Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR I. JÓHANNSSON, Mímisvegi 15, Dalvík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 31. mars. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju mánudaginn 9. apríl kl. 13.30. Stefán Ragnar Friðgeirsson, Anna Margrét Halldórsdóttir, Jóhann Þór Friðgeirsson, Elsa Stefánsdóttir, Rebekka Sigríður Friðgeirsdóttir, Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir, Sævar Freyr Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Frændi okkar, KOLBEINN ÞORLEIFSSON, Ljósvallagötu 16, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 28. mars verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. apríl kl. 11.00. Hanna Signý Georgsdóttir, Bragi Guðmundsson, Hannes Guðmundsson, Hanna Guðrún Guðmundsdóttir. ✝ Minningarathöfn um okkar ástkæra WALTER ENGLARO RODRIGUEZ verður í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 10. apríl kl. 17.00. Margrét O. Magnúsdóttir, Stefán Hreiðarsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Gylfi Magnússon, Magnús Stefánsson, Auður Þ. Rögnvaldsdóttir, Jenna Stefánsdóttir, Stefano Zorzi. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Kirkjuvegi 1, Keflavík, er látinn. Lovísa Þorgilsdóttir, Unnur Þorsteinsdóttir, Þórður Kristjánsson, Guðný Helga Þorsteinsdóttir, Halldór Olesen, Hrönn Þorsteinsdóttir, Magnús Jónsson, Magnea Þorsteinsdóttir, Johan D. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður og vinar, HJÁLMTÝS JÓNSSONAR, Kirkjuvegi 1B, Reykanesbæ. Sérstakar þakkir til allra er hjúkruðu Hjálmtý á Sjúkrahúsi Keflavíkur og þökk fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur. Kristín Guðmundsdóttir, Helena Hjálmtýsdóttir og fjölskyldur hins látna. Kynni okkar Lísu af hjónunum Heddu og Gunnari Biering hófust haustið 1959, en þá byggðum við saman, ásamt öðrum, raðhús í Hvassaleiti 69 til 85. Þá voru þau nýlega komin heim eftir langa dvöl í Bandaríkjunum. Myndaðist fljótlega mjög náin vinátta milli fjöl- skyldna okkar sem aldrei bar skugga á. Fluttum við inn í húsin um svipað leyti fyrrihluta árs 1961. Þetta voru erfiðir tímar að byggja á, gengisfell- ingar, vöruþurrð og peningaleysi. Bjartsýni okkar húsbyggjenda var mikil, allir að koma upp sínum barna- hópum, flestir við erfiðar fjárhagsleg- ar aðstæður, en einhvern veginn tókst þetta. Í raðhúsalengju okkar voru 5 hús, númer 77–85, en hinumegin við botnlangann voru önnur 4 hús, flest með fjölskyldum á sama aldri og við. Smám saman fjölgaði í barnahópun- um og jafnframt mynduðust sterk vináttutengsl milli foreldra og barna sem enn standa traustum fótum. Þeg- ar litið er til baka til þessara gjöfulu ára í Hvassaleiti, er margs að minn- ast, ótal ferðalaga innanlands sem ut- anlands, afmælisveislna og daglegs samgangs húsmæðranna, sem flestar voru heimavinnandi. Samfélagið í Hvassaleiti varð að flestu leyti alveg einstakt. Sumpart má þakka það því að foreldrarnir voru á svipuðum aldri, langskólagengnir, sumir skólabræð- ur, og þótti sjálfsagt að börnin færu sömu leið. Þannig varð smám saman til samfélag annarrar kynslóðar hæfi- leikaríkra afkomenda, vina og ná- granna sem áttu það eitt sameiginlegt að vera alin upp saman í Hvassaleiti 69–85. En nú er komið að samskiptum okkar við fjölskyldu Gunnars og Heddu sem bjuggu í næsta raðhúsi við okkur. Snemma og á undan mörgum öðr- um fengu þau sjónvarp og náðu Keflavíkursjónvarpinu með barnaefni á laugardagsmorgnum. Þetta var nokkrum árum áður en íslenska sjón- varpið tók til starfa. Allir krakkar í lengjunni voru velkomnir til Heddu og Gunnars á laugardagsmorgnum Mér er sagt að börnin í hverfinu hafi gatslitið heilu sófasetti fyrir framan sjónvarpið á þessum árum. Þannig var Gunnar og Hedda gef- andi og hjálpsöm ef eitthvað bjátaði á hjá fjölskyldunni við hliðina á henni. Við minnumst sérstaklega ferðalaga okkar saman til Grikklands, Evrópu og Bandaríkjanna þegar aldur færð- ist yfir okkur og börnin voru flogin úr hreiðrinu. Því miður entist Heddu ekki aldur til að njóta