Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 35
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
NÚ ER komið nýtt ár og nú á fram-
tíðin að vera björt sem aldrei fyrr.
Allir eiga að vera góðir hver við ann-
an og tillitsamir
við náungann. Þó
eiga sumir að vera
tillitsamari en
aðrir. Þá aðallega
þeir sem minna
mega sín, eins og
aldraðir og ör-
yrkjar. Þeir eiga
ekki að vera með
neina frekju og
heimta betri kjör
sér til handa.
Það er samt merkilegt með sumt í
þessu þjóðfélagi sem ég er að velta
fyrir mér. Það eru til dæmis íslensku
jólasveinarnir. Þeir eru ekki í rauðum
fötum, vel til hafðir, þéttvaxnir,
myndarlegir fullorðnir menn með
hvítt skegg eins og í sumum öðrum
löndum. Nei, íslensku jólasveinarnir
eru rytjulegir, frekir, þjófóttir, uppá-
þrengjandi, í eldgömlum götóttum,
stöguðum fötum, sníkja kerti, sleikja
aska, krækja í ket og skella hurðum
og fleira ósæmilegt. Einnig er ágrein-
ingur um hve margir þeir eru. Þetta
er nú meiri lýðurinn og samkvæmt
lýsingum örugglega aumingjar eða
jafnvel eldgamlir öryrkjar. Getur
verið að þetta sé áróður um stéttam-
ismun í þjóðfélaginu?
Þetta minnir mig á að það eru ekki
hundrað ár síðan í sveitum þessa
lands voru sveitarómagar, þ.e. ör-
yrkjar, boðnir upp, hæstbjóðanda til
umönnunar. Ekki var litið á þetta
sem fólk, heldur aumingja sem átti að
nýta sem mest og þau látin þræla fyr-
ir mat sínum og húsaskjóli. Samt var
oft borgað með þeim af hreppnum,
svo hægt væri að annast um þá eins
og þurfti. Getur verið að það lifi enn í
dag leifar af þessum hugsunarhætti?
Þessir öryrkjar og gamlingjar lifa
örugglega í vellystingum og þeirra
helsta skemmtun er að plata peninga
og þjónustu út úr samborgurum sín-
um. Það er samt yfirleitt ekki þessu
fólki að kenna að það veikist á einn
eða annan hátt. Það að lenda á
sjúkrahúsi og vera hjúkrað vegna
veikinda sinna er oft mikil lífsreynsla.
Öðrum eins kærleika og umhyggju-
semi hefi ég ekki kynnst af hendi
starfsfólks stofnunar. Þar var greini-
lega fólk sem er starfi sínu vaxið og
rúmlega það. Ef þetta fólk á að fá
laun í samræmi við hæfni, umhyggju
þess og kærleika, ætti það að vera
launahæsta fólk landsins. Þegar síðan
er komið aftur út í lífið, þá byrjar ball-
ið. Tortryggni kerfisins sem fólk þarf
að leita til er einstök. Það er í eðli
manneskjunnar að vera sjálfri sér
næg og afla sér til framfærslu. Ör-
yrkjar og aldraðir hafa oft ekki
möguleika á því og þess vegna leita
þeir til þjóðfélagsins sem þeir hafa
greitt skatta og skyldur til, jafnvel í
áraraðir. Viðbrögð þjóðfélagsins, þó
sérstaklega yfirvaldsins, eru að
hjálpa þessu fólki nógu lítið svo það
rétt haldi lífi en ekki meira en það.
Það hefur greitt í áratugi í lífeyr-
issjóði, sem það fær síðan kannski
nokkrar krónur á mánuði til baka úr,
sem það greiðir svo að mestu í skatt.
Einnig fær þetta fólk einhverjar
krónur frá Tryggingastofnun og
borgar skatta af þeim, en það hefur
alla tíð borgað skatta og skyldur þeg-
ar heilsan og aldur leyfði. Þessar
greiðslur eru skornar við nögl og allt
notað til að halda þeim í lágmarki. Oft
á tíðum er um frekar fjandsamleg
samskipti þar á milli ræða. Enda segi
ég að það þurfi ansi hrausta mann-
eskju til að eiga samskipti við þá
stofnun. Það er óþolandi að „yfirvöld“
skuli stjórna líðan aldraðra og ör-
yrkja með ýmsum boðum og bönnum
sem þeim ber að hlíta.
Svo ég snúi mér aftur að þessum
eldgömlu öryrkjum í lörfunum og
með hegðunarvandamálin, þá eru
þeir vistaðir á milli jóla í fjöllum. En
við vitum að hún Grýla er dauð, en
það er hugsað um þá af fólki á lág-
markslaunum, aðallega af ágætu fólki
sem kann litla sem enga íslensku.
