Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 8. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C  Suðaustan 5–10 metrar á sekúndu og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti 0–5 stig. » 8 ÞETTA HELST» Geir vinsælastur  Rúmlega 55% landsmanna eru já- kvæð í garð Geirs H. Haarde for- sætisráðherra ef marka má könnun Capacent Gallup um viðhorf til for- manna stjórnmálaflokkanna. Stein- grímur J. Sigfússon kemur næstur Geir í vinsældum og Ómar Ragn- arsson er í þriðja sæti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sá formaður sem flestir voru neikvæðir gagnvart eða rúm 50%. » 4 Stórauka þarf rannsóknir  Loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóð- anna kallar á stórauknar rannsóknir á áhrifum veðurfarsbreytinga og þeim afleiðingum sem hugsanlega koma fram við strendur Íslands, segir forstöðumaður hjá Loftslags- samningi SÞ. Nefnir hann m.a. áhrif veðurfars á hafstrauma og lífríki í hafinu sem þá þætti er rannsaka þarf. » 2 Neita meintu harðræði  Írönsk stjórnvöld segja lýsingar breskra sjóliða á meintu harðræði rangar og að um sviðsetningu sé að ræða. Sjóliðarnir sem voru í haldi Ír- ana í tæpar tvær vikur sögðust í yf- irlýsingu hafa sætt illri meðferð í vistinni. » 4 SKOÐANIR» Ljósvaki: Hvítur kóngur – rautt … Staksteinar: Óbreytt ríkisstjórn? Forystugreinar: Falskur hljómur | Reykjavíkurbréf UMRÆÐAN» Ný löggjöf um útsenda starfsmenn Capacent Gallup-könnun um SGS Veitir ungum vinnu Spennublandið stolt … Vildarkort fyrir 67 ára og eldri … Enn betri skóli – fyrir alla nemendur Þolendur og gerendur á Litla-Hrauni Framsóknarflokkurinn sýnir … ATVINNUBLAÐIл TÓNLIST» Jógvan Hansen sigraði í X Factor-keppninni » 63 Ben Frost, Nico Muhly og Valgeir Sigurðsson koma fram á útgáfu- tónleikum Bedroom Community. » 56 TÓNLIST» Útgáfu- tónleikar TÓNLIST» Skátaútilega endaði með plötuútgáfu. » 54 KVIKMYND» Barnvænn Fjalaköttur framundan. » 63 Sænskir foreldrar vilja ólmir láta dótt- ur sína heita Metal- lica en ekki eru allir sammála um ágæti nafnsins. » 57 Ég skíri þig … FÓLK» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ertu hryðjuverkamaður? 2. Allt hreinsað úr húsinu … 3. Brá sér á kamarinn og bjargaði … 4. Hjólaði niður lögreglumann Annaðhvort hetja eða skúrkur Alltaf með boltann á tánum Þar fór leikurinn með pabba! Sný neikvæði við með jákvæði EIÐUR SMÁRI » Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HÁLF önnur milljón dollara, jafnvirði um 100 millj- óna króna, hefur safnazt til Vatnasafnsins í Stykk- ishólmi. James Lingwood, forstöðumaður Art- angel-listastofnunarinnar brezku, sagði að um 1⁄3 fjárins kæmi frá íslenzkum aðilum og 2⁄3 frá aðilum utan Íslands. Hann sagði fyrirtæki og stofnanir leggja safninu lið, en að stórum hluta væri um ein- staklinga að ræða, sem vildu ekki opinbera nafn sitt, en hann hefði ekki hausatöluna við höndina. „Þetta er fólk sem hefur trú á listamanninum Roni Horn og vill leggja sitt af mörkum til þess að gera hugmynd hennar um endurgjald til Íslands í Vatna- safni í Stykkishólmi að veruleika,“ sagði Lingwood. Vatnasafnið í Stykkishólmi verður formlega opn- að 5. maí í fyrrverandi húsakynnum Amtsbóka- safnsins á Þinghúshöfða. Í kjallara hússins verður rithöfundaíbúð og fylgir dvöl þar styrkur að and- virði tvær milljónir króna. Á aðalhæð safnsins verður vatnslistaverk eftir Roni Horn og sérstakt hlustunarherbergi þar sem fólki gefst kostur á að hlusta á veðurfrásagnir fólks af Snæfellsnesi, sem Roni Horn hefur hljóðritað. Auk Artangel-stofnunarinnar standa að Vatna- safninu listamaðurinn Roni Horn, Stykkishólms- bær, samgönguráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Þrjú íslenzk fyrirtæki, Straumur-Burðarás Fjár- festingarbanki, FL Group og Olíufélagið, hafa skrif- að undir 13,5 milljóna kr. styrk til safnsins. Lyngwood sagði, að margir einstaklingar hefðu lagt rösklega hálfa aðra milljón til safnsins hver; þar á meðal einn íslenzkur; Hreiðar Már Sigurðsson. James Lingwood sagði, að Roni Horn væri vissu- lega hugmyndasmiðurinn og aðdráttaraflið í sam- bandi við Vatnasafnið en hlutur Íslands væri líka stór; þangað hefði listamaðurinn sótt styrk og inn- blástur og það vildi hún endurgjalda í verki með þessum hætti og fjöldinn allur með henni. „Það ljúkast upp ýmsar dyr, þegar Roni Horn og Ísland knýja á,“ sagði Lyngwood. „Þetta er góður fyrir- boði þess sem síðar verður.“ Hundrað milljónir hafa safnazt til Vatnasafnsins Morgunblaðið/Sverrir Söfnun Vatnasafnið verður til húsa í gamla amtsbókasafninu. Morgunblaðið/Einar Falur Frumkvöðlar Roni Horn og James Lingwood, stjórnandi list- stofnunarinnar Artangel, fyrir utan fyrirhugað Vatnasafn. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 10. apríl. Fréttaþjón- usta verður að venju á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Lesendur geta komið ábendingum um fréttir á netfrett@mbl.is. Áskriftardeild Morgunblaðsins verður opin í dag, páskadag, kl. 8–15. Lokað verður á annan í páskum. Skiptiborð blaðsins verður lokað í dag en opið verður á morgun, annan í páskum, kl. 13–20. Símanúmer Morgunblaðsins er 569-1100. Fréttaþjónusta á mbl.is ÞEIR sem kannast við Robert „Toshi“ Chan hafa trúlega séð hann í hlutverki sínu sem kínversk- ur mafíósi í verð- launamyndinni The Departed. Chan er nú staddur hér á landi en hann fer með hlutverk í mynd Ólafs Jóhann- essonar, Stóra planið. Þar fer Chan með hlutverk ímyndaðs bardaga- kappa sem persóna Péturs Jóhanns Sigfússonar glímir við. | 54 Ímyndaður bardagakappi Robert „Toshi“ Chan ÞESSIR fjörugu krakkar brugðu á leik í Fjölskyldugarðinum á föstu- daginn langa enda blíðskaparveður og því tilvalið að hoppa og skoppa á „Ærslabelgnum“ svokallaða. Nú er garðurinn opinn sem úti- vistarsvæði virka daga frá kl. 10 til 17 en leiktækin eru opin um helg- ar. Morgunblaðið/Ómar Hoppað og skoppað á Ærslabelgnum LANGÞRÁÐ ÚTIVIST Í FJÖLSKYLDUGARÐINUM ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.