Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gleðilega páska STOFNAÐ 1913 97. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR HUBERT OREMUS ÞÖRFIN FYRIR NÝTT KRAFTAVERK Á ÍSLANDI Í 29 ÁR >> 30 SVERRIR Í HÓLMI FÉ OG FÓLK FARIÐ EN HANN FER HVERGI GÆTIR MERKRA MINJA >> 22 SAMEINUÐ Í SMEKK HEFUR UNNIÐ NÁIÐ MEÐ BJÖRK MATT BELL >> 55 HVERNIG á að klæða sig með grænum hætti? Er hægt með góðri samvisku að vera í takt við tískuna? Uppruni fatanna, meðferð þeirra og nýting eru mál dagsins. Tíska með góðri samvisku MIKIL leynd hvílir yfir rann- sóknastofum AC Mílanó þar sem fylgst er með andlegu og líkamlegu ástandi leikmanna út í ystu æsar og árangurinn þykir blasa við. Rannsaka kropp og koll SNILLI Garrís Kasparovs við skák- borðið er óumdeild, en nú hefur hann hætt sér út í refskák rúss- neskra stjórnmála og þar mun hann ekki njóta sömu yfirburða. VIKUSPEGILL Pólitísk skák Kasparovs SENN hefjast framkvæmdir við skóla og heima- vist í hinu bág- stadda Vestur- Afríkuríki Líber- íu með aðild íslenskra stjórn- valda. ABC barnahjálp hefur umsjón með verkefninu en stjórnandi þess ytra verður heima- maðurinn Matthew T. Sakeuh. Morgunblaðið ræddi við Sakeuh þegar hann var staddur hér á landi á dögunum en hann hefur lifað við- burðaríku lífi svo ekki sé meira sagt. Í borgarastríðinu slapp hann úr landi þar sem maðurinn sem ætlaði að myrða hann hafði brugðið sér í mat. Hann ólst upp í fátækt í frumskógum Líberíu og sá ekki bíl fyrr en hann var orðinn 17 ára. 12 ára gamall sá hann í fyrsta skipti hvíta manneskju og lagði á flótta, þar sem hann taldi að vofa væri á ferðinni. | 10 Morðinginn brá sér í hádegismat Ísland kemur að upp- byggingu í Líberíu Matthew T. Sakeuh Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is EIÐUR Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur engin áform um annað en halda áfram að berjast fyrir stöðu sinni hjá Barce- lona og klára samninginn við Evrópumeistarana sem rennur út sumarið 2010. Hann kveðst aldrei hafa upplifað eins mikla ut- anaðkomandi pressu og hjá Barcelona. „Í raun má segja að á þeim stutta tíma sem ég hef verið hérna hafi ég fengið að kynnast öllum hliðum á því að leika fyrir Barcelona. Ég hef verið inn og út úr lið- inu og bæði fengið hrós og skammir. Raunar er ekkert þarna á milli – hjá Barcelona er maður ann- aðhvort hetja eða skúrkur,“ segir Eiður Smári sem er þokkalega sáttur við sinn hlut í vetur. „Auðvitað vill maður alltaf meira og ég veit að ég get betur. En þetta er fyrsta árið mitt hérna og ég hef gengið í gegnum miklar breytingar. Miðað við það er ég þokkalega sáttur.“ Ítarlega er rætt við Eið Smára í blaðauka sem fylgir Morgunblaðinu í dag en blaðið sótti hann heim til Barcelona fyrir skemmstu. Þar verður honum tíðrætt um metnað sinn og mikilvægi þess að æfa af kappi til að halda sér á toppnum í vinsæl- ustu íþrótt í heimi. Þegar Eiður Smári er spurður hver hafi verið erfiðasti andstæðingurinn gegnum tíðina stendur ekki á svari: „Ég sjálfur. Ég er rosalega sjálfsgagnrýninn og það koma tímar þar sem ég skil hreinlega ekki hvers vegna hlutirnir ganga ekki eins og ég vil að þeir gangi. Ég veit hvað býr í mér og ef ég næ ekki að sýna það verð ég vonsvikinn. Ég segi ekki að ég verði þunglyndur en þetta dregur mig klárlega niður.“ Rosalega sjálfsgagnrýninn Eiður Smári Guðjohnsen staðráðinn í að berjast áfram fyrir sæti sínu hjá Barce- lona og klára samninginn við Evrópumeistarana sem rennur út eftir rúm þrjú ár Ljósmynd/Ívar Örn Indriðason Umsetinn Eiður afhendir ungum aðdáendum treyjur við tökur á Eimskips-auglýsingu í Barcelona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.