Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 14
Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR eru flestir sam- mála um að eldflaugavarnarkerfi það sem Bandaríkjamenn áforma að koma upp í Austur-Evrópu geti tæp- ast talist raunveruleg ógn við örygg- ishagsmuni Rússa. Embættismenn og sérfræðingar í málefnum Rúss- lands telja hins vegar margir hverjir að Vladímír V. Pútín Rússlandsfor- seti og menn hans hafi komist að þeirri niðurstöðu að nú sé nóg komið af yfirgangi Vesturlanda; loforð hafi verið svikin og litið sé á Rússland sem sigrað stórveldi, sem ekki þurfi að taka sérstakt tillit til. „Löngu tímabært er að Banda- ríkastjórn styðji Rússa í einhverju máli eða taki að minnsta kosti einu sinni tillit til afstöðu Rússa. Það hef- ur ekki verið gert í 15 ár,“ segir Vjastsjeslav Níkonov, stjórnmála- ráðgjafi sem tengdur er valdakerf- inu í Kreml, í samtali við dagblaðið Financial Times. Ívan Safrantsjúk, sérfræðingur við Stofnun hnattræns öryggis, hugveitu í Moskvu, tekur í sama streng; Rússar geti ekki leng- ur látið nægja í samskiptum við Vesturlönd að samkomulag ríki um að vera ósammála. Núverandi ráðamenn í Rússlandi líta svo á, að síðustu 15 árin eða svo hafi Rússar sætt sig við einhliða að- gerðir Vesturlanda, einkum Banda- ríkjamanna, á alþjóðavettvangi. At- hugasemdir og andmæli Rússa hafi verið að engu höfð. Pútín og undirsátar hans telja að loforð um að Atlantshafsbandalagið (NATO) myndi ekki stækka til aust- urs í kjölfar þess að veldi komm- únismans hrundi til grunna í Mið- og Austur-Evrópu hafi verið svikið. Fyrrverandi leppríki Sovétmanna í álfunni eru nú gengin í bandalagið og hið sama er að segja um Eystra- saltsríkin þrjú, sem forðum til- heyrðu Sovétríkjunum. Rússar sýn- ast gefa lítið fyrir að ríki þessi hafi sótt um inngöngu í bandalagið af fúsum og frjálsum vilja og ítrekað hefur komið fram af hálfu ráða- manna í Rússlandi að þeir telji Vest- urlönd með þessu leitast við að ein- angra Rússa um leið og sótt sé inn á áhrifasvæði þeirra. Mun fleiri atriði er að finna á „kvörtunarlista“ rússneskra ráða- manna. Þeir líta svo á að loftárásir NATO á hersveitir Serba til að stöðva átök í Kosovo-héraði í Serbíu árið 1999 hafi verið ólöglegar. Hugs- un þeirra er sú, að Vesturlönd hafi með þessu viljað skaða Serba, trú- bræður og bandamenn Rússa, og svipta þá landi sínu. Stuðningur Vesturlanda við að Kosovo hljóti sjálfstæði miði að hinu sama. Samstarfsvilji Pútíns Pútín forseti varð fyrstur þjóðar- leiðtoga til að setja sig í samband við George W. Bush Bandaríkjaforseta eftir árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin í septembermánuði 2001. Rússlandsforseti lýsti þá yfir samstöðu með Bandaríkjamönnum í baráttu við hnattrænu hryðjuverka- ógnina. Rússar telja nú að tilraun Pútíns til að leggja grunn að nýjum og traustum samskiptum við Vest- urlönd á grundvelli þessarar baráttu hafi verið að engu höfð. Í stað þess að byggja upp samband jafningja hafi Bandaríkjastjórn skömmu síðar ákveðið að segja einhliða upp ABM- sáttmálanum frá 1972 um takmark- anir gagneldflaugakerfa. Jafnframt hafi Bandaríkjamenn stutt dyggi- lega við bakið á öflum þeim sem kölluðu fram „lýðræðisbyltingarn- ar“ í Úkraínu og Georgíu. Talsmenn rússneskra stjórnvalda