Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 39 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin kl. 17- 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni. Kvöldbænir kl. 20. Verið velkomin. Bessastaðasókn | Síðasti foreldramorgunninn í Bessastaðasókn fyrir sumarleyfi. Hittumst á Ár- bæjarsafninu kl. 10 og fáum leiðsögn um safnið, ljúkum ferðinni með því að fara á kaffihúsið á staðnum. Allir foreldrar ungra barna á Álftanesi velkomnir. Foreldramorgnar hefjast aftur að loknu sumarleyfi 1. ágúst. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hug- vekja, fyrirbænir. Málsverður eftir stundina í safn- aðarsal. Hallgrímskirkja | Morgunmessa í Hallgrímskirkju alla miðvikudagsmorgna kl. 8. Hugleiðing, alt- arisganga. Morgunverður í safnaðarsal eftir mess- una. Háteigskirkja | Kvöld- og fyrirbænir í Háteigskirkju alla miðvikudaga kl. 18. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58-60 . Sam- koma verður í kvöld kl. 20. „Hinn líðandi þjónn.“ Ræðumaður er Ragnar Gunnarsson. Mínar hugs- anir: Sveinbjörg Björnsdóttir. Kaffi eftir samkom- una. Allir eru velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10.30 heldur gönguhópurinn Sólarmegin af stað frá kirkjudyrum. Fararstjóri er Örn Sigurgeirsson. Öllum er velkomið að koma og slást í hópinn. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Beðið er fyrir sjúkum og bágstöddum. Messan tekur um 20 mínútur. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prestanna með tölvupósti, símtali eða skriflega við upphaf mess- unnar. Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag í sumar kl. 10-12.30. Gott tæki- færi fyrir mömmur og börn til að hittast og kynn- ast. Allir velkomnir. Alltaf heitt á könnunni. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin kl. 9-16.30. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8-16.30 handavinna, kl. 9-16.30 smíði/útskurður, kl. 10-11.30 heilsu- gæsla. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar fara í létta göngu kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 10, leið- beinandi verður til kl. 17. Félagsvist kl. 13. Viðtals- tími FEBK kl. 13-14. Bobb kl. 17. Kaffi og meðlæti á boðstólum til kl. 16. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 kvenna- brids. Eldri borgarar eru hvattir til að nýta sér fé- lagsaðstöðu í Gullsmáranum. Munið að skrá ykkur í grillveisluna 16. júní. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Æfing fyr- ir landsmót kvenna í Kirkjuhvoli kl. 9, í Mýri kl. 9.50. Brids spilað í Garðabergi kl. 13, opið til kl. 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30: vinnustofur opnar. Frá hádegi er spilasalur opinn. Kl. 12.30: upp- hitun fyrir Kvennahlaup ÍSÍ, umsj. Þorvaldur, harm- onikkuleikari og Sigvaldi danskennari. Kl. 13 ræsir Þorsteinn Hjartarson hlaupið (ath. bolir á staðn- um). Kl. 13.30: Mannrækt – trjárækt. S. 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Furugerði 1, Norðurbrún 1, Dalbraut 14-20, Hæðargarður 31. Farin verður nestisferð að Strandakirkju fimmtud. 14. júní. Lagt verður af stað frá Norðurbr. kl. 13 og síðan teknir aðrir farþegar. Skráning í Norðurbrún í s. 569 6960, á Dalbraut í s. 588 9533, í Furugerði í s. 553 6040 og í Hæðargarði í s. 568 3132. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, opin vinnustofa. Kl. 10.15 ganga (Bergþór). Kl. 10-16 pútt. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. 20. júní: Jónsmessukaffi á Básum í Ölfusi undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar hljóðfæraleikara. Á leiðinni austur verður ekið um nýju hverfin í Grafarholti og Norðlingaholti. Verð kr. 2.500. Brottför kl. 13 frá Hraunbæ. Skráning á skrifstofu eða í s. 587 2888. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Skráning er hafin í Hraunseli í Akranesferðina 28. júní. S. 555 0142. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyr- ir hádegi. Fótaaðgerðir, s. 588 2320. Hársnyrting, s. 517 3005. Blöðin liggja frammi. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10. Leikfimi fyrir byrjendur kl. 10.30. Leikfimi í salnum kl. 11. Verslunarferð í Bónus kl. 12. Kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði. Handavinnustofa er lok- uð vegna sumarleyfa. Fótaaðgerðastofan er lokuð frá 12. júní til 4. júlí. Kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð við böðun. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45- 12.45 hádegisverður. Kl. 12.15-14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13-14 videó/spurt og spjallað. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, handavinnustofan opin, hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar allan dag- inn, verslunarferð kl. 12.30, söngur og dans kl. 14 við undirleik Vitatorgsbandsins, allir velkomnir. Uppl. í síma 411 9450. Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 ganga (Bergþór). Kl. 14 pútt (Bergþór). Kl. 15 kubb (Bergþór). Gullbrúðkaup | Hjónin Dag- mar Óskarsdóttir og Garðar Eðvaldsson frá Eskifirði fagna gullbrúðkaupi miðviku- daginn 13. júní nk. Sama dag nær Garðar 75 ára aldri. Heið- urshjónin verða með börnum og barnabörnum á stórhátíð- ardaginn. 80ára. Í dag, 13. júní, erSvava Jónsdóttir, til heimilis á Mýrarvegi 111 á Akureyri, áttræð. Svava og eiginmaður hennar, Anton Grímsson, eru að heiman. 60ára. Þann 18. júní nk.verður Sigfús Ív- arsson, til heimilis á Melavegi 3 á Hvammstanga, sextugur. Af því tilefni tekur hann á móti gestum laugardaginn 16. júní í Félagsheimilinu Hvammstanga, frá kl. 19. dagbók Í dag er miðvikudagur 13. júní, 164. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34.) Öldrunarheimili Akureyrar, Sí-menntunarmiðstöð Eyja-fjarðar, Kópavogskaup-staður, Bjarmalundur – ráðgjafarstofa um Alzheimer og öldr- un, og FAAS – Félag aðstandenda Alzheimersjúkra bjóða á morgun, fimmtudag, til námskeiðs í Salnum um bætta umönnun og aukin lífsgæði fólks með heilabilun. Brit J. Bieltvedt er einn af skipu- leggjendum námskeiðsins: „Kennari á námskeiðinu er Jane Verity sem er mjög eftirsótt og ein af virtustu fyr- irlesurum í heimi varðandi heilabilun og þjónustu við aldraða. Hún er leið- andi á sviði svokallaðrar Eden- hugmyndafræði sem er meðal áhrifa- mestu kenninga í umönnun aldraðra í heiminum í dag,“ segir Brit. „Eden – hugmyndafræðin byggist á breyttu viðhorfi til hins aldraða þar sem áhersla er lögð á styrkleika fólks fremur en sjúkdóma og veikleika. At- hyglinni er beint að einstaklingnum, lífi, gleði og tilbreytingu. Hugmynda- fræðin leggur áherslu á að öldr- unarstofnanir séu gerðar sem heim- ilislegastar og horfið verði frá þeirri sjúkdómsáherslu sem oft hefur ein- kennt öldrunarstofnanir. Áhersla er á líf sem er vert að lifa og að þar eigi að vera pláss fyrir dýr, plöntur og börn.“ Brit segir vandasamt að annast ein- staklinga með heilabilun. „Víða þarf að gera betur svo aðhlynning sé eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag er mikil áhersla á veikindi og lyfjagjöf, en einstaklingurinn vill stundum gleymast og persónulegar þarfir hvers og eins,“ segir Brit. „Með heilabilun verður skerðing hjá ein- staklingnum sem hætta er á að brugð- ist sé rangt við. Þá vill það gerast að einstaklingurinn lokast meira inni í sjálfum sér, vandinn vex og vansældin með.“ Samkennd, kærleikur og virðing getur breytt heilmiklu, að sögn Brit: „Jane orðar þetta svo að við þurfum að sjá fólk með heilabilun með hjart- anu og setja okkur í þess spor. Í að- ferðum sínum leggur hún líka áherslu á leikgleði, og kraft kímnigáfunnar og ímyndunaraflsins til að brúa bilið milli einstaklinga. Ekki síst vill hún þó að fólk temji sér ómælda þolinmæði til að hjálpa heilabiluðum að takast á við líf- ið og ná árangri á eigin spýtur.