Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Strandvegur 12 - Hf. Opið hús í dag milli kl. 17.30-19.00. Stórglæsileg 3ja her- bergja, 97,7 fm, íbúð á efstu hæð í góðu lyftu- húsi með bílastæði í kjallara við Strandveg 12 í Garðabæ. Glæsi- leg vel skipulögð íbúð með góðu útsýni á þessum vinsæla stað í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, barnaherbergi, hjónaher- bergi, þvottahús, bílageymslu og geymslu. Vandaðar innrétting- ar. Verð 31,5 millj. Þorgeir s: 899-0020 býður ykkur velkomin. AFTANÍVÖGNUM hefur fjölgað verulega undanfarin ár. Árið 2004 voru 16.700 skráðir aftanívagnar hér á landi en árið 2006 voru þeir orðnir 20.874 alls. Mest var fjölgunin milli áranna 2005 og 2006 en þá fjölgaði þeim um tæp- lega 700. Viðbótin er aðallega hjólhýsi, felli- hýsi og tjaldvagnar. Margir gera sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð og jafnframt hættu sem felst í því að draga aftanívagn á þjóðvegum landsins. Íslenskt vegakerfi býður ekki upp á kjör- aðstæður til umferðar með aftan- ívagna – enda stærstur hluti þjóð- veganna með einni akrein í hvora átt. Þá er stór hluti þjóðvegakerf- isins ekki bundinn föstu slitlagi og því varasamara en ella að aka með aftanívagna. Svo virðist einnig sem margir átti sig ekki á þeim reglum sem gilda um leyfilega þyngd aft- anívagna, miðað við stærð ökutæk- isins sem dregur. Í skráning- arskírteini allra bifreiða eru upplýsingar um leyfilega þyngd sem viðkomandi ökutæki má draga. Því miður virðist vera misbrestur á að þessar reglur séu virtar og má þar e.t.v. um kenna þekkingarleysi; þ.e. margir hreinlega athuga ekki þessi mál áður en vagninn er keyptur og sumir átta sig ekki á að alltaf, þegar leyfileg þyngd er upp gefin, er miðað við heildarþyngd aft- anívagnsins en ekki eigin þyngd. Það er því sannarlega ekki sama hvort dregin er tóm hestakerra eða full af hestum, svo dæmi sé tekið. Þá þurfa öku- menn einnig að gæta þess hvort þeir hafi ökuréttindi sem kveða á um leyfi til aksturs með aftanívagn. Breidd vagnsins kallar á sérstaka hliðarspegla auk þess sem aftan- ívagn, sem er meira en 750 kg að heildarþyngd, þarf að vera búinn hemlabúnaði. Öryggiskeðja þarf að vera milli dráttarbeislis aftan- ívagnsins og bílsins og þannig mætti lengi telja. Dagana 13. og 14. júní mun VÍS gangast fyrir skoðun aftanívagna í samstarfi við Frum- herja og verður sú þjónusta endur- gjaldslaus. Fólk getur snúið sér til Frumherja við Hestháls í Reykja- vík frá 17.00-20.00 og til Frumherja á Akureyri sömu daga frá 08.00- 16.00. Fólk er hvatt til að nýta sér þessa einstöku þjónustu og koma öryggismálum aftanívagna sinna í lag í eitt skipti fyrir öll. Aftanívagnar í umferð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar um aftanívagna og umferðaröryggi » Svo virðist einnigsem margir átti sig ekki á þeim reglum sem gilda um leyfilega þyngd aftanívagna … Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. MORGUNBLAÐIÐ í gær (mánudag) hefur eftir Einari K. Guðfinnssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „að hval- veiðar séu í samræmi við ís- lensk og erlend lög. Komist menn hins vegar að þeirri nið- urstöðu, að þess háttar at- vinnurekstur skuli ekki stunda á Íslandi, þá sé augljóst að slíkt bann muni einnig ná til annarra atvinnugreina en hval- veiða.