Morgunblaðið - 13.06.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 13.06.2007, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● OMX úrvalsvísitalan á Íslandi lækkaði aðeins í gær. Fór niður í 8.134 stig og hafði þá lækkað um 0,02%. Heildarviðskipti námu rúm- um 22,7 milljörðum króna. Viðskipti með hlutabréf á aðallista voru tæpir 9,4 milljarðar og skuldabréf rúmir 13 milljarðar. Mest hækkaði gengi bréfa Eimskipa eða um 1,47%. Mest lækkuðu bréf í Atlantic Petroleum eða um 1,8% og Össuri um 1,4%. Krónan styrktist um tæpt prósent í gær og endaði gengisvísitalan í 114,4 stigum. Bandaríkjadalur var 63,15 kr., evran var 84,1 kr. og pundið 124,71 kr. Mest viðskipti með skuldabréf ● UNITY, fjár- festingafélag í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stan- ford, hefur flaggað í bresku kaup- höllina 4,87% hlut í verslanakeðj- unni Debenhams. Hefur hluturinn smátt og smátt aukist síðustu vik- urnar en nokkuð sterkur orðrómur hefur verið um það í Bretlandi að Baugur og félagar ætli að taka yfir Debenhams. Eftir að flöggunin var birt hækkuðu bréfin í Debenhams um 4% en markaðsvirði hlutar Unity er miðað við gengi gærdagsins um 60 milljónir punda, jafnvirði um sjö milljarða króna. Áður höfðu bréfin lækkað í verði eftir að tilkynnt var um versnandi afkomu í apríl síðast- liðnum. Unity á hluti í bresku versl- anakeðjunni, Moss Bros. Baugur og FL Group með hlut í Debenhams ● HEILDARÚTLÁN Íbúðalánasjóðs í maí námu tæplega sex milljörðum króna, þar af voru tæpar 800 millj- ónir króna vegna leiguíbúðalána. Meðallán var tæplega 9,3 milljónir króna. Íbúðalánasjóður hefur lánað 11,2 milljarða króna á fyrstu tveimur mánuðum annars ársfjórðungs. Því má vænta þess að útlán verði við efri mörk áætlunar sjóðsins, sem eru 15 milljarðar króna, en útlán fóru fram úr áætlunum á fyrsta ársfjórðungi. Sjóðurinn hefur lánað 24,8 millj- arða króna á árinu 2007. Staða heildarútlána í lok maí er 428 millj- arðar króna. Heildarhlutdeild sjóðs- ins í útistandandi íbúðalánum er um 44% en 56% af nýjum lánum á þessu ári. Vísitala fasteignaverðs á höf- uðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í apríl. Hækkun vísitölunnar síðast- liðna tólf mánuði er því 5,3%. Raun- verð fasteigna hefur því staðið í stað undanfarið ár. Útlán Íbúðalánasjóðs við efri mörk áætlunar POLIMOON í Noregi, sem er dótt- urfélag Promens, hefur fest kaup á franska fyrirtækinu Dekoplast. Um er að ræða fyrirtæki sem framleiðir umbúðir fyrir snyrti- og lyfjavörur. Kaupverð er ekki gefið upp en velta Dekoplast var á síðasta ári um 17 milljónir evra, jafnvirði um 1.445 milljóna króna. Fjármögnun kaup- anna var í höndum DnB Nor. Í tilkynningu um viðskiptin segir að afkoma Dekoplast síðustu árin hafi verið óviðunandi en fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í lok síðasta árs. Dekoplast hefur verið með tvær verksmiðjur í Frakklandi en fram- leiðslan verður sameinuð undir eitt þak í bænum La Roche sur Foron. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, segist vera sannfærð um að yfirtakan á Dekoplast gefi ýmis tækifæri til að efla starfsemina og auka framleiðni. Starfsemin verði styrkt með þeirri þekkingu sem sé til staðar hjá Promens og Polimoon. Starfsmenn 5.800 Promens er með starfsemi á 60 stöðum í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku og alls 5.800 starfs- menn á sínum vegum. Velta sam- stæðunnar á síðasta ári nam 710 milljónum evra, eða um 60 milljörð- um króna á núvirði. Helstu eigendur Promens eru Atorka Group og Landsbankinn. Polimoon kaupir franskt fyrirtæki ins vera að skila sér út í verðlagið en bæði matvara og fatnaður lækkuðu milli mánaða. Einnig lækkuðu tóm- stundir og menning. Greining Kaupþings vekur at- hygli á því að verð á hótel- og veit- ingaþjónustu virðist almennt hafa hækkað og nemur sú hækkun um 1,2% milli mánaða. ASÍ bendir einnig á að verð á veit- ingaþjónustu sé að hækka annan mánuðinn í röð, sem þýði að spá Hagstofunnar um að virðisauka- skattslækkunin gæti skilað sér í 9% verðlækkun til neytenda gangi ekki eftir. Hagstofan hefur reiknað út að miðað við svonefnda fastskattavísi- tölu stæði verðbólgan nú í 5,8% ef skattalækkanir í mars hefðu ekki komið til. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2% sem myndi mælast sem 8,2% verð- bólga á ári (5,0% verðbólga fyrir vísitöluna án húsnæðis) og undir- liggjandi verðbólga er því nokkuð mikil. Verðbólgan undir 4% í sumar Greining Glitnis gerir ráð fyrir að verðbólgan fari undir 4% í sumar þegar sumarútsölur standa yfir og áhrif styrkingar krónunnar ættu að fara að koma í ljós í verðlagi. Hins vegar er þar talið líklegt að verð- bólga aukist á ný á haustmánuðum og segir í Morgunkorni að þá sé gert ráð fyrir að gengi krónunnar lækki snarpt og að því muni fylgja skamm- vinnur verðbólgukúfur. Greiningar- deild Kaupþings tekur í sama streng og segir að þó að dragi hratt úr tólf mánaða verðbólgu sé sigur yfir verðbólgudraugnum ekki í höfn meðan eldsneyti og húsnæði leiði hækkun vísitölu. Hins vegar vegi styrking krónunnar nokkuð á móti og megi væntanlega sjá þess stað á næstu mánuðum. Greiningardeildirnar gera ekki ráð fyrir að Seðlabankinn nái verð- bólgumarkmiði sínu á árinu. Verðbólgan hefur ekki mælst minni síðan 2005 Hækkanir á húsnæði og eldsneyti auka verðbólguþrýsting en krónan vegur á móti                                          !"      Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is VERÐBÓLGAN sem lækkar nú úr 4,7% í 4% í júní, hefur ekki mælst jafn lág síðan í ágúst 2005. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,52% frá því í maí og stendur nú í 272,4 stigum. Án húsnæðis er vísi- talan í 246,2 stigum og hefur hækk- að um 0,2% milli mánaða. Greiningardeildir bankanna höfðu almennt spáð meiri hækkun neysluverðsvísitölunnar milli mán- aða eða 0,07% samkvæmt Bloom- berg. Húsnæði og eldsneyti hækka Mesti áhrifavaldur vísitölunnar er húsnæðisverð sem er enn á uppleið. Greiningardeild Glitnis segir mark- aðsverð húsnæðis hafa hækkað um 7% frá áramótum en gera megi ráð fyrir áframhaldandi hækkunum þó að markaðurinn muni leita jafnvæg- is er fram líður. Eldsneytiskostnaður vegur einn- ig þungt en hækkun þar er um 3,2% milli mánaða og bendir Greiningar- deild Kaupþings á að eldsneytisverð hafi hækkað um 8% á síðustu þrem- ur mánuðum. Gera megi ráð fyrir frekari áhrifum til hækkunar á vísi- tölunni vegna áframhaldandi hækk- ana á eldsneyti. Styrking krónunnar virðist loks- Í HNOTSKURN »Svonefnd fastskatta-vísitala lýsir breytingum á vísitölu neysluverðs ef breyt- ing á virðisaukaskatti hefði ekki komið til 1. mars. »VerðbólgumarkmiðSeðlabankans er 2,5% og ekki er talið líklegt að það ná- ist í ár. »Greiningardeildir geraráð fyrir óbreyttum stýri- vöxtum þar til í lok árs. DECODE Genetics, móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í gær um sölu á húsnæði því sem það