Morgunblaðið - 02.04.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 25
sem var og það var óspart nýtt. Við
notuðum hina ýmsu húsmuni til
skemmtunar og gangurinn á Laug-
arnesveginum var vinsæll vett-
vangur fyrir hinar ýmsu keppn-
isgreinar, hlaup, langstökk, kapp
með „ruggustólinn“ á hvolfi o.s.frv.
Það voru líka rólegri athafnir sem
voru vinsælar, Stella í orlofi fékk
að rúlla ótal sinnum í vídeótækinu
og það var hægt að eyða mörgum
klukkutímum í stofuglugganum,
þar sem blómunum var ýtt til hlið-
ar og amma stóð á bak við til að
passa að enginn dytti. Einnig voru
líka til margir árgangar af Andrési
Önd, sem hægt var að sitja yfir í
rólegheitum og glugga í. Þau sem
eldri voru fengu svo að njóta þekk-
ingar og áhuga ömmu á ættfræði
því hún gat sagt svo skemmtilega
frá lífinu í gamla daga.
Amma var mikil handavinnu-
kona. Það var sama hvað okkur
barnabörnunum datt í hug að okk-
ur langaði í af prjónuðum flíkum,
viðkvæðið var alltaf: „Finndu bara
uppskrift og ég skal prjóna hana.“
Yfirleitt liðu ekki nema nokkrir
dagar þar til flíkin var tilbúin.
Lopapeysur, ullarsokkar og vett-
lingar voru líka afgreiddir eftir
pöntun.
Upp úr aldamótum veiktist
amma af heilabilunarsjúkdómi.
Hún fluttist á Skógarbæ þar sem
hún naut aðhlynningar yndislegs
starfsfólks og kunnum við því
þakkir fyrir. Eftir að amma flutti á
Skógarbæ kom afi til hennar á
hverjum degi. Þar gat hann setið
tímunum saman og haldið í hönd-
ina á henni, talað við hana um allt
og ekkert, jafnvel þótt hún væri
hætt að svara.
Afi flutti svo á Skógarbæ og þau
fengu að eyða síðustu ævidögum
hennar saman þar. Það er mikið
gleðiefni að þau hafi átt þann tíma,
því þar sást, svo ekki verður um
villst, að þau sterku bönd sem
mynduðust í þeirra langa hjúskap
voru ekki horfin þrátt fyrir að bæði
væru nú með sama sjúkdóm. Sam-
an hafa þau gengið í gegnum súrt
og sætt í nærri sjötíu ár, erfiða
sjúkdóma, þau misstu fyrsta barnið
sitt, eignuðust svo fimm börn,
þrettán barnabörn og sex barna-
barnabörn.
Við munum alltaf minnast ömmu
sem þeirrar atorkusömu, vinnu-
sömu, fróðu, hlýju og góðu konu
sem hún var.
Ölrún, Soffía, Eiríkur,
Þórdís og Hildur.
Við eyddum ekki jafn miklum
tíma hjá ömmu Buddu og sum af
frændsystkinum okkar þar sem við
bjuggum úti á landi en alltaf var
samt jafn gott að koma á Laug-
arnesveginn og þiggja kókómjólk
og leika sér á ganginum eða í fata-
skápnum þar sem ljósið slokknaði
þegar dyrnar lokuðust. Minning-
arnar um ömmu eru fæstar tengd-
ar einstökum atburðum heldur er
minnisstæðast hvað amma var góð
og hvað manni leið alltaf vel þegar
maður var í heimsókn, hvort sem
það var þegar maður var lítill
skæruliði eða eftir að maður varð
aðeins stálpaðri. Það var líka alltaf
gaman að fá ömmu og afa og oft
Boggu frænku með í heimsókn í
sveitina. Þau reyndu jafnvel að
koma seinni hlutann í ágúst svo að
hægt væri að tína ber og amma
átti ákveðnar brekkur enda fannst
henni ber góð. Á Laugarnesveg-
inum kom maturinn endalaust upp
úr pottunum eins og einhver brögð
væru í tafli; alveg sama hvað gest-
unum fjölgaði, alltaf var til nóg
handa öllum. Eftir að við fluttum
til Reykjavíkur til þess að fara í
skóla voru sunnudagskvöldin okkar
í mat á Laugarnesvegi ásamt
Boggu frænku fastur liður. Þá varð
að mæta á réttum tíma því ekki
mátti amma missa af Star Trek í
sjónvarpinu. Það var alltaf svo
gaman að tala við ömmu því allt
mundi hún og gat sagt manni í
smáatriðum frá öllu sem mann
langaði að vita … eða hér um bil.
