Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ PÁSKAHÁTÍÐIN M iðju jarðar er að finna í gömlu Jerúsalem. Því trúðu menn hér áður fyrr að minnsta kosti. Eftir að hafa búið í borginni um tveggja ára skeið, að vísu rétt utan borgarmúranna, þá kemst maður aldrei frá henni aftur. Sama hversu langt maður fer frá henni landfræðilega eða í tíma; miðj- an sleppir ekki takinu og togar mann alltaf til baka. Rétt eins og að risa- kjarnasegull leynist grafinn undir sjálfri musterishæðinni. Musterissvæðið er einmitt sjálf miðja jarðar. Þar var húsnæði og heimili sjálfs himnasmiðsins að finna samkvæmt hinni fornu heimsmynd. Þá sáu menn jörðina fyrir sér sem flata pönnuköku sem hvíldi á fjórum traustum undirstöðum. Jerúsalem var í miðið. Síðan kom þurrlendið og þær heimsálfur sem þekktar voru og enn utar flæddu heimshöfin fram af ystu brúnum. Aðkoman að Jerúsalem frá Jaffa við Miðjarðarhaf er einstök. Borgin er tæpum níu hundruð metrum yfir sjávarmáli en í aðeins klukkutíma akstursfjarlægð. Vegurinn þangað upp á milli ávalra og femínískra Jú- deuhæða er hlaðinn spennu, lifandi tilfinningum og einnig sögu biturra átaka. Það hefur verið barist um Jerúsal- em í meira en þrjú þúsund ár. Þar má nefna heri Jebúsíta, Hebrea/gyðinga, Babíloníumanna, Persa, araba, krossfaranna kristnu, Ottómansrík- isins tyrkneska og breska heimsveld- isins. Innan borgarmúra Þegar maður nálgast Borgina helgu blasa borgarmúrarnir fyrst við manni. Þeir eru að jafnaði um tólf metrar á hæð og fjórir kílómetrar á lengd allan hringinn. Sú miðja heims- ins sem þeir umlykja er ekki nema um einn og hálfur ferkílómetri að stærð og þar búa um tuttugu til þrjá- tíu þúsund manns í dag. Það eru sjö nothæf borgarhlið á múrnum og þar er Damaskushliðið tilkomumest. Sú- leimann hinn mikli reisti nústand- andi múra fyrir um 450 árum. En þeir eru víðast hvar byggðir á mun eldri undirstöðum. Á vissum svæðum má finna grjótblokkir sem höggnar voru á tímum Heródesar fyrir 2000 árum og jafnvel enn eldri en það, en einnig frá tímum krossfaranna þús- und árum síðar. En á vissum tímum stóðu múrar mun utar og huldu stærra svæði. Þegar komið er inn um Jaffa-hliðið blasir við manni heillandi torg fjöl- breytilegrar mannlífsflóru. Þar hljómar fjöldi tungumála, fjölbreyti- legustu fulltrúa ólíklegustu trúar- bragða er þar einnig að finna. Það er auðvelt að gleyma sér á þröngum götum borgarinnar þar sem öllu ægir saman. Verslunarmennirnir eru há- værir og ágengir og maður þarf að kunna að prútta niður verð. Fyrir vit manns ber angan ólíkra og framandi kryddjurta, kaffið er sterkt og gott. Í dag sér maður minna af úlföldum, ösnum og geitum og er það miður. Trúarleg fjölmenning Gömlu borginni er formlega skipt í fjögur svæði. Þegar inn er komið blasir kristna hverfið við manni á vinstri hönd. Það er að mestu búið kristnum aröbum, sem og fulltrúum hinna mörgu kirkjudeilda Austur- kirkjunnar. Armenski hlutinn blasir við manni á hægri hönd. Armenar voru líklegast fyrstir allra til að taka kristna trú sem þjóð. Nokkru áður en Konstantínus keisari og móðir hans Helena tóku kristna trú hófu Armenar að flytjast til borgarinnar helgu og hafa átt þar griðastað síðan. Armenar hafa verið sannir vottar Krists í borginni en um leið vitna þeir um fjölbreytileika trúarinnar því að í borginni eru einnig fjölmargir aðrir kristnir fulltrúar sem vitna um aðra siði, hefðir, túlkanir og trúarlegt at- ferli innan kristninnar. Til að mynda er hægt að halda bæði jól og páska í borginni á a.m.k. þremur mismun- andi tímum ársins, þar sem hinar misjöfnu kirkjudeildir styðjast við ólík almanök og tímatöl helgisiða. En sá fjölbreytileiki sem hér er lýst innan kristninnar er aðeins brot af þeirri margvísandi trúarlífsflóru hinnar stóru heildar sem þrjú ein- gyðistrúarbrögðin mynda, þ.e.a.s. gyðingdómur, kristni og íslam. Systur hefðarinnar þrjár Borgin geymir örlagasögu þessara þriggja systra – eingyðistrúarhefða. Í hugum trúaðra gyðinga er Jerú- salem tvímælalaust helgasti staður á jörðu. Davíð konungur gerði hana höfuðborg ríkis síns og musteri Sal- ómons og síðar Heródesar vitnuðu um nærveru og velþóknun Guðs. Í hugum gyðinga er Jerúsalem meira en borg. Hún er þeim griðastaður þar sem draumar og trúarleg fyr- irheit rætast. Gyðingdómur skiptist í alveg jafn- margar ólíkar deildir og fylkingar og kristnin gerir. Ef eitthvað er