Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 15 ÚR VERINU Leita að fleiri tilboðum Einn smellur á klmiceland.is til að finna hagstæðasta miðaverðið, bóka á Netinu, fá upplýsingar um flug, safna flugpunktum og svo framvegis. Skilmálar: Verð fram og til baka frá Reykjavík með öllum sköttum og gjöldum. Nánari upplýsingar um skilmála má finna á www.klmiceland.is umhverfis jörðina, allan sólarhringinn bókaðu á klmiceland.is HONG KONG Frá 84400 KR BANGKOK Frá 82300KR JÓ HA NN ES AR BO RG Fr á 85 90 0 KR CURACAO Frá 81600 KR DÚBAÍ Frá 75000 KR MANILAFrá 89700 KRSHANGHAI Frá 82000 KR NA ÍR ÓB Í Fr á 89 50 0 KR SAO PAO LO Frá 8290 0KR BEI JIN G Frá 738 00 KR SAMNINGUR milli Límtré/ vírnets ehf., Frostmarks ehf. og Snæfrosts hf. um byggingu 6.000 rúmmetra frystihótels hefur verið undirritaður. Byggingin verður reist á nýrri landfyllingu á Norðurgarði í Grundarfirði. Byggingin mun rísa í sumar og eru áætluð verklok í byrjun september á þessu ári. Alþjóðleg höfn er í Grund- arfirði og eru umsvifin mikil. Fisklandanir þar hafa verið vaxandi síðustu árin. Frysti- hótelið mun því þjóna sem geymsla fyrir frystan fisk, bæði til inn- og útflutnings, en mikil fiskvinnsla er á staðnum. Samið um frystihótel í Grundarfirði Morgunblaðið/G. Rúnar Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÚTGERÐ flaggskips Færeyja, Atlantic Navigator, undir færeysk- um fána verður hætt að áliðnu sumri. Skipið verður gert út áfram af sömu aðilum en til veiða á ljósátu (krilli). Til þessa hefur skipið verið gert út á kolmunna og unnið hann í surimi um borð. Það er hlutafélagið Næraberg sem hefur gert skipið út en með þessu er atvinna um 200 manns í hættu. Í frétt frá Nærabergi er sagt að útgerðinni verði hætt þegar kolmunnavertíðinni lýkur um mánaðamótin júlí ágúst. Allri áhöfninni hefur verið sagt upp frá og með fyrsta ágúst. „Það er leiðinlegt að þurfa að segja upp fólki en á næstu mánuðum munum við kanna hvernig við getum nýtt veiðileyfin okkar og komið á nýrri starfsemi, sem byggist á þeim,“ segir Hanus Hansen, fram- kvæmdastjóri Nærabergs. Þessi ákvörðun er tekin eftir að rekstrarhorfur skipsins hafa verið yfirfarnar af eigendum útgerðarinn- ar. „Aðalástæða þessarar ákvörðun- ar er þó hin mikla óvissa sem ríkir í fiskveiðistjórnuninni og skilmálar fyrir þessum veiðum,“ segir í frétta- tilkynningu frá félaginu. Félögin J.F.K. og Norðoya grunn- urin, sem eiga 67% í félaginu og Aker BioMarine, sem á 33% vilja halda samstarfinu og útgerðinni áfram. Atlantic Navigator verður nú breytt til veiða og vinnslu á ljósátu, eða krilli, í Suðuríshafinu fyrir Aker BioMarine. Verða afurðir ríkar af omega 3 fitusýrum unnar úr átunni en unnið er að uppbyggingu alþjóð- legs fyrirtækis, sem verður sérhæft í framleiðslu á dýrum afurðum. Stefnt er að því að nýta sem bezt alla hlekki keðjunnar frá veiðum til neytanda. Atlantic Navigator fer til veiða á ljósátu LAUN stjórn- enda fyrirtækja í sjávarútvegi eru í mörgum tilfellum mjög há. Efst á lista intrafish- .com trónir Wout Dekker, forstjóri Nutreco-sam- steypunnar, með 45,7 millj- ónir króna í árs- laun 2005 auk bónusa að upp- hæð 30 milljónir króna. Auk þess hefur hann mikl- ar fjárhæðir í eftirlaunasjóði, bíl til afnota og kauprétt að hlutafé að verð- mæti 38 milljónir króna. Fast á hæla Dekker kemur Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Árslaun hans voru 41 milljón króna, en ekki liggur fyrir hvort einhverjir bónusar eru að auki. Þá hefur hann kauprétt að 14,2 milljónum hluta í félaginu að verðmæti 66,6 milljónir króna og á að auki 31.595 hluti að verðmæti 1,4 milljónir króna. Tveir Íslendingar komast á lista þeirra 20 hæst launuðu. Ævar Agn- arsson, forstjóri Icelandic USA, var með 21,3 milljónir króna í laun árið 2005, en ekki kemur fram hvort hann hefur haft önnur fríðindi. Ævar er í 10. sæti listans. Í 13. sæti listans er Ellert Vigfússon, Icelandic USA og ASÍA, með 16,9 milljónir króna. Ekki kemur fram hvort hann nýtur ein- hverra annarra kjara. Há laun í útveginum Ævar Agnarsson Ellert Vigfússon SJÓMÆLINGASVIÐ Landhelgis- gæslunnar hefur gefið út nýtt sjó- kort af Reyðarfirði. Kortið er nr. 716 og inni á því er hin nýja höfn Fjarða- áls við Mjóeyri. Kort þetta kemur í stað eldra korts af innsta hluta Reyðarfjarðar sem var með sama númer og í sama mælikvarða. Á sama tíma kom út ný útgáfa af sjókorti nr. 363 sem er af höfnunum í Hafnarfirði og Straumsvík. Einnig kom út ný útgáfa af sjókorti nr. 530 af Akureyrarhöfn og höfninni við Krossanes. Eldri útgáfur af þessum kortum eru þar með fallnar úr gildi. Ný sjókort ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.