síðustu ævidaga sinna með okkur og vinum okkar úr Hvassaleitinu, Önnu og Tómasi. Við tókum upp þann sið að borða saman vikulega hver hjá öðrum. Þá naut Gunnar sín vel og var enginn eftirbát- ur kvenfólksins í matseldinni. Þá eru ótaldar samverustundirnar í sumar- húsi okkar í Biskupstungunum en þar var Gunnar aðaldriffjöðrin í kartöflu- ræktinni. Þar naut hann sín vel og hvíldist hvergi betur eftir erfiðar ferðir sem fararstjóri út um víðan heim síðustu æviárin sín. Við hjónin kveðjum í dag góðan vin með miklum söknuði og þökkum hon- um innilega fyrir allar samverustund- irnar. Lísa og Gunnar. Það má segja að það séu forréttindi að hafa átt svo góðan vin sem Gunnar Biering var mér til 66 ára. Við kynnt- umst í 1. bekk Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga, Ágústarskóla, og vorum við þá um það bil 14 ára gömul. Í minn- ingunni er hann vel klæddur, í poka- ✝ Gunnar HannesBiering fæddist í Reykjavík 30. des- ember 1926. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut þriðjudaginn 27. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 3. apríl. buxum og peysu, glað- legur, jákvæður, skopskynið gott og stutt í hláturinn. Gunnar hló oft að minningunni um poka- buxurnar og sagði: „Það var bara enginn í pokabuxum nema ég. Gunnar var sérlega lipur dansherra og margri stúlkunni var bjargað frá því að verma bekkinn allt kvöldið á dansæfing- um í skólanum. Í Gagnfræðaskólanum var góður andi og félagsskapur hjá nemendum var með ágætum. Gunnar var þar gleði- gjafi. Við fylgdumst að úr 2. bekk Gagnfræðaskólans upp í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Gunnar var ágætur námsmaður og hafði sér- staklega gott minni. Hann sagði að við lægi að hann gæti þulið heilu blað- síðurnar í námsefninu utan að, sjón- minni hans væri nánast óbrigðult. Minningar frá menntaskólaárunum hrannast upp. Gunnar stendur mér þar fyrir hugskotssjónum við nám, á göngum skólans, á árshátíðum, á ferðalögum og í stúdentsprófunum. Hæst ber þó ferð okkar stúdenta til Norðurlanda á 100 ára afmæli Menntaskólans í Reykjavík – ógleym- anleg. Minningar úr Háskóla Íslands. Dugnaðarforkurinn Gunnar lauk læknisfræði þaðan og síðan fram- haldsnámi í sömu grein í Minneapolis. Hann varð frábær barnalæknir og mikið afrek var þegar hann skipu- lagði og stofnaði vökudeild Landspít- alans. Mörgum fyrirburum hefur þar verið bjargað, þar á meðal einu barnabarni mínu og fyrir það þakka ég. Margar fleygar sögur af húsvitjun- um Gunnars til okkar eru í minning- unni. Alltaf kom Gunnar ef börnin voru veik. Eitt sinn hafði eitt barna okkar hita í þrjár vikur – óskiljanlegt. Gunnar kom og leit á barnið. Ráð hans var að hætta að mæla barnið og láta það út og hefur því varla orðið misdægurt síðan. Þetta ráð hefur not- ið vinsælda í fjölskyldu okkar. Gunnar leggur á fjarlægar brautir og nemur fróðleik og visku sem hann leggur á borð mönnum til handa. Sjóndeildarhringurinn víkkar. Ógleymanlega dýrmætar eru sam- verustundir og ferðir okkar bekkjar- systkinanna og maka innanlands og utan. Í þeim ferðum miðlaði Gunnar gullmolum og fróðleik krydduðum mildum hlátri hans. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnari og verður hans sárt saknað. Á vegferð sinni missti Gunnar báð- ar ástríkar eiginkonur sínar og var það honum þungbær missir. Sorgin knýr enn á dyr hjá vini mínum, óvin- urinn ósigrandi. Þegar ég talaði við Gunnar stuttu fyrir andlát hans sagði hann: „Helga mín! Mér finnst ég hafi átt svo gott líf. Ég á yndislega og góða fjölskyldu. Ég hef reynt og upplifað svo margt. Ég er sáttur. Lífið er bara svona.