Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 37 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnavörur NÝKOMINN SENDING af plastmódelum í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is. Spádómar Garðar Ódýr garðsláttur í sumar. Tek að mér garðslátt í sumar. Verðhugmynd: 5 skipti, aðeins 20 þúsund krónur. Verð miðast við gras- bletti allt að 150 fermetra að stærð. Hafðu samband í síma 847 5883. Gæðagarðhúsgögn sem þola íslenska veðráttu. Ýmsar gerðir. Bergiðjan, Víðihlíð við Vatnagarða, sími 543 4246 og 824 5354. Ferðalög Heklusetrið, Leirubakka. Glæsileg Heklusýning og vandað veitingahús með fjölbreyttum mat- seðli. Opið alla daga. Hópamatseðlar ef óskað er. Einnig hótel, tjaldstæði, bensínafgreiðsla og hestaleiga. Uppl. og pantanir í síma 487 8700 og á leirubakki@leirubakki.is. Heklusetrið og Hótel Leirubakki. Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI Streita og kvíðalosun. Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT sími 694 5494, www.EFTiceland.com. Heimilistæki Ryksuguvélmennið frábæra. Roomba SE. Líttu á heimasíðuna. Hreinasta snilld. Tekur upp allt sem hún fer yfir, þetta er tækið sem þú ættir að fá þér. Njóttu sumarsins. Upplýsingar í síma 848 7632. www.roomba.is Hljóðfæri Floyd Rose Strat á 50.000. Gullfallegur MIM Floyd Rose Strat, uppfærður með Samarium Cobalt Noisless Pickups + S1 rafkerfi. Nær ónotaður og vel með farinn. Sjá nánar: www.mmedia.is/~baral/cm/. Húsnæði í boði Spánn - leiga Fallegt hús til leigu sunnan Alicante. Stutt í alla þjónustu. Upplýsingar í síma 822 3860 og í síma 567 2827 Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Sumarhús Sumarhús til sölu í Bláskógabyggð, eignaland, afgirt land, 7.860 fm. Ný raflögn, skólp, kalt og heitt vatn. Ný verönd, 36 fm. Frábært útsýni til allra átta. Sími 893 7065. Uppl. hjá Fasteigna- miðstöðinni, Magnús, s. 550 3000. Rotþrær - heildarlausnir. Framleiðum rotþrær frá 2.300 - 25.000 L. Sérboruð siturrör og tengistykki. Öll fráveiturör í grunninn og að rotþró. Einangrunarplast í grunninn og takkamottur fyrir gólfhitann. Faglegar leiðbeiningar reyndra manna, ókeypis. Verslið beint við framleiðandann, þar er verð hagstætt. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211, Borgarplast, Mosfellsbæ, sími 437 1370. Heimasíða : www.borgarplast.is Fjallaland - glæsilegar lóðir! Mjög fallegar lóðir til sölu í Fjalla- landi við Leirubakka, aðeins 100 km frá Reykjavík á malbikuðum vegi. Kjarri vaxið hraun. Ytri-Rangá rennur um svæðið. Landsfræg náttúrufegurð og veðursæld. Mikið útsýni til Heklu, Búrfells og Eyjafjallajökuls. Tvímæla- laust eitt athyglisverðasta sumar- húsasvæði landsins. Nánari upplýsingar á fjallaland.is og í síma 893 5046.F Til sölu Pallaefni úr cedrusvið sem er varanlegt. Spónasalan ehf., Smiðjuvegur 40, gul gata, sími 567 5550. Óska eftir BÍLL ÓSKAST TIL LEIGU Norskt par (með ungbarn) og ensk kona vilja leigja bíl saman frá 17. júní - 24. júní. Lendum í Kefla- vík 17. júní. Leiga 25.000 kr.? Hafið samband á netfang: loining@gmail.com (skrifið á ensku) eða í síma 47 45260960. Þjónusta Móðuhreinsun glerja! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ. Sími 897 9809. Ýmislegt Nýkomnir í miklu úrvali léttir, sætir og sumarlegir dömuskór. Verð 2.985 og 3.985. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Ath. verslunin er lokuð á laugardögum í sumar. H Mikið úrval af hárspömgum og hárböndum. Verð frá kr. 290. Langar hálsfestar frá kr. 690. Teygjubelti kr. 1990. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Bílar Ford Explorer Eddie Bauer, árg. ‘06, 7 manna. Ek 38 þús. Mjög flottur bíll. Leðurklæddur, hlaðinn aukabúnaði. 3ja ára ábyrgð á nánast öllu í bílnum frá Verði. Uppl. í síma 825 6113. Skoða öll skipti. BMW M5, árg. '99, ek. 143 þ. km. Árgerð ´99, í toppstandi, ekinn 143 þús., fékk athugasemdalausa skoðun, ný dekk, hlaðinn búnaði. Áhvílandi 2,9. Tilboð óskast! S: 864 2789 og 660 8835. Árg. '99, ek. 129 þús. km, 1.6 Vti. Bíll í góðu ástandi. Smurbók frá upp- hafi. Sóllúga, Bi-xenon, k&n-sía. Engin skipti, selst vegna flutninga erlendis. Uppl. í síma 824 0772. Audi A4, 1,6, beinskiptur, árg. ‘97, ek. aðeins 89.800 km. Dekurbíll. Verð 650 þús. Vetrardekk á felgum. Topplúga, nýskráður án athu- gas. Sími 893 1551. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Sigurður Jónasson. Toyota Rav4 ‘06. 822 4166. Snorri Bjarnason . BMW 116i, bifhjólakennsla. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson . Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson. Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson. Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson. Suzuki Grand Vitara. 892 0002/568 9898. Kristófer Kristófersson. BMW. 861 3790. Tjaldvagnar Til sölu Combi Camp tjaldvagn árg. 2005. Með eldhúseiningu, ísskáp, geymsluboxi undir svefnrými og á beisli. Einangraður, fortjald, mottur, o.fl. Vel með farinn, verð 590.000. Uppl. í síma 894 5253 og 565 7005. Hjólhýsi Landhaus 2007. Getum útvegað Hobby Landhaus 2007. Upplýsingar í síma 587 2200 og 898 4500 www.vagnasmidjan.is Glæsilegu Delta hjólhýsin 2007. Innifalið í verði á öllum nýjum hjólhýsum hjá okkur er: rafgeymir, hleðslutæki, gaskútur, rafmagnskapall. Afhendast tilbúin í ferðalagið í dag skráð og skoðuð. S: 587 2200 og 898 4500. www.vagnasmidjan.is Burstner hjólhýsi til sölu. Þokkalegt hjólhýsi árg. ´89. Nýlegt Isabella fortjald fylgir. Verð aðeins 700 þ. S: 5872200. www.vagnasmidjan.is Húsbílar Liberty 610 til sölu. Ek. 51 þús. Sérstaklega fallegur og þægilegur húsbíll. 5 svefnpl. Allir aukahl., m.a. sóltjald, þakgrind, þakstigi, reiðhjóla- grind (3), rafdr. trappa, CD, útvarp, 4 hát., sjónvarp, flugugrind, hurð, yfir- stærð af miðstöð, útiljós, stillanlegt stýri, heitt og kalt vatn, breikk. að af- tan. Vél 2.8 (130 cm), eyðsla ca. 11 L, sparneytinn. Þjófavörn. Tilboð óskast. Sími 551 7678 og 867 1601. Bílar aukahlutir Til sölu 4 lítið notuð dekk á krómfelgum. Dekkin eru undan Ford 150 pallbíl, árg. 2003. Stærð og gerð: RP265/70R17 113-S M+5. Verð: Tilboð. Uppl. í síma 893 1177 eða ffmj@simnet.is. FRÉTTIR UM SÍÐUSTU mánaðamót var haldinn á Akureyri formanna- fundur Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, en þar mæta for- menn deilda ásamt starfsmönnum og stjórn. Sérstakur gestur fundarins var Helgi Hróðmarsson fram- kvæmdastjóri SÍBS. Sagði hann frá starfi samtakanna og lýsti sérstakri ánægju með starfsemi Hjartaheilla, sem eiga aðild að SÍBS. Þórir Guð- bergsson, nýr ritstjóri Velferðar, málgagns Hjartaheilla, kynnti áherslur sínar í útgáfunni, en blað- ið hefur jafnan verið vettvangur fé- lagsins og félagsmanna varðandi fréttir af félagsstarfi vítt um landið og ekki síður til fræðslu og kynn- ingar á nýjungum í hjartalækn- ingum og forvarnarstarfi. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson lætur nú af störfum formanns eftir tæp- lega 7 ára starf. Hann hafði óskað eftir því að draga sig í hlé frá for- mennsku og afhenti nýjum for- manni Hjartaheilla, Guðmundi Bjarnasyni, fyrrum heilbrigð- isráðherra, veldissprota sinn og sagðist gera það glaður í bragði, segir í fréttatilkynningu. Vilhjálmi var afhent gjöf frá Hjartaheillum við þetta tækifæri ásamt því að hann var sæmdur æðsta heið- ursmerki þeirra. Fyrrverandi heilbrigðisráð- herra formað- ur Hjartaheilla ALÞJÓÐLEGI blóðgjafadagurinn (World Blood Donor Day) verður haldinn um heim allan á morgun, fimmtudaginn 14. júní. Líkt og fyrri ár munu Blóðbankinn og Blóðgjafafélag Íslands taka hönd- um saman og halda daginn hátíð- legan. Mögulegt er að gefa blóð milli klukkan 8 og 19. Grillað verður í hádeginu í garði Blóðbankans að Snorrabraut 60, og gestum boðið upp á hressingu. Blóðgjöfum, gest- um og velunnurum verður leið- beint um húsnæði Blóðbankans til að kynna þeim starfsemina til klukkan 16. Blóðbankahlaupið hefst klukkan 18 fyrir framan innganginn í Laugardalslaugina. Þátttaka í hlaupinu er opin öllum, og er hlaupinn eða genginn hringur í Laugardalnum, sem er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna, segir í fréttatilkynningu. Allir þátttak- endur fá viðurkenningu. Sjá nánar á heimasíðu Blóðbankans: www.blodbankinn.is Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur á vegum Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar um allan heim. Upplýsingar má finna á: http://www.who.int/ mediacentre/events/2007/ world_blood_donor_day/en/ index.html Þar kemur meðal annars fram að árið 2007 er dagurinn helgaður blóðgjöfum í tengslum við með- göngu og fæðingar: „Safe blood for safe motherhood“. Alþjóðlegur blóðgjafadagur FLUGFÉLAGIÐ Iceland Express hefur náð samkomulagi við flug- vallaryfirvöld á Stansted í Englandi um að farþegar félagsins geti notað hraðþjónustuna við öryggishlið flugvallarins. Þar með styttist bið farþega félagsins á leið til Íslands frá London umtalsvert, segir í fréttatilkynningu. Hraðþjónustan, sem kallast BAA Fast Track á Stansted, er jafnan einungis í boði fyrir farþega á fyrsta farrými, en samkvæmt sér- samningum Iceland Express við Stansted fá allir farþegar félagsins að nýta þessa þjónustu sér að kostn- aðarlausu. Þjónustan verður í boði til ágústloka. Hraðþjónusta Iceland Express á Stansted fer þannig fram að við innritun fá allir farþegar sérstaka passa sem þeir nota svo til að fara í gegnum Fast Track öryggishliðin. Farþegar IE fá hraðþjónustu á Stansted Á FÉLAGSFUNDI Ungra jafn- aðarmanna í Hafnarfirði nýlega var samþykkt ályktun þar sem eindregið er lagst gegn byggingu háhýsa á lóðinni við Strandgötu þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélagshúsið stóðu áður. „Slík hús myndu gjöreyðileggja götumyndina og yrðu verulegt lýti á miðbænum, segir í álykt- uninni. Gamla bárujárns- húsabyggðin á að fá að njóta sín hér eftir sem hingað til en á ekki að vera falin á bak við stein- steypuklumpa. Hagsmunir verk- taka af að troða sem mestu bygg- ingamagni á sem minnst svæði eiga ekki að verða til þess að misbjóða fegurðarskyni og smekkvísi bæjarbúa,“ segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn í Hafn- arfirði skora á bæjarstjórn að hafna háhýsunum og afstýra þar með stórfelldasta skipulagsslysi í sögu miðbæjar Hafnarfjarðar. Gegn byggingu háhýsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.