Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 22
Gott að kæla sig Krakkarnir skemmtu sér konunglega bæði ofan í og undir vatni í Nauthólsvík. í sól og sumaryl 22 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Engum blöðum er um það að fletta að Íslendingar gleðjast þegarsólin lætur sjá sig. Konur, börn og ferfætlingar flykkjast á þástaði sem hægt er að tylla tá, hvort sem er á kaffihúsin um borgog bæ eða græna grasbletti hvar sem þeir finnast. Í Nauthólsvík var fjöldi fólks í baðstrandarstemningu, sumir busluðu í vatninu en aðrir lásu í bók. Í miðborg Reykjavíkur var þétt setinn bekkurinn á kaffihús- unum og á Austurvelli dvaldi fólk við ýmsa iðju. Víst er um það að á slíkum sólardegi skrýðist landið sínum fegursta bún- ingi og græni liturinn sést í óteljandi litbrigðum. Ljósmyndarar Morgunblaðsins voru á ferðinni í góða veðrinu í gær og skoðuðu fjölskrúðugt mannlífið. Menn voru glaðir í sál og sinni þar sem þeir nutu lífsins á þessum dýrðardegi. Sólin gleður sál og sinni Morgunblaðið/Ásdís Matur „Brauðmolum hendum í hausinn á öndum,“ söng Valgeir Guð- jónsson á sínum tíma og landinn iðkar það óspart á góðum dögum. Morgunblaðið/Ásdís Blómarós Grænir fingur huga að gróandanum sem víða gleður augað. Morgunblaðið/RAX Þetta er blautt! Eftir góða ferð í sjóinn er gott að geta brugðið yfir sig þurrum og hlýjum sloppnum. Morgunblaðið/Ásdís Svalandi Má ég fá kók, mamma? Þú mátt samt líka fá, hefur þessi ungi Ís- lendingur kannski hugsað þar sem hann sat í fangi móðurinnar á Austurvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.