“ Ég á dýrmætar minningar um kæra vináttu og í huga mér er sorg en þakklæti fyrir allt og allt. Ég votta Huldu, Rannveigu og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Helga Jónasdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Það var heiður himinn og stillt veð- ur þegar ég fékk hringinguna um að Gunnar Biering væri allur. Eftir því sem leið á daginn fór að þykkna upp og mjallhvít snædrífan huldi jörðina smám saman, svifléttar snjóflyksur settust á trjágreinarnar sem í ein- stöku sjónarspili ljóss og skugga römmuðu inn nóttina. Þetta var einn af þessum dögum þar sem skiptast á skin og skúrir með óendanlegum fjölbreytileika birtu og skugga eins og endurspeglun af lífinu sjálfu. Kveðjustundin var runnin upp og hugurinn var dapur. Kynni mín af Gunnari Biering hóf- ust fyrir um 10 árum síðan. Hann hafði nýlega útskrifast úr Leiðsögu- skóla Íslands með ensku og dönsku sem aðalmál og heimsótti mig á skrif- stofuna til að sækja um starf sem leið- sögumaður. Hann hafði sérstakan áhuga á gönguferðinni okkar um Reykjavík enda kom fljótlega í ljós að fróðari mann um sögu og menningu borgar- innar var vart að finna. Hann hafði yndi af því að rölta um miðborgina með ferðamönnunum og segja þeim sögur af húsunum og fólkinu í borg- inni og leiða þá milli helstu kennileita með viðkomu í Hallgrímskirkju, höggmyndagarði Einars Jónssonar og Þjóðmenningarhúsinu. Þessi ferð var fljótlega eignuð honum og kölluð „ferðin hans Gunnars.“ Samhliða lagði hann upp í langferðir um landið með sérhópa bandarískra fræði- og ferðamanna, m.a. frá Smithsonian- stofnuninni og National Geographic. Hann var afar eftirsóttur leiðsögu- maður og elskaður af farþegum jafnt sem ferðaheildsölunum sem óskuðu eftir leiðsögn hans árvisst. Kvæði voru ort til hans og hrósbréfin og myndirnar sem bárust okkur skipta tugum. Gunnar var leiðsögumaður af lífi og sál. Hann hafði einstaka nærveru og útgeislun sem hreif alla þá sem kynntust honum. Hann var mikill sjarmör og heillaði sérstaklega heldri konurnar í ferðahópunum sem reiddu sig á hann í hvívetna. Ég minnist þess er Gunnar hafði nýlokið ferð með am- erískum ferðaheildsala er var að kynna sér landið. Hún kom að máli við mig að lokinni ferðinni og átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni á Gunnari. Hún vildi ólm bjóða honum til Flórída og kynna hann fyrir móður sinni sem var á svipuðum aldri og hann. Á seinni árum leiddi hann hópa Ís- lendinga á okkar vegum m.a. til Borg- undarhólms, Eystrasaltslanda og Kína. Hann var stöðugt að víkka sjón- deildahringinn og afla sér þekkingar og náði m.a. góðu valdi á ítölsku og frönsku kominn hátt á áttræðisaldur- inn. Á honum sannaðist að aldur er af- stæður svo framarlega sem hugurinn er skarpur og lundin létt. Nú er Gunnar farinn í sína hinstu ferð og ég trúi því að á nýja staðnum bíði hans spennandi verkefni. Ég þakka Gunnari farsælt samstarf, stuðning og vináttu sem aldrei bar skugga á. Hans verður sárt saknað. Dætrum hans og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð mína. Blessuð sé minning Gunnars Bier- ing. Ingiveig Gunnarsdóttir. Á haustmánuðum 2004 erum við hjónin að taka við íbúð í miðbæ Reykjavíkur, að eignast samverustað á Íslandi, þrátt fyrir búsetu erlendis. Verið er að gera upp íbúðir í húsinu og það kemur í ljós að Gunnar Biering barnalæknir er tilvonandi nágranni okkar. Hann er að flytja á æskuslóðir sínar, komin hátt á áttræðis aldur. Faðir undirritaðs Jón K. Jóhannsson útskrifaðist ásamt Gunnari úr lækna- deild Háskóla Íslands 1953 og kynnt- ust fjölskyldur beggja þegar þeir voru við framhaldsnám í Bandaríkj- unum. Undirritaður starfaði auk þess með Gunnari á barnadeild Landsspít- alans 1981 til 1983 og kynntist honum þar sem frammúrskarandi fagmanni, virtum af bæði skjólstæðingum og samstarfsfólki. Eftir að við urðum nágrannar hitt- um við Gunnar þó nokkrum sinnum á hans nýja og hlýlega heimili sem hann var afar ánægður með. Ýmislegt bar á góma í þessum heimsóknum, meðal annars ferðalög hans og hin ýmsu verkefni sem hann var að fást við. Yfir Gunnari var á vissan hátt strákslegt yfirbragð, hann brosti stóru, hlýju brosi og bar sig á margan hátt eins og sér yngri maður. Annað sem ein- kenndi fas hans var einstök háttvísi og heimsmannsleg framkoma. Eftir að Gunnar hætti að stunda barna- lækningar gerðist hann leiðsögumað- Gunnar Hannes Biering
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.