Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING VÖRUHÖNNUÐURINN Páll Einarsson leiðir gesti um sýn- inguna Magma/Kvika á hádeg- isstefnumóti á Kjarvalsstöðum á morgun, fimmtudag. Eitt af nýsköpunarverkefnum sýning- arinnar er verkið Rofar til... sem Páll á heiðurinn af. Þar fetar hann áður ótroðnar slóðir í gerð ljósarofa sem vekja okk- ur til umhugsunar um við- teknar hugmyndir um virkni hversdagslegra hluta. Á hádegisstefnumótinu lýs- ir Páll hugmyndinni að hönnuninni auk þess að sýna sex gerðir af afar óhefðbundnum rofum. Leiðsögnin hefst kl. 12 og stendur í 20 mínútur. Hönnun Kynnir óhefð- bundna ljósrofa Verk eftir Pál Einarsson. NÚ STENDUR yfir í Lista- safni Árnesinga í Hveragerði sýningin Að flytja fjöll. Þar má skoða málverk eftir Ásgrím Jónsson í samhengi við verk núlifandi listamanna, þeirra Brynhildar Þorgeirsdóttur, Georgs Guðna, Guðrúnar Kristjánsdóttur, Húberts Nóa, Magnúsar Pálssonar, Magn- úsar Tómassonar, Ólafs Elías- sonar og Þorbjargar Þorvalds- dóttur. Kjarni sýningarinnar er fjallasýn þessara myndlistarmanna og hvernig þeir flytja þá sýn í mismunandi miðla. Sýningin stendur til 29. júlí og er opin alla daga kl. 12 til 18. Myndlist Mismunandi fjalla- sýn listamanna Ásgrímur Jónsson listmálari. ÓPERA Skagafjarðar leggur land undir fót og flytur valdar perlur úr óperunni La Traviata í Sögusetrinu á Hvollsvelli á föstudaginn, 15. júní, kl. 21. Fjórir einsöngvarar úr óp- erunni, Alexandra Cherny- shova, Ari Jóhann Sigurðsson, Þórhallur Barðason og Sigríð- ur Margrét Ingimarsdóttir, syngja við undirleik Tom R. Higgerson á flygil og Magnús Sigmundsson leikari í verkinu slæst í för. Leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir og stjórn- andi Jóhanna Marín Óskarsdóttir. Miðaverð kr. 3.200. Miðapantanir eru í Sögusetrinu Hvolsvelli. Tónleikar Perlur úr La Trav- iata í Sögusetrinu Veggspjald La Traviata. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is NORRÆNA húsið verður lokað í tvo mánuði nú í sumar vegna breytinga á innviðum þess og endurnýjunar á lagnakerfi. Húsið verður opnað aftur endurbætt á Menningarnótt Reykja- víkur, 18. ágúst, og tekur þá til starfa með þéttri dagskrá og þemabundum verkefnum. Eitt fyrsta verkefni Nor- ræna hússins eftir breytingar verður níu daga menningarhátíð í ágúst und- ir heitinu REYFI. Í tengslum við þá hátíð verður leigður 715 fermetra glerskáli frá Hollandi sem settur verður upp vest- an við inngang hússins. Á blaðamannafundi í gær, þar sem breytingarnar voru kynntar, sagði Max Dager, forstjóri Norræna húss- ins, að húsið væri falleg bygging sem Íslendingar væru eiginlega búnir að gleyma. Hann vonar að með breyt- ingunum á húsinu, breyttum áherslum í starfi og REYFI-hátíðinni komist það aftur inn í hringiðuna. Meðal þess sem felst í breyting- unum er að ráðstefnustarf verður aukið og þróað á tæknilegan og hug- vitssamlegan hátt. Í nýrri verslun í húsinu verður hægt að kaupa mat- vöru sem tengist norrænni mat- argerð, ásamt norrænni hönnun og í veitingasalnum verður nýr, norrænn matseðill. Þá verður nýr stafrænn sýningarsalur opnaður þar sem sýnd- ar verða nýjar kvikmyndir og boðið upp á beinar útsendingar frá menn- ingarviðburðum um allan heim. Bókasafnið