Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
V i n n i n g a s k r á
49. útdráttur 4. apríl 2007
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
6 1 3 2
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
2 5 4 5 3 6 3 3 5 4 9 2 7 9 7 6 7 2 6
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
17213 29300 31043 54978 63862 75208
27196 29507 41560 61040 65316 75421
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
3 9 8 1 1 6 8 3 2 1 1 1 5 3 1 2 6 9 3 9 7 7 1 4 7 3 7 5 6 1 8 0 2 7 0 8 9 7
1 0 3 7 1 2 2 9 0 2 1 2 2 8 3 1 6 8 7 3 9 8 4 2 4 8 1 1 0 6 2 7 7 9 7 2 0 1 3
1 0 6 2 1 2 3 6 9 2 2 3 7 7 3 1 7 3 9 4 1 5 8 0 4 8 7 8 8 6 2 8 1 3 7 2 2 8 5
2 7 4 5 1 3 8 6 7 2 2 5 7 8 3 3 3 4 5 4 1 6 3 2 4 9 0 2 6 6 3 7 4 2 7 4 3 1 2
2 9 7 9 1 4 7 8 1 2 3 1 2 3 3 4 3 4 0 4 1 8 1 1 5 1 4 8 7 6 4 0 9 8 7 7 2 5 3
5 3 1 6 1 4 9 0 2 2 4 4 1 7 3 4 4 7 9 4 2 2 5 6 5 2 6 4 0 6 4 3 9 5 7 7 8 1 8
5 5 6 3 1 5 1 2 5 2 4 6 5 7 3 5 5 6 2 4 2 3 7 6 5 3 1 2 9 6 4 9 3 7 7 8 1 8 9
6 0 1 5 1 7 3 9 7 2 5 6 5 8 3 5 6 2 6 4 3 4 3 1 5 7 1 3 6 6 5 1 0 9 7 8 6 7 9
6 0 5 9 1 8 3 4 4 2 6 2 2 8 3 5 7 4 2 4 3 4 7 1 5 7 3 5 2 6 6 0 5 4 7 9 4 8 0
6 4 8 7 1 8 5 1 4 2 8 5 8 8 3 5 9 5 5 4 5 1 2 2 5 7 5 0 0 6 7 1 2 4
7 5 9 9 1 8 7 1 2 2 8 8 2 6 3 8 7 8 3 4 6 6 1 0 5 9 0 0 5 6 7 6 5 5
7 8 3 4 1 9 0 0 0 2 9 9 0 9 3 9 3 0 1 4 6 6 7 5 5 9 7 8 3 6 8 8 6 0
8 7 2 3 1 9 7 1 9 3 0 2 1 4 3 9 3 8 6 4 7 0 4 6 6 1 3 9 7 7 0 8 6 7
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
4 9 1 1 8 4 3 2 2 7 7 4 3 3 7 5 5 4 3 2 4 0 5 5 1 9 0 6 5 9 5 9 7 3 4 4 2
6 5 0 1 2 0 4 7 2 3 0 9 9 3 3 8 9 6 4 4 6 6 4 5 5 3 7 9 6 6 0 5 6 7 4 0 0 8
7 4 0 1 2 4 5 2 2 3 2 7 1 3 4 0 4 0 4 4 8 2 2 5 5 4 4 0 6 6 0 6 8 7 4 2 4 3
7 5 4 1 2 6 7 0 2 3 6 0 4 3 4 8 1 8 4 4 9 5 3 5 6 1 0 0 6 6 0 9 5 7 4 4 6 1
8 0 5 1 3 2 4 9 2 3 6 7 7 3 5 0 9 3 4 5 1 6 0 5 6 4 5 6 6 6 6 9 4 7 4 8 6 2
9 2 1 1 3 2 9 8 2 4 4 0 3 3 5 1 5 6 4 5 6 5 9 5 6 8 9 7 6 6 7 0 0 7 5 1 3 3
1 7 4 6 1 3 4 1 3 2 4 4 8 3 3 5 3 4 2 4 6 2 1 5 5 7 5 9 9 6 6 7 8 5 7 5 4 1 7
1 8 1 4 1 4 1 2 1 2 5 2 0 0 3 5 3 7 1 4 6 4 9 0 5 7 9 3 1 6 6 9 6 0 7 5 6 7 9
