Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is Hefur þú einhvern tímann gert mjög stór mistök? / KRINGLUNNI 300 kl. 5:30 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára DIGITAL WILD HOGS BYLGJU FORSÝNING kl. 8 B.i. 7 ára NORBIT kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL 300 kl. 6:30 - 9 - 10:40 B.i. 16 ára BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 B.i. 16 ára eeee V.J.V. HORS DE PRIX ísl. texti kl. 5:40 - 8 - 10:20 TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 10:20 PARIS, JE T'AIME kl. 5:40 - 8 ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA: FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL ,,TÍMAMÓTAMYND" eeeee V.J.V. - TOPP5.IS STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á ÍSLANDI FRÁ HÖFUNDI SIN CITY SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI Næstsíðasta kvöld und-anúrslita Músíktil-rauna verður haldið í kvöld í Loftkastalanum. Þá bítast tíu sveitir um sæti í úrslitunum sem haldin verða í Listasafni Reykjavíkur laugardaginn 31. mars. Sú hljómsveit sem ber sigur úr býtum fær 20 hljóðverstíma með hljóðmanni í Sundlaug- inni í verðlaun og eins fá sveitirnar í öðru og þriðja sæti hljóðverstíma auk þess sem athyglisverðasta hljóm- sveitin fær að launum fram- leiðslu á einu lagi hjá TÍMA. Þótt rokk sé í aðal- hlutverki í kvöld eins og und- anfarin tilraunakvöld þá tek- ur það á sig ýmsar myndir – landsbyggðarbændatónlist með smááhrifum frá bænda- poppi og tröllametal, frum- legt rokk af bestu gerð, in- die/emo/stoner-rokk, rólegt rokk, djass, blús og rokk í gömlum stíl, síðrokk og blandaður metall með níð- þungum köflum og tekn- ískum og hröðum gít- arriffum. Fjörið hefst klukkan 19 í kvöld líkt og önnur kvöld undanúrslitanna. Allir að spila allt The Custom The Custom heitir hljómsveit af höfuðborgarsvæðinu sem spilar djass, blús, og rokk í gömlum stíl. Sveitarmenn eru Andri Þórhallsson trommuleikari, Ísak Örn Guðmundsson gítarleikari, Ingimundur Guðmundsson orgelleikari, Arnar Hauksteins Oddson gítarleikari og Sigþór Jens Jónsson bassa- leikari. Þeir eru á aldrinum 15 til 17 ára. Overrated Monday Overrated Monday skipa Gunnar Valur Ara- son gítarleikari og söngvari, Finnbogi Vil- hjálmsson trommuleikari, Arnar Freyr Thor- oddsen bassaleikari og Valdimar Örn Magnússon gítarleikari, allir sautján ára Breiðhyltingar. Hip Razical Hip Razical tekur nú aftur þátt í Músíktilraunum, var með 2005, en mætir nú með nokkuð breytta mannaskipan. Sveit- armenn, sem koma frá Sauðárkróki, eru Davíð Jónsson gít- arleikari og söngvari, Snævar örn Jónsson bassaleikari, Jón Atli Magnússon gítarleikari og Styrkár Snorrason trommu- leikari. Þeir eru allir átján ára. Til gamans má geta þess að Snævar Örn var valinn efnilegasti bassaleikarinn á Músíktil- raunum 2005. Black Sheep Liðsmenn Black Sheep eru víða að af Vest- urlandi. Þeir eru Tómas Guðmundsson gít- arleikari og söngvari, Jakob Hjörtur Ragn- arsson gítarleikari, Kristján Ingi Arnarsson hljómborðsleikari, Pétur Ingi Jónsson trommuleikari og Eiríkur Björnsson bassa- leikari. Þeir eru á sautjánda og átjánda árinu og segjast spila landsbyggðarbændatónlist með smá áhrifum frá bændapoppi og trölla- metal. Æsir Hafnfirska rokksveitin Æsir er skipuð fjórum piltum sem eru á aldrinum 17-19 ára. Þeir heita Gunnar Björn Kolbeinsson gítarleikari og söngvari, Snævar Örn Ólafsson gítarleik- ari, Matthías Einarsson bassaleikari og Hreinn Guðlaugsson trommuleikari. Þeir spila rólegt rokk. SHOGUN Úr Reykjavík og Mosfellsbæ koma fimm piltar sem kalla sig SHOGUN. Þeir heita Guðmundur Rúnar Guðmundsson, sem leikur á gítar, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, sem syngur, Andri Þorgeirsson, sem leikur á trommur, Vernharður Eiríksson, sem leikur á gítar, og Jóakim Snær Sigurðarson, sem leikur á bassa. Þeir eru á aldrinum sautján og nítján ára og segjast spila blandaðan metal með níðþungum köflum og teknískum og hröðum gítarriffum. Narfur Eyrarbakkasveitin Narfur spilar indie/emo/stoner-rokk. Liðsmenn hennar eru Erlingur Þór Erlingsson trommuleik- ari, Teitur Magnússson gítarleikari og söngvari, Vigfús Ægir Vigfússson bassaleikari og Þorsteinn Ólason gítarleikari. Fúsi er átján en hinir sautján. Artika Nokkrar hafnfiskar hljómsveitir taka þátt í tilraununum að þessi sinn, þeirra á meðal Ar- tika. Sveitina skipa Örn Erlendsson og Einar Logi Hreinsson gítarleikarar, Aníta Björk Hlynsdóttir bassaleikari, Jóhannes Pálsson söngvari og Rúnar Sveinsson trommuleikari. Þau eru á aldrinum frá sautján upp í nítján ára og spila frumlegt rokk af bestu gerð, eins og þau lýsa því sjálf. A Long Way To Nowehere Egilsstaðasveitin A Long Way To Nowehere er skipuð þeim Breka Steini Mánasyni gítarleikara, Birki Snæ Mánasyni gít- arleikara, Þorgeiri Óla Þorsteinssyni bassaleikara og Sigurði Tómassyni trommuleikara. Allir eru þeir félagar sextán ára nema Birkir sem er átján ára. Sveitin spilar síðrokk. Fjórði í Músíktil- raunum verður í kvöld í Loftkast- alanum. Árni Matthíasson segir frá sveitunum tíu sem keppa í kvöld. Eugene Reykvíska sveitin Eugene er skipuð þeim Arnari Birgissyni trommuleikara, Daða Rúnarssyni bassaleikara, Daníel Poul Purkhus gítarleikara og Hallgrími Árnasyni gítarleikara. Þeir eru allir átján ára nema Daði sem er sautján.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.