Samskipti þeirra við þá sem annast
um þessa öldruðu öryrkja eru jafnvel
takmörkuð vegna tungumálaörð-
ugleika. Það gæti líka komið sér vel,
þeir halda bara að þeir séu komnir til
Kanarí og ekki er það ónýtt og kostar
ekkert extra. „Já, það er margt skrít-
ið í kýrhausnum“ sagði fjárbóndinn.
SÆVAR PÁLSSON,
fyrrv. vátryggingaráðgjafi
og öryrki.
Aumingjar
Frá Sævari Pálssyni:
Sævar Pálsson
Í MENNTARÁÐI Reykjavík-
urborgar síðastliðinn mánudag
lagði meirihluti Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks fram tillögu
þess efnis að Reykjavíkurborg
tæki yfir rekstur eins framhalds-
skóla í tilraunaskyni. Fulltrúar
Samfylkingarinnar fögnuðu ákaft
enda á stefnuskrá okkar að efla
sveitarstjórnarstigið og á vett-
vangi menntaráðs höfum við lagt
fram tillögur um að menntasvið
borgarinnar kanni hvernig borgin
geti orðið tilraunasveitarfélag um
rekstur framhaldsskóla. Grunn-
skólinn hefur blómstrað í höndum
sveitarfélaganna og leikskólarnir
eru rósin í hnappagati borg-
arinnar. Það verður spennandi
verkefni að bæta framhaldsskól-
anum við. Því var undarlegt að
heyra menntamálaráðherra lýsa
því í fréttum útvarps síðastliðinn
þriðjudag að brýnna væri að færa
önnur verkefni en framhalds-
skólana til sveitarfélaganna.
Menntamálaráðherra hljómaði
ekki ýkja spennt fyrir tillögu
flokkssystkina sinna í menntaráði
Reykjavíkurborgar. Mennta-
málaráðherra telur meira áríðandi
að flytja öldrunarmál frá ríki til
sveitarfélaga, sem er hið besta
mál, en borgarstjóri Sjálfstæð-
isflokksins hefur hins vegar dreg-
ið lappirnar varðandi flutning á
málefnum aldraðra frá ríki til
sveitarfélaga, hann telur mest
liggja á því að flytja málefni fatl-
aðra frá ríki til sveitarfélaga.
Hvernig væri að sjálfstæð-
ismenn í borgarstjórn tækju ein-
faldlega undir heildstæðar tillögur
Samfylkingarinnar um róttæka
eflingu sveitarstjórnarstigsins?
Með flutningi framhaldsskóla,
málefna aldraðra, fatlaðra og
heilsugæslu? Fyrir því höfum við
talað lengi. Það er ljóst að hver
höndin er upp á móti annarri í
Sjálfstæðisflokknum þegar kemur
að eflingu sveitarstjórnarstigsins.
Oddný Sturludóttir
Hver höndin upp á
móti annarri í
Sjálfstæðisflokknum?
Höfundur er borgarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar og situr í mennta-
ráði Reykjavíkurborgar.
KRISTJÁN Sigurðsson læknir
skrifar fróðlega grein í Mbl. 10.
mars sl. um heilbrigð-
isútgjöld og fjár-
málastjórnun sjúkra-
húsa. Þar fjallar hann
um skýrslur OECD
sem sýna útgjöld
þjóða til heilbrigð-
ismála og kemur í ljós
að Ísland er með
þriðju hæstu heil-
brigðisútgjöld meðal
OECD-ríkjanna, eða
9,9% af landsfram-
leiðslu á árinu 2004.
Þess má geta að í
þessum tölum er ekki
tekið tillit til þess að Íslendingar
eru að jafnaði yngri en aðrar
OECD-þjóðir. Hlutfall aldraðra hér
á landi er um 12% þjóðarinnar en til
dæmis er hlutfallið hjá Svíum 17%.
Þessi staðreynd ætti að vekja menn
til umhugsunar um það hvernig við
rekum heilbrigðisþjónustu okkar
hér á landi.
Kristján nefnir að fjármögnun
samkvæmt DRG-kerfinu sé val-
kostur og það henti vel sem stjórn-
tæki þar sem það hvetur til betri yf-
irsýnar yfir starfsemina og getur
leitt til aukinnar kostnaðarmeðvit-
undar starfsfólks.