2 2 2 1 1 4 3 0 4 2 6 5 8 0 3 5 9 2 1 4 6 5 4 1 5 8 2 3 3 6 7 3 2 3 7 5 8 3 6
2 3 0 5 1 4 3 4 4 2 7 3 8 5 3 5 9 7 9 4 6 9 2 1 5 8 8 4 2 6 7 5 3 3 7 6 1 4 3
2 7 4 8 1 5 8 8 9 2 8 2 3 1 3 6 7 6 4 4 7 0 3 4 5 8 8 9 5 6 7 5 8 6 7 6 8 5 3
2 7 5 3 1 6 4 4 9 2 8 3 4 4 3 6 8 1 0 4 7 5 4 7 5 9 8 6 2 6 7 6 5 0 7 6 9 9 4
5 0 8 3 1 6 7 7 7 2 8 7 6 8 3 6 9 0 3 4 8 5 4 2 6 0 3 8 2 6 7 6 9 1 7 7 2 0 1
5 1 4 6 1 7 5 0 5 2 8 9 3 8 3 7 4 0 0 4 8 6 1 2 6 0 4 4 9 6 7 7 2 5 7 7 2 4 3
5 7 7 5 1 7 5 6 4 2 8 9 5 5 3 7 4 6 1 4 9 2 3 7 6 0 8 2 9 6 7 7 8 4 7 7 5 3 4
6 6 5 9 1 7 6 8 2 2 9 0 4 7 3 7 5 5 8 4 9 2 8 7 6 0 9 9 8 6 7 9 5 1 7 7 5 5 5
7 1 1 9 1 8 1 0 6 2 9 0 7 2 3 7 7 7 4 4 9 3 0 8 6 1 1 1 6 6 8 0 5 7 7 7 5 7 6
7 8 2 1 1 8 2 1 9 2 9 5 3 2 3 8 5 6 4 4 9 3 2 4 6 1 5 4 2 6 8 2 4 1 7 7 6 1 4
7 9 0 3 1 8 5 9 6 2 9 7 5 6 3 8 5 8 9 5 0 0 3 6 6 1 9 2 7 6 8 2 9 9 7 7 8 8 7
8 2 5 7 1 8 7 5 0 3 0 5 0 0 3 8 7 3 2 5 0 3 9 4 6 1 9 3 2 7 0 0 2 1 7 8 0 8 8
8 4 7 7 1 9 2 3 5 3 1 4 5 5 3 9 2 8 8 5 0 5 4 9 6 2 2 3 5 7 0 5 6 7 7 8 0 9 3
8 4 8 5 1 9 3 7 3 3 1 5 3 6 3 9 5 1 2 5 1 0 0 0 6 2 3 8 6 7 0 8 5 2 7 8 1 7 4
8 5 8 6 1 9 4 7 3 3 1 8 0 9 3 9 5 7 2 5 1 3 7 8 6 2 7 6 5 7 1 1 6 8 7 8 3 0 3
9 2 2 6 1 9 5 3 9 3 1 9 7 8 3 9 7 0 7 5 1 9 3 5 6 2 8 7 3 7 1 2 4 5 7 8 3 4 1
9 5 4 1 1 9 5 5 3 3 1 9 9 9 3 9 7 3 2 5 2 1 2 5 6 3 0 7 5 7 1 4 3 2 7 8 7 4 2
9 6 2 5 2 0 3 8 0 3 2 1 3 3 4 0 3 1 1 5 2 5 7 0 6 3 1 2 5 7 1 8 8 5 7 9 4 1 2
9 9 2 7 2 0 8 7 3 3 2 2 1 0 4 0 5 1 2 5 3 0 3 4 6 3 5 3 3 7 1 9 0 1
9 9 7 1 2 1 1 0 8 3 2 3 1 5 4 1 1 8 6 5 3 8 4 8 6 3 9 5 9 7 2 0 1 6
1 1 0 8 3 2 1 1 5 7 3 3 2 2 2 4 1 2 9 6 5 4 1 5 7 6 4 1 5 7 7 2 1 0 6
1 1 0 8 8 2 1 8 1 6 3 3 2 5 7 4 1 6 1 0 5 4 7 0 3 6 5 2 4 6 7 2 6 0 8
1 1 2 6 4 2 2 2 8 0 3 3 2 8 6 4 1 9 4 3 5 5 1 3 8 6 5 6 2 3 7 2 9 9 1
1 1 7 2 6 2 2 5 0 0 3 3 7 1 0 4 2 1 7 8 5 5 1 6 8 6 5 7 7 0 7 3 0 5 1
Næstu útdrættir fara fram 12. apríl, 18. apríl & 26. apríl 2007
Heimasíða á Interneti: www.das.is
AUKINS áhuga gætir nú í skóla-
kerfinu á því að auðvelda nemendum
að flytjast fyrr en ella af grunn-
skólastigi yfir á framhaldsskólastig.
