Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 19 AUSTURLAND Vopnafjörður | Hreppsnefnd Vopna- fjarðarhrepps hefur verulegar áhyggjur af þróun sjávarútvegs og atvinnu í sjávarþorpum á lands- byggðinni. Ljóst er að margar slíkar byggðir eiga í vök að verjast sökum þess hve mikil samþjöppun á sér stað í eignarhaldi á kvóta sjávarfangs. Á fundi Hreppsnefndar Vopna- fjarðarhrepps 7. júní sl. var fjallað um bréf sjávarútvegsráðuneytisins frá 21. maí sl. varðandi úthlutun á byggðakvóta, þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið fái 42 þorskígildistonn í sinn hlut. Svofelld ályktun var samþykkt samhljóða á fundinum: „Hrepps- nefnd Vopnafjarðarhrepps vill með ályktun þessari benda á að byggða- kvóti er hugsaður til þess að styðja við þær sjávarbyggðir á landsbyggð- inni sem eiga í vök að verjast við at- vinnuuppbyggingu á grundvelli fisk- vinnslu og fiskveiða. Til þess að aðgerð þessi hafi veruleg áhrif í þessa átt þarf heildarmagn þess kvóta sem til úthlutunar er að vera mun meira en raunin er. Að öðrum kosti nær aðgerðin ekki tilætluðum árangri. Úthlutað til lengri tíma Stjórnvöld eru hvött til þess að breyting verði á þessu og ennfremur að við skiptingu byggðakvóta verði jafnvel úthlutað til lengri tíma, þann- ig að mögulegt sé að byggja upp örugga atvinnu á grundvelli þessar- ar aðgerðar. Úthlutun á 42 þorsk- ígildistonnum til sveitarfélags eins og Vopnafjarðar, sem nánast hefur lagt allt undir til þess að halda fisk- vinnslu á staðnum, hefur sáralítil sem engin áhrif fyrir atvinnuupp- byggingu í sveitarfélaginu. Fyrir sveitarfélag, þar sem íbúarnir eiga langstærstan hluta afkomu sinnar undir sjávarútvegi, er mikilvægt að stjórnvöld sjái til þess að sú stefna sem rekin er í sjávarútvegi landsins skapi grunn að því að vinna við fisk- veiðar og vinnslu geti þróast með eðlilegum hætti. Verði ekki gripið til sértækra aðgerða í þessu sambandi er hætt við að mörgum sjávarbyggð- um muni blæða á komandi árum. Vopnafjarðarhreppur vill hvetja stjórnvöld til góðra hluta í þessum málum svo sjávarbyggðir landsins megi dafna sem best til framtíðar.“ Byggðakvótinn hefur lítil sem engin áhrif Vopnfirðingar fá ígildi 42 tonna af þorski úthlutað Egilsstaðir | Mæðginin Helga Hrönn Melsteð og Eyþór Ingólfsson Melsteð lögðu af stað hjólandi frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur fyrr í vikunni. Þau gera ráð fyrir að vera átta daga á leiðinni miðað við eðlilegar að- stæður, en sá tími gæti styst ef að- stæður til hjólreiða verða hagstæðar. Helga og Eyþór hafa með sér tjald og viðlegubúnað í ferðinni og reikna með því að láta þar nótt sem nemur. Eyþór þurfti lítið að æfa sig fyrir ferðina. ,,Hann sefur nánast með hjólið milli fótanna,“ segir Helga móðir hans sem segist vera í nokkuð góðri æfingu. ,,Okkur datt þetta eiginlega í hug í fyrrasumar þegar við hjóluðum upp á Egilsstaði, rúmlega 80 kílómetra leið sem við fórum á sex tímum. Fyrsti áfanginn verður til Djúpa- vogs, milli 60 og 70 kílómetrar, það er þægileg fyrsta dagleið en alls eru rúmlega 600 kílómetrar frá Breið- dalsvík til Reykjavíkur,“ sagði Helga Hrönn Melsteð á Breiðdalsvík þegar hún lagði upp í ferðina. Hjólað frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur Hjólreiðar Eyþór Ingólfsson Melsteð og móðir hans Helga Hrönn Melsteð í útjaðri þorpsins á Breiðdalsvík þegar þau hófu ferðina til Reykjavíkur. Egilsstaðir | Sjúkraþjálfunardeild- in á HSA á Egilsstöðum fékk að gjöf nýjan meðferðarbekk frá So- roptimistaklúbbi Austurlands. Um er að ræða breiðan meðferðar- og æfingabekk sem er mjög þarfur fyrir deildina. Hann er með raf- drifinni hæðarstillingu og hefur þá kosti að geta bæði farið mjög lágt og nokkuð hátt líka. Svona bekkur nýtist fólki sem á erfitt með að fara niður á dýnu á gólfi til að gera æfingar liggjandi, til dæmis þeim sem nota hjólastól og þeim sem eru að koma úr liðskiptum og öðrum aðgerðum. Bekkurinn er það breiður að flestir geta t.d. á öruggan hátt velt sér yfir á mag- ann, sem er erfitt á hefðbundnum nuddbekkjum. Deildin hefur haft einn svona bekk, sem er engan veginn nóg. Þegar sjúkraþjálf- unardeildin stækkaði skapaðist pláss fyrir annan svona bekk sem nú er kominn í hús og þakka sjúkraþjálfarar og stjórn HSA á Egilsstöðum innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf frá Soroptim- istaklúbbi Austurlands. Gáfu meðferðarbekk Hrafnseyri | Helgina 16.