“ Hvað á ráðherrann við? Erf- itt er að skýra það nákvæmlega enda ekki vitnað beint til orða hans. Var hann að vísa til þeirrar kenningar Kristjáns Loftssonar að verði orðið við kröfum um að Ísland fari að al- þjóðlegri samþykkt frá 1982 um stöðvun hvalveiða í hagn- aðarskyni muni umhverf- isverndarsamtök færa sig upp á skaftið og krefjast þess að fisk- veiðar verði bannaðar einnig? Kenningar af þessi tagi – svo vitlausar sem þær eru – er erf- itt að afsanna. Engar hvalveiðar voru stundaðar við Ísland árin 1990-2002 án þess að því fylgdu kröfur um stöðvun fiskveiða hér við land. Öðru nær, slík samtök bentu ítrekað á að fisk- veiðistjórnun hér hefði tekist betur en víðast hvar annars staðar (þó hæpið sé að slík ein- kunn fáist í dag). Hyggst sjávarútvegsráðherra standa í tilgangslausum hval- veiðum á þeirri forsendu að falli vígi Kristjáns Loftssonar muni íslenskir útgerðarmenn þurfa að landa öllum sínum botnvörpum? Hver borgar slíkan fjáraustur? Ráðherra hlýtur að skýra mál sitt. Árni Finnsson Hvað á sjávarút- vegsráðherra við? Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. MEIRIHLUTI Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðviku- dag samning við Hjallastefnuna ehf. um yfirtöku á rekstri leikskól- ans Laufásborgar en minnihlutinn greiddi atkvæði á móti. Lauf- ásborg hefur verið borgarrekinn leikskóli um áratugaskeið og starfað í anda Hjallastefnunnar um árabil. Ekki leikur nokkur vafi á því að foreldrar, börn, starfsfólk og stjórnendur leikskólans hafa verið mjög ánægðir með leikskól- ann enda hefur faglegt starf verið til mikillar fyrirmyndar. Aukið sjálfstæði Faglegur metnaður hefur ein- kennt leikskólann Laufásborg og síst viljum við standa í vegi fyrir því að skólinn þróist í átt til auk- ins sjálfstæðis. En að því gefnu að sú hlið rekstrarins sem snýr að foreldrum haldist óbreytt. Við fulltrúar Samfylkingarinnar í leikskólaráði höfum viljað nálg- ast það sem áhugavert verkefni að Hjallastefnan ehf. reki leikskólann í ákveðinn tíma fyrst um sinn, fag- lega sem og rekstrarlega, og síðan verði starfið vegið og metið í ljósi reynslunnar. Stuðningur Samfylk- ingarinnar hefur samt byggst á því að staðið verði fyllilega við þau fyr- irheit sem starfs- fólki hafa verið gef- in um óbreytt kjör og réttarstöðu, óbreyttar innrit- unarreglur, sem og fyrirheit sem for- eldrum hafa verið gefin um óbreytt leikskólagjöld. Hærri gjöld Það er algjört einsdæmi að Reykjavíkurborg afhendi einkaað- ilum borgarrekinn leikskóla í blómlegum rekstri. Mikilvægt er því að borgaryfirvöld gæti sann- girnis gagnvart íbúum borg- arinnar sem hafa getað treyst því að á Laufásborg standi til boða góð þjónusta, á sama verði og annars staðar. Í þeim samningi sem meirihluti leikskólaráðs hefur nú samþykkt er heimilað að Hjallastefnan leggi á allt að 15% hærri gjöld en gjaldskrá Leik- skóla Reykjavíkur kveður á um. Það teljum við ekki boðlegt og al- gerlega óásættanlegt að borgaryf- irvöld stuðli með þessum hætti að því að rótgrónum hverfisleikskóla sé heimilað að hækka gjöld sam- fara breyttu eignarhaldi í nafni faglegs sjálfstæðis. Oft tala hægri- sinnuð stjórnvöld um mikilvægi valfrelsis í skólamálum en þá spyrjum við: Fyrst leikskólinn Laufásborg hefur hingað til fengið það frelsi að móta og þróa sína stefnu í hjallískum anda með stuðningi borgarinnar, af hverju skerða réttindi borgaranna þegar kemur að gjaldtöku? Er það val- frelsi? Jafnræðisregla brotin Í samningnum er tryggt að börn sem nú eru skráð í leikskól- ann muni búa við óbreytt gjöld en fyrirsjáanlegt er að börn, jafnvel á sama aldri, greiði mishátt gjald fyrir sömu þjónustu í leikskól- anum næstu árin eftir því hvort leikskóladvöl þeirra hófst fyrir eða eftir breytingu á rekstrarformi. Það teljum við óviðunandi og hljóti að stangast á við jafnræð- isreglu. Af þessum sökum sjáum við fulltrúar Samfylkingar okkur ekki annað fært en að greiða at- kvæði gegn samningnum en ósk- um leikskólanum og forsvars- mönnum hans gæfu og velgengni hér eftir sem hingað til. Hjallastefnan í Reykjavík Oddný Sturludóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir skrifa um leikskólagjöld » Óásættanlegt er aðleikskólagjöld á Laufásborg hækki í kjölfar yfirtöku Hjalla- stefnunnar ehf. á leik- skólanum. Höfundar eru fulltrúar Samfylking- arinnar í