Tilraunaverkefni á þessu sviði hafa
m.a. verið unnin í Menntaskólanum á
Akureyri frá árinu 2005. Þar er af-
markaður hópur nemenda tekinn inn
í menntaskóla eftir níunda bekk og
lýkur grunnskólanámi og fyrsta ári í
framhaldsskólanámi á einu ári. Rætt
hefur verið um tilraunaverkefni í
Fjölbrautaskóla Suðurlands og áform
Verzlunarskóla Íslands og Mennta-
skólans í Reykjavík um að taka inn á
fyrsta ár nemendur úr níunda bekk
grunnskóla. Formaður menntaráðs
Reykjavíkurborgar kynnti nýlega
áform borgarinnar um að greiða fyrir
því að bráðgerir nemendur geti flýtt
námi sínu – að því er
virðist einkum með því
að ljúka grunnskóla
einu ári fyrr og hefja
framhaldsskólanám
einu ári yngri.
Athygli vekur að
þessar skólatilraunir
eða þróunarverkefni
snúast allar um hags-
muni og þarfir nemenda
sem eru sérlega sterkir
í bóklegu námi og eina
hugmyndin um breyt-
ingar er að flýta námi
nemenda og brottför þeirra úr grunn-
skólum sínum. Þetta er býsna einhæf
nálgun og hugmyndafræði borið sam-
an við þann fjölda valkosta um þróun
í menntakerfinu sem ræddir hafa ver-
ið. Sú umræða hefur bæði snúist um
bráðgera nemendur og aðra nem-
endur, námsframboð og inntak náms,
þróun náms- og kennsluaðferða, sam-
starf nemenda og
kennara og hugmyndir
um breytingar á náms-
mati t.d. við lok grunn-
skóla.
Í umræðu og stefnu-
mörkun um að fjölga
möguleikum nemenda
á unglingsaldri á námi
og námsvali í samræmi
við getu, þarfir og
áhuga hafa kennarar
og samtök þeirra lagt
mikla áherslu á að
grunn- og framhalds-
skólar hefðu áhrif á val aðferða og
leiða til að bjóða nemendum samfellt
nám á mörkum skólastiganna. Veru-
lega hefur færst í vöxt að nemendum
bjóðist að stunda nám á báðum skóla-
stigum samtímis með því að sækja
nám í einstökum framhalds-
skólaáföngum í nágrannaskóla á
framhaldsskólastigi, í eigin grunn-
skóla eða í fjarnámi. Formlegar ráð-
stafanir til að auðvelda öllum bráð-
gerum nemendum sem það hentar að
ljúka grunnskóla fyrr og hefja nám í
framhaldsskóla eru löngu tímabærar
enda alls ekki meðal erfiðustu og
kostnaðarsömustu forgangsverkefna
um umbætur í skólastarfi.
Kennarasamband Íslands hefur
lengi barist fyrir því að nám nemenda
verði sveigjanlegra, fjölbreyttara og
meira lagað að þörfum nemenda og
nemendahópa, að tilhögun námsmats
verði endurskoðuð, að náms- og
kennsluaðferðir verði fjölbreyttari og
markvisst unnið að bættum náms-
árangri og minna brottfalli úr námi.
KÍ er sannarlega ekki andsnúið því
að komið sé til móts við þarfir bráð-
gerra nemenda og vill að þeim sé
bæði gert kleift að flýta námi sínu, að
stunda fjölbreyttara nám og að raða
því saman að eigin vali í ríkara mæli
en nú gerist. Það er hins vegar hvorki
réttlátt, sanngjarnt né skynsamlegt
að leggja einhliða áherslu á þetta mál
og þennan hóp án þess að hugsa fyrir
og skipuleggja umbótastarf að öðru
leyti t.d. á unglingastigi grunnskólans
og í námi og námsframboði við upp-
haf framhaldsskóla.
Á grundvelli samkomulags KÍ og
menntamálaráðherra frá 2. febrúar
2006 vinnur nú nefnd að stefnumörk-
un um breytingar á námi og náms-
skipan sem lýkur brátt störfum. Með-
al viðfangsefna hennar eru
skilgreiningar á námi nemenda á
mörkum grunn- og framhaldsskóla,
svo sem um rétt nemenda, um náms-
framboð, um mat á námi milli skóla-
stiga, um jafnan rétt nemenda og að-
gang að námi á báðum skólastigunum
og á mörkum þeirra. Nefndin hefur
rætt brýna þörf fyrir aukna fjöl-
breytni náms og námsframboðs, jafn-
gildingu bók- og starfsnáms, eflingu
list- og verknáms á grunnskólastigi
og breytingar á námsmati, t.d. við lok
grunnskóla. Nefndin fjallar enn-
fremur um jafna og bætta stöðu og
réttindi nemenda, um gjaldtöku í
skólastarfi og um aðgerðir til að
draga úr brottfalli og bæta náms-
árangur.