Kæra amma, þín verður sárt sakn-
að.
Hrönn Magnúsardóttir
og Bjarki Magnúsarson.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og stuðning við andlát og kveðjuathöfn
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNESAR GÍSLA SÖLVASONAR,
sem lést að heimili sínu í Bandaríkjunum þann
19. febrúar sl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Icelandair,
starfsfólks útfararstofunnar Athafnar og
samstúdenta hans frá Menntaskólanum á Akureyri
1953.
Jakob Friðrik Jóhannesson,
Hólmfríður Jóhannesdóttir, Peter Klindt,
Salvör Jóhannesdóttir, Magnús Einarsson,
Helga Jóhannesdóttir, Hannes Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
VIGDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR SCHRAM
(Nenna),
sem andaðist þriðjudaginn 28. mars verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
3. apríl kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldu hennar,
Kristján Tómas Ragnarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir,
Lára Margrét Ragnarsdóttir,
Árni Tómas Ragnarsson, Selma Guðmundsdóttir,
Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Valgeir Guðjónsson,
Hallgrímur Tómas Ragnarsson, Anna Haraldsdóttir.
✝
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
SVALA KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum fimmtudaginn
29. mars síðastliðinn, verður jarðsungin miðvikudaginn 4. apríl frá Egils-
staðakirkju og hefst athöfnin kl 14.00.
Jón Sigfússon,
Sigfús Jónsson, Dagný Sylvía Sævarsdóttir,
Gúðný Á. Jónsdóttir, Vignir Guðmundsson,
Eygló Þ. Jónsdóttir, Ben Shields
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir
og amma,
ÁSDÍS METÚSALEMSDÓTTIR
frá Glúmsstöðum,
síðast til heimilis
á Dvalarheimili aldraðra
á Egilsstöðum,
lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum,
miðvikudaginn 28. mars.
Útför hennar fer fram frá Valþjófsstaðarkirkju
þriðjudaginn 3. apríl kl. 14.00.
Helga Hallbjörg Vigfúsdóttir, Friðrik Ingi Ingólfsson,
Jón Þór Þorvarðarson, Margaret Anne Johnson
og barnabörn.
✝ Áslaug Þór-arinsdóttir Bo-
ucher fæddist í
Reykjavík 7. ágúst
1917. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 26. mars
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórarinn Guð-
mundsson, skip-
stjóri í Reykjavík, f.
29. nóvember 1872,
d. 29. ágúst 1951, og
kona hans Ragn-
heiður Sigurjóna
Jónsdóttir, f. 24. júní 1875, d. 6.
janúar 1923. Áslaug var næst-
yngst tólf systkina sem öll eru lát-
in.
Áslaug giftist 28. febrúar 1942
Alan Estcourt Boucher, síðar pró-
fessor í ensku við heimspekideild
Háskóla Íslands.
Börn Áslaugar og Alans eru:
1) Alice Kristín Estcourt Bouc-
her, f. 9. maí 1944. 2) Robin Gunn-
ar Estcourt Bouc-
her, f. 15.
september 1947, d.
mars 1992. Maki:
Ingibjörg Dís Geirs-
dóttir, f. 18. apríl
1962. Sonur Robins
og Ástu S. Eyjólfs-
dóttur er Kristófer
Estcourt Boucher, f.
15. júlí 1978. 3) Ant-
ony Leifur Estcourt
Boucher, f. 8. maí
1954, d. 5. apríl
1997. Maki: Angela
Boucher, f. 16. nóv-
ember 1957. Börn þeirra: a) Petar
Alan Estcourt Boucher, f. 13.
febrúar 1978. Maki: Jodie Bouc-
her. b) Katherine Estcourt
Chandler, f. 4. júní 1980. Maki:
Michael Chandler. Áslaug á þrjú
barnabarnabörn.
Sálumessa verður sungin fyrir
Áslaugu í Kristskirkju í Landa-
koti í Reykjavík í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Nokkur fátækleg orð vegna fráfalls
frænku minnar Áslaugar sem ávallt
gekk undir nafninu Ása frænka.
