Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur upp á aldar af- mæli sitt á þessu ári. Það var stofnað 4. febrúar 1907. Af því tilefni hefur félagið gefið út veglegt afmælisrit þar sem farið er yfir starfið „frá fyrstu stund til dagsins í dag,“ eins og Margrét Baldursdóttir for- maður Hlífar kemst að orði. Margrét segir félagið eiga erindi við fólk í samtímanum, enda „alltaf að gefa af sér“. Höfuðmarkmið þess er að afla fjár til styrktar Barna- deild F.S.A., sem nefnt er „óskabarn“ Hlífar í afmælis- ritinu: „Hlutverk okkar hef- ur lengi verið að hjálpa börnum, og þá aðallega Barnadeild og Barnageðdeild FSA. Við störfum náið með yfirlæknum og starfsmönnum deild- anna. Þeir einfaldlega láta okkur vita hvað vant- ar og þá förum við og söfnum fyrir því.“ Á þessu gerir Kvenfélagið eingöngu undan- tekningar ef málefnin snerta börn og tengjast félagssvæði Hlífar. „Að auki höfum við mikið starfað með heimsforeldrum UNICEF og styrkjum starf þess,“ segir Margrét. Léttur andi á fundunum Kvenfélagið Hlíf er með elstu kvenfélögum landsins. Í félaginu eru 36 virkir félagar og 2 heiðursfélagar og er andinn léttur að sögn Mar- grétar: „Við höfum fundi átta sinnum á ári, alla vetrarmánuði nema janúarmánuð. Sú venja hef- ur myndast að fyrsti haustfundurinn fer fram í rútuferð á milli staða á Norðurlandi. Á fundum förum við yfir erindi sem okkur hefur borist auk þess sem við höfum fengið til okkar fyrirlestra eða skemmtilegar uppákomur.“ Félagskonur eru á öllum aldri. Sú yngsta er enn á þrítugsaldri og sú elsta er fædd árið 1922, og þar af leiðandi 85 ára gömul. „Það er ofsalega gefandi að kynnast þessum fullorðnu konum sem muna tímana tvenna. Og það er eitt jákvætt við fundina: þeir eru hafnir yfir trúmál og póli- tík. Þó svo konur hafi misjafnar skoðanir er eng- inn ágreiningur um þessi mál á fundum, sem er rosalega gott.“ Fjársöfnunin orðin erfiðari Gjafirnar sem félagið hefur látið af hendi rakna í gegnum tíðina hafa verið veglegar. Sem dæmi má nefna hitakassa árið 1973 og fullkomið gjörgæslutæki árið 2000, en það var gefið ásamt öðrum kvenfélögum frá Blönduósi til Vopna- fjarðar. Ásamt því hefur félagið gefið barna- deild FSA smærri gjafir úr sérstökum minning- arsjóði Hlífar, nú síðast tréleikborð fyrir barnageðdeildina. Margrét segir félagið búa yfir ýmsum ráðum til að fjármagna styrkina: „Við öflum aðallega fjár með styrkjum frá fyrirtækjum. Svo höfum við haldið bingó, bögglauppboð, happdrætti og selt jólakort.“ Reyndar segir Margrét að styrkjaöflun verði sífellt erfiðari því samkeppn- in sé hörð. Að auki hefur ein aðalfjáröflun fé- lagsins, kökudagurinn á sumardeginum fyrsta, verið lögð niður: „Þetta gerðist bara smám sam- an, með breyttu samfélagi. Áður vorum við ein- ar með þennan dag, en nú eru margir með fjár- aflanir. Í stað þess höfum við verið með kökubasara á Glerártorgi á sumardaginn fyrsta og í nóvember, sem hafa gefið ágæta afkomu.“ Félagskonur verða að vilja gefa af sér Á sumrin tekur Kvenfélagið Hlíf sér frí, enda félagskonur þá gjarnan staddar víðsvegar í heiminum. Í lok ágúst kemur stjórnin aftur saman, þá iðulega full af tilhlökkun eftir fríið. Aðspurð hvaða erindi félagið eigi við ungar konur í dag, segir Margrét: „Það hefur nú ekki gengið neitt rosalega vel að fá ungar konur til liðs við okkur. Ég held hins vegar að þessi fé- lagsskapur eigi ekkert síður erindi við ungar konur í dag heldur en þegar ég kom inn. Það er líka vítamínsprauta fyrir okkur af eldri kynslóð- inni þegar ungar konur koma inn. En allar kon- ur í félaginu verða að hafa þann neista í sér að vilja gefa af sjálfum sér. Það gefur líka margt til baka að vinna að málefni, sjá það fara frá sér og finna að allir eru glaðir.