Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 51 B Æ JA R Ú T G E R Ð IN · A 4 /H G M Söluaðili: Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali einarp@fastmos.is Sími: 586 8080 Næsta mánudag hefst sala á nýjum einbýlis-, par- og raðhúsalóðum í Leirvogstungu. Esjan blasir við, stutt er í útivist og sjávarútsýnið er einstakt. Fylgstu með heimasíðu okkar w w w. l e i r v o g S t u n g a . i S frá og með sunnudegi og sjáðu hvort þú finnur ekki draumalóðina þína. l a n g a r þ i g a ð b ú a í S é r b ý l i m e ð g l æ S i l e g u ú t S ý n i t i l S j á v a r ? ALDREI fór ég suður – rokkhátíð alþýðunnar verður haldin í fjórða sinn á Ísafirði um komandi páskahelgi. Hátíðin er eins og flestir vita runnin undan rifjum þeirra feðga Guðmundar Kristjánssonar (Mugga hafnarstjóra) og Arnar Elíasar Guðmundssonar (Mugisons). Til blaða- mannafundar var blásið í gær á Ísafirði þar sem skrifað var undir viljayfirlýsingu hátíðarinnar og bakjarla, Sím- ans, Glitnis og Flugfélags Íslands. Hálfdán Bjarki Hálf- dánsson, rokkstjóri hátíðarinnar, flutti dálitla tölu áður þar sem hann sagði hátíðina um margt frábrugðna flest- um öðrum tónlistarhátíðum sem haldnar væru á Íslandi. „Fyrir það fyrsta er hún haldin á Ísafirði,“ sagði Hálf- dán.“ Mugison flutti nýtt lag Að lokinni undirskrift var farið í stutta siglingu um höfnina á lóðsbátnum Sturlu Halldórssyni þar sem tón- listarmaðurinn Mugison lék fyrir bátsgesti lag af plötu sem hann vinnur að þessa dagana, en lagið nefnist „Jes- us is a good name to moan“ og fór vel í áhlýðendur, að því er segir á vef Bæjarins besta. Að lokinni siglingu brugðu menn sér í skemmuna þar sem hátíðin verður haldin og skoðuðu aðstæður. Loks var haldið í Tjöruhúsið í Neðstakaupstað þar sem Magnús Hauksson og Ragn- heiður Halldórsdóttir, Maggi Hauks og Ranka, buðu mönnum upp á dýrindis plokkfisk og þrumara, og kaffi í eftirrétt. 40 hljómsveitir Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á næstu páskum og eru helstu breytingar á milli ára þær að atriðum hefur fjölgað um nær helming, verða tæplega 40 í ár, og að hún fer fram á tveimur dögum. Hefst hátíðin að kvöldi föstu- dagsins langa klukkan 7 og stendur þar til um eða eftir miðnætti. Þá verður henni fram haldið um kaffileytið daginn eftir og verður músík fram á aðfaranótt páska- dags. Eins og áður segir verður hátíðin haldin í skemmu á Ásgeirsbakka, gömlu Eimskipa- og Ríkisskipaskemm- unni, en í síðustu tvö skipti hefur hún farið fram í Ed- inborgarhúsinu og þar á undan í aðstöðu sushi- verksmiðjunnar Sindrabergs. Styttist óðum í rokkhátíð alþýðunnar Feðgarnir Mugi og Mugison eru upphafsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Frumflutningur „Jesus is a good name to moan,“ söng Mugison í Sturlu. Skemman Að lokinni siglingu var haldið í skemmuna þar sem hátíðin verður haldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.