Morgunblaðið - 02.04.2007, Page 16
16 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
HEIMILDAMYNDIN „Leiðin til
Gimli“ eftir Svein M. Sveinsson,
kvikmyndagerðarmann og eiganda
Plús-Film ehf., verður frumsýnd í
Sjónvarpinu á skírdag. Myndin
greinir frá póstferð íslenskra hesta-
manna frá Eyrarbakka á Suðurlandi
til Gimli í Manitoba í Kanada en
ferðin var farin sumarið 2005 í tilefni
þess að um þær mundir voru 130 ár
frá því Íslendingar settust fyrst að
við Winnipegvatn.
Draumur að veruleika
Sveinn Sveinsson segir að gerð
myndarinnar megi rekja til veru
Kanadamannsins Declans O’Dris-
colls á Íslandi fyrir nokkrum árum.
Hann hafi numið leikhúsfræði í Tor-
onto og hafi heimsótt fangelsið á
Litla-Hrauni og óskað eftir því að
setja upp leikrit um fanga. Leyfið
hafi verið veitt og hann hafi kynnst
Karli Ágústi Andréssyni, fangaverði,
sem hafi boðið honum að búa hjá sér
gegn því að sjá um hesta sína. Karl
Ágúst hafi lengi átt sér þann draum
að ríða á íslenskum hestum um
byggðir Íslendinga í Vesturheimi og
saman hafi þeir látið drauminn ræt-
ast. Lagt hafi verið upp í póstferðina
frá Eyrarbakka á þjóðhátíðardegi
Kanada, 1. júlí 2005, og komið til
Gimli fyrir Íslendingadagshátíðina
fyrsti helgina í ágúst en ferðinni hafi
lokið með þátttöku í árlegri skrúð-
göngu hátíðarinnar. Fjölmörg bréf
til fólks í Vesturheimi voru með í för
og voru þau stimpluð á Eyrarbakka
og síðan á öllum áfangastöðum.
Fjöldi hestamanna fylgdi póstlest-
inni úr hlaði en síðan voru fimm
hestar fluttir frá Íslandi til Kanada
þar sem níu íslenskir hestar í eigu
Bretts Arnasonar í Winnipeg bætt-
ust við. Ferðin í Kanada hófst á há-
tíðinni IceFest í Kinmount í Ontario
og síðan var komið við á nokkrum
stöðum áður en yfir lauk á Gimli.
Móttökur voru skipulagðar á hverj-
um viðkomustað og kom fólk víða að
til að hitta ferðalangana og skoða
hestana. „Segja má að íslenski hest-
urinn hafi alls staðar stolið senunni,“
segir Sveinn, „en það sem kom okk-
ur mest á óvart var þessi mikli
mannfjöldi sem kom víða að. Flestir
voru af íslensku bergi brotnir og við
fundum fyrir því að við værum að
opna leiðina til þeirra. Þessi mikli
áhugi Kanadamanna af íslenskum
uppruna á því að bæta tengslin og
vera í sambandi við Ísland og Íslend-
inga var áberandi og ræktin sem
þeir leggja við upprunann er aðdá-
unarverð.“
Alveg eins
Declan skipulagði ferðina en reið-
menn frá Íslandi voru Karl Ágúst
Andrésson, Friðþjófur Ragnar Frið-
þjófsson, Elín Ósk Þórisdóttir og
Valur Gíslason. Lauren Arnason
bættist svo við í Kinmount. Stefán
Gunnarsson, Helga Sigurbjörns-
dóttir og Herdís Stefánsdóttir sáu
um að koma farangrinum á milli
staða.