Samt telur hann að
vegna þess að DRG
henti ekki langveikum
sé e.t.v. rétt að halda
föstum fjárlögum
áfram. En Kristján
gætir ekki að því að
DRG-kerfið er aðeins
ætlað fyrir bráðveikt
fólk með líkamlega
sjúkdóma. Þannig hafa
menn notað annað
kerfi fyrir aldraða,
geðsjúka og sjúklinga í
endurhæfingu. Erlend-
is er hafður sá háttur á að ef sjúk-
lingur á bráðadeild hefur náð næg-
um bata til að teljast
hjúkrunarsjúklingur, þá er hann
fluttur úr DRG-kerfinu og yfir á
daggjöld þar til hann útskrifast eða
er færður annað.
Hver skyldi svo vera þróunin í
löndum OECD? Þau lönd hafa lang-
flest tekið upp DRG-kerfið og sum
fyrir 15–20 árum. Kostnaður þess-
ara þjóða vegna heilbrigðisútgjalda
hefur lækkað talsvert og biðlistar
hafa horfið. Rétt er að geta þess að
rannsóknir hér á landi hafa sýnt að
sjúklingar sem lenda á biðlista í
upp undir ár kosta ríkissjóð nærri
tvöfalt meira en ef þeir fengju þjón-
ustuna strax.
Tveir stjórnmálaflokkar, Sjálf-
stæðisflokkur og Samfylking, hafa
látið í ljós ákveðnar skoðanir um
fjármálastjórnun í heilbrigðiskerf-
inu. Þeir vilja báðir taka upp DRG-
kerfið og telja að það hafi afgerandi
kosti. Framsóknarflokkur sem nú
hefur gegnt heilbrigðisráðuneytinu
í 12 ár hefur ekki látið í ljósi skoðun
á þessum málaflokki.
Fjármálastjórnun sjúkrahúsa
Ólafur Örn Arnarson
fjallar um skrif Kristjáns
Sigurðssonar læknis
»Kostnaður þessaraþjóða vegna heil-
brigðisútgjalda hefur
lækkað talsvert og bið-
listar hafa horfið.
Ólafur Örn Arnarson
Höfundur er læknir á eftirlaunum.
ÞEGAR rætt er um þjóðareign
á náttúruauðlindum og stjórn-
arskrá er vert að
minnast upphafs um-
ræðu á Alþingi um
lögfestingu slíks
ákvæðis fyrir nær
aldarfjórðungi. Í
morgunútvarpi Rásar
1 í síðustu viku átti
Össur Skarphéð-
insson góðan sprett
þar sem hann gagn-
rýndi tillögu for-
manna stjórnarflokk-
anna og skýrði
afstöðu sína til þjóð-
areignar á sjáv-
arauðlindum. Honum
fataðist hins vegar þegar hann
sagði „jafnaðarmenn“, þ.e. Al-
þýðuflokkinn, hafa verið fyrstan
til að leggja fram tillögur um slíkt
sameignarákvæði í löggjöf. Þetta
er ekki rétt. Fyrsta tillagan um
þetta efni kom frá þingmönnum
Alþýðubandalagsins í desember
1983 þegar til umræðu var stjórn-
arfrumvarp Halldórs Ásgríms-
sonar sjávarútvegsráðherra um
veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands
(mál 143 á 106. löggjafarþingi) en
af samþykkt þess leiddi kvótakerf-
ið.
Hafa þarf eignarréttinn
á hreinu
Hér verður rifjuð upp hvatning
undirritaðs í þingræðu 14. desem-
ber 1983 um að kveða þurfi skýrt
á um eignarréttinn.
Niðurlag ræðu minnar var svo-
hljóðandi:
„Svo að síðustu: Vegna þess að
hér er verið að ræða um að breyta
mjög verulega til, að brjóta í blað
er óhætt að segja í sambandi við
stjórnun fiskveiða í landinu, er
eðlilegt að menn spyrji: Er ekki
réttmætt að taka til athugunar að
kveða á um í lögum hver sé eign-
ar- og umráðaaðili hinna lífrænu
auðlinda hafsins? Ég veit að slík
löggjöf er vandaverk því að það er
tiltölulega auðvelt að slá því föstu,
sem mörgum kann að þykja sjálf-
sagt og þurfi ekki að skrá í lög, að
auðlind hafsins innan íslenskrar
fiskveiðilögsögu sé almannaeign
þar sem íslenska ríkið fari með
eignarréttinn. En menn eru að
ræða í tengslum við breytta fisk-
veiðistefnu og uppi eru hugmyndir
um sölu veiðileyfa og margt af því
tagi, þó að hæstvirtur ráðherra sé
ekki að gera tillögu um það hér og
hafi jafnvel lýst andstöðu sinni við
það. En ef til ein-
hvers slíks kemur, þá
er nú kannski vissara
að menn hafi það
nokkuð á hreinu hver
sé eignar- og umráða-
aðili yfir þessari auð-
lind, fiskistofnunum
við landið. ... Ég held
að réttmætt væri að
þetta atriði yrði tekið
til sérstakrar athug-
unar á næstunni í
sambandi við hinar
lífrænu auðlindir og
þar kvaddir til færir
lögfræðingar ásamt
öðrum til að líta á það mál.“
Tillaga AB um
þjóðareign 1983 felld
Þessi hugmynd um að lýsa fisk-
veiðilandhelgina og sjávarauðlind-
irnar þjóðareign var síðan rædd í
þingflokki Alþýðubandalagsins og
þar samþykkt að þetta atriði
ásamt ýmsum öðrum yrði tilefni
breytingartillögu við stjórn-
arfrumvarpið. Flutningsmenn til-
lögunnar um þjóðareign 1983 voru
Steingrímur J. Sigfússon, Geir
Gunnarsson og undirritaður.