“ Rætt við Margréti Baldursdóttur formann um starfið á liðnum árum 100 ár liðin frá stofnun Kvenfélagsins Hlífar Ljósmynd/Matthías Gestsson Ötult starf Kvenfélagið Hlíf á erindi við samtímann, enda „alltaf að gefa af sér“, segir Margrét. Margrét Baldursdóttir ÁHUGASÖMUM gefst í kvöld kl. 19:30 tækifæri til að sjá hvernig Akureyri lítur út af sjó. Þá verður boðið upp á ókeypis kvöldsiglingu meðfram Akureyri um borð í Húna II. Hanna Rósa Sveinsdótttir, sér- fræðingur hjá Minjasafninu á Akureyri, mun sjá um leiðsögn um borð í skipinu og segja frá því sem fyrir augu ber. „Lagt verður upp frá Torfunefs- bryggju og ferðin tekur góðan klukku- tíma,“ segir Hanna Rósa. „Um er að ræða óvenjulega söguskoðun, söguskoðun frá sjó. Þannig fæst annað og jafnvel skemmtilegra sjónarhorn á bæjarmynd- ina heldur en þegar maður gengur eftir götunum. Til að byrja með verður siglt suður pollinn og að elsta hluta Akureyrar. Svo fikrum við okkur áfram eins og bærinn þróar sig. Við siglum aftur í áttina að Oddeyrinni og Oddeyrartanganum og fjöllum þá um það sem snýr að atvinnu- þáttum og atvinnuvegum. Á ferðinni fléttast saman sögulegur fróðleikur og staðreyndir um það hvernig bærinn hefur breyst og mótast í gegnum tíðina. Við gerum ráð fyrir að fara út fyr- ir Krossanes og jafnvel út að Dagverð- areyri en förum svo nær Svalbarðsströnd til baka áður en komið er aftur á Torfu- nefsbryggju.“ Siglingin er í boði Akureyrarstofu, Minjasafnsins á Akureyri og Hollvina Húna II. Um borð í Húna II verður eins og endranær boðið upp á kaffi fyrir gesti. Sigla með Húna II og skoða Akureyri Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Reykjavík | Nemendaverðalaun menntaráðs Reykjavíkur voru veitt í fimmta sinn í ár og hlutu alls 30 nemendur á aldrinum sex til sextán ára viðurkenningu fyrir námsárangur, fé- lagsstörf og fleira. Einnig voru veitt hvatning- arverðlaun og viðurkenningar til sex grunnskóla fyrir framúrskarandi þróunar- og nýbreytni- verkefni. Eyþór Þrastarson var einn þeirra sem hlutu nemendaverðlaunin í ár, en hann er nýút- skrifaður úr 10. bekk Hólabrekkuskóla. Eyþór var tilnefndur af starfsfólki skólans fyrir náms- árangur, dugnað og góða félagsfærni. Heiður að fá verðlaun Eyþór segist ánægður með að fá verðlaunin, það sé vissulega ákveðinn heiður. Hann dvelur hins vegar ekki lengi við það sem er að baki því mörg ný verkefni eru framundan og hefst það fyrsta strax í næstu viku. „Ég ætla að vinna fyr- ir Hitt húsið í sumar, við að bæta aðgengi blindra og sjónskertra í Reykjavík,“ segir Ey- þór. Hann er sjálfur blindur og vann meðal ann- ars að því með Hinu húsinu í fyrrasumar að búa til matseðla með stækkuðu letri og blindraletri. „Það sem við ætlum að reyna að gera núna er að benda á hluti sem allir hafa gagn af, til dæmis að setja upp betri skilti og merkingar í Reykjavík. Það er eitthvað sem er betra fyrir alla.