Sveinn segir það hafa verið mjög
skemmtilegt að ferðast svona langt
og lengi með venjulegu fólki. Hópn-
um hafi alls staðar verið vel tekið,
„tekið eins og glötuðum sonum, eins
og einhver sagði. Alls staðar stóðu
okkur allar dyr opnar.“
Sveinn segir að í ljós hafi komið að
tvö úr hópnum áttu skyldfólk í Mani-
toba. Elín Ósk hefði hitt frænda
sinn, kvikmyndagerðarmanninn Guy
Madden og leit Karls Ágústs hefði
borið árangur. „Það var ótrúleg sjón
að sjá þessa fimmmenninga hittast í
fyrsta sinn,“ segir Sveinn. „Þeir voru
eins og bræður og meira segja með
eins klippingu. Þetta var góður endir
á góðri ferð.“
„Leiðin til Gimli“ frumsýnd
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Póstferð Riðið með póstkassana inn í þorpið Kinmount í Ontario 16. júlí 2005. Frá vinstri: Friðþjófur Ragnar
Friðþjófsson, Karl Ágúst Andrésson, Herdís Stefánsdóttir, Valur Gíslason og Elín Ósk Þórisdóttir.
Morgunblaðið/Steinþór
Kvikmynd Sveinn M. Sveinsson kvikmyndagerðarmaður fylgdi hestafólk-
inu eftir í ferðinni og í Kanada byrjaði filman að rúlla í Kinmount í Ontario.
Póstferð frá Eyr-
arbakka til Gimli
Í HNOTSKURN
» Íslendingar settust fyrstað við vesturströnd Winni-
pegvatns 21. október 1875 og
höfðu margir þeirra verið í
Kinmount í Ontario árið áður.
» Póstferðin „Leiðin tilGimli“ var farin í tilefni
þess að um 130 ár voru frá því
Íslendingar fluttu þangað.
ÚR VESTURHEIMI
Stykkishólmur | Frá áramótum hef-
ur verið mikill uppgangur hjá Þórs-
nesi í Stykkishólmi. Þar hefur verið
unnið flesta daga frá byrjun janúar. Á
fyrstu þremur mánuðum ársins hefur
fyrirtækið tekið á móti um 2.000 tonn-
um af fiski til vinnslu, aðallega þorski.
Flutningabílar hafa verið í stöðugum
akstri með fisk til vinnslunnar, því
hráefnið kemur víða að og svo hafa
þeir ekið afurðunum til útskipunar í
Reykjavíkurhöfn.
Þórsnesið er rótgróið fiskvinnslu-
og útgerðarfyrirtæki í Stykkishólmi,
stofnað árið 1955. Starfsemi þess hef-
ur verið ein af styrkum stoðum í at-
vinnulífi bæjarins.
Fyrir tæpum þremur árum urðu
eigendaskipti. Fyrirtækið hafði áður
verið í eigu einstaklinga í Stykkis-
hólmi, en fyrir tæpum þremur árum
var fyrirtækið selt og var kaupandinn
Gunnlaugur K. Hreinsson sem rekur
GPG-fiskverkun á Húsavík.
Eggert Halldórsson er fram-
kvæmdastjóri Þórsness og hann er að
vonum ánægður með hvers vel geng-
ur hjá fiskvinnslunni.
„Í þessari atvinnugrein hefur mað-
ur alltaf áhyggjur af því að fá nægj-
anlegan afla til vinnslunnar. En á
þessari vertíð hefur það verið óþarfi,
sem betur fer. Það er búið að vera
mjög gott fiskirí í Breiðafirði, vænn
og fallegur fiskur. Marsmánuður hef-
ur verið sérstaklega góður hjá neta-
bátum og þarf að fara aftur í tímann
til að rifja um svipuð aflabrögð. Neta-
bátar hafa landað yfir 30 tonnum eftir
vitjunina,“ segir Eggert
„Á sama tíma í fyrra komu inn í hús
960 tonn, sem ekki er að öllu leyti
sambærilegt því þá var bæði verið að
fletja stóra fiskinn og flaka þann
smærri, sem var fluttur ferskur er-
lendis. “
En hvaðan kemur aflinn? „Við
byggjum hráefni okkar að mestu leyti
af viðskiptabátum. Af þessum 2.000
tonnum höfum aðeins keypt 250 tonn
á markaði. Við erum í beinum við-
skiptum við marga báta sem stunda
netaveiðar og línuveiðar. Bátarnir
landa víðsvegar og við sækjum fisk-
inn alveg frá Þorlákshöfn og norður
til Skagastrandar. Við erum ánægð
með þessi viðskipti og ég vona að
sama eigi við um þá sem selja okkur
fiskinn. Allavega fæ ég ekki nema já-
kvæð viðbrögð frá þeim og vona að
samstarfið við þá haldi áfram,“ segir
Eggert Halldórsson.
