Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Maður fékk hníf í brjóst-ið á
þriðjudags-kvöld og var hætt
kominn. Einn maður
viður-kenndi að hafa stungið
manninn og var hnepptur í
gæslu-varð-hald að kröfu
lög-reglunnar.
Hinn slasaði var fluttur á
slysa-deild Land-spítalans
og gekkst undir aðgerð þar
sem þurfti að gefa honum
mikið blóð. Í aðgerðinni
kláruðust allar neyðar-birgðir
blóðs á spít-alanum.
Maðurinn er 48 ára gamall.
Alls voru fjórir menn
hand-teknir vegna
árásar-innar og hefur þrem
þeirra verið sleppt úr haldi.
Þá var ráðist á
unglings-pilt í strætó-skýli í
Breið-holti á þriðju-dag.
Hann meiddist ekki
alvar-lega en árásin var
einkar fólsku-leg. Þrír
ókunnir piltar komu ak-andi
upp að skýlinu þar sem
pilturinn beið ásamt
kærustunni sinni og börðu
hann. Lög-reglan náði þeim
og viður-kenndu þeir
árásina. Ekki liggur fyrir
hvað þeim gekk til með
þessu at-hæfi en málið er í
rann-sókn hjá lög-reglunni á
höfuð-borgar-svæðinu.
Fékk hníf
í brjóst-ið
Morgunblaðið/Júlíus
Lífshættulega særður.
Banda-ríski
tón-listar-
maður-inn 50
Cent var
meðal þeirra
sem komu
fram í
af-mælis-
veislu
kaup-sýslu-mannsins
Björg-ólfs Thors
Björg-ólfs-sonar sem fram
fór á dögunum. Veislan var
haldin á Karíbahafseyjunni
Jamaíka og hafði Björg-ólfur
boðið þangað sínum
nán-ustu vin-um og
ætt-ingjum í til-efni af því
að hann varð 40 ára 19.
mars síðast-liðinn.
50 Cent er rapp-ari frá
New York sem hefur selt
yfir 21 mill-jón platna um
allan heim og verið
til-nefndur til fjölda
verðl-launa. Hann hefur
einnig skrifað bækur, leikið
í kvik-myndum og komið
fram í sjón-varpi.
Árið 2004 hélt 50 Cent
tón-leika í
Laugar-dals-höllinni í
Reykja-vík.
50 Cent í
af-mæli
Björg-ólfs
50 Cent
BLÚSHÁTÍÐ í
Reykjavík var
sett í byrjun
dymbilviku og
lýkur annað
kvöld.
Þetta er í
fjórða sinn
sem hátíðin er
haldin og
stækkar hún
með hverju árinu að sögn
Halldórs Bragasonar
stofnanda hennar.
Ýmsar stórstjörnur koma
fram á hátíðinni í ár og má
þar m.a nefna gítarsnillinginn
Ronnie Baker Brooks sem
kemur frá Bandaríkjunum, og
söngkonuna Zoru Young sem
kemur fram á hátíðinni með
Halldóri Bragasyni og Blue
Ice band.
Á föstudaginn langa lauk
Blúshátíð með veglegri
sálma- og gospeldagskrá í
Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar
komu fram: Zora Young,
Andrea Gylfadóttir, KK sem
var kosin blúsmaður ársins
við setningu Blúshátíðar í ár,
Lay Low, Brynhildur
Björnsdóttir og Goðsagnir
Íslands.
Blúshátíð
í gangi
KK er blús-
maður
ársins.
Óöldin í Afríku-landinu
Sómalíu færðist í aukana um
síðustu helgi. Bardagarnir í
höfuðborginni, Mogadishu,
voru þeir mestu í 15 ár. Um
10.000 manns flúðu
höfuðborgina á þremur
dögum.
Hjálpar-stofnanir segja að
um 96.000 manns hafi flúið
heimili sín í Sómalíu á
síðustu tveimur mánuðum.
Hræðilegt ástand ríkir í
Mogadishu og íbúarnir eru
óttaslegnir. Þúsundir manna
eru peningalausar á flótta
með aleigu sína á bakinu.
