Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 45
Íslendingar í toppbaráttunni
á Kaupþingsmótinu
Einbeittur Guðmundur Kjartansson þjarmaði að litháíska stórmeistaranum og fallhlífahermanninum Kveinys í
4.umferð Kaupþingsmótsins.
Á ALÞJÓÐLEGU móti Kaup-
þings, sem Taflfélagið Hellir og Tafl-
félag Reykjavíkur hafa samvinnu um,
sitja skákmennirnir tuttugu sannar-
lega ekki auðum höndum. Teflt er í
tveimur tíu manna riðlum látlaust yfir
páskahátíðina, tvær umferðir á dag
flesta dagana.
Mótinu er skipt í stórmeistaraflokk
og meistaraflokk og í báðum þessum
flokkum er frammistaða okkar
manna viðunandi. Einkum hafa Guð-
mundur Kjartansson í stórmeistara-
flokknum og Ingvar Þ. Jóhannesson í
flokki alþjóðlegra meistara staðið sig
vel og einnig sagnfræðingurinn kunni
Snorri G. Bergsson. Þá hefur Hjörvar
Steinn Grétarsson teflt frísklega en
er fullfljótfær á köflum. Stefán Krist-
jánsson tók þetta mót fram yfir EM í
Dresden. Hann þarf enn að hækka á
stigum til að fá staðfestan stórmeist-
aratitil og hefur verið nokkuð rólegur
í tíðinni undanfarið en ætti að klára
dæmið fljótlega.
Eftir fimm umferðir í stórmeist-
araflokknum er staða efstu manna
þessi:
1. Normunds Miezis (Lettlandi) 4½
v. 2. Aloyzas Kveinys (Litháen) 4 v.
3.–4. Guðmundur Kjartansson og
Emil Hermannsson (Svíþjóð) 5.–6.
Stefán Kristjánsson og Róbert Harð-
arson 2½ v. hvor.
Í flokki alþjóðlegra meistara er
staða efstu manna þessi:
1.–2. Ingvar Þ. Jóhannesson og
Robert Bellin (Englandi) 4½ v. 3.
Snorri G. Bergsson 3 v.
Ingvar Þ. Jóhannesson er senni-
lega að ná sínum besta árangri á
þessu móti. Þar munar mikið um góð-
an sigur hans á hinum margreynda
Skota Colin McNab í 2. umferð en þar
saumaði Ingvar að andstæðingi sín-
um eftir nokkuð erfiða byrjun:
Colin McNab – Ingvar Jóhannes-
son
Kóngsindversk vörn
1. c4 g6 3. g3 Bg7 3. Bg2 Rf6 4. Rc3
0–0 5. e4 d6 6. Rge2 e5 7. 0–0 Be6 8.
d3 Dd7 9. f4 Bh3 10. f5 Bxg2 11.
Kxg2 c6 12. Bg5 h6 13. Bxf6 Bxf6 14.
h4 a6 15. b4 De7 16. dd2 Kh7 17. Rd1
g5 18. hxg5 Bxg5 19. de1 Rd7 20.
Hh1 Rf6 21. Rg2 Hg8 22. hh3 d5 23.
rf2 Hg7 24. Rf3 Bf4 25. Rh1 d4 26.
Kf1 Be3 27. Hb1 b5 28. c5 a5 29. a3
axb4 30. axb4 Ha3 31. De2 Rg4 32.
Hh4 Rf6 33. Kg2 De8 34. Hb2 Rg4
35. Re1 Dg8 3. Rc2 Ha4 37. Rxe3
Rxe3 38. Kh3 Ha1 39. Kh2 Rf1+ 40.
Kg2 Rxg3
– hvítur gafst upp.
Hannes byrjar rólega á EM í
Dresden
Eitt stærsta og sterkasta opna mót
ársins hófst 3. apríl sl. Keppendur eru
alls 403 en tæplega helmingur þeirra
er stórmeistarar. Hannes Hlífar Stef-
ánsson er eini íslenski skákmaðurinn
sem tekur þátt í mótinu en hann tap-
aði nokkuð óvænt í fyrstu umferð fyr-
ir þýskum skákmanni. Hann vann í
þriðju umferð og er með 1½ vinning.
