Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Verið velkomin á landsfund Samfylkingarinnar í Egilshöll 13.–14. apríl. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞESSI skýrsla kallar á stór- auknar rann- sóknir á áhrifum veðurfarsbreyt- inga og þeim af- leiðingum sem hugsanlega koma fram við Íslands- strendur,“ segir Halldór Þor- geirsson, for- stöðumaður hjá Loftslagssamningi SÞ, um nýja loftslagsskýrslu sér- fræðinefndar SÞ sem samþykkt var í Brüssel nýverið. Bendir Halldór á að auknar rannsóknir á áhrifum veðurfars á hafstrauma og þar með lífríki í hafinu umhverfis Ísland séu mikið hagsmunamál fyrir þjóðina, sem byggi hagkerfi sitt að stórum hluta á nýtingu lífríkis sjávar. Fyrrgreind skýrsla skiptist að sögn Halldórs í tvennt. Annars vegar er fjallað um þær loftslags- breytingar sem þegar hafi orðið. Hins vegar er dregin upp mynd af því hvernig þróunin geti orðið verði ekkert að gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Segja má að hér sé um svarta skýrslu að ræða, ef ekkert verði að gert. Það er þó enn tími til að koma í veg fyr- ir verstu afleiðingarnar,“ segir Halldór og tekur fram að þar sé lykilatriði hvað gert verði á næstu 20 árum. Segir Halldór ljóst að bæta þurfi orkunýtinguna í heim- inum með því t.d. að einangra hús betur, skipta á venjulegum ljósa- perum og sparperum og bæta orkunýtingu bílaflotans. Einnig þurfi að auka hlutfall endurnýjan- legra orkugjafa og huga vel að því hvaða tækni sé innleidd við raf- magnsvæðingu heimsins. Binda má koldíoxið neðanjarðar „Kínverjar opna nýtt kolara- forkuver í viku hverri,“ segir Hall- dór og bendir á að fram sé komin ný tækni sem geri að verkum að hægt sé að nota orkuna úr kolum með brennslu án þess að losa kol- díoxið út í andrúmsloftið, þar sem það er fangað í kolaverinu og kom- ið fyrir neðanjarðar til frambúðar. Bendir Halldór á að ástæða þess að þessi tækni er ekki enn farin að ryðja sér til rúms sé sú að kolaver í flestum löndum heims geti sent koldíoxíð út í andrúmsloftið fram- leiðendum að kostnaðarlausu. Segir Halldór lykilatriði að losun þurfi að kosta framleiðendur eitthvað, því þá skapist efnahagslegur hvati fyr- ir iðnaðinn til að finna leiðir til að draga úr losun og innleiða nýja tækni. Spurður hvað Íslendingar geti lagt af mörkum á þessu sviði segist Halldór þeirrar skoðunar að Ís- lendingar hafi af mikilli þekkingu að miðla. „Ísland hefur nú þegar lagt mikið til þessara mála með Jarðhitaskóla SÞ, þar sem fólk frá þróunarríkjunum hefur verið þjálf- að í að nýta endurnýjanlega orku- gjafa á sviði jarðhita. Þetta hefur kannski ekki farið hátt en er ein- staklega mikilvægt og merkilegt framlag Íslands,“ segir Halldór og tekur fram að útrás íslenskra fjár- festa á sviði endurnýjanlegra orku- gjafa sé einnig mikið ánægjuefni. Nefnir hann í því samhengi fjár- festingar Glitnis við uppbyggingu orkuvera í Kína. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kallar á auknar rannsóknir á lífríki sjávar Rannsaka þarf áhrif veður- farsbreytinga hérlendis Halldór Þorgeirsson „LOFTSLAGSVANDINN er eitt stærsta umhverfismál samtímans. Þetta er jafnframt það mál sem mun hafa mest áhrif fyrir kom- andi kynslóðir,“ segir Jónína Bjartmarz um- hverfisráðherra um nýja skýrslu sérfræðinefndar SÞ. „Loftslags- vandinn liggur í brennslu jarðefnaeldsneytis, olíu, kola og jarðgass. Það kallar á gildi þess annars vegar að spara orkuna og hins vegar að stuðla að notkun endurnýjanlegra orkugjafa af ýmsum toga. Þessi áhersla á endurnýjanlega orku áréttar þau tækifæri sem við höfum fyrir út- rás á íslensku hugviti og tækni- þekkingu á sviði jarðvarma,“ segir Jónína og tekur fram að hún telji þá útrás eitt stærsta framlag Ís- lendinga til að vinna á loftslags- vandanum. Þekking