“ Sjá nánar á www.simey.is. Heilsa | Námskeið Jane Verity haldið í Salnum á morgun kl. 9 til 16. Heilabilun og lífsgæði  Brit J. Bieltvedt fæddist í Noregi 1945. Brit lærði frumugreiningu í krabbameins- rannsóknum og starfaði við hana á Íslandi og í Sví- þjóð. Hún lauk námi í félagsráðgj. frá HÍ 1987. Hún var félagsmálastj. í Borgarnesi í 14 ár, en hefur und- anfarin 6 ár starfað hjá Öldr- unarheimilum Akureyrar og er þar nú framkvæmdastj. Brit er gift Birgi Guðmundssyni svæðisstj. og eiga þau þrjá syni og fjögur barnabörn. Tónlist DOMO Bar | Þingholtsstræti, miðvikudagskvöldið 13. júní kl. 22. Tónleikar til heiðurs tón- listarkonunni Joni Mitchell. María Magnúsdóttir syngur, Eðvarð Lárusson leikur á gítar, Ingólfur Magnússon á bassa og Jón Óskar Jónsson á trommur. Aðgangseyrir er 1000 kr. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíll- inn verður á Selfossi við Hótel Selfoss miðvikudaginn 13. júní kl. 10-17. Ferðaklúbbur eldri borgara | 29. júní: dagsferð í Þjórsárdal og Veiðivötn. 2.-6. júlí: Vest- firðir: Ísafjörður – Þingeyri – Patreksfjörður – Rauðisandur – Látrabjarg. Upplýsingar og skráning í síma 892 3011, Hannes. Útivist og íþróttir Grasagarður Reykjavíkur | Helena Óladóttir, verkefn- isstjóri Náttúruskóla Reykja- víkur, verður með leiki og fræðslu í Grasagarðinum fyrir 8-12 ára börn og foreldra þeirra kl. 20-22. Mæting er í lystihúsinu. Ókeypis fræðsla og skemmtun, allir velkomnir. Í TILEFNI af því að 120 ár eru liðin frá fæðingu Guðjóns Samúelssonar byggingameistara verður boðið upp á fyrirlestur og gönguferð með leiðsögn annað kvöld kl. 20. Pétur H. Ár- mannsson arkitekt fjallar um Guðjón og verk hans í fyrirlestrinum sem haldinn verður á 1. hæð Rósenborgar, Barnaskóla Akureyrar, sem Guðjón hannaði og sést hér fyrir ofan. Húsið verður opið frá kl. 19.30 til skoðunar en það var nýlega tekið í notkun eftir end- urbætur, sem miðuðu að því að halda sem mest upphaflegu útliti þess. Þá verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn um þann hluta bæjarins sem ber sterkust einkenni Guðjóns. Fyrirlestur um Guðjón Samúelsson í Rósenborg FRÉTTIR SKELJUNGUR hf. hefur bæst í hóp þeirra rúmlega tvö hundruð fyr- irtækja sem bjóða handhöfum greiðslukortanna e-kort Master- Card og e2-Vildarkort Visa frá SPRON endurgreiðslu af hluta þeirrar upphæðar sem verslað er fyrir með kortunum. Gengur Skelj- ungur að samstarfinu í stað N1, áð- ur ESSO, sem hætt hefur þátttöku. Bæði e-kortið og e2-Vildarkortið eru alþjóðleg endurgreiðslukort, eins konar tryggðarkort fyrir þau samstarfsfyrirtæki sem eiga aðild að kortunum. Skeljungur end- urgreiðir handhöfum kortanna 1,5% þeirrar upphæðar sem verslað er fyrir hjá Shell, bæði af vöru og þjónustu, en í tilefni tímamótanna er endurgreiðslan helmingi hærrri í júnímánuði, eða 3%. Endur- greiðslur vegna notkunar e- kortanna eru í formi peninga- greiðslu sem fram fer í desem- bermánuði ár hvert. Auk endurgreiðslnanna njóta hand- hafar kortanna ýmissa tilboða sam- starfsaðilanna. Skeljungur gengur til samstarfs við SPRON NÚ Í ár munu Alþjóðlegu hreysti- samtökin (IFF) halda heimsmeist- araleika barna í hreysti í Malasíu, nánar til tekið þann 29. júlí, á Putra Bukit Jalil leikvanginum. Þar sem Ungdóms- og íþrótta- ráðuneyti Malasíu er meðvitað um mikilvægi andlegrar og lík- amlegrar hreysti er það að vonum stolt að fá að halda þessa virtu keppni sem hlotið hefur alþjóðlegt lof. Íþróttafólk frá ýmsum löndum hvaðanæva úr heiminum munu taka þátt og keppa um sæti á toppnum. Skipuleggjandinn mun veita styrk sem felur í sér allan kostnað, svo sem flugfar, gistingu og svo fram- vegis. Áætlað er að um 50 kepp- endur frá 25 löndum/landsvæðum og 25 fulltrúar/þjálfarar muni taka þátt í keppninni. Það er mikill heiður að fá boð um að taka þátt í þessari keppni. Með þessu móti gefst okkur færi á að kynna bæði fallega landið okkar og hæfileikaríku þátttakendurna okk- ar fyrir umheiminum. Hægt verður að fylgjast með keppninni í gegnum sjónvarpsstöðvar um heim allan. Við hyggjumst senda 5 kepp- endur á aldrinum 12–15 ára í keppnina. Og höfum við þegar valið 5 stúlkur frá Gróttu til þess að taka þátt í þessari keppni. Við æfum saman daglega og þetta er mikið og stórt tækifæri fyr- ir okkar keppendur að taka þátt. Alþjóðleg keppni í hreysti barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.