Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hugsaðu með skynfærunum– skynjaðu með huganum“[eða Think with the Sen- ses – Feel with the Mind] eru skila- boð Bandaríkjamannsins Roberts Storr, hugmyndafræðingsins að baki Feneyjatvíæringsins að þessu sinni. Margir hafa túlkað þessa yf- irskrift sem vísun í þá staðreynd að samtímalistir hverfast í auknum mæli um skynræna reynslu – og þá ekki bara þá er byggist á sjón, heldur einnig á annarri skynjun; heyrn, tilfinningu fyrir jafnvægi, rými, áreiti af ýmsu tagi og þar fram eftir götunum. Yfirskriftin varð því til þess að margir gerðu sér miklar vonir um fjölbreytni og ferskleika í þeim sýningnum sem Storr bar ábyrgð á; ekki síst á al- þjóðlegu sýningunum í ítalska skál- anum á Giardini og á Arsenale. Er Storr hélt því ennfremur fram í skrifum sínum fyrir sýninguna að „þótt sýningunni væri ætlað að horfa fram á veginn, þá væri með henni ekki horft til baka“ var varla nema von að gestir opnunardag- anna hefðu væntingar í þessa veru.    Að opnunardögunum loknum erþó ljóst að ýmsir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessar tvær sýningar tvíæringsins og framlag Roberts Storr til hugmynda- fræðilegrar þróunar lista samtím- ans. Þannig segir til að mynda Pet- er Richter í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine sl. sunnu- dag, að á þessum þremur dögum hafi ekki einungis orðið ljóst að tvíæringurinn „væri minna spenn- andi en búist var við, heldur sé allt jafnframt mun tilþrifaminna en á síðustu tvíæringum.“ Af orðum Richters má síðan ráða að hann á fyrst og fremst við sýningarstjórn Robert Storr á ofangreindum sýn- ingum. Hann tekur sérstaklega til þess hversu mikil mistök það hafi verið hjá Storr að gefa málurunum Robert Ryman, Gerhard Richter og Ellisworth Kelly jafnmikið rými á alþjóðlegu sýningunni í ítalska skálanum og raun ber vitni; ekki vegna þess að þessir listamenn standi ekki fyrir sínu, heldur vegna þess að þeir hafi ekkert nýtt fram að færa. Ástæðan er auðvitað sú að krafan um að það sem er nýtt og heyrir til tíðinda með ein- hverjum hætti sé í forgrunni á tvíæringnum hefur löngum verið hávær. Þessari stórhátíð myndlist- arinnar er ætlað að vera djörf og mótandi fyrir samtímann hverju sinni, og því hafa þeir sem ekki þora að taka áhættu ekki átt mikið upp á pallborðið. Peter Richter er greinilega talsmaður slíkra við- horfa og segir hreint út að Storr sýni umheiminum í ítalska skál- anum list sem sé alveg eins og „fyr- ir tuttugu árum“ en fólk komi ekki á tvíæringinn til að skoða slíkar sýningar.    Umsagnir um listræna stjórnRoberts Storr hafa þó ekki allar verið litaðar gagnrýni und- anfarna daga. Í Financial Times var til að mynda einmitt horft til þess hversu vel Storr hefði tekist að sýna „púls samtímalistanna, og greina hjartslátt heimsþorpsins“; afhjúpa samtíma þar sem „brot- hættir eiginleikar, jaðarmenning, rótleysi“ eru áberandi. Í grein Fin- ancial Times kemur ennfremur fram að Storr hafi tekist að koma sinni eigin þjóðmenningu á fram- færi með eftirtektarverðum hætti. Ekki síst fyrir tilstilli Matthew Barney, en sýning á verkum hans í Guggenheim safninu í Feneyjum er einn merkasti hliðarviðburður tvíæringsins í ár. Barney, sem oft hefur verið álitinn bandarískur arftaki hins evrópska Joseph Beu- ys, er þó einungis einn af mörgum bandarískum listjöfrum sem nú gefur að líta í Feneyjum; Bill Viola er einnig með verk sem vakið hef- ur athygli, auk þess sem Felix Gonzalez-Torres ríkir yfir banda- ríska þjóðarskálanum. Síðan gríp- ur auðvitað síðasta verkið sem Jas- on Rhoades vann áður en hann lést, athygli allra er ganga í gegn- um Arsenale.    