Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 30
ferðalög
30 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lífshlaup
Í
prestsíbúðum kaþólsku
kirkjunnar á Íslandi við Há-
vallagötu í Reykjavík býr
séra Hubert Oremus. Strax í
anddyrinu er andrúmsloftið
óvenjulegt – þrungið hæverskri
kyrrð og nánast ópersónulegum
anda. Kristilegar styttur horfa fram
fyrir sig með óbifanlegri ró og ekkert
heyrist nema fótatak okkar séra Hu-
berts þegar við göngum upp stigann
og inn ganginn, áleiðis að herbergi
hans.
„Séra Hjalti Þorkelsson hafði
þetta herbergi áður, en ég hef verið
hér í 19 ár núna,“ segir séra Hubert
og ég geng á eftir honum inn. Ég hef
aldrei áður komið inn í einkaíbúð
kaþólsks prests en undrast þó ekki
það sem fyrir augu ber; bækur af
margvíslegu tagi, þykkar og stórar
og pappírar hér og þar, stórir staflar
af þeim á skrifborði séra Huberts.
„Þegar ég kom hingað fyrir 29 ár-
um, 10. júní 1978. var hér lítill kaþ-
ólskur söfnuður, nú eru um 8.000
manns á skrá,“ segir hann og sýnir
mér þykka pappírsmöppu sem inni-
heldur nöfn kaþólskra á Íslandi.
„Og svo eru allir óskráðu útlend-
ingarnir,“ bætir hann við.
Sjálfur lítur séra Hubert greini-
lega ekki á sig sem útlending, talar
enda ágæta íslensku og þekkir vel
hið íslenska samfélag af eigin raun
og umræðum annarra. Ákvörðun
séra Huberts, að verða prestur, átti
sér langan aðdraganda.
„Ég var ekki nema fjögra ára þeg-
ar ég ákvað að verða trúboði í Kína,
ég sá mynd þaðan og það mótaði af-
stöðu mína,“ segir hann og býður
mér sæti í hægindastól og sest sjálf-
ur á móti mér í annan stól.
Látleysi manns sem hugsar meira
um andlegt líf sitt en hið veraldlega
hefur fyrir margt löngu sett mark
sitt á hann sjálfan og umhverfi hans.
Ofan á löngum bókaskáp eru fjöl-
mörg kerti.
„Þær hafa gefið mér þessi kerti
nunnurnar í Karmelklaustrinu í
Hafnarfirði, þar kem ég til að messa
vissa daga vikunnar eldsnemma á
morgnana, þótt ég sé að verða níræð-
ur,“ segir séra Hubert.
„Ég keyri ennþá, fæ alltaf endur-
nýjað bílprófið mitt ár frá ári. Ég hef
góða sjón og hef aldrei lent í árekstri.
Ég á gamlan Volkswagen Polo sem
er ágætur, en ég keyri reyndar ekki
á annatíma, þá er bíllinn hér inni í
bílskúr – svo gæti ég þess að aka ekki
of hratt þegar ég fer á milli,“ segir
séra Hubert og brosir lítillega.
Fyrstu ár sín á Íslandi var hann
prestur við Karmelklaustrið í Hafn-
arfirði. Þá messaði hann oft í sóknar-
kirkju lúterskra og vegna vetrar-
kuldanna og í vináttuskyni gaf
lúterski presturinn á staðnum séra
Hubert loðhúfu sem hann hefur nú
átt í nær 30 ár og lengst af hefur
skýlt honum fyrir norðangarranum
hér. Hann ber enn þá húfu inni við en
fjárfesti fyrir nokkru í nýrri loðhúfu
til að hafa úti við.
„Sú gamla er orðin slitin,“ segir
hann og setur hana upp til að sýna
gripinn sem honum þykir greinilega
vænt um, sjáanlegt merki um velvild
kollega í öðru trúfélagi.
Það var ekki nema von að séra Hu-
bert Oremus brygði við að koma
hingað í kuldann. Áður hafði hann
lengi verið prestur í Egyptalandi,
var svo rétt kominn til Hollands áð-
ur en hann var kallaður til starfa
hér.