Fyrsti liður hennar var svohljóð-
andi:
„Fiskveiðilandhelgi Íslands og
auðlindirnar innan hennar eru
þjóðareign, sameign allra Íslend-
inga.“
Það er vert að minnast þess að
þetta var fyrsta þingið sem Stein-
grímur J. Sigfússon sat, en hann
var kjörinn á þing fyrir Norður-
land eystra vorið 1983.
Alþýðuflokksmenn, með Kjartan
Jóhannsson í fararbroddi, fluttu
einnig breytingartillögu við frum-
varpið en þar var ekki minnst á
þjóðareign eða sameign á fiski-
stofnunum.
Breytingartillögur stjórnarand-
stöðunnar voru allar felldar. Um
þá afgreiðslu sagði ég við loka-
umræðu m.a.:
„Fiskveiðilandhelgi Íslands og
auðlindirnar innan hennar eru
þjóðareign, sameign allra Íslend-
inga.“ Ekki einu sinni þessi tillaga
hlaut náð fyrir augum þess meiri-
hluta sem hér ætlar að knýja fram
valdaafsalið til hæstvirts sjáv-
arútvegsráðherra. ... Stefnu-
yfirlýsing af þessu tagi, sem felst í
þessari tillögu, ætti að mínu mati
að vera nokkuð sjálfsögð og hún
getur haft verulega þýðingu í sam-
bandi við umræður og álitamál
varðandi meðferð fiskveiðimála
okkar og nýtingu fiskveiðilögsögu
okkar á komandi árum.
Lögfesting sameignar-
ákvæðis 1987
Eftir kosningarnar vorið 1987
var mynduð þriggja flokka stjórn
Framsóknarflokks, Alþýðuflokks
og Sjálfstæðisflokks sem sat til
haustsins 1988. Halldór Ásgríms-
son var þá öðru sinni sjáv-
arútvegsráðherra og nú gerðist
það, ég hygg að kröfu Alþýðu-
flokksmanna, að inn í frumvarp
um stjórn fiskveiða (181. mál 110.
löggjafarþings) var sett svofellt
ákvæði sem 1. grein:
Fiskistofnar á Íslandsmiðum
eru sameign íslensku þjóðarinnar.
Markmið laga þessara er að stuðla
að verndun og hagkvæmri nýtingu
þeirra og tryggja með því trausta
atvinnu og byggð í landinu.
Studdum við þessa tillögu að
felldri tillögu okkar um breytt
orðalag.
Lengra verður þessi saga ekki
rakin. Hún tekur af tvímæli um
hverjir það voru sem höfðu frum-
kvæði að því að ákvæðið um þjóð-
areign á sjávarauðlindunum var
tekið inn í íslenska löggjöf. Þeir
hinir sömu hafa lengi barist fyrir
því að slíkt ákvæði verði sett í
stjórnarskrá lýðveldisins og það
sjónarmið hefur átt vaxandi skiln-
ingi að mæta. Þegar það gerist
verður að tryggja að slíkt ákvæði
hafi merkingu en með því sé ekki
verið að innsigla þá einkavæðingu
auðlindarinnar sem reynt hefur
verið leynt og ljóst að festa í sessi
undanfarna tvo áratugi.
Hjörleifur Guttormsson
Upphafið að þjóðareign
á auðlindum
Hjörleifur Guttormsson rekur
aðdraganda að ákvæði um þjóð-
areign á sjávarauðlindunum
» Flutningsmenn til-lögunnar um þjóð-
areign 1983 voru Stein-
grímur J. Sigfússon,
Geir Gunnarsson og
undirritaður.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.