Það vekur nokkra athygli að þegar
Alþingi er um það bil að ljúka störf-
um geysast fram á ritvöllinn ýmsir
málsmetandi aðilar sem telja það létt
verk að koma í framkvæmd breyt-
ingum í menntakerfinu á borð við
breytt skipulag náms á mörkum
skólastiga, gjaldfrjálsan fimm ára
bekk, breytingu á grunnskólalögum
til að greiða fyrir hraðferð bráðgerra
nemenda gegnum skólakerfið og
gjaldfrjáls námsgögn í framhalds-
skólanámi nemenda á grunn-
skólaaldri. Víst má telja að þetta
tengist kosningabaráttunni sem
framundan er.
Vinna að menntamálum er lang-
hlaup en ekki spretthlaup. Ég hvet
ráðamenn hjá ríki og sveitarfélögum
til þess að hafa hagsmuni og réttindi
allra nemenda í huga þegar ákveðið
er að ráðast í breytingar í skóla-
málum.
Enn betri skóli – fyrir alla nemendur
Elna Katrín Jónsdóttir
skrifar um gildi þess að hafa
breidd í námsframboði
» Skólatilraunirnarsnúast allar um
hagsmuni og þarfir eins
nemendahóps og eina
hugmyndin um breyt-
ingar er að flýta námi
nemenda.
Elna Katrín Jónsdóttir
Höfundur er varaformaður
Kennarasambands Íslands.
Í FORYSTUGREIN Morg-
unblaðsins síðasta miðvikudag var
fjallað um fangelsismál á afar sér-
stæðan hátt undir yf-
irskriftinni „Á Litla-
Hrauni?“ Sá málflutn-
ingur sem þar birtist
er mjög særandi fyrir
starfsfólk Litla-
Hrauns sem leggur sig
fram um að vinna sína
vinnu við erfiðar að-
stæður. Aðstæður sem
mótast hafa af fjár-
svelti og áhugaleysi
þeirra sem stjórnað
hafa landinu hverju
sinni.
Í Reykjavíkurbréfi
blaðsins sunnudaginn
1. apríl er haldið áfram
að vega að starfsheiðri
fangavarða en þó er
umfjöllunin mun mál-
efnalegri og á hærra
plani en í áðurnefndri
forystugrein.
Samlíking við mál-
efni barna sem sköð-
uðust vegna harðræðis
í Breiðavík á árum áð-
ur er fráleit og leiðir eingöngu í ljós
vanþekkingu greinaritara Morg-
unblaðsins á núverandi stöðu fang-
elsismála í landinu.
Eftirfarandi klausa úr for-
ystugreininni sem endurbirt er í
Reykjavíkurbréfi sunnudagsblaðsins
er óásættanleg og ekki sæmandi
miðli sem vill láta taka sig alvarlega
og vera þekktur fyrir vandaða og
málefnalega umræðu:
„Getur það verið að 15 ára ung-
lingur sé látinn dvelja í gæzluv-
arðhaldi á Litla-Hrauni? Jafnvel full-
orðnir karlmenn, sem hafa marga
fjöruna sopið og verið vistaðir þar,
lýsa aðstæðum á Litla-Hrauni á þann
veg að spyrja má, hvort ekki sé tíma-
bært að endurskoða þá starfsemi,
sem þar fer fram frá grunni.“
Við þessa klausu hafa fangaverðir
ýmislegt að athuga. Rétt er að taka
það strax fram að enginn ábyrgur að-
ili getur verið samþykkur því að 15
ára unglingur sé vistaður á Litla-
Hrauni eða nokkru öðru fangelsi sem
ætlað er fullorðnu fólki. Brýn þörf er
á vistunarúrræðum fyrir unga af-
brotamenn þar sem tekið væri á
þeirra málum án þess að eldri harð-
svíraðir glæpamenn
fengju færi á að afvega-
leiða þá enn frekar. Í
umræddu tilfelli staldr-
aði drengurinn stutt við
á Litla-Hrauni og komst
ekki í tæri við aðra
fanga.
