Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 8. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2007
Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C
Suðaustan 5–10
metrar á sekúndu og
dálítil rigning eða
slydda með köflum.
Hiti 0–5 stig. » 8
ÞETTA HELST»
Geir vinsælastur
Rúmlega 55% landsmanna eru já-
kvæð í garð Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra ef marka má könnun
Capacent Gallup um viðhorf til for-
manna stjórnmálaflokkanna. Stein-
grímur J. Sigfússon kemur næstur
Geir í vinsældum og Ómar Ragn-
arsson er í þriðja sæti. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir er sá formaður
sem flestir voru neikvæðir gagnvart
eða rúm 50%. » 4
Stórauka þarf rannsóknir
Loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóð-
anna kallar á stórauknar rannsóknir
á áhrifum veðurfarsbreytinga og
þeim afleiðingum sem hugsanlega
koma fram við strendur Íslands,
segir forstöðumaður hjá Loftslags-
samningi SÞ. Nefnir hann m.a. áhrif
veðurfars á hafstrauma og lífríki í
hafinu sem þá þætti er rannsaka
þarf. » 2
Neita meintu harðræði
Írönsk stjórnvöld segja lýsingar
breskra sjóliða á meintu harðræði
rangar og að um sviðsetningu sé að
ræða. Sjóliðarnir sem voru í haldi Ír-
ana í tæpar tvær vikur sögðust í yf-
irlýsingu hafa sætt illri meðferð í
vistinni. » 4
SKOÐANIR»
Ljósvaki: Hvítur kóngur – rautt …
Staksteinar: Óbreytt ríkisstjórn?
Forystugreinar: Falskur hljómur |
Reykjavíkurbréf
UMRÆÐAN»
Ný löggjöf um útsenda starfsmenn
Capacent Gallup-könnun um SGS
Veitir ungum vinnu
Spennublandið stolt …
Vildarkort fyrir 67 ára og eldri …
Enn betri skóli – fyrir alla nemendur
Þolendur og gerendur á Litla-Hrauni
Framsóknarflokkurinn sýnir …
ATVINNUBLAÐIл
TÓNLIST»
Jógvan Hansen sigraði í
X Factor-keppninni » 63
Ben Frost, Nico
Muhly og Valgeir
Sigurðsson koma
fram á útgáfu-
tónleikum Bedroom
Community. » 56
TÓNLIST»
Útgáfu-
tónleikar
TÓNLIST»
Skátaútilega endaði með
plötuútgáfu. » 54
KVIKMYND»
Barnvænn Fjalaköttur
framundan. » 63
Sænskir foreldrar
vilja ólmir láta dótt-
ur sína heita Metal-
lica en ekki eru allir
sammála um ágæti
nafnsins. » 57
Ég skíri
þig …
FÓLK»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ertu hryðjuverkamaður?
2. Allt hreinsað úr húsinu …
3. Brá sér á kamarinn og bjargaði …
4. Hjólaði niður lögreglumann
Annaðhvort hetja eða skúrkur
Alltaf með boltann á tánum
Þar fór leikurinn með pabba!
Sný neikvæði við með jákvæði
EIÐUR SMÁRI »
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
HÁLF önnur milljón dollara, jafnvirði um 100 millj-
óna króna, hefur safnazt til Vatnasafnsins í Stykk-
ishólmi. James Lingwood, forstöðumaður Art-
angel-listastofnunarinnar brezku, sagði að um 1⁄3
fjárins kæmi frá íslenzkum aðilum og 2⁄3 frá aðilum
utan Íslands. Hann sagði fyrirtæki og stofnanir
leggja safninu lið, en að stórum hluta væri um ein-
staklinga að ræða, sem vildu ekki opinbera nafn
sitt, en hann hefði ekki hausatöluna við höndina.
„Þetta er fólk sem hefur trú á listamanninum Roni
Horn og vill leggja sitt af mörkum til þess að gera
hugmynd hennar um endurgjald til Íslands í Vatna-
safni í Stykkishólmi að veruleika,“ sagði Lingwood.
