Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 54
Skátar „Það kemur oft fyrir að við förum með hálfkláruð lög á tónleika og ljúkum svo við þau á sviðinu.“ LÍTIÐ hefur heyrst í Skátum síðan sveitin átti eft- irminnilegan leik á síðustu Airwaves-hátíð. Það skýrist annars vegar af því að einn liðsmanna sveitarinnar er fluttur vestur um haf og annar hefur verið langdvölum ytra og svo hinsvegar af því að sveitin hefur ekki haft aðgang að æfingahúsnæði um hríð. Það skiptir svo líka máli að sveitarmenn hafa verið önnum kafnir við að koma saman nýrri breiðskífu, Ghost of the Bollocks to Come, sem komin er útþ Benedikt Reynisson, Benni, segir að grunnur hafi verið lagður að plötunni 16. febrúar sl., en þá héldu þeir félagar í sumarbústað við Kiðjaberg í Grímsnesi klyfjaðir græjum. Þegar búið var að koma öllu upp drifu þeir svo í upptökum og tóku upp grunnana að tíu lögum á átta tímum. Níu lag- anna enduðu svo á plötunni. Benni segir að flest laganna séu af tónleikadagskrá sveit- arinnar, enda vinni hún yf- irleitt þannig að lög verði ekki til í endanlegri mynd fyrr en búið er að spila þau á tón- leikum. „Það kemur oft fyrir að við förum með hálfkláruð lög á tónleika og ljúkum svo við þau á sviðinu.“ Eins og getið er hefur einn sveitarmanna flust til Banda- ríkjanna. Það var Ólafur Steinsson gítarleikari, en í hans stað kemur Graveslime- maðurinn Kolbeinn Hugi Höskuldsson. Ólafur spilar þó á gítar á plötunni. Aðrir í sveit- inni, sem líka eru á plötunni, eru Pétur Már Guðmundsson trommu- og slagverksleikari, Björn Kolbeinsson bassaleik- ari, Benedikt Reynisson gít- arleikari og Markús Bjarna- son söngvari og hljómborðsleikari. Ingi Þór Ingibergsson hljóðblandaði skífuna en frum- eintak var gert af þeim feðg- um John og J.J. Golden vestur í Kaliforníu, en þeir hafa unnið með merkissveitunum Graves- lime, Sonic Youth, Comets On Fire og Xiu Xiu svo fátt eitt sé nefnt. Umslagið, sem er í meira lagi skrautlegt, gerðu Alda Rose Cartwright og Kristján Freyr Einarsson. Smekkleysa dreifir plötunni hér á landi. Skátar ætla að fagna útgfáfunni með útgáfu- partíi 14. apríl. Skátaútilegu lyktaði með plötu Þess má til gamans geta að faðir Google litla er tölvufræðingur sem hefur sérhæft sig í leit- arvélum á netinu.… 57 » reykjavíkreykjavík Eftir Karl Tryggvason BANDARÍSKI leikarinn Robert „Toshi“ Chan, sem er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í óskarsverðlaunamyndinni The Departed, er staddur hér á landi um þessar mundir vegna hlutverks síns í væntanlegri mynd Ólafs Jó- hannessonar, Stóra planinu. Í myndinni fer Chan með hlutverk Shun-Yee, andstæðings að- alpersónunnar Davíðs sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni. „Þetta er gamanmynd um smáglæpamann- inn Davíð,“ segir Chan. „Sjálfsmynd hans er úr tengslum við raunveruleikann, hann telur sig vera meistara í bardagalistum og ég fer með hlutverk ímyndaðs erkióvinar hans.“ Að öðru leyti vill Chan lítið láta uppi um söguþráð og smáatriði myndarinnar en telur að Pétur henti fullkomlega í hlutverk sitt og sé, eins og aðrir sem að myndinni koma, hæfileikaríkur og fær í sínu fagi. Chan ber einnig Ólafi Jóhannessyni leikstjóra vel söguna. „Ólafur er mjög hug- myndaríkur leikstjóri og leyfir leikurunum að njóta sín,“ segir Chan. „Leikararnir fá frelsi til að túlka verkið og persónur sínar en leikstjór- inn leggur línurnar.“ Öskraði á Jack Nicholson The Departed var fyrsta Hollywood-myndin sem Chan lék í. Þar fór hann með hlutverk kín- versks mafíuforingja og lék andspænis Jack Nicholson. „Hlutverk mitt þar mótaðist í raun og veru við tökurnar,“ segir Chan. Leikstjórinn [Martin Scorsese] sagði mér að hafa ekki áhyggjur ef ég frysi, gleymdi línunum mínum eða yrði óglatt þegar að tökum kæmi. Slíkt væri ekki óalgengt þegar leikarar mættu stjörnum eins og Nicholson. Þessi fyrirvari hans gerði mig þó bara enn ákveðnari í því að standa mig.“ Chan vill ekki gera of mikið úr hlutverki sínu eða ferli almennt til þessa. „Ég lít ennþá á mig sem tiltölulega óþekktan leikara, ég hef leikið nokkur lítil hlutverk en þó ávallt hlutverk sem mér hefur litist vel á. Það er gömul klisja að segja að ekki séu til ómerkileg hlutverk heldur bara ómerkilegir leikarar, en það er nokkuð til í henni, eins og oft er raunin með klisjur.“ Handritið mikilvægast Chan telur að þótt ætla mætti að mikill mun- ur væri á því að vinna við stórmyndir í Holly- wood og við minni myndir sé aðalatriðið ávallt það sama. „Það sem skiptir fyrst og fremst máli er góð saga og gott handrit. Hollywood- stjörnur og peningar skipta í raun ekki máli ef verið er að vinna úr góðu efni.“ Kvikmyndir á borð við Little Miss Sunshine séu dæmi um hversu mikilvæg góð saga sé og að í því sam- hengi skipti peningar ekki höfuðmáli. Annars segist Chan ganga jákvæður til móts við óvissa framtíð. „Í þessum geira er mikið sem er ekki í þínum höndum og það eina sem þú getur gert er að halda áfram og reyna að njóta þess sem þú ert að gera. Maður tekur ekkert sem gefið en gerir sitt besta. En vonandi er ég kominn með fótinn inn fyrir dyragætt- ina.“ Kominn inn fyrir dyragættina Morgunblaðið/KristinnLeikarinn Robert „Toshi“ Chan hlotnaðist gott tækifæri þegar Martin Scorsese réð hann til að leika í kvikmyndinni The Departed. Robert „Toshi“ Chan leikur ímyndaðan bardagakappa í íslenskri kvikmynd http://www.poppoli.com/storaplanid.html ktryggvason@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.