Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000
Fantastic Four 2 kl. 6 - 8 - 10
Hostel 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 18 ára
Fantastic Four 2 kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
Fantastic Four 2 LÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
Hostel 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 18 ára
Fantastic Four 2 kl. 6 - 8.20 - 10.30
The Hoax kl. 5:30 - 8 - 10.30 B.i. 12 ára
28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Painted Veil kl. 5:30
Fracture kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára
The Last Mimzy kl. 3:40
Pirates of the Carribean 3 kl. 5 - 9 B.i. 10 ára
Spider Man 3 kl. 5 - 8 B.i. 10 ára
ROBERT CARLYLE ER VIÐURSTYGGILEGA GÓÐUR!
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA
eeee
L.I.B. - Topp5.is
eee
V.I.J. - Blaðið
eeee
Empire
eeee
H.J. - MBL
Frábær ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna
NÝ LEYNDARMÁL - NÝR MÁTTUR - ENGAR REGLUR
eee
L.I.B, Topp5.is
eee
FGG - FBL
eee
T.V. - kvikmyndir.is
FALIN ÁSÝND
OG ALLS EKKI,
UNDIR NEINUM
KRINGUMSTÆÐUM,
FYRIR VIÐKVÆMA
QUENTIN
TARANTINO
KYNNIR
STRANGLEGA
BÖNNUÐ
INNAN 18 ÁRA
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
R I C H A R D G E R E
GABBIÐ
eee
D.V.
- Kauptu bíómiðann á netinu
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
eeee
“Vel gerð...Gere er frábær!”
- H.J., Mbl
eeee
- Blaðið
eeee
S.V. - MBL
HEIMSFRUMSÝND Í DAG
FRUMSÝNING»
KVIKMYNDIR byggðar á teikni-
myndasögum virðast falla vel í
kramið hjá bíógestum þessa dag-
ana. Fjölmargar myndir hafa
streymt í kvikmyndahúsin að und-
anförnu, en hin nýjasta heitir The
Fantastic Four; Rise of the Silver
Surfer og er framhald kvikmynd-
arinnar The Fantastic Four sem
kom út árið 2005. Það er því við
hæfi að atburðir framhaldsmynd-
arinnar hefjist tveimur árum eftir
að þeirri fyrri lauk.
Hin fjögur fræknu (Mr. Fantas-
tic, Invisible Woman, Human
Torch og The Thing) mæta sinni
stærstu áskorun til þessa, er hinn
dularfulli geim-váboði, The Silver
Surfer, kemur til jarðarinnar og
býr hana undir tortímingu. Um
leið og hann þýtur í kringum
hnöttinn og veldur gríðarlegri
ringulreið verða ofurhetjurnar að
takast á við hættuna áður en öll
von er úti. Hinn ófrýnilegi Doctor
Doom mætir einnig til leiks á ný,
en hann hefur dúsað síðustu tvö ár
í hræðilegri prísund og ásælist nú
krafta The Silver Surfer.
Myndin hefur hlotið blendnar
viðtökur. Sumir gagnrýnendur
segja að myndin sé létt og
skemmtileg. Í Baltimore Sun segir
að Fantastic Four sé nútímaleg en
þó ekta teiknimyndasagna-
skemmtun. Þeir gagnrýnendur
sem eru á öðru máli segja hins
vegar að ekkert sé frábært við
þessar fjórar ofurhetjur.
Það er Tim Story sem leikstýrir
myndinni en hann leikstýrði einn-
ig þeirri fyrri. Hann hefur verið
einlægur aðdáandi teiknimynda-
sagnanna frá blautu barnsbeini og
gamall draumur varð því að veru-
leika er hann fékk það verkefni að
gera þessar myndir. Frumraun
hans var hin vinsæla Barbershop
frá árinu 2002. Í henni lék meðal
annars rapparinn Ice Cube, en
Story hóf einmitt feril sinn í rapp-
hljómsveit. Hljómsveit hans átti í
samningaviðræðum við útgáfufyr-
irtækið stóra, The Warner Bros.
Records, þegar einn meðlima
hennar var skotinn af keppinaut
hljómsveitarinnar. Eftir þennan
harmleik söðlaði Story um list-
grein, og sér væntanlega ekki eftir
því í dag.
Helstu leikarar fyrri mynd-
arinnar snúa aftur í The Fantastic
Four; Rise of the Silfer Surfer, en
það eru þau Jessica Alba, Michael
Chiklis, Chris Evans; Ioan Gruf-
fudd, Julian McMahon og Kerry
Washington.
Á meðal nýrra leikara eru Doug
Jones og Beau Garrett, en það er
hinn dimmraddaði og karlmann-
legi Laurence Fishburne sem ljær
The Silfer Surfer rödd sína.
Jörðin búin undir tortímingu
Metacritic: 40/100
New York Times: 40/100
Variety: 50/100
Empire: 40/100
Ofurhetjur Kvartettinn frábæri mætir sinni mestu áskorun til þessa þegar
Silfur-brimarinn fiktar í ótrúlegum ofurhæfileikum þeirra.
LEE OG KIRBY
kallast teymið
sem skapaði The
Fantastic Four.
Stan Lee samdi
sögurnar en
Kirby teiknaði.
Stan Lee hafði
lengi stefnt á að
ná langt í teikni-
mynda-
sögubransanum.
Í kjölfar mikilla vinsælda nýs ofur-
hetjuteymis, The Justice League of
America, fékk hann það verkefni ár-
ið 1961 að setja saman lið svipaðra
afburðakaraktera fyrir Marvel Co-
mics, hina þekktu bandarísku
teiknumyndasögulínu fyrirtækisins
Marvel Publishing, Inc. Um þetta
segir Lee:
„Í fyrsti skipti fékk ég tækifæri til
að skrifa sögu af þeim toga sem ég
sjálfur gæti notið að lesa … og per-
sónurnar yrðu þannig að ég gæti
sjálfur tengt við þær; þær yrðu af
holdi og blóði, hefðu galla og kæki,
væru mistækar en kraftmiklar, og –
það sem mikilvægast er – innan-
undir litríkum búningum væru mol-
dugir og skítugir fætur.“
Ofurhetjurnar hafa komið víða við
síðan þá og sumar átt sólóferil.
Ofurhetjur af
holdi og blóði
Fyrsta tölublað
Fantastic Four.