Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í vorsólina við Alicante á hreint ótrúlegum kjörum. Allra síðustu sætin á frábæru tilboði. Þú kaupir tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Úrval gistimöguleika á Benidorm í boði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Alicante 13. apríl frá kr. 9.990 Allra síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Út 13. apríl og heim 9. maí. Netverð á mann. Verð kr. 9.990 Flugsæti aðra leið með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð frá KEF 13. apríl. Netverð á mann. RÚMLEGA 55% landsmanna hafa jákvætt viðhorf til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins, en tæplega 19% eru neikvæð gagnvart honum. Þetta kem- ur m.a. fram í símakönnun sem Capa- cent Gallup gerði dagana 28. mars til 2. apríl um viðhorf til formanna stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni er Geir sá formaður sem nýtur mestra vinsælda og að auki eru fæstir neikvæðir gagnvart honum. Fleiri höfðu jákvæða afstöðu en neikvæða gagnvart tveimur öðrum formönnum stjórnmálaflokka; Stein- grími J. Sigfússyni formanni Vinstri grænna og Ómari Ragnarssyni for- manni Íslandshreyfingarinnar. Stein- grímur er sá formaður sem kemur næstur Geir í vinsældum en jákvæði gagnvart honum mældist rúm 50%. Flestir neikvæðir gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu Fleiri höfðu neikvæða afstöðu en jákvæða gagnvart þremur formönn- um stjórnmálaflokka; Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, formanni Samfylk- ingarinnar, Jóni Sigurðssyni, for- manni Framsóknarflokksins, og Guð- jóni A. Kristjánssyni, formanni Frjálslynda flokksins. Ingibjörg Sólrún er sá formaður sem flestir voru neikvæðir gagnvart eða rúm 50%. Af þeim sem voru jákvæðir gagn- vart Steingrími J. Sigfússyni kváðust 93% ætla að kjósa Vinstri græna og rúm 93% þeirra sem voru jákvæðir gagnvart Geir H. Haarde ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá ætla rúmlega 87% þeirra sem voru já- kvæðir gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að kjósa Samfylkinguna. Rúm 7% þeirra sem voru neikvæðir gagnvart Jóni Sigurðssyni ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Rúmlega 58% þjóðarinnar eru hlynnt því að hlé verði gert á frekari stóriðju í landinu næstu fimm árin en tæplega 33% þjóðarinnar eru því and- víg. Rúmlega 66% kvenna eru hlynnt hléi á stóriðju en tæp 49% karla. Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokks er andvígur því að hlé verði gert á stóriðju eða tæplega 52%. Þá eru tæplega 45% kjósenda Framsóknar- flokks andvíg hléi á stóriðju. Rúmlega 90% kjósenda Vinstri grænna eru hlynnt því að hlé verði gert á stóriðju og tæplega 74% kjósenda Samfylk- ingarinnar. Viðhorf til formanna stjórnmálaflokkanna og þess að hlé verði gert á áframhaldandi stóriðju                                              !!       !     !              !  !     !!            ! !! !           !                                                        ! "               "#$"#%"&'(  "$" )*++,"&-( ".++,"&(  " /*"+/% "& ( "   ++,"&0(  "1$"2+ ++,"&3(   ! !         !      ! !   ! #$% &  '() * ( +,- #  +- (. +//0 1 &2 3  4 3   1 &2 $ .2 4 $ .2     ! $ .2                  !   "  !!        #$% &  '() * ( +,- #  +- (. +//0                !   !!   !      ! !! !   Geir nýtur mestra vinsælda Könnunin var símakönnun og úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 1230 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 62%. ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi við Seljaveg á tólfta tímanum á föstudagskvöld. Íbúar voru komnir út úr húsinu þeg- ar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti á vettvang og gekk slökkvi- starf vel. Eldurinn var staðbundinn við eitt herbergi íbúðarinnar, sem skemmdist mikið, auk þess sem frek- ari skemmdir urðu af völdum sóts og vatns. Eldsupptök eru ókunn og til rannsóknar. Erilsamt var á laugardagskvöld og voru nánast linnulaus útköll fram á nótt. Meðal annars kom upp eldur í bifreið sem stóð á bílastæði við Flug- vallaveg. Þar höfðu tveir menn verið að sniffa gas og kveiktu sér í vind- lingum í kjölfarið. Auk þess að kveikja í bílnum brunnu þeir tölu- vert á andliti og höndum og voru fluttir á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss vegna atviksins. Helst voru það þó sinueldar sem þurfti að sinna, en þeir voru t.a.m. kveiktir víða í Hafnarfirði. Þeir ollu einnig slökkviliðinu á Suðurnesjum vandræðum en um miðjan dag var tilkynnt um mikinn sinueld í Ósa- botnum í Reykjanesbæ skammt norðan við Hafnavegi, og laust fyrir miðnætti var kveikt í sinu við Bakka- stíg í Reykjanesbæ og var eldurinn á um tíu fermetra svæði. Erill hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðið/Júlíus Eldur Slökkvistarf við Seljaveg. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD í Íran vísuðu í gær á bug frásögnum bresku sjóliðanna sem sleppt var á fimmtudag eftir nær tveggja vikna fangavist um að þeir hefðu sætt stöðugum sálfræði- legum þrýstingi og margvíslegu harðræði í fangavistinni í Íran. Í yf- irlýsingu utanríkisráðuneytisins í Teheran sagði að „sviðsettar aðgerð- ir af þessu tagi“ gætu ekki dulið mis- tök sjóliðanna 15 sem hefðu með ólöglegum hætti farið inn í íranska lögsögu. Bretar fullyrða að sjólið- arnir hafi verið í lögsögu Íraks. „Við höfum gert okkar og sýnt okkar góða vilja... nú er komið að bresku stjórninni að bregðast við á jákvæðan hátt,“ sagði sendiherra Ír- ans í Bretlandi, Rasoul Movahedian, í gær. Sjóliðarnir voru handteknir rétt eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einum rómi að herða verulega efnahagslegar refsi- aðgerðir sínar gegn Íran fyrir að verða ekki við tilmælum Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar um að stöðva tilraunir með auðgun úrans sem hægt er að nota til sprengju- gerðar. Bretar hafa ásamt Banda- ríkjamönnum beitt sér ákaft gegn Íran í málinu. Einnig er bent á að Bandaríkja- menn hafi enn í haldi fimm íranska diplómata í Írak en mennirnir voru sakaðir um að styðja þar uppreisn- arsveitir. Ef fullyrðingum Breta er trúað um að ekki hafi verið farið inn í lög- sögu Írans er hugsanlegt að ráða- menn í Teheran hafi látið handtaka sjóliðana til að nota þá sem skipti- mynt. Þeir hafi viljað þvinga Breta til að beita sér í máli diplómatanna. Tímaritið The Economist segir að Íranar hafi ef til vill talið of hættu- legt að ráðast beinlínis gegn Banda- ríkjamönnum en gert það óbeint með þessum hætti. En þótt sjóliða- deilan vekti úlfúð og ugg um að hún væri upphafið að enn harðari deilum og jafnvel átökum þykir samt ljóst að nú hafi opnast eins konar sam- skiptarás sem ríkin tvö geti reynt að nýta sér í von um að leysa aðrar deil- ur. Fjölmiðlar í Bretlandi fögnuðu ákaft þegar sjóliðarnir, 14 karlar og ein kona, sneru heimleiðis á fimmtu- dag. Yfirmaður breska flotans, sir Jonathan Bond, hefur hrósað sjólið- unum og sagt þá hafa farið að öllu rétt að, bæði þegar skip þeirra var stöðvað og eins í varðhaldinu. Fram- koma þeirra hefði einkennst af virðuleika og hugrekki en áður höfðu heyrst gagnrýnisraddir þeirra sem sögðu að sjóliðarnir og landgöngulið- arnir hefðu átt að veita mótspyrnu. Einnig var fundið að því að fólkið skyldi í varðhaldinu koma fram í írönsku sjónvarpi, viðurkenna þar sekt sína og hrósa Írönum í hástert fyrir góðan aðbúnað og mannúðlega framkomu. En við yfirheyrslur eftir heimkomuna sagðist fólkið hafa sætt hótunum um að það myndi hljóta sjö ára fangelsisdóm ef það játaði ekki, allir hefðu verið hafðir í einangrun, bundið hefði verið fyrir augu þeirra og hendurnar bundnar fyrir aftan bak. Ekki „kom til mála að veita mótspyrnu“, segja sjóliðarnir. Bresk blöð röktu meðal annars frásögn eins landgönguliðans, Joe Tindell. „Einn af landgönguliðunum hélt að við færum fyrir aftökusveit sem er skiljanlegt því að við heyrð- um að byssuhanar voru spenntir fyr- ir aftan okkur. Hann fleygði sér þess vegna á gólfið og æpti „strákar, það á að taka okkur af lífi“. Íranar neita að hafa beitt sjóliða harðræði Fólkið segist hafa sætt hótunum Reuters Léttir Einn af bresku landgönguliðunum sem Íranar handtóku, Adam Sperry, með móður sinni, Söndru Sperry, á blaðamannafundi á föstudag. Í HNOTSKURN »Bátur sjóliðanna var send-ur til að kanna ferðir skips sunnan við vatnaleiðina Shatt- el-Arab við ósa fljótanna Efrat og Tígris en vatnaleiðin skilur á milli Íraks og Írans. »Bretar segja sjóliðanahafa verið um 1,7 sjómílur innan íraskrar lögsögu. »Erlenda herliðið í Írak hef-ur heimild Sameinuðu þjóðanna til að annast eftirlit á þessum slóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.