Erfitt er fyrir hjálparsveitir
að aðstoða flóttafólkið og
víða er mikill skortur á vatni
og mat. Á mörgum stöðum er
líka skortur á lyfjum og mörg
börn hafa dáið úr sjúkdómum
sem berast með menguðu
vatni.
Mikil neyð
í Sómalíu
vegna
átakaForseti Úkraínu, ViktorJústsjenkó, rauf þing á
mánudag og boðaði til
kosninga. Hann sakaði
forsætis-ráðherra landsins,
Viktor Janúkovítsj, og stjórn
hans um að hafa brotið
stjórnarskrána.
Jústsjenkó óttast að
stjórnin auki meiri-hluta
sinn á þinginu til að geta
hnekkt neitunar-valdi
forsetans og breytt
stjórnar-skránni.
Forsætis-ráðherrann
hafnaði tilskipun forsetans
um þing-rof. Þingið
samþykkti tillögu um að
leysa kjör-stjórn landsins
upp. Þingið fól líka
stjórnar-skrár-dóm-stól
Úkraínu að úrskurða hvort
tilskipun forsetans væri
brot á stjórnar-skránni.
Jústsjenkó og Janúkovítsj
hafa lengi tekist á um
völdin. Janúkovítsj reyndi
að verða forseti 2004 og
var lýstur sigur-vegari.
Andóf lýðræðis-sinna í
„appelsínu-gulu byltingunni“
varð til þess að hann varð
að sætta sig við að kosið
yrði á ný. Þá tapaði hann
naumlega fyrir Jústsjenkó.
Janúkovítsj varð síðan
forsætis-ráðherra eftir að
flokkur hans sigraði í
þing-kosningum á síðasta
ári.
Forseti Úkraínu leysti þing-
ið upp í baráttu um völdin
Reuters
Stuðningsmenn forsætisráðherra Úkraínu mótmæla í Kíev.
RAGNA Ingólfsdóttir úr Tennis-
og badmintonfélagi
Reykjavíkur varð þrefaldur
Íslands-meistari í badminton
síðastliðinn sunnudag. „Þetta
var mjög eftirminnilegur
dagur. Ég hef aldrei áður
unnið Íslandsmeistaratitla í
einliða-, tvíliða- og
tvenndarleik á sama tíma,“
segir Ragna.
Ragna, sem er 24 ára,
ætlar sér stóra hluti –
markmið hennar er að
komast á Ólympíuleikana í
Peking í Kína árið 2008.
„Þetta er fimmta árið í röð
sem ég vinn einliðaleikinn á
Íslandsmótinu og í sjötta sinn
sem ég fæ gull í
tvíliðaleiknum. Ég hef aldrei
áður unnið tvenndarleikinn.
Það var sá úrslitaleikur sem
mér fannst erfiðastur. Hann
var síðastur á dagskrá og ég
ætlaði mér ekki að klúðra
tækifærinu að vinna þrefalt –
enda hef ég stefnt að þessu í
mörg ár.“
Ragna lék með Helga
Jóhannessyni í
tvenndarleiknum og Katrínu
Atladóttur í tvíliðaleiknum.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég
leik með Helga í tvenndarleik
og ætli það hafi ekki skipt öllu
máli í ár – að ég mætti með
nýjan karl,“ sagði Ragna í
léttum tón.
Ragna stundar nám við
Háskóla Íslands og stefnir á
að ljúka BA-námi í heimspeki
og sálfræði í sumar.
„Ég mun lítið gera annað en
að æfa og keppa erlendis
fram í maí á næsta ári.
Markmiðið er að leika á einu
til tveimur alþjóðlegum
mótum í hverjum mánuði,
safna stigum og komast ofar
á heimslistanum í
einliðaleik,“ segir Ragna,
sem er í 49. sæti
heimslistans.
Ragna varð þrefaldur Íslandsmeistari
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Meistari Ragna Ingólfsdóttir Netfang: auefni@mbl.is