Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EINSKÆR veðurblíða lék við menn
og málleysingja í Grímsey um
helgina. Hópur ferðalanga naut
stillunnar og útsýnis sem var eins
og best verður á kosið. Fugla-
björgin voru skoðuð og fuglar
myndaðir; lundar og haftyrðlar
stilltu sér fagmannlega upp.
Eftir að hafa þegið vöfflur í Gall-
erí Sól var farið á sjóinn og siglt
kringum eyna. Óli H. Ólason, sjó-
maðurinn góðkunni sem orðinn er
76 ára gamall, hafði á orði að hann
myndi ekki eftir jafngóðu veðri á
Grímseyjarsundi. Hafið var eins og
spegill, og skammt undan eynni var
rennt fyrir fisk. Drógu menn hvern
þorskinn af öðrum, allt að 140 cm
langa, og inn á milli ýsur og ufsa,
við mikla gleði veiðimanna.
Íshafið minnti síðan á sig; í
kríueggjaleiðangri undir kvöld
skall svartaþoka á eynni og þá féll
hitinn um tíu gráður.
Grímseyj-
arsund eins
og spegill
Morgunblaðið/Einar Falur
Vænn sá guli Birgir Pálsson hampar vænum þorski sem Luigi Gorletti frá Ítalíu dró í stillunni sunnan við Grímsey, sem sést til vinstri.
Veðrið lék við Grímseyinga og gesti þeirra um helgina
Prófasturinn Lundaparið kippti sér ekki mikið upp við að ferðamenn héðan og þaðan úr
heiminum væru að horfa á þá og taka af þeim myndir. Þeir stungu sér þó að lokum til sunds.
Áhugasamur Þýskur áhugaljósmyndari, Frank Brodrecht, ljósmyndar fuglalífið nyrst í Grímsey
og hlýðir á raddmikinn kór bjargfuglanna. Hann hafði ekki komist jafnnálægt lundum fyrr.
Með 5 þrepa sjálfskiptingu.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
-
7
4
8
0
KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. isKIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU.
NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ SKIPTA
Keyrðu inn í sumarið á nýjum Sorento
3.645.000 kr.
KIA Sorento – fullbúinn alvörujeppi
Sumarpakki
Dráttarbeisli, sumar- og
vetrardekk innifalin í verði
KIA Sorento með ríkulegum staðalbúnaði
• hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting
• ESP stöðugleikastýring • öflug 170 hestafla dísilvél
• ný og glæsileg innrétting • hraðastillir (Cruise Control)*
• 16" álfelgur • þakbogar
• vindskeið og þokuljós • 3.500 kg dráttargeta