Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 29 HERBERGISVERÐ á fimm stjörnu hótelum í London nær stöðugt nýjum hæðum. Þetta sýnir ný rannsókn sem framkvæmd var af PriceWaterhouse- Coopers. Frá þessu er sagt á vefnum forbruker.no. Á síðastliðnu ári kostaði ein nótt í lúxusherbergi að meðaltali tæpar 39.000 íslenskar krónur. PWC reikn- ar með að þetta meðalverð hækki í 43.000 kr. í ár en hækkunin endar ekki þar. Árið 2008 er búist við að verðið verði komið upp í rúmar 47.000 kr. fyrir góðan nætursvefn í lúxusumhverfi. Þó er það ekki bara á lúxushótelum sem verðið hefur hækkað. Meðalverð hótelherbergis í London var í fyrra tæpar 15.000 kr. og búist er við að þetta verð muni hækka í u.þ.b. 16.000 krónur í ár. Árið 2008 mun verðið að öllum líkindum verða komið í 16.700 kr. Fram kemur í rannsókninni að ástæða þessara verðhækkana sé mik- ill hagvöxtur í Bretlandi, aukin ferða- lög viðskiptamanna, færri tilboð hjá hótelum og miklar hækkanir á fast- eignamarkaði. Uppgangur í fleiri borgum Það er ekki bara í London sem hót- elin njóta góðs af uppgangstímum. Í Edinborg hefur orðið mikil aukning í ferðamannastraumi og á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 jókst fjöldi ferðamanna um 14%. Ýmsar ráð- stefnur í Manchester lofa góðu fyrir ferðaþjónustuna þar auk þess sem Bollywood-verðlaunahátíðin verður þar í ár og bráðlega verður opnað þar nýtt spilavíti. Morgunblaðið/Ómar Tower of London Frægt kennileiti í Lundúnaborg. Æ dýrari hótelherbergi Í FLESTUM borgum og bæjum Bretlands er að finna indverska veit- ingastaði og víða í miklu magni, enda var Indland hluti breska heimsveld- isins og býr fjöldi fólks af indversk- um uppruna í landinu. Indverskur matur nýtur líka mikilla vinsælda meðal Breta sem heimsækja margir hverjir reglulega indverska veit- ingastaði – þó vissulega sé víða búið að laga réttina að vestrænu bragð- skyni. Í London er að finna nokkra ind- verska veitingastaði í hæsta gæða- flokki – m.a. fjóra sem hlotið hafa Michelin-stjörnur – og væru vel þess virði að kíkja á í næstu heimsókn til borgarinnar. Hot Stuff Hefur hlotið nær einróma lof í þá tvo áratugi sem staðurinn hefur verið starfræktur. En Hot Stuff er ódýr staður sem er í hlið- argötu í Lambeth-hverfinu. Hann var nýlega valinn besti indverski veitingastaðurinn í London í hvaða verðflokki sem er hjá breska dag- blaðinu Times. Amaya Indverskur „grillstaður“ með Michelin-stjörnu. Smart staður sem er í einu af fínni hverfum borg- arinnar, milli Knightsbridge og Belgraviu, en að baki Amaya býr glænýtt hugtak í indverskri mat- argerð. Hér er hvorki að finna for- rétti né aðalrétti heldur eru allir réttirnir litlir – eins konar indverskt tapas – þó glæsileg framsetningin minni ekki síður á sushi. Tamarind Hugarfóstur kokksins Atul Kochar, en Tamarind var fyrsti indverski veitingastaðurinn í Lond- on sem hlaut Michelin-stjörnu, árið 2001, sem hann hefur haldið þrátt fyrir að Kochar hafi flutt sig um set. Benares Er til húsa í fyrrum banka- byggingu í Kensington, með vold- ugum steinskreyttum gluggum. Framreiðsla matarins er íburðar- mikil, fer að hluta til fram við borð gesta og veldur ekki vonbrigðum. Zaika Nýi staður kokksins Atul Kochar sem nú er orðinn sjónvarps- stjarna. Heimsókn á Benares má líka líkja við leikhús, slíkir eru til- burðirnir – og e.t.v. voru það þeir sem áttu sinn þátt í því að staðurinn hlaut sína fyrstu Michelin-stjörnu á þessu ári. Indverskir réttir í hæsta gæðaflokki Zaika Á við leikhús. Amaya „Grill“ staður. Hot Stuff 19 Wilcox Road SW8 (0)20 77 1480 www.eathotstuff.com Amaya 15 Halkin Arcade, Motcomb Street SW1 (0)20 7823 1166 www.realindianfood.com Tamarind 20 Queen Street W1 (0)20 7629 3561 www.tamarindindanrestaur- ant.com Zaika 1 Kensington High Street W8 (0)20 7795 6533 www.zaika-restaurant.co.uk Benares 12a Berkeley Square House W1 (0)20 7629 8886 www.benaresrestaurant.com Benares Íburðarmikill staður. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg                                                !!"# ! !!"# $      !!"# " !!"#     %&  ' !  ($))"##     !"#$ %&'()*)+ !,$ ,- . )** #) !//"+    !" # $%&' ()*+, - .',/0'&!-.')- 123" .', ( -4 -"&!" )5 +*,-300 6 (7* ! . , 8)-  .  / 40  4 0   40   4 0  40   40    .  / ,5 5  4 0  40   0     11 40   40    0    /  40   40    4 0   4 0    4 0    4 0      .  / 4 0    4 0     4 0   4 0     /  40    40       11 ,5 5 40  4 0    40   4 0    21134 / ,5 5 40 6    4 0  0   21134 / 7 80   780   7 80   7 80    40 6   0     11 40   0   21134 / 40  6    40 6   406   4 0 6   4 0 6     &#& #  "! & 5 9 : 5 5   ; /    .$ /&0    "!   & && #% "  $! # 1 .$ /&0    "!   & && #% "  $! # 1     , )- 3 0 ) *( 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.