Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is MIKILL tilfinningahiti hefur löngum einkennt framgöngu hans. Og vísast var það upplag, ásamt dirfsku, lygi- legri rökvísi og óhaminni sköpunar- gáfu, mikilvægur þáttur í snilli Garrís K. Kasparovs við skákborðið. Heims- meistarinn fyrrverandi berst nú á nýj- um vígstöðvum, gerir hvað hann getur til að auka skriðþunga sinn á vett- vangi rússneskra stjórnmála m.a. með því að styðja friðsöm mótmæli gegn stjórn Vladímírs V. Pútíns forseta. Í því efni er á brattann að sækja og víst er að skýrar reglur manntaflsins gilda ekki. Íslenskur skákmeistari sagði eitt sinn í samtali við ykkar einlægan að sú reynsla að mæta Kasparov við skákborðið líktist því einna helst að verða fyrir vörubíl. Átti sú lýsing bæði við stíl snillingins og „líkamstjáningu“ hans við skákborðið. Garrí Kasparov bar höfuð og herðar yfir aðra skák- meistara í tæpa tvo áratugi. Orkan, sem maðurinn bjó yfir, virtist tak- markalaus, og hugurinn frjáls og óþægur. Hann var lítt gefinn fyrir að taka við skipunum og eignaðist af þeim sökum gagnrýnendur marga og fjendur. Svo er enn. „Lögregluríki“ Kasparov hætti þátttöku í skák- mótum fyrir réttum tveimur árum. Meistarinn boðaði að hann hygðist snúa sér að stjórnmálum og ritstörf- um. Ákvörðun Kasparovs kom tæpast á óvart, hann hafði löngum verið póli- tískur og gagnrýnt harðlega fram- göngu ráðamanna í Rússlandi. Meist- arinn hefur ef eitthvað er herst í afstöðu sinni og þar ráða mestu stjórnarhættir Pútíns forseta. Kasp- arov og stuðningsmenn hans segja forsetann hafa komið á „lögregluríki“ í Rússlandi og telja „aðgerðir“ rétt- mætar til að berjast gegn þeirri þró- un. Jafnframt hefur Kasparov gerst einn helsti leiðtogi hreyfingar, sem stjórnarandstaðan leitast nú við að mynda. Um margt sýnast þau samtök heldur undarleg. Kasparov stofnaði „Sameinuðu borgarafylkinguna“ (r. „Obíjedínjon- níj Grazhdanskíj Front“) árið 2005 og er yfirlýst markmið þeirra samtaka að koma í veg fyrir að Rússland verði einræðisríki á ný. Fylking Kasparovs hefur nú runnið inn í eins konar regn- hlífarsamtök andstæðinga Pútíns for- seta er nefnast „Annað Rússland“ (r. „Dríjgaja Rossíja“). Þar kennir ým- issa grasa og Kasparov hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa gengið fram af lítilli yfirvegun í þessu efni. Ekki er það í fyrsta skipti, sem því er haldið fram að meistarinn búi ekki yf- ir því raunsæi er nauðsynlegt sé að hafa tiltækt við pólitískt stöðumat. Innan Annars Rússlands má m.a. finna svonefnda ný-kommúnista, sem myndað hafa Verkamannaflokk Rúss- lands, Bolsjevíska þjóðernisflokkinn, sem einnig telst langt til vinstri, og Lýðræðisbandalagið, frjálslyndan flokk Míhaíls M. Kasjanovs, fyrrver- andi forsætisráðherra, auk hreyfingar Kasparovs, sem einkum sækir fylgi sitt til ungs fólks. Kasparov segir í ný- legu viðtali að hann vonist til þess að Kommúnistaflokkurinn, sem enn er nokkuð öflugur og telst helsti vett- vangur stjórnarandstöðunnar, gangi einnig til liðs við regnhlífarsamtökin. Þetta er skrautlegur hópur og í pólitískum efnum sýnist margt fallið til að sundra honum. Vera kann á hinn bóginn að raunsæislegt mat kalli þetta fólk til samstarfs og að menn reynist tilbúnir til að leggja helstu ágreiningsmál til hliðar í því skyni að tryggja breiðfylkingu gegn Pútín. Sú er alltjent von Garrís Kasparovs. Næsta verkefni Annars Rússlands er að efna til þings, trúlega í júlímán- uði, þar sem þess verður freistað að ná samstöðu um frambjóðanda í forseta- kosningunum í mars á næsta ári. Kasparov kveður markmiðið vera að þrýsta á stjórnvöld í því skyni að fallið verði frá óumdeilanlegum áformum Pútíns og undirsáta hans um að ákveða hver arftaki hans verður. Pút- ín má, samkvæmt stjórnarskrá Rúss- lands, ekki bjóða sig fram í þriðja skipti og hefur jafnan hafnað áköllum þess efnis, að breyta beri því grund- vallarplaggi til að rússneska þjóðin fái áfram notið stjórnvisku hans. Forset- inn nýtur að sönnu mikilla vinsælda og víst er að hann og valdahóparnir, sem myndast hafa um hann, hyggjast stjórna því ferli öllu. Garrí Kasparov segir markmið Annars Rússlands vera að tryggja að fram fari frjálsar forsetakosningar; áform forsetans og manna hans séu enn ein sönnun þess að sýndarlýðræði hafi verið komið á í Rússlandi. Hann telur tilkomu nýrra forréttindahópa og ört vaxandi ójöfn- uð