Morgunblaðið - 22.03.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 51
B
Æ
JA
R
Ú
T
G
E
R
Ð
IN
·
A
4
/H
G
M
Söluaðili:
Einar Páll Kjærnested
löggiltur fasteignasali
einarp@fastmos.is
Sími: 586 8080
Næsta mánudag hefst sala á nýjum einbýlis-, par- og raðhúsalóðum í Leirvogstungu. Esjan blasir við,
stutt er í útivist og sjávarútsýnið er einstakt.
Fylgstu með heimasíðu okkar w w w. l e i r v o g S t u n g a . i S frá og með sunnudegi og
sjáðu hvort þú finnur ekki draumalóðina þína.
l a n g a r þ i g a ð b ú a í S é r b ý l i m e ð g l æ S i l e g u ú t S ý n i t i l S j á v a r ?
ALDREI fór ég suður – rokkhátíð alþýðunnar verður
haldin í fjórða sinn á Ísafirði um komandi páskahelgi.
Hátíðin er eins og flestir vita runnin undan rifjum þeirra
feðga Guðmundar Kristjánssonar (Mugga hafnarstjóra)
og Arnar Elíasar Guðmundssonar (Mugisons). Til blaða-
mannafundar var blásið í gær á Ísafirði þar sem skrifað
var undir viljayfirlýsingu hátíðarinnar og bakjarla, Sím-
ans, Glitnis og Flugfélags Íslands. Hálfdán Bjarki Hálf-
dánsson, rokkstjóri hátíðarinnar, flutti dálitla tölu áður
þar sem hann sagði hátíðina um margt frábrugðna flest-
um öðrum tónlistarhátíðum sem haldnar væru á Íslandi.
„Fyrir það fyrsta er hún haldin á Ísafirði,“ sagði Hálf-
dán.“
Mugison flutti nýtt lag
Að lokinni undirskrift var farið í stutta siglingu um
höfnina á lóðsbátnum Sturlu Halldórssyni þar sem tón-
listarmaðurinn Mugison lék fyrir bátsgesti lag af plötu
sem hann vinnur að þessa dagana, en lagið nefnist „Jes-
us is a good name to moan“ og fór vel í áhlýðendur, að því
er segir á vef Bæjarins besta. Að lokinni siglingu brugðu
menn sér í skemmuna þar sem hátíðin verður haldin og
skoðuðu aðstæður. Loks var haldið í Tjöruhúsið í
Neðstakaupstað þar sem Magnús Hauksson og Ragn-
heiður Halldórsdóttir, Maggi Hauks og Ranka, buðu
mönnum upp á dýrindis plokkfisk og þrumara, og kaffi í
eftirrétt.
40 hljómsveitir
Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á næstu páskum og
eru helstu breytingar á milli ára þær að atriðum hefur
fjölgað um nær helming, verða tæplega 40 í ár, og að hún
fer fram á tveimur dögum. Hefst hátíðin að kvöldi föstu-
dagsins langa klukkan 7 og stendur þar til um eða eftir
miðnætti. Þá verður henni fram haldið um kaffileytið
daginn eftir og verður músík fram á aðfaranótt páska-
dags.
Eins og áður segir verður hátíðin haldin í skemmu á
Ásgeirsbakka, gömlu Eimskipa- og Ríkisskipaskemm-
unni, en í síðustu tvö skipti hefur hún farið fram í Ed-
inborgarhúsinu og þar á undan í aðstöðu sushi-
verksmiðjunnar Sindrabergs.
Styttist óðum í rokkhátíð alþýðunnar
Feðgarnir Mugi og Mugison eru upphafsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður.
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Frumflutningur „Jesus is a good name to moan,“ söng Mugison í Sturlu.
Skemman Að lokinni siglingu var haldið í skemmuna þar sem hátíðin verður haldin.