Kynni mín af Ásu urðu strax þegar
ég var varla táningur þegar ég var
fenginn til að vera hjá Stínu og Robin
þegar þau Alan fóru eitthvað að
kvöldi til. Þá strax fann ég til mikillar
elsku frá þeim báðum í minn garð.
Svo þegar ég fór til Englands til
enskunáms haustið 1957 bjó ég hjá
þeim, bæði um jólin 1957 og páskana
1958. Hjá þeim og börnum þeirra átti
ég dásamlegar stundir. Frænka mín
úr móðurætt, Ester, var au pair hjá
þeim um þetta leyti. Ég kom með vin-
konu mína í heimsókn til þeirra um
jólin. Þessi vinkona mín er nú og hef-
ur verið eiginkona mín í nær hálfa öld.
Þær Ása frænka og Þorbjörg
bundust fljótlega vinarböndum sem
entust þeim alla ævi Ásu.
Það var mikil gæfa að eiga þessa
glæsilegu og líflegu frænku og ekki
var síður frábært að kynnast Alan
þeim frábæra manni sem ég gerist
svo djarfur að segja að hafi verið
mjög góður vinur minn þrátt fyrir
aldursmuninn.
Það er alltaf erfitt og líklega óþarfi
að hrósa þeim sem hafa haft góð áhrif
á mann á lífsleiðinni en ég er sann-
færður um það að þau hjónin Ása
frænka og Alan eiga stóran þátt í því
að ég er og hef verið þó þessi maður
sem ég er.
Ég þakka þeim báðum af heilum
hug fyrir vinskap þeirra við mig og
mína.
Ég kem til með að sakna þín Ása
mín.
Þinn frændi,
Þórarinn Þ. Jónsson.
Ég hitti Ásu fyrst fyrir næstum 26
árum. Þó finnst mér eins og það hafi
gerst í gær þegar ég kom fyrst í heim-
sókn á Tjarnargötuna. Þar hélt Ása
fallegt og rausnarlegt heimili og þar
tóku Ása og Alan vel á móti öllum,
bæði ungum og gömlum og úr öllum
stéttum þjóðfélagsins. Þá var ekki
síður notalegt að heimsækja þau Alan
til Englands. Það var yndislegt að
slappa af í fallegum garðinum og
gaman að hjálpa til við garðvinnu ef
svo bar undir. Einu sinni rétti Ása
mér sög og bað mig að saga niður tré.
Það hafði ég aldrei gert áður, en tók
þegar til verka, því hún var svo rösk
og drífandi. Já, hún Ása var ekki að
hangsa við hlutina. Hún var líka alltaf
svo ótrúlega hress og skemmtileg.
Hún tók gríni vel og hló bara þegar
Robin gerði at í henni. Ég skelli
ennþá upp úr í eins manns hljóði, þeg-
ar ég minnist þess er við Robin fórum
í heimsókn á Tjarnargötuna. Sigga
systir mín var með í för, hún var slá-
andi lík mér á þeim tíma og Robin
datt í hug að hrekkja mömmu sína.
Hann lét mig bíða fyrir utan, en fór
sjálfur inn með Siggu eins og hún
væri nýja kærastan hans. Eitthvað
fannst Ásu nýja kærastan öðruvísi en
áður, en gat ekki alveg áttað sig á því,
fyrr en ég birtist á tröppunum nokkr-
um mínútum síðar.
Örlögin höguðu því svo til að Ása
lifði eiginmann sinn og tvö af þremur
börnum sínum. Hún hélt lífinu áfram
með aðdáunarverðum styrk og stó-
ískri ró, þó harmur hennar væri mik-
ill. Á síðari árum hafði hún komið sér
vel fyrir í Englandi, í fallegu húsi með
bílakjallara og garði. Þar átti ég
standandi heimboð og á ferð minni
um England síðasta sumar, ákvað ég
að líta óvænt í heimsókn. Því miður
missti ég af henni en hún hafði þá
skroppið til Stínu í eftirmiðdagste.
Ég ákvað með sjálfri mér að hafa
betri fyrirvara næst, en vissi ekki þá
hversu alvarlega veik hún þegar var
orðin.