verður þróað í að verða samastaður fyrir sköpun og boðið verður upp á „lifandi“ bókasafn. Norræna húsið var hannað af Al- var Aalto og er verndað svo svigrúm- ið til breytinga á húsinu sjálfu er ekki mikið. Gera á þó nýjan stiga við inn- ganginn niður í kjallara svo flæðið í húsinu aukist auk þess sem móttaka verður byggð í anddyrinu. Sýningarsalurinn í kjallaranum verður gerður að vinnuaðstöðu fyrir listamenn og hluta af kjallaranum verður breytt í glæsilega setustofu fyrir smærri fundi. Endurnýja á líka öll húsgögn í húsinu með áherslu á hönnun Alvars Aalto. Norræna húsinu lokað vegna breytinga en opnað aftur í ágúst með menningarhátíð Aftur í hringiðu menningar Í HNOTSKURN » Norræna húsið var opnað ár-ið 1968 og miða breyting- arnar m.a. að því að stokka upp í starfseminni fyrir fjörutíu ára afmælið. » Breytingarnar á innviðumhússins vinnur finnskur arki- tekt frá stofnun Alvars Aalto. » Dagskrá hátíðarinnarREYFI samanstendur af tón- list, myndlist, hönnun, arkitekt- úr, sirkus, dansi og norrænni matargerðarlist. HINN sænski Max Dager tók við starfi forstjóra Norræna hússins um sl. ára- mót. Hann boðar breyttar áherslur í starfi hússins með von um að það komist aftur inn í hringiðu menningarlífsins. Húsið verður opnað eftir breytingar með REYFI, menningarhátíð þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Morgunblaðið/G.Rúnar Boðar breyttar áherslur PIERO heitinn Manzoni er sjálfsagt þekktastur af þeim gjörningi sínum að selja eigin saur í dósum, sem báru áletrunina Merda d’artista, eða Saur listamannsins. Þessar dós- ir hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir, Tate- listasafnið í Lundúnum greiddi 22.300 pund fyrir slíka dós fyrir sjö árum, fjórðu dósina af 90. Nú hefur komið í ljós að saur listamannsins var alls ekki í dós- unum heldur gifs, sem hlýtur að vekja spurningar um innihald verksins og gildi. Agostino Bonal- umi, sem var náinn samstarfsmaður Manzoni, segir frá þessu í samtali við breska blaðið Times. Vitað er til þess að nokkrar dósir hafi sprungið eða lekið en eigendur þeirra lítið viljað segja um innihald- ið. Tate-safnið segir sína dós enn halda listrænu gildi sínu, safngestir horfi jafnspenntir á hana sem fyrr. Saur eða gifs í dós? Reuters Gifs? Ein af „saurdósum“ Manzoni. BANDARÍSKI leikarinn Al Pacino og japanska myndlistarkonan Yoko Ono berjast nú fyrir því að andlit þekktra og látinna New York-búa, megi ekki nota í auglýsingar eða kynningar án leyfis erfingja þeirra. Samkvæmt lögum í New York er bannað að nota andlit og nöfn þekktra einstaklinga, fræga fólks- ins, á meðan það er enn á lífi. Það sama gildir ekki um hina látnu, en New York er meðal fárra ríkja sem ekki hafa enn lögfest slíkt ákvæði. Pacino skrifaði löggjafarþingi ríkisins bréf þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að ekki eigi að vera hægt að misnota ímynd hinna látnu og þekktu í gróðaskyni. Erf- ingjar Marilyn Monroe töpuðu fyrir skömmu máli sem höfðað var gegn fyrirtæki sem notaði andlitsmynd af henni á stuttermaboli. Til verndar hinum látnu KOMIN er út á veg- um University of Manitoba Press í Winnipeg ensk þýðing nokkurra greina Vest- ur-Íslendinga, ritstýrt sameiginlega af Birnu