-17. júní standa Háskólasetur Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafns- eyri fyrir þjóðhátíðarþingi á Hrafnseyri. Þingið er skipulagt í samvinnu við Evrópufræðastofnun Háskólans á Bifröst, Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands og hugvís- indadeild Háskóla Íslands. Hátíð- arþingið ber yfirskriftina Þjóð og hnattvæðing og eru nokkrir af virt- ustu fræðimönnum heims á þessu sviði væntanlegir til Hrafnseyrar til að fjalla um þetta áhugaverða mál- efni. Íslensku fyrirlesararnir verða þeir Auðunn Arnórsson blaðamað- ur, Birgir Hermannsson stjórn- málafræðingur, Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands, og Valdi- mar Halldórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri. Erlendu fyrirlesararn- ir eru Lene Hansen, Liah Green- feld og Ole Wæver. Lene Hansen er dósent í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðideild Háskólans í Kaupmannahöfn. Liah Greenfeld er prófessor í stjórnmálafræði við Boston University en hún hefur stundað fræðistörf og kennt við marga virtustu háskóla heims, m.a. Harvard-háskóla. Ole Wæver er prófessor við stjórnmálafræðideild Háskólans í Kaupmannahöfn. Þingið hefst kl. 9 laugardags- morguninn 16. júní og stendur frameftir degi. Dagskráin hefst síð- an aftur kl. 10 þann 17. júní og stendur til hádegis. Eftir hádegi tekur svo við hátíðardagskrá í til- efni af þjóðhátíðardegi Íslendinga þar sem Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, flytur hátíðarræðu dagsins. Þjóð og hnattvæð- ing á þjóðhátíðar- þingi á Hrafnseyri Bolungarvík | Undirritaður hefur verið samningur um nýtt Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum sem mun taka til starfa í Bolungarvík innan tíðar. Háskóli Ís- lands, Náttúrustofa Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstaður eru sam- starfsaðilar og skipa stjórn setursins ásamt fulltrúa frá Fjórðungssam- bandi Vestfjarða. Rannsókna- og fræðasetrið er faglega sjálfstæð ein- ing sem heyrir undir Stofnun fræða- setra Háskóla Íslands. Setrinu er ætlað að vera vettvang- ur fyrir samstarf Háskólans við sveit- arfélög á Vestfjörðum, stofnanir, fyr- irtæki, félagasamtök og einstaklinga. Meginhlutverk þess er að efla rann- sókna- og fræðastarf Háskóla Íslands á Vestfjörðum, í samvinnu við rann- sóknastofnanir og háskóla, einkum rannsóknir á náttúru, atvinnu- og menningarsögu Vestfjarða með áherslu á ferðamál. Þá er setrinu ætl- að að stuðla að margvíslegri háskóla- kennslu eftir því sem kostur er og stuðla að því að haldin verði norræn og/eða alþjóðleg námskeið. Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar setursins er að ráða forstöðumann sem væntanlega tekur til starfa fyrir sumarlok – og hefur starfið nú þegar verið auglýst. Forstöðumaður skal hafa meistara- eða doktorspróf. Verkefni hans verð- ur að annast daglegan rekstur seturs- ins og hafa umsjón með fjármálum og skipulagningu rannsókna og sam- starfsverkefna. Annað starfslið Rann- sókna- og fræðaseturs Háskóla Ís- lands á Vestfjörðum verða þeir háskólakennarar, nemendur og fræðimenn sem aðstöðu hafa í setrinu hverju sinni. Menning Frá undirritun samnings um rekstur Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum, Bolungarvík. Nýtt rannsókna- og fræðasetur á Vestfjörðum LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.