„Ég er elstur átta systkina, þrjár
systur eru á lífi og einn bróðir,“ seg-
ir séra Hubert.
Hann fæddist í Hollandi 20. júlí
1917, í smábæ rétt við Utrecht og
ólst þar upp. Móðir hans var frá
Belgíu en faðir hans var af
hugenottaættum, forfeður hans
flýðu fyrir 200 árum frá Frakklandi
til Hollands.
„Ég var ellefu ára þegar ég fór í
prestaskóla. Þar var ég í sjö ár og
næstu sjö ár í æðri prestaskóla,“
segir hann.
„Lengst hef ég búið á Íslandi, 29
ár, ég bjó aðeins 27 ár í Hollandi,“
bætir hann við.
Gjafir Kerti frá nunnunum í Karmelítaklaustri í Hafnarfirði.
Pappírar Félagatal kaþólskra á Íslandi, sem eru um átta þúsund.
Þörf fyrir nýtt
Fyrir 29 árum kom
kaþólski presturinn
séra Hubert Oremus til
starfa á Íslandi. Guð-
rún Guðlaugsdóttir
ræddi við hann um feril
hans og skoðanir á nú-
tíð og fortíð.
Kaþólskur Séra Hubert Oremus hefur verið prestur á Íslandi í tuttugu og níu ár.
Mao Tse Tung lokaði Kína
„Ég ætlaði frá upphafi að verða
trúboði í Kína, sem fyrr sagði. Þegar
ég var lítill bjó ég mig alltaf sem
Kínaverja í dýrlingaskrúðgöngum.
Ég man ég grét einu sinni af því að
enginn Kínverjabúningur var eftir
og ég varð að vera Afríkubúi.
Eftir að ég hafði vígst sem prestur
1944 gat ég farið frá Hollandi. Á
stríðsárunum var hins vegar tekið
fyrir ferðir trúboða til Kína. Venju-
lega fóru þeir þangað viku eftir
vígslu en vegna stríðsins söfnuðust
saman í húsi kirkjunnar 75 prestar
sem ekki höfðu komist til trúboða-
starfa. Árið 1946 voru margir þeirra
sendir til Parísar. Þangað fór ég og
hóf að læra kínversku við Sorbonne-
háskóla. Þegar ég átti eftir hálft ár í
Hvernig í ósköpunum geturðu þolað
það?“
„Allt fyrir ástina,“ svaraði ég og
reiddi mig á að þessi valkyrja ætti sér
mýkri hliðar. Og viti menn, hjarta
hennar bráðnaði á svipstundu. „„Allt
fyrir ástina“ – það líkar mér,“ sagði
hún og brosti blíðlega til mín. Sig-
urinn var í höfn; ég vissi að vega-
bréfsáritunin yrði tilbúin þegar til var
ætlast.
Veggir – málaðir og
blóði storknir
Um 120 kílómetra norður af Co-
tonou er Abomey, höfuðstaður hins
forna konungdæmis Dahomey eins
og Benín var áður kallað. Þar sátu
hinir afar óvægnu konungar Daho-
mey (að sögn afkomendur pardus-
dýrs og prinsessusonar) uns Frakkar
brutu landið undir sig seint á nítjándu
öld. Kastalaveggir Abomey voru
skreyttir höfuðkúpum óvina ríkisins,
öðrum til varnaðar. Sjálfir voru vegg-
irnir meðal annars gerðir úr storknu
blóði þeirra hina sömu óvina.
Konungshallirnar í Abomey eru nú
á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð-
anna. Hver konungur lét byggja sér
höll og af þeim tólf sem risu standa
tvær enn þann dag í dag. Ferða-
langar fá ekki að fara einir um þær og
leiðsögumaðurinn minn, Pierette að
nafni, lóðsaði mig um glaður í bragði.