Tefldar verða ellefu umferðir. Fimm
skákmenn eru með fullt hús, þar af
þrír Úkraínumenn, Volotkin, Moi-
seenko og Berelovich, einnig Rússinn
Galkin og Jian Vlad-Christian frá
Rúmeníu.
Anand sjötti skákmaðurinn á
toppi FIDE-listans
Það kennir ýmissa grasa á hinum
nýbirta stigalista FIDE og þar ber
helst til tíðinda að Indverjinn Wisva-
nathan Anand hefur fellt Búlgarann
Veselin Topalov úr toppsætinu.
FIDE birti stigalista sinn árið 1970
en aðeins sex skákmenn hafa komist á
topp listans. Þeir eru í réttri tímaröð:
1. Bobby Fischer. 2. Anatolí Kar-
pov. 3. Garrij Kasparov. 4. Vladimir
Kramnik. 5. Veselin Topalov. 6. Wis-
vanthan Anand.
Anand er með 2.786 en Topalov
næstur með 2.782 stig. Þegar Kasp-
arov hætti árið 2005 var hann með yf-
ir 2.800 Elo-stig.
Það eru margir sem velta Elo-stig-
um mikið fyrir sér en undirritaður er
raunar ekki í þeim hópi. Þó er margt
athyglisvert þegar samanburðar-
fræðunum er beitt. Aldrei hefur verið
meiri munur á milli fyrsta og annars
manns á listanum en þegar Bobby
trónaði á toppnum eða í kringum 150
Elo-stig.
Þrátt fyrir umtalsverða „verð-
bólgu“ í stigunum var Fischer hæstur
allra skákmanna í nálega 20 ár (að
vísu á óvirka listanum) eða þar til
Kasparov komst upp fyrir hann í
kringum 1990 en þá hafði hann verið
heimsmeistari í u.þ.b. fimm ár. Stig
Anands í dag eru næstum þau sömu
og Fischer hafði í ársbyrjun 1972.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Skák
Kaupþingsmótið 4.–9. apríl
2007
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 45
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Formaðurinn einmennings-
meistari Bridsfélags
Akureyrar
Þriðjudaginn 3. apríl fór fram
þriðja og síðasta kvöldið í einmenn-
ingi B.A. þar sem úrslit réðust en
tvö bestu kvöldin af þremur giltu.
Það má segja að úrslitin hafi verið
óvænt því sigurvegarinn hefur víst
að eigin sögn aldrei verið yfir með-
alskori í einmenning síðastliðinn
aldarfjórðung þótt ýmsir telji
reyndar möguleika á að um ýkjur
sé að ræða! Hér er um að ræða
sjálfan formann félagsins, Stefán
Vilhjálmsson, en mikil barátta var á
lokasprettinum milli hans og Giss-
urs. Þess má geta að eitt par komst
í 2000 klúbbinn þegar 7 laufa fórn
yfir slemmu andstöðunnar fór 2300
niður sem var víst tveimur slögum
of mikið niður.
Þriðja kvöldið:
Stefán Vilhjálmsson 63,9%
Gissur Jónasson 63,0%
Hermann Huijbens 54,6%
Ragnheiður Haraldsdóttir 52,8%
Ólína Sigurjónsdóttir 51,9%
Heildarstaðan:
Stefán Vilhjálmsson 58,4%
Gissur Jónasson 57,6%
Björn Þorláksson 55,0%
Ólína Sigurjónsdóttir 52,1%
Pétur Gíslason 51,1%
Hæsta skor fyrir stakt kvöld
fengu Stefán og Gissur fyrir 3.
kvöldið ásamt Sveinbirni Sigurðs-
syni með 61,1% skor 2. kvöldið.
Bridsdeild FEB
í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánud. 02.04.
Spilað var á 11 borðum. Með-
alskor 216 stig.
Árangur N-S
Albert Þorsteinss. - Friðrik Hermannss.
259
Birgir Sigurðss. -Sæmundur Björnss. 238
Sigurður Pálsson - Guðni Sörensen 237
Árangur A-V
Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 271
Einar Einarss. - Magnús Jónsson 269
Jón Hallgrímss. - Helgi Hallgrímsson 266