Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 63 Í DAG ætlar Fjalakötturinn, sem og aðrir, að halda sig heima og háma í sig súkkulaði. Hann mætir þó sterk- ur til leiks á morgun en þá verða sýndar fjórar myndir. Klukkan þrjú verður sannkölluð fjölskyldusýning en þá sýnir Fjalakötturinn kvik- myndina Bróðir minn Ljónshjarta sem er byggð á sögu Astrid Lind- gren en í tilefni af aldarafmæli Lind- gren sýnir Fjalakötturinn nokkrar af vinsælustu kvikmyndunum sem hafa verið gerðar eftir sögum henn- ar. Síðar í mánuðinum verða kvik- myndirnar Ronja ræningjadóttir og Börnin í Ólátagarði sýndar. Í kjölfar Bróður míns Ljónshjarta verður síðasta sýning á myndinni Ástarinnar krókaleið eftir Tatsumi Kumashiro og kvöldinu lýkur á syst- urmyndunum Kyrrmynd og Dong sem lýsa lífinu á áhrifasvæði þriggja gljúfra stíflunnar í Kína. Síðastliðinn sunnudag frumsýndi Fjalakötturinn kvikmyndina Kyrr- mynd. Myndin er sýnd af svonefndri DigiBeta spólu, sem er hágæðaleið til þess að sýna kvikmyndir og þekkt víða um heim. Því miður var skjá- varpinn sem var notaður við sýn- inguna í ólagi og fyrir vikið var myndin í svart/hvítu. Starfsfólk Fjalakattarins biðst velvirðingar á þessu og vill bjóða öll- um þeim sem sóttu sýninguna síð- ustu helgi að sjá hana aftur, ýmist á morgun klukkan 19 eða sunnudag- inn 15. apríl klukkan 19. Allar sýn- ingar fara fram í Tjarnarbíói. Fjalakött- urinn fyrir alla GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brut- ust út í Vetrargarðinum á föstu- dagskvöld þegar ljóst var að hinn færeyski Jógvan Hansen hefði farið með sigur af hólmi í X Fac- tor. Tvö atriði kepptu til úrslita og bar Jógvan sigurorð af Hara- systrunum, þeim Rakel og Hildi Magnúsdætrum frá Hveragerði sem höfðu vakið mikla athygli fyrir líflegan flutning. Úrslitakvöldið var allt hið glæsilegasta og auk atriðis með stúlkunum í Nylon fluttu kepp- endur þrjú lög og þar á meðal nýtt lag „Hvern einasta dag“ sem var samið sérstaklega fyrir loka- kvöldið af þeim Stefáni Hilm- arssyni og Óskari Páli Sveinssyni. Jógvan hlaut 70% atkvæða í fyrsta sætið og varð þar með fyrsti sigurvegari X Factor keppninnar á Íslandi, löndum hans eflaust til mikillar gleði sem fylgdust með keppninni í beinni útsendingu í Færeyjum. Jógvan sigraði í X Factor Morgunblaðið/Ómar Sigursælir Einar Bárðar fagnar Jógvan eftir að úrslitin lágu fyrir í Vetrargarðinum. Hara-systurnar voru kampakátar með 2. sætið og Páll Óskar var þjóðlegur í tilefni dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.