hefur haft undir þróunarstarf- semi sína í Woodridge í Illinois-fylki í Bandaríkjunum. Kári Stefánsson forstjóri de- CODE segir að salan sé liður í að endurskipuleggja efnahagsreikning fyrirtækisins. Í dag eigi fæst fyr- irtæki það húsnæði sem þau starfi í heldur leigi þau af fasteignafélögum svipað og deCODE gerir á Íslandi. Með þessu losni fé, sem sé þá hægt að nota í reksturinn en þarna sé unnið að þróun lyfja sem byggist á niðurstöðum úr erfðafræðirannsókn- um. Í tilkynningu segir að söluverð húsnæðisins sé um 25 milljónir doll- ara sem gerir um einn og hálfan milljarð íslenskra króna en engið hefur verið frá samningi um leigu á húsnæðinu til 17 ára. Eftir að veð- skuldir og skattar og gjöld hafa ver- ið tekin með í reikninginn standa eftir um 18,4 milljónir dollara eða tæplega 1,2 milljarður íslenskra króna. Samkvæmt uppgjöri deCODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs kostaði rannsóknar- og þróunarstarfsemi félagsins um 12,7 milljónir dala en félagið tapaði á því tímabili alls um 22,6 milljónum dollara eða jafngildi tæpum einum og hálfum milljarði króna. Handbært fé fyrirtækisins hinn 31. mars síðastliðinn var 135 millj- ónir dala en var um áramót 152 milljónir dala. DeCODE losar fjármagn Morgunblaðið/Júlíus # $%&   '    $%& !( )*+ ,  - .  (/                     !  "   # "" $  !%   & " ' " (   ) * & " %  & "    +  + !   ,  -#. / !0/& 1        '2  !   3      3   450 6+7# 89 89  . $.  :  $.    !  ,/ ( ,.       "#  $ % #   .0  &  ! ' ( )                                             - . "    8& .; "  ) , - <=>?@@= =A<<<<< >> < >B@ <<< @ AB? >> @=?@?B<> @><B>@ =B>AA@<= B@@<=?< B @= BB?<< A >@= =B<<< A>=A @ B==?? A> BB@< >>A - >>  ?@ >?BA= - A< =<<< - - - - C > ??C<< =C? @@@C<< ?C<< ACA< BAC  B?C < =<CA< @<?AC<< >C= ?=C?< @ CB< B@C@< @<C<< C < BC<< B>C < C < C< ACB< C>@ ??C>< =CA @@ <C<< ?C<B ><CB< BAC= B?C=< =@C < @<ABC<< >C < ?C@< @>C<< B@CB< @< C<< C  BC< B>C?< C A @ACB< C<> AC < ACB< @BC<< >C<< :. " ;"D  8E     !0$ . " - B= @ @B  ? B B @< A  = @ BA > B< - B  - - - - - F   . ". @@ B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<> @B B<<>  B<<> @B B<<> @B B<<>  B<<> =@B<<> @B B<<> @@ B<<> @@ B<<> B B<<> @ B<<> BB<<> 6+7* 6+7+      6+7, -#7      F GH 4        !8,' F7      6+7.@ 6+7"=<      ACTAVIS hefur markaðssett þvagfæralyfið Finasteride í 14 Evrópulöndum og er sala lyfsins nú þegar hafin. Actavis setti lyfið á markað í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og Danmörku um leið og einkaleyfið rann út. Actavis hefur markaðssett vel á annað hundrað samheitalyf á hin- um ýmsu mörkuðum félagsins það sem af er ári, og er stefnt að því að markaðssetja yfir 500 lyf á árinu öllu, segir í tilkynningu Actavis. Actavis selur Finasteride undir eigin merkjum í 12 löndum beggja vegna Atlantshafs, en lyfið er einnig selt til þriðja aðila í átta löndum, þar sem það er markaðs- sett í umbúðum annarra lyfjafyr- irtækja. Þvagfæralyf til 14 landa SPRON hefur gengið frá samn- ingi um stærsta sambankalán í sögu bankans fyrir samtals 200 milljónir evra til þriggja ára. Í fréttatilkynn- ingu segir að SPRON hafi hlotið góðar viðtökur á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og mikil umframeftirspurn verið meðal fjárfesta. Eftirspurnin hafi haft þau áhrif að bankinn hafi hækkað heildarfjárhæð lánsins úr 100 milljónum evra í 200 milljónir evra. SPRON fær sambankalán ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.