Hann sýndi mér grafhvelfingu Guézo
konungs þar sem blóð fórnarlamba
hans þekur enn veggi. Þar eru einnig
vopn sem amasónurnar svokölluðu
báru. Þær tilheyrðu her konungdæm-
isins og voru alræmdar að grimmd;
og sneru þær ekki úr herför með
nægilega marga fanga fórnuðu þær
lífi sínu kónginum til dýrðar. Pierette
naut þess líka að benda mér á hásæti
Guézos; það hvílir á hauskúpum óvina
hans. Þessari nöturlegu skoðunarferð
lauk svo með heimsókn í musteri
Ahossanna en þar eru grafir 41 eig-
inkonu Glélés konungs sem voru
grafnar lifandi eftir dauða hans sjálfs.
Þegar ég var búin að fá minn
skammt af hryllingi þann daginn fór
ég á zemi eftir moldargötum að gisti-
húsinu Chez Monique í útjaðri borg-
arinnar. Þar hitti ég aðra gesti, hóp
Svisslendinga og Bandaríkjamanna
sem höfðu haldið til Abomey til að
vinna við munaðarleysingjahæli sem
þeir höfðu stutt frá því í ársbyrjun
2005. Þau spurðu hvort ég væri ekki
til í að hjálpa við að mála veggi einn
daginn með þeim.
Munaðarleysingjahælið Peuple du
Monde (www.peupledumonde.org) er
í þriggja hæða byggingu og hýsir 120
börn. Þrátt fyrir miklar endurbætur
undanfarin ár er hvorki rafmagn né
rennandi vatn í húsinu og ekki eru til
nógu mörg moskítónet fyrir öll börn-
in. Þeir sem reka hælið giskuðu á að
nærri þriðjungur þeirra væri sýktur
af alnæmi. Bandaríkjamennirnir
höfðu séð fyrir því að hægt yrði að
ganga úr skugga um það en þótt nið-
urstaða fengist vantaði fjármagn til
að greiða fyrir lyf og læknismeðferð.
Ég varði einum degi í að mála
veggi útieldhússins og tveggja úti-
kamra. Flugur sveimuðu um, hitinn
var steikjandi og svitinn taumaði af
mér svo stakk í augun. Svækjan hafði
engin áhrif á krakkana sem sungu
fyrir okkur í málningarvinnunni eða
þau kipptu í höndina á mér og báðu
mig um að taka mynd af sér. Ein
svissnesku kvennanna fræddi tán-
ingsstelpurnar um heilsuhætti; engin
þeirra vissi hvernig þær gætu orðið
ófrískar eða hvernig hægt væri að
koma í veg fyrir það.
Hinir brosmildu og fjörugu krakk-
ar í Peuple du Monde veittu mér auk-
inn styrk til að halda til annars mun-
aðarleysingjahælis sem ég hafði
ákveðið að heimsækja áður en ég
lagði upp í ferðalagið. Það er á vegum
SPES, samtaka í Tógó sem Íslend-
ingar stofnuðu og fjármagna að
mestu leyti. Leiðin lá aftur til Lomé.
eliza@elizareid.com
Hér er ég! Jafnvel þega ég er á efstu hæð munaðarleysingjahælisins
Peuple du Monde taka börnin eftir myndavél á lofti .
» Þeir sem höfðu þeg-ar náð þeim áfanga
skáru sig úr því þeir
báru kúabjöllur um
hálsinn auk fjölmargra
hálsmena úr kuðungs-
skeljum. Þau minntu
mig einna helst á skot-
beltin sem hetjurnar
bera í hasarmyndum.
Jafnvægi Þessi kona í Ouidah bað
mig um að taka mynd af sér. Hún
vildi sýna að hún gæti borið heljar-
innar ker flullt af glingri á höfði sér.
Eliza Reid ferðaðist ein síns liðs
um sjö lönd í Vestur-Afríku í októ-
ber og nóvember á liðnu ári. Þetta
er fjórði hluti ferðasögu hennar,
en fimmti og síðasti hlutinn birtist
næsta sunnudag. Slóðir á fyrri
greinar eru:
www.mbl.is/go/8hpsw
www.mbl.is/go/y3ma6
www.mbl.is/go/ysap2