Leikskólaráði. Oddný Sturludóttir Sigrún Elsa Smáradóttir MEÐ nýrri stjórn og þeim stjórnarsáttmála sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur gerðu í kjöl- far nýliðinna kosn- inga verða málefni ferðaþjónustunnar flutt undir iðn- aðarráðuneytið um næstu áramót. Áður höfðu málefni ferða- þjónustu á Íslandi heyrt undir sam- gönguráðuneytið. Það sem ég les út úr þessari breytingu er að nú loks er ferða- þjónustan viðurkennd sem tegund iðnaðar, atvinnugrein í sjálfu sér, en ekki aðeins „hliðaráhrif“ bættra samgangna. Af þessu tilefni er rétt að árétta að hve miklu leyti ferðaþjón- usta (e. tourist ind- ustry) er í raun mik- ilsverður „iðnaður“ þjónustuhagkerfisins hér á landi. Til þess er rétt að fara yfir nokkrar grunntölur. Gjaldeyr- istekjur af erlendu ferðafólki voru á síðasta ári 47 milljarðar sem er vel rúm tvöföldun á tíu ára tíma- bili, en 1997 voru þær um 21 millj- arður. Gjaldeyristekjur sem þess- ar má leggja að jöfnu við útflutning og í því samhengi nema gjaldeyristekjur íslenskrar ferða- þjónustu 20% af heildar vöruút- flutningi á Íslandi 2006 (fob-verð). Til samanburðar var ál flutt út að verðmæti 57 milljarðar króna árið 2006. Þess er rétt að geta að ég hef verðmæti þjónustuútflutnings, þ.á m. ferðaþjónustu, ekki inni í tölum um heildarvöruútflutning. Er það með ráðum gert til að sýna að þjónustugrein líkt og ferðaþjón- usta er í raun „iðnaður“ í hagkerfi þar sem um 75% starfa er í þjón- ustugreinum. Hins vegar ber að taka tekjutölum í ferðaþjónustu með varúð þar sem þær segja ekki allt. Bjarni Harðarson alþing- ismaður lýsti um daginn skoðunum sínum að ferðaþjónusta væri ekki af hinu góða og vísaði til reynslu foreldra sinna af Kanaríeyjum, þar sem einu birtingarmyndir ferða- þjónustu eru í lágt launuðum þjón- ustustörfum. Þannig má ekki fara hér og því verður að gæta þess að þær tekjur sem af greininni hljót- ast séu að standa undir blómlegu atvinnulífi, þar sem fólk getur skapað arð af hugmyndum sínum. Sjálfur hef ég bent á að ferðaþjón- usta geti verið sú fá- tækragildra sem Bjarni lýsir, en það er aðeins ef ekki er rétt á málum haldið. Það er því fagnaðarefni að nú fari þessi mála- flokkur undir ráðu- neyti iðnaðar og þá væntanlega ferðamála, allavega er þá pólitískt rétt komið fyrir ferða- þjónustu. Með pólitískri við- urkenningu grein- arinnar er næst að gera gangskör í rann- sóknum, til að tryggja að rétt verði á málum haldið með þessa at- vinnugrein. Þær at- vinnugreinar sem eitt- hvað að kveður á Íslandi hafa allar sér til fulltingis öflugar rannsóknarstofnanir. Sjávarútvegurinn hef- ur Hafrannsóknastofn- un, Álið og orkan Orkustofnun, ÍSOR og öflugar rannsóknir Landsvirkjunar og ýmissa ann- arra. Landbúnaðurinn hefur RALA, nú Landbúnaðarháskólann. Iðnaður í landinu hefur Iðn- tæknistofnun og rannsókn- arstofnun byggingariðnaðar. Ferðaþjónustan hefur hins vegar eina opinbera stofnun sem sinnir rannsóknum fyrir greinina, Ferða- málasetur Íslands. Þar eru 6 starfsmenn og opinber framlög nema um 10 milljónum króna. Ekki þarf að taka fram að með þennan mannafla, þó góður sé, og með þennan pening er lítið hægt að gera og ekki hægt að standa undir nauðsynlegum grundvall- arrannsóknum á t.a.m. áhrif ferða- þjónustu á hagkerfi, menningu og umhverfi. Hver atvinnugrein þarf öflugt rannsóknarbakland og með pólitískri viðurkenningu ferðaþjón- ustu sem atvinnugreinar þarf nú að tryggja að hægt sé að standa að öflugum rannsóknum á grein- inni til að forðast t.d. örlög margra smáríkja með sól, sand og sjó. Atvinnugreinin ferðaþjónusta Edward H. Huijbens skrifar um ferðaþjónustu sem iðngrein Edward H. Huijbens » Það er fagn-aðarefni að nú fari ferða- þjónusta undir ráðuneyti iðn- aðar og þá væntanlega ferðamála … Höfundur er forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.