Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 20
|miðvikudagur|13. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Hreyfing er hjartans mál er yf- irskrift kvennahlaups ÍSÍ í ár sem fram fer erlendis sem hér- lendis 16. júní. » 24 heilsa Ljósmyndarar Morgunblaðsins brugðu undir sig betri fætinum og mynduðu lífsglatt fólk í góða veðrinu sem ríkti í gær. » 22 Í sól og sumaryl B réfdúfur eru mjög skemmtilegir fuglar þegar maður fer að um- gangast þær á hverjum degi og kynnist þeim vel,“ segir Högni Ólafsson sem stundar bréfdúfnarækt af miklum móð úti í hrauni í Hafnarfirði. Högni á um sextíu fugla og kann vel við sig innan um kurrandi dúfur og er óþreytandi við flugþjálfunina. Hann vill efla ræktunina og fá fleiri til að taka þátt í flugkeppnum. „Það er mjög spennandi að fylgjast með því hvaða fugl kemur fyrstur í mark. Við ætlum að vera með fyrstu keppni þessa árs í ágúst, þá förum við með fugla að Krossi í Landeyjum og þeir fljúga hingað heim til Hafn- arfjarðar. Þetta verður um hundrað kílómetra flug. Síðan verður næsta keppni austar og ef allt gengur vel þá endum við á því að láta fuglana fljúga frá Höfn í Hornafirði.“ Högni segir að Íslandsmetið í flughraða bréfdúfna sé 117 kíló- metrar á klukkustund, við allra bestu aðstæður. „Við erum með af- reksfugla hérna, til dæmis einn sem er þrettán ára og hefur staðið sig mjög vel í keppnum, enda er hann orðinn slitinn. Hann er einn af fáum fuglum sem komu heim úr Gríms- staðakeppninni. Hann hefur lent í ýmsum hremmingum en alltaf skilað sér heim að lokum, jafnvel þó það sé nokkrum vikum eftir keppni. Það er ótrúleg seigla í honum. Hér er líka fugl sem vann flugkeppni frá Höfn í Hornafirði með miklum glæsibrag, hann lenti í húsdýragarðinum í Reykjavík heilum klukkutíma á und- an næsta fugli. En hann var al- gjörlega úrvinda.“ Bréfdúfur eru flokkaðar í stutt- flugsfugla, milliflugsfugla og lang- flugsfugla. Nokkrir þættir ráða því hversu mikill flugfugl hver bréfdúfa er. „Vængir, vöðvabygging og þol skipta auðvitað máli en skapgerð skiptir líka miklu máli. Þeir fuglar sem maður lætur keppa í langflugi þurfa að vera mjög rólegir persónu- leikar. Stuttflugsfuglarnir eru sí- kvikir og alltaf að gera eitthvað. Þeir setja allt í botn og hafa mikla snerpu, fljúga kannski 100-300 kíló- metra og eru á fullu allan tímann, taka enga hvíld. Langflugsfuglarnir taka þetta í rólegheitum, setjast yfir nóttina og hvíla sig, en þá erum við líka að tala um meiri vegalengdir, kannski 1300 kílómetra.“ Týnast yfir Hveragerði En hvernig rata dúfurnar heim? „Þær fljúga eftir segulsviði jarðar og sólinni. Þess vegna skiptir máli að veðrið sé bjart þegar þeim er sleppt. Ef aðstæður eru ekki góðar þá fara þær hægt yfir og eiga erf- iðara með að rata og skila sér jafn- vel alls ekki.“ Ýmislegt getur orðið til þess að bréfdúfa skili sér ekki. „Til dæmis eru ákveðnir punktar eða svæði sem virðast trufla flug þeirra. Yfir Hveragerði týnast margar dúfur og talið er að eitthvað sé að í segulsvið- inu þar sem ruglar þær. Eins geta þær lent í klónum á ránfuglum, til dæmis þegar við höfum sleppt fugl- um á Grímsstöðum á Fjöllum, þá fljúga þeir í gegnum Dimmuborgir og þá er ekki ólíklegt að fálki hremmi þá, því þeir eru margir á því svæði. Ef fálkinn drepur dúfurnar ekki þá villast þær yfirleitt af leið því þær fljúga í blindni á flóttanum. Sjómenn hafa fundið þessar dúfur þar sem þær setjast á skipin lengst úti á sjó. Þá eru þær komnar of langt af leið til að geta snúið við.“ Morgunblaðið/Eyþór Fögur á flugi Bréfdúfan flýgur frjáls um loftin blá og lætur seg- ulsvið jarðar og sólina vísa sér veginn þegar hún ferðast langar vegalengdir. Sendiboðar Dúfur eru tákn friðar og hreinleika og áður fyrr voru bréfdúfur notaðar í stríði til að bera skilaboð. Natinn Högni gaumgæfir hvern fugl vel og vandlega í ræktuninni, byggingu hans og persónu. Þó þær virðist við fyrstu sýn allar vera eins þá eru persónu- leikarnir ólíkir sem og vængir og vöðvabygg- ing. Kristín Heiða Kristinsdóttir heim- sótti nokkrar bréfdúfur sem fara létt með að fljúga mörg hundruð kílómetra á ótrúlega skömmum tíma. www.brefdufur.is Bréfdúfur fljúga lands- horna á milli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.