hafa ítrekað lýst yfir því að þar hafi verið á ferð hópar stjórnarandstæðinga, sem átt hafi samstarf við erlend „öfl“, vafa- söm samtök og jafnvel útlæga, rúss- neska auðmenn. Og innrásin í Írak var framkvæmd þrátt fyrir mótmæli Rússa og fleiri þjóða. Pútín forseti hefur lýst yfir því að verði bandaríska gagneldflaugakerf- inu komið upp í Póllandi og Tékk- neska lýðveldinu muni Rússar sjá sig neydda til að miða á ný kjarn- orkuvopnum sínum að skotmörkum í Evrópu. Forsetinn hefur og lagt til að stjórnstöð eldflaugavarnarkerfis- ins verði komið fyrir í Azerbajdz- han. Bush forseti hefur ekki hafnað þeirri tillögu þótt hún sýnist hafa fallið í grýtta jörð á meðal margra herfræðinga vestra. Til greina þykir einnig koma að gagnflaugarnar, sem sagðar eru nauðsynlegar til að bregðast við mögulegri ógn af hálfu „útlagaríkja“, verði settar upp í Bretlandi. Með því móti væri að nokkru komið til móts við sjónarmið Rússa í þessari hörðu deilu, sem minnir um sumt á orðræðu kalda stríðsins. Stjórnvöld í Búlgaríu lýstu yfir því í vikunni að þau væru tilbúin að taka við hluta evrópska „eld- flaugaskjaldarins“. Virðast ráða- menn í Búlgaríu líta svo á að með því að ögra Rússum geti þeir treyst enn sambandið við Bandaríkin. Það er að sönnu hæpin og jafnvel hættu- leg stefna. Eldflaugadeilan er skýrasta birt- ingarmynd versnandi samskipta Rússa og Vesturlanda. Framtíð Kosovo er trúlega mun erfiðara ágreiningsefni en af ummælum rússneskra fræði- og embættis- manna má ráða að stjórnvöld eystra hyggist ekki gefa eftir að þessu sinni. Er mælir Kremlarbænda yfirfullur? Rússneskir embættismenn og sérfræðingar hafa áform Bandaríkjamanna um gagneldflaugakerfi í Evrópu til marks um að áfram skuli fylgt stefnu skeytingarleysis um afstöðu og hagsmuni Rússa Í HNOTSKURN »Gert er ráð fyrir að rat-sjárkerfi verði komið fyrir í Tékklandi og Pólverjar taki við tíu skotpöllum fyrir varn- arflaugar. »Bandaríkjamenn ráða núþegar yfir slíku varn- arkerfi. Þar vestra er að finna tvær eldflaugastöðvar, í Kali- forníu og Alaska. Talið er að þær hýsi alls 16 skotpalla fyrir gagnflaugar. »Hermt er að vinna við rat-sjárkerfið í Tékklandi hefjist á næsta ári. „Eldflauga- skjöldurinn“ á að vera kominn í gagnið fyrir árið 2012. Reuters Spenna Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna á fundi leiðtoga helstu iðn- ríkja í liðinni viku. Leikur Pútíns í eldflaugadeilunni kom Bush á óvart. 14 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gazaborg. AP, AFP. | Hundruð hermanna palestínsku sam- takanna Hamas réðust í gær gegn Fatah-hermönnum, eftir að hafa gefið þeim tveggja stunda frest til þess að yfirgefa bækistöðvar sínar á Gaza-svæðinu. Þetta útspil Hamas stofnar viðkvæmu stjórnarsamkomulagi þeirra við Fatah frá því í mars í bráða hættu. Heimili bæði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, og forsætisráðherrans, Hamas-mannsins Ismail Haniya, hafa orðið fyrir sprengikúlnahríð síðan átökin hófust. Abbas sagði að þetta væri tilraun nokk- urra Hamas-liða til valdaráns. Nasser Khaldi, yfirmaður sveita Fatah á sunnanverðu Gaza, sagðist vera í vörn og var ósáttur við Abbas. „Leið- togar okkar eru veikir. Hamas er einfaldlega að yfirtaka stöðvar okkar,“ sagði hann. Hamas og Fatah undirrituðu sl. mánudag samning um vopnahlé – hinn sjöunda sem þau hafa gert á undanförnum mánuði. Að minnsta kosti sjö tugir manna hafa fallið síðastliðnar vikur í átökum samtakanna, þar af 17 í gær og fyrradag. Fyrirliðar Fatah hugðust funda í gær um samstarf samtakanna tvennra. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, héldu íbúar Gaza sig að mestu innandyra í gær. Hörð átök á Gaza Abbas forseti segir Hamas-liða ætla að reyna valdarán „Að baða litla bangsamann …“ VIÐKUNNANLEGA ísbjarnarhún- inum Knúti virðist líka það rétt mátulega þegar hirðir hans baðar hann í dýragarðinum í Berlín, þó að kært sé milli þeirra félaga. Knútur var heimalningur í dýra- garðinum frá fæðingu í mars, og hefur upp frá því verið vinsælasta dýrið í garðinum. AP Haag. AFP. | Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur kveðið upp dóm í máli Serbans Milan Martic vegna grimmdarverka sem hann bar ábyrgð á í Króatíu á tíunda ára- tugnum. Hlaut Martic 35 ára fang- elsi. Krajina-hérað, þar sem Martic hrifsaði til sín öll völd og stofnaði sjálfstætt lýðveldi, var að mestu byggt Serbum en var hluti af Kró- atíu þegar Júgóslavía leystist upp. Martic var fundinn sekur um þjóð- arhreinsun, þ.e. ofsóknir gegn Kró- ötum og öðrum íbúum héraðsins. Eignir fólksins voru eyðilagðar eða gerðar upptækar. Einnig var Martic dæmdur fyrir flugskeytaárás á Zagreb, höfuðborg Króatíu. Sjálfstæði Krajinu lauk ár- ið 1995 þegar her Króatíu lagði hér- aðið undir sig á nokkrum dögum og hrakti um leið tugþúsundir Serba á brott til Serbíu. Reuters Ánægður? Martic brosti breitt áð- ur en dómur var kveðinn upp. Martic hlaut 35 ára fangelsi París. AFP. | Andstæðingar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta reyna nú ákaft að efla liðsandann og koma í veg fyrir að flokkur hans, Samband um þjóðarhreyf- ingu (UMP) vinni yfirburðasigur í seinni umferð þingkosninganna á sunnudag. Þá er kosið milli tveggja efstu í flestum kjör- dæmum. Staða UMP fyrir seinni umferðina er mjög vænleg, flokkurinn og banda- menn hans fengu 45,5% atkvæða á sunnudag og er spáð 383-501 sæti af 577 alls þegar báðum umferðum er lokið. UMP er nú með 359 sæti. Í seinni umferðinni hreppir sá þingsætið sem fær flest atkvæðin í umræddu kjördæmi. Helsti keppi- nautur UMP, Sósíalistaflokkurinn, er nú með 149 þingsæti en er spáð 60-185, óvissan er að sjálfsögðu mik- il þar sem erfitt er að spá nokkru um það hvernig þeir kjósendur muni haga sér sem studdu í fyrri umferð- inni frambjóðendur sem duttu út. Miðjumaðurinn og forsetaframbjóð- andinn Francois Bayrou, sagðist í gær ekki ætla að verða við ósk Segolene Royal, forsetaefnis sósíal- ista í kosningunum nýverið, og ráð- leggja flokksmönnum sínum að kjósa sósíalista í seinni umferðinni. „Ég mun ekki gefa stuðnings- mönnum mínum neinar leiðbein- ingar um það hvað þeir eigi að kjósa. Ég ætla ekki að byrja þann leik,“ sagði Bayrou. Hann fékk nær 19% í fyrri umferð forsetakosninganna en flokkur hans, Lýðræðishreyfingin, hreppti aðeins 7,6% atkvæða í fyrri umferð þing- kosninganna um sl. helgi og er spáð aðeins fjórum þingsætum. Þjóð- arfylking hægri-öfgamannsins Jean- Marie Le Pen galt afhroð og er ekki spáð neinu þingsæti. Sarkozy á sigurbraut Nicolas Sarkozy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.