNESDÓTTIR, Háteigsvegi 28, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 15. mars verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. mars kl. 13.00. Þorkell Guðbrandsson, Magna F. Birnir, Friðrik Kr. Guðbrandsson, Sóley S. Bender.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.