þá er landslagið þar enn fjölbreytilegra og oft á tíðum virðist það enn mótsagna- kenndara en hjá okkur hinum kristnu. Í huga múslima er borgin þriðja helgasta borg á jörðu á eftir Mekka og Medína í Sádi-Arabíu. Gullna hvelfingin á íslamska must- erinu sem stendur á miðju must- erissvæðinu er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Hún er einhver elsta og fegursta bygging íslamskrar trúar- hefðar og jafnvel þótt víðar væri leit- að. Helgisögnin segir að einmitt þar hafi Múhameð lagt upp í himnaför sína. Þá er Al-Aqsa-moskuna einnig að finna á suðurenda musterissvæð- isins. Múslimahlutinn er landfræðilega langstærstur í borginni og múslím- arnir eru flestallir arabar. Það merk- ir ekki að allir arabar á svæðinu séu múslímar en kristnum aröbum fer því miður ört fækkandi á svæðinu. Áður fyrr voru þeir fjölmargir og í miklum meirihluta. Það er mjög mið- ur því að það er líklegast af pólitísk- um ástæðum sem sú fækkun hefur átt sér stað. Samskonar þróun hefur einnig átt sér stað á stöðum eins og Betlehem og Nasaret þar sem kristnir menn voru í miklum meiri- hluta og hin kristna arfleifð gaf stöð- unum sögulegt og trúarlegt vægi. Í huga hinna kristnu er borgin sá vettvangur þar sem Jesús lifði sínar síðustu stundir á jörðu. Hin heilaga Grafarkirkja vitnar allt í senn um þjáningu hans og dauða á krossi sem og upprisu hans frá dauðum á þriðja degi. Páskar kristinna Það er einstök upplifun að taka þátt í páskahaldi í borginni helgu þar sem páskaundrið átti sér stað fyrir tæpum 2000 árum. Á pálmasunnudag má sjá litskrúð- ugar og fjölmennar skrúðgöngur syngjandi fólks hvaðanæva úr heim- inum. Þetta eru pílagrímar frá öllum heimsálfum sem og kristnir arabar úr borginni og þorpunum í kring. Fólkið streymir til borgarinnar og margir veifa pálmagreinum eða ólífu- viðargreinum, rétt eins og gert var þegar Jesús kom á sínum tíma inn í borgina, ríðandi á asna. Fólkið gengur slóð Jesú frá Ólíf- ufjallinu utan borgarmúranna og of- an í Kidrondalinn, framhjá Getsem- anegarðinum og inn um hlið gömlu borgarinnar. Fimmtudaginn fyrir páska er mik- ið um dýrðir í öllum helstu kirkjum borgarinnar þar sem kvöldmáltíð- arsakramentið er haft um hönd. En á skírdag er þess einmitt minnst þegar Jesús neytti síðustu kvöldmáltíð- arinnar með lærisveinum sínum og bauð þeim að neyta slíkrar máltíðar hvert sinn sem þeir kæmu saman í hans nafni. Á föstudaginn langa má sjá fjölda fólks fara í hópum um þröng stræti gömlu borgarinnar. Það fetar kross- ferli Krists og fer eftir vegi sorg- arinnar þ.e.a.s. þá leið sem talið er að Jesús hafi þurft að ganga með kross- inn. Bornir eru krossar af ýmsum stærðum og gerðum og á tilteknum stöðum er stoppað til að lesa úr písl- arsögunni, biðja eða syngja. Ljósið eilífa Klukkustund fyrir dögun á páska- dagsmorgun er slökkt á öllum ljós- kerum í hinni stóru Grafarkirkju í Ljósmynd/Hjörtur Magni Verslað í matinn Verslunarmennirnir eru háværir og ágeng- ir og því er gott að kunna að prútta. Rabb Tveir strarngtrúaðir gyðingar spjalla saman við bænagjörð. Gamla Jerúsalem á páskum Páskarnir eru helgasta hátíð gyðingdóms og kristni. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson segir það einstaka upp- lifun að taka þátt í páskahaldi í borginni helgu þar sem páska- undrið átti sér stað fyr- ir tæpum 2000 árum. » Í gyðing-kristnu páskahaldi er spilað á marga sameiginlega strengi sem hafa hljóm- að lengi, bæði meðal gyðinga og kristinna manna, reyndar í þús- undir ára. Viðkvæmt svæði Í bakgrunni er grátmúrinn og gullna hvelfingin á musterissvæðinu. En í forgrunni er göngubrú sem liggur upp á musterissvæðið og fornleifauppgröftur er í gangi við undirstöður brúarinnar. Í febrúar síðast- liðnum munaði minnstu að átök brytust út á svæðinu vegna þess að hreyft var við undirstöðum brúarinnar í því skyni að styrkja þær. En það var gert í leyfisleysi og þess vegna brutust út mikil mótmæli víða um hinn arabíska heim. Damaskushliðið Undir hliðinu er nú mikill fornleifauppgröftur. Í borginni helgu Hjörtur Magni og kona hans Ebba Margrét Magnúsdóttir á múrum Jerúsalemborgar. »En sá fjölbreytileiki sem hér er lýst innan kristninnar er aðeins brot af þeirri margvís- andi trúarlífsflóru hinn- ar stóru heildar sem þrjú eingyðistrúar- brögðin mynda, þ.e.a.s. gyðingdómur, kristni og íslam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.