Morgunblaðið - 02.04.2007, Side 1

Morgunblaðið - 02.04.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 91. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Epli, gulrætur og enginn viðbættur sykur! Nýtt bragð! Aðeins 42 hitaeiningar í 100 g og hentar flestum sem hafa mjólkursykursóþol MJÓI OG FEITI ALEXANDER OG ÍSLEIFUR ERU SVARTIR OG SAMRÝNDIR KYNJAKETTIR >> 17 GÆÐINGAVEISLA Á ÍS OG JÖRÐ KVENNAFANS HESTAÍÞRÓTTIR >> 28 FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SVEITARFÉLÖG sem hafa á sínum svæð- um miklar og vaxandi frístundabyggðir liggja ekki á digrum sjóðum af þeim sökum. Kostnaður vegna sorphirðu og frárennslis- mála getur verið mun meiri en tekjur sveit- arfélagsins vegna gjalda sem lögð eru á sumarhúsaeigendur vegna þessarar þjón- ustu sem og fasteignagjalda. Þannig er því m.a. farið í sveitarfélaginu Bláskógabyggð, þar sem er eitt blómlegasta sumarbústaðasvæði landsins. „Það er að minnsta kosti eitt sem er öruggt, Bláskóga- byggð liggur ekki á digrum sjóðum vegna fasteignagjalda sumarhúsaeigenda,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskóga- byggð. Erfitt er að aðgreina hver kostnaður vegna frístundabyggða er hjá sveitarfélög- um, þar sem sumarhúsaeigendur nýta sér margs konar þjónustu sveitarfélagsins líkt og íbúar sem þar búa árið um kring. Má þar nefna læknisþjónustu, menningar- og íþróttastarf. Meiri kostnaður en tekjur Á dreifbýlum svæðum, líkt og þeim sem vinsæl eru fyrir frístundabyggðir, er kostn- aður vegna sorphirðu og hreinsunar rotþróa mjög mikill. „Í engum af þessum málaflokk- um erum við með gjaldtöku sem er nálægt því að dekka þann kostnað sem hlýst af framkvæmdinni,“ segir Valtýr. Mikill mismunur er á þeim tölum sem Fasteignamat ríkisins gefur upp varðandi fjölda sumarhúsa í Bláskógabyggð annars vegar og fjölda þeirra sumarhúsa sem inn- heimt eru gjöld af hins vegar. Munurinn er um 30–40%. Helgast það m.a. af því að stundum eru talin tvö sumarhús á hverri lóð, sé þar að finna lítið gestahús eða bátaskýli. Hefur Bláskógabyggð farið þess á leit við Fasteignamatið að tölurnar verði endur- skoðaðar. Þá vinnur starfshópur, sem skip- aður er fulltrúum Sambands íslenskra sveit- arfélaga og Landssambands sumarhúsa- eigenda, að gerð skýrslu um frístunda- byggðir og hefur óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um fjölda sumarhúsa, fasteignaskatta, sorphirðugjöld o.fl. Um síðustu áramót voru skráð 10.450 sumarhús á landinu, þar af 4.451 í uppsveit- um Árnessýslu. 1.702 þeirra eru í Bláskóga- byggð og 2.304 í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Á síðasta ári voru óvenjumörg ný íbúðarhús samþykkt á þessu svæði eða 77 en voru 36 árið áður. Einnig hefur verið síaukin ásókn í að stofna ný lítil lögbýli þar sem fólk byggir t.d. íbúðarhús og hesthús. Ljósmynd/Sigurður Jónsson Ásókn Sumarhús í Grímsnesi eru vinsæl. Liggja ekki á digrum sjóðum Mikil ásókn í íbúðar- húsalóðir í uppsveitum HAFNFIRÐINGAR höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík í íbúakosningu á laugardag með 88 atkvæða mun. Kjörsókn var mikil eða tæp 77%, sem er meiri kjörsókn en var í sveitarstjórnarkosningun- um fyrir tæpu ári. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir niðurstöðu kosninganna eitt versta áfall í sögu fyrirtækisins og Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, segist ekki hafa áhyggjur af því að ál- verinu í Straumsvík verði lokað og það fari úr Hafnarfirði. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir úrslit kosning- arinnar endurspegla það sem menn áttu von á, að afar mjótt væri á mun- um. „En þetta er eiginlega minni munur en ég átti von á, ekki síst vegna þess að það var gríðarlega mikil þátttaka og það er það ánægju- legasta við þessar kosningar.“ Hann segir ekki óeðlilegt að löggjafinn setji rammalöggjöf um kosningar sem þessar og í sama streng tekur Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra. „Þetta eru ákveðin þáttaskil hvað varðar íbúa- lýðræði og ég tel að það sé alveg ljóst að í framhaldinu verðum við að setja skýrari reglur og ramma um slíkar kosningar,“ segir hún. Virkjað í Þjórsá Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að þessi úrslit hafi ekki áhrif á fyrirætl- anir um virkjanir í neðri hluta Þjórs- ár, en framkvæmdir muni ekki hefj- ast fyrr en kaupandi að raforkunni sé fundinn. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Ragnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri hjá Norðuráli, segja að niðurstaðan í Hafnarfirði breyti engu um fyrirætl- anir um byggingu álvers í Helguvík, en stefnt er að því að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun haustið 2010. Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins og iðnaðarráð- herra, segir að niðurstaðan haldi ekki lengur en bæjarstjórnin vilji. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir úrslitin stóran sigur fyrir lýðræðið og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinn- ar, segir að kosningin í Hafnarfirði marki söguleg tímamót. | 20 Eitt versta áfall í sögu álversins í Straumsvík Löggjafinn þarf að setja ramma og skýrari reglur um íbúakosningar                        !  ! " $       BJÖRK Guðmundsdóttir fór fyrir fríðum flokki tónlistarmanna á tónleikum á NASA við Austurvöll í gærkvöldi. Tónleikarnir, sem báru yfirskriftina Vaknaðu!, voru haldnir fyrir tilstuðlan FORMA, samtaka átröskunarsjúklinga á Íslandi. Rennur allur ágóði af tónleikunum til samtakanna, sem hafa það að mark- miði að vekja máls á sjúkdómnum. Auk Bjarkar var gert ráð fyrir að myndu stíga á pall tónlistar- mennirnir Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Wulfgang og Magga Stína og Esja. Jafnframt áttu að koma fram stjórnmálamennirnir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kolbrún Halldórsdóttir, auk Matthíasar Halldórssonar landlæknis. Björk tróð upp á Íslandi með Sykurmolunum sl. haust en hún er nú að leggja í heimstónleikaferð til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út 7. maí nk. Verða fyrstu tónleikarnir í tónleika- ferðinni hér á Íslandi eftir viku og það verða jafnframt fyrstu tón- leikar hennar á Íslandi í sex ár. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Vaknað á NASA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.