Hjá Þórsnesi vinna 23 starfsmenn
og þar af er Eggert og annar starfs-
maður á skrifstofu. „Það er því hægt
að segja að afköstin séu um 100 tonn á
starfsmann í vinnslu fyrstu þrjá mán-
uði ársins. Við fletjum fisk fimm daga
vikunnar og jafnhliða er pökkun í
gangi. Við náum að pakka í einn gám
á dag. Hausarnir eru fésaðir og
hryggir og annar afskurður fer til
þurrkunar hjá Klumbu í Ólafsvík. Við
reynum að nýta sem allra best hrá-
efnið, því allt eru þetta peningar,“
segir Eggert
Eggert var spurður út í afkomuna
og telur hann að hún sé viðunandi.
Það er hátt verð á saltfiski, en verð á
hráefni hangir saman við það. Verð á
fiskmörkuðum hefur hækkað um 50%
á milli ára.
Gott samstarf við norðanmenn
Gunnlaugur K. Hreinsson, eigandi
Þórsness, rekur öfluga fiskvinnslu á
Húsavík, Raufarhöfn og í Noregi.
„Það er ágætt samstarf við þá fyrir
norðan,“ segir Eggert. „Þar er mikil
þekking á saltfiskvinnslu sem hefur
komið okkur til góða og var það m.a.
ástæðan fyrir því að við snerum okk-
ur alfarið að vinnslu á saltfiski. Þá sjá
þeir hjá GPG um sölu á afurðunum.
Samanlagt hafa þessi fyrirtæki inn-
anlands tekið á móti 5.000 tonnum af
fiski til vinnslu það sem af er þessu
ári,“ segir Eggert.
Hörpudiskurinn var áður mikil-
vægur í starfsemi Þórsness. „Við höf-
um yfir að ráða 34% af varanlegum
skelkvóta í Breiðafirði og 25% í Húna-
flóa. Veiði á hörpudiski var bönnuð
fyrir nokkrum árum og engum skel-
kvóta verið úthlutað. Við fáum bætur í
bolfiski, en þær hafa minnkað með ár-
unum. Það er mögulegt að segja hve-
nær aftur verður farið að veiða skel,
en vonandi sem fyrst,“ segir Eggert
Halldórsson.
Þórsnes í Stykkishólmi hefur tekið á móti 2.000 tonnum af fiski frá áramótum
Það er fínn gangur hjá okkur
Nóg að gera Eggert Halldórsson framkvæmdastjóri og Þorgrímur Krist-
insson verkstjóri fyrir framan stæður af fiski sem bíður vinnslu.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Fésun Starfsmenn Þórsness kappkosta ávallt að nýta hráefnið sem allra
best. Á myndinni sést hvar verið er að fésa þorskhausa.
Í HNOTSKURN
» Þórsnes ehf. er fisk-vinnslu- og útgerðarfélag í
Stykkishólmi, stofnað árið
1955. Hjá fyrirtækinu starfa
23 menn í landi.
»Þórsnes hefur tekið á móti2.000 tonnum af fiski frá
áramótum og hafa afköstin
sjaldan verið meiri.
»Fyrirtækið gerir út bátinnÞórsnes SH sem er á neta-
veiðum og landar í Stykkis-
hólmi.
»Eigandi Þórsness er Gunn-laugur K. Hreinsson á
Húsavík. Hann hefur verið
duglegur á síðustu árum að
byggja upp öflug saltvinnslu-
fyrirtæki bæði hér heima og í
Noregi og er þátttakandi í út-
gerð krókabáta í Stykkishólmi
og fyrir norðan.