Vatnasafnið í Stykkishólmi verður formlega opn-
að 5. maí í fyrrverandi húsakynnum Amtsbóka-
safnsins á Þinghúshöfða. Í kjallara hússins verður
rithöfundaíbúð og fylgir dvöl þar styrkur að and-
virði tvær milljónir króna.
Á aðalhæð safnsins verður vatnslistaverk eftir
Roni Horn og sérstakt hlustunarherbergi þar sem
fólki gefst kostur á að hlusta á veðurfrásagnir fólks
af Snæfellsnesi, sem Roni Horn hefur hljóðritað.
Auk Artangel-stofnunarinnar standa að Vatna-
safninu listamaðurinn Roni Horn, Stykkishólms-
bær, samgönguráðuneyti og menntamálaráðuneyti.
Þrjú íslenzk fyrirtæki, Straumur-Burðarás Fjár-
festingarbanki, FL Group og Olíufélagið, hafa skrif-
að undir 13,5 milljóna kr. styrk til safnsins.
Lyngwood sagði, að margir einstaklingar hefðu lagt
rösklega hálfa aðra milljón til safnsins hver; þar á
meðal einn íslenzkur; Hreiðar Már Sigurðsson.
James Lingwood sagði, að Roni Horn væri vissu-
lega hugmyndasmiðurinn og aðdráttaraflið í sam-
bandi við Vatnasafnið en hlutur Íslands væri líka
stór; þangað hefði listamaðurinn sótt styrk og inn-
blástur og það vildi hún endurgjalda í verki með
þessum hætti og fjöldinn allur með henni. „Það
ljúkast upp ýmsar dyr, þegar Roni Horn og Ísland
knýja á,“ sagði Lyngwood. „Þetta er góður fyrir-
boði þess sem síðar verður.“
Hundrað milljónir hafa
safnazt til Vatnasafnsins
Morgunblaðið/Sverrir
Söfnun Vatnasafnið verður til húsa
í gamla amtsbókasafninu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Frumkvöðlar Roni Horn og James Lingwood, stjórnandi list-
stofnunarinnar Artangel, fyrir utan fyrirhugað Vatnasafn.
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út
þriðjudaginn 10. apríl. Fréttaþjón-
usta verður að venju á Fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is. Lesendur
geta komið ábendingum um fréttir á
netfrett@mbl.is.
Áskriftardeild Morgunblaðsins
verður opin í dag, páskadag, kl. 8–15.
Lokað verður á annan í páskum.
Skiptiborð blaðsins verður lokað í
dag en opið verður á morgun, annan í
páskum, kl. 13–20. Símanúmer
Morgunblaðsins er 569-1100.
Fréttaþjónusta á mbl.is
ÞEIR sem kannast
við Robert „Toshi“
Chan hafa trúlega
séð hann í hlutverki
sínu sem kínversk-
ur mafíósi í verð-
launamyndinni The
Departed. Chan er
nú staddur hér á
landi en hann fer
með hlutverk í mynd Ólafs Jóhann-
essonar, Stóra planið. Þar fer Chan
með hlutverk ímyndaðs bardaga-
kappa sem persóna Péturs Jóhanns
Sigfússonar glímir við. | 54
Ímyndaður
bardagakappi
Robert „Toshi“
Chan
ÞESSIR fjörugu krakkar brugðu á
leik í Fjölskyldugarðinum á föstu-
daginn langa enda blíðskaparveður
og því tilvalið að hoppa og skoppa
á „Ærslabelgnum“ svokallaða.
Nú er garðurinn opinn sem úti-
vistarsvæði virka daga frá kl. 10 til
17 en leiktækin eru opin um helg-
ar.
Morgunblaðið/Ómar
Hoppað og skoppað á Ærslabelgnum
LANGÞRÁÐ ÚTIVIST Í FJÖLSKYLDUGARÐINUM
♦♦♦