Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Horfin úr heimi augnablik hverfur ei aftur þar við sit. Lokar nú augum hinsta sinn í langa ferð þangað inn. Í töfralandið stígur þú æðri slóðir sérðu nú. Þú áttir von sem nú í flýti flýgur hjá og átt í senn eilíft líf friður yfir þér um langan veg sem sál þín snemma fer. Í huganum öll við fylgjum þér með söknuði hvert sem lífið fer. (Höf. Hljómsveitin Vinir vors og blóma.) Ég kveð mína ástkæru vinkonu með miklum söknuði, en minning- arnar um góða og trygga vinkonu mun ég ávallt varðveita með mér. Elsku Diddi, Kristófer, Embla Eir, Írena Rut og fjölskylda. Sam- hryggist ykkur innilega, þið eigið hug minn allan. Megi guð veita ykk- ur styrk á erfiðum tíma og fylgja ykkur um ókomna tíð. Þín vinkona Stella Vattnes. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hugann fer. Þó þú sért horfinn í heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Kristófer Daði, Embla Eir, Írena Rut, Diddi, Villi, Daði, Hödd, Aron, Villi, Guja og allir aðrir ástvin- ir Ástu Lovísu, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði elsku vinkona. Þín, Anna Kristín, Ingólfur, Eva Lísa og Óliver Nói. Elsku Ásta, ég trúi ekki enn að baráttu þinni sé lokið. Þegar símtal- ið með fréttunum kom var það svo ótrúlegt að það kom manni á óvart. Þú varst svo staðráðin í að vinna að hitt kom ekki til greina. En þrátt fyrir að líkami þinn hafi tapað vannst þú á þann hátt að æðruleysi þitt, hreinskilni og ást á lífinu heill- aði alla sem vitni urðu að. Við eigum svo margar minningar og gerðum svo margt saman. Ég reyni daglega að hugsa um þær með bros á vör og þakklæti fyrir að fá að kynnast jafn yndislegri og frábærri stelpu eins og þér. Og ekki bara það heldur að fá að vera vinkona þín. Sagt er að þeg- ar gott fólk kemur inn í líf manns skilji það eftir fótspor í hjarta manns. Þú Ásta mín skildir eftir mörg slík í mínu. Við kynntumst fyrir löngu síðan, um 15 ára, þótt við höfum ekki alltaf verið í miklu sambandi vorum við alltaf í einhverju sambandi og hafði það legið fullmikið í dvala og við bættum úr því en bara allt of seint. En alltaf vorum við samt vinkonur og það góðar vinkonur að við gátum tekið upp þráðinn þar sem við lögð- um hann niður síðast og kjaftað út í eitt og á meðan horft á uppáhalds- myndirnar okkar. Úff og já gúffað í okkur nammi á meðan. Elsku Ásta Lovísa, þú verður alltaf í hjarta mér og ég mun alltaf sakna þín. Þú ert hetja og kenndir mér og mörgum öðrum svo margt um lífið, væntingar, vonina, trúna, gleðina, fyrirgefninguna og síðast en ekki síst vináttuna. Og svo margt annað. Ég veit að þú horfir niður til okkar með mömmu þinni og systur og passar upp á okkur, sérstaklega fal- legu yndislegu börnin þín og fjöl- skylduna þína. Það síðasta sem þú baðst fólkið sem las bloggið þitt að gera var að „prufa að byrja daginn á því að brosa, þakka fyrir daginn í dag og opna fyrir hjartað.“ Já Ásta mín, ég mun sannarlega reyna að lifa eftir því. Elsku Villi, Guja, Diddi, Daði, Hödd, Villi Þór yngri, Aron, Krist- ófer Daði, Embla Eir og Írena Rut, ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar á þessum erfiðu tímum og hugur minn leitar til ykk- ar daglega. Megi guð halda utan um ykkur og vernda. Elsku Ásta Lovísa, ég mun aldrei aldrei gleyma þér … Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar. Yfir lífinu … (Kahlil Gibran.) Takk fyrir allt og allt. Hafrún Ásta og fjölskylda. Það er komið að kveðjustund sem allir hefðu viljað hafa miklu, miklu seinna. Elskulega Ásta Lovísa hefur kvatt þennan heim eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Unga konu í blóma lífsins er auðvitað gríð- arlegt áfall að missa og ekki auðvelt að sætta sig við það. Hún varð strax staðráðin í að sigr- ast á veikindunum og þar með hófst hennar barátta.Við sem fylgdumst með fylltumst aðdáun á því hvernig henni tókst að halda óskertri lífs- gleði sinni og lífsvilja í gegnum alla erfiðleikana sem svona baráttu fylgja. Elsku besta Ásta Lovísa mín, þú varst jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst, þú varst alltaf brosandi og hafðir svo mikla útgeislun, og þú kenndir manni að það eru ekki þessi veraldargæði sem gefa manni ham- ingju. Hamingjan er að vera sáttur við sjálfan sig og aðra og vera þakk- látur fyrir það sem maður hefur. Við vitum að Ásta Lovísa hefur fengið góða heimkomu. Bið ég börnunum, fjölskyldu og unnusta blessunar Guðs. Megi Guð styrkja ykkur í hinni miklu sorg ykkar. Minning um góða móður mun lifa. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðss. frá Kaldaðarn.) Blessuð sé minning um elsku bestu Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur. Ólöf Jónsdóttir. Ég kynntist þér árið 2000 og var það yndislegur tími. Við gátum endalaust hlegið og skemmt okkur saman. Ég á fullt af skemmtilegum minningum um þig en það er samt alltaf ein sem stendur upp úr og er það þegar við vorum alltaf í Playsta- tion 2 í Crash frá morgni til kvölds, okkur var farið að verkja svo í þum- alputtana vegna tölvusýki og þá datt þér í hug að koma með vatn í skál og vorum við duglegar að skella putt- unum í skálina. Ég vil þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur sýnt mér, kennt mér og gefið mér. Þú hefur alltaf verið mér eins og mamma nr. 2 og þín verður sárt saknað og þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Hvíldu í friði. Helga Lindberg (barnapía). Elsku Ásta okkar. Við viljum kveðja þig með ljóðinu sem þú hélst svo mikið upp á. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Edward Stanley af Alderley) Blessuð sé minning þín. Barnalandsvinir. Elsku besta Ásta mín, sem nú er farin langt fyrir aldur fram. Hún er farin á góðan stað, þar sem móðir og systir bíða hennar. Þótt leiðir okkar hefðu skilið um stund, þá áttir þú alltaf sess í hjarta mínu. Þú varst alltaf góð og traust vinkona. Við kynntumst í FB þegar við vor- um 16 ára gamlar og höfum brallað margt í gegnum tíðina. Þú varst allt- af svo dugleg að læra, þú hefðir geta orðið allt sem þú vildir. Ég man þeg- ar þú varst að læra nuddið þá gast þú þulið bókina utanað en þetta leit út fyrir mér sem kínverska. Við vorum samtaka í mörgu, átt- um börnin á svipuðum tíma. Það skemmtilegasta sem við gerðum þegar ég var ólétt af Ásdísi og þú af Emblu var að elda og þú varst svo góð í því. Ég man eftir öllum sumarbú- staðaferðunum sem við fórum í með börnunum okkar, ferðin okkar til Portúgal með Önnu Þóru. Og það voru ekki fá skiptin sem ég flutti með börnin mín til þín þegar karlinn var í útlöndum, við skemmtum okk- ur konunglega. Fjölskylda þín skipti þig miklu máli, þú átt marga góða að. Börnin þín voru númer eitt hjá þér og fannst þér ekkert skemmtilegra en að taka myndir af þeim og vera með þeim. Þú kynntist æðislegum manni, honum Didda þínum. Það sást lang- ar leiðir hvað þið voruð ástfangin. Ég á eftir að sakna þín mikið, þú verður alltaf hjá mér í huga og í hjarta. Megi guð geyma þig. Ég sendi Kristófer, Emblu, Irenu og fjölskyldu, svo og ástvinum öllum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín vinkona, Halldóra Anna Hafliðadóttir Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, HALLDÓRU MARGRÉTAR HERMANNSDÓTTUR frá Ysta-Mói í Fljótum, til heimilis á Hvanneyrarbraut 34, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkarhúsi Siglu- fjarðar. Margrét Lára Friðriksdóttir, Arngrímur Jónsson, Agnes Einarsdóttir, Ævar Friðriksson, Hjördís Júlíusdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu samúð og hluttekningu vegna andláts, HERDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR LYNGDAL. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Eir fyrir góða umönnun. Svala Thorlacius, Gylfi Thorlacius, Magnús Eiríksson, Hulda Stefánsdóttir Yodice, John Yodice. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA HALLSSONAR frá Siglufirði, Víðilundi 24, Akureyri. Edda Indriðadóttir, Anna Margrét Helgadóttir, Indriði Hallur Helgason, Helga Sigríður Helgadóttir, Sigurgeir Harðarson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför, ÓLAFS INGIBJÖRNSSONAR læknis, Æsufelli 4, Reykjavík. Ingvar B. Ólafsson, Jón Á. Ólafsson, Kristín Ásmundsdóttir, Gunnar Þ. Ólafsson, Catrina Hendry, Ólafur P. Ólafsson, Guðrún M. Ólafsdóttir, Bjarni Ó. Guðmundsson, Lísa Ólafsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Halldóra Ingibjörnsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BOGA JÓHANNSSONAR rafvirkjameistara frá Vestmannaeyjum, Furugrund 60, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sunnuhlíð, Kópa- vogi, fyrir einstaka alúð og hlýhug í veikindum hans. Halldóra Guðrún Björnsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Eiríkur Bogason, Guðbjörg Ólafsdóttir, Kristján Bogason, Jóhanna Emilía Andersen, Svava Bogadóttir, Kristján Bjarnason, Gunnar Bogason, Bergþóra Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.