Vistun gæslu-
varðhaldsfanga hefur
breyst mikið til batn-
aðar á síðustu árum.
Með Reykjavíkurbréfi
birtist stór ljósmynd af
klefa sem sagður er
vera einangrunarklefi á
Litla-Hrauni. Þett a er
alrangt. Þessi klefi hef-
ur aldrei verið notaður
sem einangrunarklefi.
Gæsluvarðhaldsklef-
arnir eru að sönnu eng-
ar hótelsvítur en eru
mun vistlegri en gefið er
í skyn í Morgunblaðinu.
Í hverjum klefa er
t.a.m. borð og stóll.
Fróðlegt væri að
heyra lýsingar þeirra fullorðnu karl-
manna sem nefndir eru til sögunnar í
tilvitnun blaðsins hér að ofan. Hafa
þeir t.d. eitthvað út á viðmót fanga-
varða að setja? Það skal fullyrt hér
að starfsmenn fangelsisins leggja sig
fram um að liðsinna gæsluvarðhalds-
föngum og gera þeim vistina bæri-
legri eftir því sem kostur er. Fang-
arnir hafa aðgang að geðlækni,
sálfræðingi, lækni og geðhjúkr-
unarfræðingi auk þess sem prestur
er tiltækur ef á þarf að halda til sálu-
hjálpar.
Í tilvitnuninni sem birt hefur verið
í tvígang í Morgunblaðinu er spurt
hvort ekki sé tímabært að endur-
skoða frá grunni þá starfsemi sem
fram fer á Litla-Hrauni. Hvaða
þekkingu hafa þessir nafnlausu
greinahöfundar til þess að fjalla um
málefni fangelsisins og hvaða for-
sendur eru lagðar þar til grundvall-
ar? Starfsemi fangelsisins er í stöð-
ugri endurskoðun og reynt er að
spila eins vel og hægt er úr þeirri að-
stöðu sem er til staðar og því tak-
markaða fjármagni sem stjórnvöld í
landinu leggja til þessa svelta mála-
flokks.
Fangaverðir eru afar ósáttir við
kjör sín. Tveir mánuðir eru liðnir frá
því að stór hópur fangavarða fann sig
knúinn til að segja upp störfum. Það
sem hefur gerst frá þeim tíma er að
fjármálaráðuneytið hefur viðurkennt
að fangaverðir hafi launalega dregist
verulega aftur úr samanburð-
arstéttum (lögreglumönnum og toll-
vörðum). Jafnframt hefur því neyð-
arúrræði verið beitt að framlengja
uppsagnarfrest fangavarða um þrjá
mánuði og því munu þeir ekki fá sig
lausa úr starfi um næstu mánaðamót
eins og að var stefnt.
Í raun má segja að fangavörðum
sé haldið nauðugum í illa launuðum
störfum sínum án þess að gefast
kostur á að róa á önnur mið og án
þess að reynt sé að finna farsæla
lausn á sanngjörnum og eðlilegum
kröfum. Staðan í mönnunarmálum
hefur verið mjög slæm mánuðum
saman vegna þess að fólk fæst vart
til starfa vegna afleitra byrj-
unarlauna fangavarða.
Aðgerðarleysi ríkisvaldsins í
kjaradeilunni er óskiljanlegt og óþol-
andi auk þess að það lýsir fullkomnu
skeytingar- og virðingarleysi í garð
þessarar starfsstéttar. Þetta hefur
leitt til þess að allt stefnir í að mikil
og ómetanleg starfsreynsla muni
glatast þar sem sífellt fleiri fanga-
verðir eru farnir að leita sér að betur
launuðu starfi þar sem fólk er metið
að verðleikum.
Er til of mikils mælst að nafnlausir
greinahöfundar Morgunblaðsins
hætti að gera starf fangavarða tor-
tryggilegt og ýja að því að mann-
vonska og skortur á fagmennsku sé
ráðandi í þeirri stétt? Miklu nær
væri fyrir blaðið að beina spjótum
sínum að stjórnvöldum sem hafa
engan veginn staðið sig varðandi
uppbyggingu fangelsa í landinu.
Þolendur og gerendur
á Litla-Hrauni
Gunnar Þór Jóhannesson
skrifar um málefni Litla-
Hrauns og svarar ritstjórn-
argreinum Morgunblaðsins
Gunnar Þór
Jóhannesson
»Hvaða þekk-ingu hafa
þessir nafnlausu
greinahöfundar
til þess að fjalla
um málefni
fangelsisins?
Höfundur er fangavörður á
Litla-Hrauni.