“ Fötlunin ekki hindrun Þegar Eyþór var í 9. bekk lauk hann sam- ræmdum prófum í ensku og íslensku með ágæt- um, og samhliða námsefni 10. bekkjar kláraði hann einnig þrjá áfanga í ensku við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Þrátt fyrir það stefnir hug- urinn í miðborgina, því í haust ætlar Eyþór að hefja nám við félagsfræðibraut Kvennaskólans Reykjavík. Hann segist velja sér skóla al- gjörlega eftir eigin höfði en ekki með tilliti til þess hvernig aðgengi sé fyrir blinda, enda lætur hann blinduna ekki stjórna lífi sínu. „Það skiptir bara engu máli. Sumt fólk, sem til dæmis gengur við hækjur, lætur kannski stiga stoppa sig. Mér finnst það svo innilega rangt. Það er alveg ótrú- legt.“ Eyþór segir sér alltaf hafa fundist gaman að lesa og nefnir íslensku og samfélagsfræði sem uppáhaldsfög. Hann segir þó að stundum hafi verið skortur á námsefni fyrir hann, það hafi oft ekki verið tilbúið fyrr en liðið var á veturinn. „Það er víst verið að vinna í því að auðvelda blindum að fá námsefni, þetta hefur alltaf verið dálítið vesen.“ Hann heldur samt ótrauður áfram í náminu og stefnir á háskólanám eftir stúdentsprófið. „Ég hef íhugað að fara í sál- fræði, sjúkraþjálfun eða jafnvel blaðamennsku.“ Eyþór hefur ekki bara staðið sig vel í vinnu og skóla, því hann æfir einnig sund af kappi. Hann hefur farið í þó nokkrar keppnisferðir og tók meðal annars þátt í heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi 2006, sem fór fram í Suður-Afríku. „Eins og staðan er núna stefni ég á að halda áfram í sundinu líka,“ segir Eyþór. Það er því óhætt að segja að hann sé vel að viðurkenningunni kom- inn. Menntaráð Reykjavíkurborgar verðlaunar grunnskóla og nemendur fyrir metnað og árangur Hvatning fyrir krakkana Morgunblaðið/G.Rúnar Afreksmaður Eyþór Þrastarson tekur lífið með trompi og lætur ekkert stoppa sig. Verðlaunahafar Börkur Vígþórsson, skólastjóri Grandaskóla, tekur við Hvatningarverðlaunum menntaráðs sem Grandaskóli hlaut fyrir verkefnið Tónlistaruppeldi. Verðlaunin afhenti Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkur. Verðlaunagripinn hannaði Pjetur Stefánsson. Breki Þórðarson, Austurbæjarskóla Kristín Erla Jónsdóttir, Álftamýrarskóla Helga Magnadóttir, Árbæjarskóla Gísli Þór Þórðarson, Borgaskóla Hulda Lilja Hannesdóttir, Breiðagerðisskóla Baldur Jóhannesson, Breiðholtsskóla Yrsa Ósk Finnbogadóttir, Engjaskóla Finnur Kristjánsson, Fellaskóla Jóhanna Edwald, Foldaskóla Hekla Helgadóttir, Háteigsskóla Björg Finnbogadóttir, Hlíðaskóla Eyþór Þrastarson, Hólabrekkuskóla Vilborg Inga Magnúsdóttir, Húsaskóla Sveinbjörn Pálmi Karlsson, Ingunnarskóla Dagný Harðardóttir, Korpuskóla Katrín Björnsdóttir og Oddur Björnsson, Laugalækjarskóla Ingvar Ásbjörnsson og Kjartan Guðmundsson, Rimaskóla Bjarki Þórsson, Seljaskóla Sigríður Þórdís Pétursdóttir, Skóla Ísaks Jónssonar Valgarð Hrafnsson, Sæmundarskóla Sæunn Marin Harðardóttir, Tjarnarskóla Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, Vesturbæjarskóla Ásta Kristín Pjetursdóttir, Víkurskóla Ásta Guðrún Sighvatsdóttir, Vogaskóla Ísak Bjarnason og Þengill Jónsson, Ölduselsskóla Einar Kári Guðmundsson, Öskjuhlíðarskóla Heiðrún Eva Gunnarsdóttir, Öskjuhlíðarskóla Kristín Hrefna Halldórsdóttir, Öskjuhlíðarskóla Jón Margeir Sverrisson, Öskjuhlíðarskóla Hvatningarverðlaun grunnskóla Þeir skólar sem hlutu hvatning- arverðlaunin í ár voru Grandaskóli, Vík- urskóli og Öskjuhlíðarskóli, auk þess sem Húsaskóli, Laugarnesskóli og Foldaskóli hlutu viðurkenningar. Verðlaunahafar menntaráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.