Ása gleymdi ekki sínum minnsta
bróður, hún vann ötullega að góð-
gerðarmálum og var alltaf tilbúin að
hjálpa vinum og fjölskyldu við hvað-
eina. Tryggð hennar og vinátta, bæði
í blíðu og stríðu, reyndist mér og fjöl-
skyldu minni ómetanleg.
Ég kveð Ásu með söknuði og bið
góðan Guð að varðveita hana og
blessa minningu hennar.
Elsku Stína mín, Kristófer, Pétur
og Kathy, ég votta ykkur og öðrum í
fjölskyldunni innilega samúð mína.
Ingibjörg Dís Geirsdóttir.
Mánudagurinn 26. mars sl. var
mildur og hlýr dagur, en skiptust þó á
skin og skúrir eins og gerist í lífinu.
Þennan dag kvaddi kær vinkona mín
Áslaug Boucher þennan heim, en af
ættingjum og vinum var hún alltaf
kölluð Ása.
Ég kynntist henni fyrst þegar við
Alice dóttir hennar vorum samtíða í
Söngskólanum í Reykjavík 1973, en
það var fyrsta starfsár skólans.
Það var alltaf ánægjulegt að koma
á Tjarnargötuna þar sem þau Ása og
Alan bjuggu og tel ég mig heppna að
verða þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
tækifæri til að kynnast þeim. Þau
voru ólík hjón, en þau báru mikla
virðingu hvort fyrir öðru og er það
ekki öllum gefið.
Ása var mikil félagsvera. Hún hafði
unun af því að fara á tónleika, í leik-
hús og ég tala nú ekki um þegar hún
fór með manni sínum í veislur og boð,
en sem prófessor í ensku í heimspeki-
deild Háskóla Íslands var þetta
ákveðinn hluti af hans starfi og þótti
henni þetta ákaflega skemmtilegt.
Ása var mjög heppin í lífinu. Hún
átti góðan mann og eignaðist þrjú
mannvænleg börn. Fjölskyldan bjó
nokkur ár í Englandi, en þar var Alan
fæddur. Síðar fluttu þau til Íslands og
eins og áður kom fram varð hann pró-
fessor við Háskóla Íslands. Ása var
heimavinnandi húsmóðir og hafði allt-
af nóg að gera. Hún var lítil og grönn
kona og er mér alveg óhætt að segja
að ég sá hana aldrei beinlínis ganga,
heldur hljóp hún. Hún var lifandi per-
sóna sem gaman var að spjalla við og
áttum við margar ánægjustundir
saman. Í einni af mínum mörgu heim-
sóknum til Alice eða Stínu eins hún er
alltaf kölluð í fjölskyldunni, þá brugð-
um við Ása okkur til London, en þau
bjuggu í litlum bæ stutt frá Cam-
bridge, sem heitir Linton. Henni
fannst ótrúlega gaman að fara í búðir
og mátti ég þakka fyrir að fylgja
henni eftir í gegnum öll þessi „magas-
ín“. Á henni var enga þreytu að sjá,
en ég var gjörsamlega orðin ör-
magna, þegar við loksins komum
heim.
En lífið var henni ekki bara dans á
rósum. Sorgin knúði dyra í Tjarnar-
götunni og á örfáum árum missti Ása
eiginmann sinn og tvo syni. Þrátt fyr-
ir alla þessa erfiðleika stóð þessi smá-
vaxna kona upprétt og hélt sínu lífs-
munstri. Þetta var henni erfiður tími
en þrjóska hennar og stolt hjálpuðu
henni yfir örðugasta hjallann ásamt
góðum ættingjum hennar og vinum.
Árin liðu og dvaldi hún ýmist hér á Ís-
landi eða í Englandi þar sem hún átti
sitt annað heimili og naut hún þess
eins lengi og heilsa hennar leyfði. Síð-
astliðið ár var vinkonu minni erfitt.
Heilsu hennar fór að hraka en sem
betur fer þurfti hún ekki að kveljast
lengi. Ég vil að leiðarlokum fá að
þakka fyrir samfylgdina og þau for-
rréttindi að hafa átt hana Ásu að vin-
konu. Hvíl þú í friði mín kæra.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Alice mín. Ég votta þér og
ættingjum þínum mína dýpstu samúð
vegna fráfalls yndislegrar móður,
ömmu og frænku. Guð blessi ykkur
öll.
Þóra Einarsdóttir.
Áslaug Boucher
Þórarinsdóttir