valda spennu í samfélaginu þótt á yfirborðinu ríki kyrrð og stöðugleiki. Krafan um frjálsar forsetakosningar eigi vaxandi hljómgrunn á meðal Rússa. Ofsafengin viðbrögð Kasparov hefur að sönnu valið sér öfluga andstæðinga. Viðbrögð stjórn- valda sýnast hins vegar gefa til kynna að ráðamenn taki sérhverja birting- armynd pólitískrar andstöðu mjög al- varlega. Þetta vekur nokkra furðu; engar líkur eru á að Kasparov og samherjar hans fái nokkru breytt um áform Pútíns og skósveina hans. Skákmeistarinn telur framgöngu stjórnvalda til marks um að ráða- menn kunni bókstaflega ekki að bregðast við lýðræðislegri andstöðu. Þar ráði mestu að öll mótun þeirra hafi farið fram í samfélagi einræðis og kúgunar. „Lögregluríki“ Pútíns kalli á ofsafengin viðbrögð valdhafa og lítt yfirveguð. Í þessu efni hlýtur greining Kasp- arovs að vekja athygli. Ólögleg mótmæli Í byrjun marsmánaðar komu um 5.000 andstæðingar rússneskra stjórnvalda saman í Sankti Péturs- borg. Fólkið hrópaði „frelsi“ og „Rússland án Pútíns“ er það braut sér leið í gegnum varnarmúr óeirða- lögreglu, sem kölluð hafði verið út. Tugir manna voru handteknir. Kasp- arov telur mótmælin hafa verið mik- inn sigur og fullyrðir að rætt hafi um fjölmennustu aðgerðir stjórnarand- stöðunnar um langt skeið. „Í fyrsta skipti í stjórnartíð Pútíns snerust mótmælin ekki um tiltekið mál, hærri eftirlaun, verðhækkanir á nauðsynj- um eða hvaðeina. Mótmælin birtu al- menna andstöðu við ríkisstjórnina,“ segir hann. Hinn 24. fyrra mánaðar blésu and- stæðingar forsetans einnig til mót- mæla í borginni Nízníj Novgorod. Lagt hafði verið bann við mótmæl- unum en það hundsaði stjórnarand- staðan. Óeirðalögregla beitti þyrlum og háþrýstidælum gegn mótmælend- um og tókst að koma í veg fyrir að þeir næðu inn á aðaltorg borgarinnar. Fólkið hrópaði „fasistar“ er svart- klæddar sveitir óeirðalögreglu beittu bareflum til að leysa samkunduna upp. Kasparov var í hópi þeirra er skipulögðu mótmæli þessi. Þau fóru fram þrátt fyrir að leyfi stjórnvalda lægi ekki fyrir. Í ríki Pútíns er þessi aðferðafræði Kasparovs afar áhættu- söm. Skákmeistarinn kveður leynilega deild rússnesku öryggislögreglunnar, FSB, hafa fengið það verkefni að brjóta á bak aftur alla pólitíska and- stöðu við stjórn Pútíns forseta. „Sam- kvæmt þeim lögum sem nú gilda í Rússlandi er unnt að skilgreina hvern og einn sem öfgamann.“ Stöðumat Garrís Kasparovs reynd- ist næsta óbrigðult við skákborðið. Í pólitískum efnum er hann tæpast lík- legur til stórafreka enda boðar hann í raun byltingu í ríki Vladímírs Pútíns. Meistarinn verður á hinn bóginn seint vændur um hugleysi enda er tilfinn- ingahitinn hinn sami og áður. Raun- verulegar „umbætur“ munu koma innan frá í Rússlandi og barátta Kasparovs kann að reynast mikilvæg þegar fram líða stundir. REUTERS Andstaða Reyksprengjur springa og táknum Sovétríkjanna sálugu er haldið á lofti í mótmælum í Sankti Pétursborg í byrjun marsmánaðar. Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í útifund- inum, sem efnt var til í því skyni að mótmæla einræðislegum stjórnarháttum Vladímírs V. Pútíns Rússlandsforseta og skósveina hans. Samtökin „Annað Rússland" stóðu fyrir samkundunni. Í HNOTSKURN »Garrí Kímovítsj Kasparovfæddist 13. apríl 1963 í Bakú í Aserbajdsjan. »Kasparov sýndi barnungurmikla skákhæfileika og að- eins 12 ára gamall varð hann sovéskur ungmennameistari. Hann varð heimsmeistari ung- menna 16 ára og alþjóðlegur stórmeistari ári síðar. Árið 1985 varð hann yngsti heims- meistari skáksögunnar aðeins 22 ára gamall. Á ýmsu gekk næstu 20 árin en Kasparov var þá almennt talinn öflugastur skákmanna. Í mars 2005 sneri hann sér að stjórnmálum. REUTERS Ábyrgð Garrí Kasparov hefur ásamt öðrum tekið að sér það erfiða og hættulega hlutverk að freista þess að sameina stjórnarandstöðuna. Stöðumat Kasparovs ERLENT» Heimsmeistarinn fyrrverandi freistar þess að mynda breið- fylkingu andstöðuafla gegn stjórn Pútíns Rússlandsforseta Erlent | Enginn stóðst Garrí Kasparov snúning við skákborðið, en í refskák rússneskra stjórnmála bíður hans erfiðara verkefni. Lífsstíll | Með hvaða ráðum er hægt að vera siðferðislega og samfélagslega ábyrgur í fatavali? Knattspyrna | Knattspyrnufélagið AC Mílanó hefur tekið vísindin í sína þjónustu og önnur félög fylgjast forvitin með. VIKUSPEGILL»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.