Bjarnadóttur, núver- andi forstöðumanni ís- lenskudeildar Manito- baháskóla og Finn- boga Guðmundssyni, fyrrum forstöðumanni hennar. Davíð Árnason, sem um skeið var prófess- or í ensku við háskól- ann og forstöðumaður íslenskudeildar skól- ans, samdi skýrslu til handa Uni- versity of Manitoba Press um enska þýðingu ritsins Foreldrar mínir, er Bókaútgáfan Minning gaf út í Reykjavík 1956 og Finnbogi Guðmunds- son bjó til prentunar. Í þýðingunni eru sjö af fjórtán greinum þessarar útgáfu. Hver grein er rituð af fyrstu kynslóð Íslendinga vestra, hvort heldur var í Kanada eða Bandaríkjunum, og lýsir hugarfars- umskiptunum frá Evr- ópu til Vesturheims. Sigurlína Bachman rifjar m.a. upp bólu- sóttina, er herjaði í Nýja Íslandi 1876. Í hverri grein er vitnað í kvæði fólks, en þar virtust vera skáld á hverju strái. Eins og Sigurlína kom Rósa Stephansson úr fámennum hópi er flutst hafði til Wisconsin. Faðir hennar var hið kunna skáld Steph- an G. Stephansson, og greinin bregður upp ágætri mynd af and- legu og fagurfræðilegu lífi ís- lenskra landnema á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. Fimmta greinin er eftir skáldið Guttorm Guttormsson í Riverton og lýsir vel kynnum Íslendinga og indíána , segir m.a. frá draugum er Íslendingar fluttu með sér frá Ís- landi vestur yfir haf. Af öðrum greinum má nefna lokagreinina, eftir Guðna Júlíus Oleson, er nefnir ýmsa landnema og býli þau er þeir bjuggu á á Gimli-svæðinu. Er þar brugðið upp mörgum skýrum myndum af gömlu byggðunum. Önnur kynslóð vesturfara skrifar um foreldra sína My Parents: Memoirs of New World Icelanders. Minningar vesturfara komnar út á ensku UM EITT hundrað listamenn frá sjö löndum munu í ár koma fram á Rímu, en svo nefnist þjóðlagahá- tíðin á Siglufirði sem verður haldin í áttunda sinn dagana 4. til 8. júlí. Á meðal erlendra listamanna sem skemmta má nefna heimstón- listarflokkinn Andromeda4 frá Bandaríkjunum, Armen Babak- hanian píanóleikara og söngkonuna Susönnu Martirosyan frá Armeníu, Tríó Hanne Juul frá Svíþjóð, þýska kammerkórinn Cappella con moto, búlgörsku sveitina Narodna Musika og Unni Lövlid þjóðlagasöngkonu og Joachim Kjelsaas Kwetzinsky píanóleikara frá Noregi. Þá koma margir helstu þjóðlaga- tónlistarmenn Íslendinga fram á hátíðinni, svo sem Bára Grímsdóttir ásamt Chris Foster, Steindór And- ersen og Kvintbræður ásamt Mörtu G. Halldórsdóttur. Kristjana Arn- grímsdóttir syngur lög við ljóð Jón- asar Hallgrímssonar og Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir sellóleikari frumflytur nýtt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur tónskáld ásamt Eriku Södersten á víólu. Þá leikur Sinfón- íuhljómsveit unga fólksins píanó- konsert eftir armenska tónskáldið John Sarkissian og einnig verk eft- ir Grieg. Þjóðlagaakademían tekur líka til starfa en það er sérstakt fimm daga námskeið um þjóðlagaarf Íslend- inga í samvinnu við KHÍ. Á meðal kennslugreina er íslenski fim- mundasöngurinn, vikivakar, sagna- dansar, rímnalög og loks verður haldið langspilaþing. Þjóðlagatónlist og langspilaþing Þjóðlagahátíð á Siglufirði verður hald- in í áttunda sinn dagana 4. til 8. júlí www.siglo.is/festival ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.