Undirrituð verður að við-urkenna að í hvert sinn sem hún kemur til Feneyja virðist sem síðasti tvíæringur hafi verið betri en sá sem er yfirstandandi. Ef til vill vegna þess að í þessari ofgnótt skynræns áreitis sem sýning af þessari stærðargráðu óhjákvæmi- lega er, þarf dálítinn tíma til að melta heildarútkomuna og átta sig á því hvað það er sem stendur upp úr hverju sinni. Verkefnið Utopía Station sem tók gríðarmikið pláss á Arsenale fyrir fjórum árum síðan og var harðlega gagnrýnt þá, virð- ist t.d. eftir á að hyggja mun til- þrifameira, vogaðra og framsýnna heldur en það sem nú var í öndvegi á Arsenale. En því má heldur ekki gleyma að á hverjum einast Fen- eyjatvíæringi eru auðvitað und- antekningarlaust nokkur afar minnistæð verk – fjölbreytnin og framboðið er slíkt að það segir sig sjálft. Þau verk enduróma í minn- ingunni á milli tvíæringa og setja bæði hugmyndafræðilegan og fag- urfræðilegan gæðastuðul á allt það sem skoðað er annarsstaðar þess á milli. Þótt þau sem vöktu slík við- brögð verði ekki öll talin upp hér er óhjákvæmilegt að minnast á verk Mounir Fatmi á Arsenale, sem var bæði áhrifamikið og vel útfært „landslagsverk“; verk sem hverfist um fjölbreytileika borgarlífsins og þá ógn sem að því stafar um heim allan eftir að árásirnar á tvíbura- turnana í New York. Ofgnótt skynræns áreitis? Verkið Tijuanatanjierchandelier Innsetning Jason Rhoades á Arsenale var einskonar óður til minningar hans, en listamaðurinn lést langt fyrir aldur fram fyrir nokkrum misserum. AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir » „Krafan um að það sem er nýtt og heyrir til tíð-inda með einhverjum hætti sé í forgrunni á tvíæringnum hefur löngum verið hávær. Þessari stórhátíð myndlistarinnar er ætlað að vera djörf og mótandi fyrir samtímann hverju sinni, og því hafa þeir sem ekki þora að taka áhættu ekki átt mikið upp á pallborðið“ fbi@mbl.is Verkið Save Manhattan Innsetning Mounir Fatmi á sýningunni Check List Luanda Pop; gert úr hátölurum er til samans hljóma eins og maður sé staddur á Manhattan daginn sem árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana. Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 14. júní kl. 12.00 Jón Bjarnason, orgel 16. júní kl. 12.00 Daniel Zaretsky, orgel 17. júní kl. 20.00 Hinn þekkti rússneski orgelleikari Daniel Zaretsky leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Alain, Hallgrím Helgason og Kohler. www.listvinafelag.is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson 14/6 kl. 20 síðasta sýning MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 15/6 kl 18, 20/6 kl 20 uppselt, 29/6 kl 20, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl. 20,11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 SVONA ERU MENN (KK og Einar) Aukasýning 16. júní kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 15/6 kl. 20 UPPS. BELGÍSKA KONGÓ Í kvöld kl. 20 UPPS. Fim 14/6 kl. 20 UPPS. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 UPPS. Lau 23/6 kl. 20 Sun 24/6 kl. 20 Fim 28/6 kl. 20 Síðustu sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is GERÐUBERG www.gerduberg.is Ég bið að heilsa Sýning á bútasaumsverkum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar Erró - Kvenfólk Sýning á grafíkverkum í eigu Listasafns Reykjavíkur Af hjartans list! Alþýðulistamaðurinn Ágúst Jónsson sýnir málverk í Boganum Heitt og kalt Ferðatöskusýning Evrópu- samtaka bútasaumsfélaga. Sýnd eru 17 teppi frá jafnmörgum löndum Vissir þú af... góðri aðstöðu fyrir ráðstefnur veislur, námskeið, fundi o.fl. Nánar á www.gerduberg.is Athugið nýjan opnunartíma! Sýningar eru opnar virka daga kl.11-17 Lokað um helgar í júní SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.