mikilvægt framlag Jónína Bjartmarz „ÞAÐ hefur komið fram hjá hlut- höfum að þeir hafi hug á því en dálít- ið skrítið væri að lýsa því yfir á þessu stigi, þ.e. þegar enginn veit hvað hluturinn mun kosta,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, spurður um líkur þess að forkaupsréttur verði nýttur við kaup á 15,2% hlut ríkisins í hitaveit- unni. Samkvæmt samþykktum félags- ins eiga hitaveitan sjálf og núverandi hluthafar forkaupsrétt að eignar- hlutnum og hafa þeir tvo mánuði frá því að samið hefur verið við fyrir- hugaðan kaupanda til að ganga inn í kaupin. Tilboð í eignarhlutinn verða opnuð 30. apríl nk. en afar óljóst þykir hversu mikið ríkið mun fá fyrir hann. Tíu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlutinn en bindandi verð- tilboð verður að hafa borist fyrir lok þessa mánað- ar. Hlutur ríkis- ins er rúmlega 1,13 milljarðar króna að nafn- virði og hugsan- legt verðmæti er talið 2,5–3 millj- arðar króna. Júlíus segir ljóst að það fari alfar- ið eftir verðinu hvort rétturinn verði nýttur og ef það verður hátt er það ólíklegt, en hluthafar eru sveitar- félögin á Suðvesturlandi. Þar af er Reykjanesbær með um 40% hlut og Hafnarfjörður með 15%. Júlíus segir að þessir tveir mánuðir verði líkast til nýttir vel. „Og við bíðum spenntir eftir 30. apríl,“ segir Júlíus. Verðið mun ráða úrslitum Óvíst hvort hluthafar nýta forkaupsrétt Júlíus Jónsson ÞESSI myndarlegi fálki var á sveimi í Grafarvogi á föstudaginn langa en það er ekki óalgengt að sjá til fálka á þessum slóðum reyna að hremma bráð á leirunni. Fálkinn virtist þó ekki í slíkum hugleiðingum og var hinn spakasti þegar ljósmyndara bar að garði, enda við hæfi að halda sig til hlés. Ljósmynd/Dagný Bjarnadóttir Spakur fálki í Grafarvogi GUÐMUNDUR Tóm- as Hjartarson, fyrrver- andi seðlabankastjóri, lést 6. apríl. Hann fæddist 1. nóv- ember 1914 á Litla- Fjalli í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Eiginkona Guðmundar var Þórdís Þorbjarnardóttir frá Neðra-Nesi í Stafholt- stungum f. 12.04. 1916, d. 13.01. 1994. Guðmundur fluttist til Reykjavíkur árið 1939, hann var lög- regluþjónn í Reykjavík frá 1942–1946, starfsmaður Sósíal- istaflokksins frá 1946–1956 og for- stöðumaður Innflutningsskrifstof- unnar frá 1956–1960. Frá 1960 vann hann ýmis störf fyrir Sósíalistaflokk- inn. Hann var í kosn- ingabandalagi Alþýðu- bandalagsins, gegndi mörgum ábyrgðar- stöðum frá stofnun þess, og tók virkan þátt í stofnun Samfylking- arinnar. Hann var einn af stofnendum Sigfús- arsjóðs (Sigurhjartar- sonar) árið 1952. Guð- mundur sat í bankaráði Búnaðarbankans, var í stjórn K.R.O.N. (Kaupfélags Reykja- víkur og Nágrennis) og Áburðarverksmiðju ríkisins. Hann var formaður bygg- ingarstjórnar Seðlabanka Íslands frá 1982 til 1988. Guðmundur var seðlabankastjóri í 10 ár, frá 1974 til 1984. Andlát Guðmundur Hjartarson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lenti tvívegis í eltingarleik við ölv- aða ökumenn aðfaranótt laugardags. Annars vegar í Hafnarfirði þar sem ökumaður sinnti ekki stöðvunar- merkjum eftir að bifreið hans mæld- ist á hundrað km hraða á Reykjanes- braut. Á flóttanum ók ökumaður m.a. utan í bíl á gatnamótum og upp á um- ferðareyju á Lækjargötu. Þar varð hann að stöðva bifreiðina. Maðurinn gafst þó ekki upp og reyndi að flýja á hlaupum en komst ekki lengra en inn í næsta húsgarð. Þá ætlaði lögregla að athuga ástand ökumanns í Þingholtunum en ökulagið þótti grunsamlegt. Þegar ökumaður sá lögreglubifreiðina stöðvaði hann bíl sinn og út komu fimm menn. Þeir reyndu allir að kom- ast undan á hlaupum en náðust fljót- lega. Mennirnir reyndust ölvaðir og neituðu allir að hafa setið undir stýri. Ölvaðir öku- menn á flótta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.