Morgunblaðið - 13.06.2007, Page 43

Morgunblaðið - 13.06.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 43 SPEGILL ÞJÓÐAR Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Dalvík Í Ráðhúsinu á Dalvík stendur yfir sýning á verðlauna- myndum úr ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Sýningin er sett upp af Sparisjóði Svarfdæla sem starfar í Ráðhúsinu. Á myndunum má sjá fjölbreytt viðfangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Þær eru einskonar spegill þjóðar. Myndin sem birtist hér með nefnist Hvað ungur nemur ... og hana tók Örn Þórarinsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Fljótum, á Fiskideginum mikla á Dalvík. Sýningin stendur út mánuðinn. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins, www.mbl.is/myndasafn Vandað 240 fm parhús, tvær hæðir og kjallari auk 25 fm sérstæðs bílskúrs á þessum eftirsótta stað. 2ja herb. aukaíbúð með sérinn- gangi er í kjallara. Eignin skiptist m.a. í þrjár stórar samliggjandi stofur með útgangi á suðursvalir, rúmgott eldhús með góðri borð- aðstöðu, fjögur rúmgóð herbergi auk fataherbergis. Í kjallara eru auk sér íbúðar þvottaherbergi og tvær geymslur. Aukin lofthæð er á aðalhæð hússins. Útgangur á suðursvalir úr stofu og til vesturs út af einu herbergi á efri hæð. Verð 64,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, miðvikudag, frá kl. 17-19 Verið velkomin. Vatnsholt 2 Parhús með 2ja herb. aukaíbúð Opið hús í dag frá kl. 17-19 ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali FASTEIGNA- MARKAÐURINN Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „HVAÐA erindi á ég inn í blogg- heiminn? Ekki hið minnsta. Þess vegna ætla ég ekki að blogga, heldur teikna myndir. Hef aldrei getað haldið uppi samræðum við viti borið fólk, og Pétur sagði við mig að ég teiknaði bara til að losna við að tala.“ Þannig hófst fyrsta færslan á teiknibloggi Tómasar Ponzi. En nú var hann tilbúinn að tala. Um teikni- bloggið sem hann hefur haldið úti í bráðum hálft ár, myndirnar og brauðstritið. Og auðvitað Mokka, þar sem við hittumst. Á borðinu hans sé ég örlitla kaffilögg í smáskál, vaxliti og vatnslitabox. „Ég fæ bara fyrstu dropana af kaffinu, rótsterkt, í skál- ina. Svo læt ég leka aðeins meira hérna í, rétt botnfylli og fæ flóaða mjólk út í. Ég fæ kaffi fyrir aumingja því ég drekk ekki kaffi. En ég nota kaffi í nánast hverja einustu mynd.“ Hann sýnir mér mynd sem er gerð eingöngu úr kaffi og segir kaffið gefa hlýju sem er kjarninn í hverri mynd. Teikniblokkirnar eru ferkantaðar og fullar af myndum og skissum. „Mín leið til að vera mennskur“ „Ég byrja á nýrri bók á tveggja mánaða fresti. Bækurnar eru líka notaðar fyrir hugmyndavinnu fyrir tölvugræjur sem ég er að smíða. Ég er með lítið fyrirtæki sem smíðar alls kyns græjur sem ekki er hægt að kaupa tilbúnar. Það er nóg að gera og mörg spennandi verkefni.“ Allt tengist þetta í hausnum á Tómasi. „Það er lífsnauðsynlegt að geta hætt að vera lógískur og vísindalegur og leyfa innblæstrinum að flæða. Ann- ars festist maður í rökhugsuninni, sem ég held að sé stórhættulegt. Maður fer að heimfæra hugsun úr tölvuforritum upp á veruleikann. Þannig er þetta mín leið til þess að vera mennskur. Í gegnum teikning- arnar kem ég sjálfum mér á óvart, það er einhver spennandi uppgötvun í hverri mynd,“ segir Tómas. Uppgötvanirnar flakka líka á milli listarinnar og vísindanna. „Mér finnst mjög mikilvægt að heimsækja kaffihús til að upplifa eitthvað annað og leysa á meðan þessi lógísku verk- efni sem eru að þvælast fyrir manni. Þegar ég búinn með eina mynd þá er ég oft um leið búinn að leysa flækj- urnar sem ég hef verið að vinna í um daginn.“ Tómas er farinn að læra ágætlega inn á hversu lengi fólk situr við og hversu fljótur hann þurfi að vera. „Það er algengt að þegar ég er búinn að leggja frá mér bókina eða ákveða að ég sé búinn með myndina þá tek- ur manneskjan saman og fer.“ En vinna myndirnar stundum fyr- ir brauði? „Fólk er stundum að falast eftir myndum. Ég kann samt ekki að prísa mig. Enda er þetta ekki gert til þess að öðlast peninga eða frama, þetta er bara mín sáluhjálp. Mér finnst mjög gaman ef fólk getur not- ið þess með mér. Þess vegna valdi ég að setja þetta á Netið því mér fannst mig vanta einhvern miðil til að koma þessu frá mér. Ekkert of opinbert en fyrir þá sem vilja sjá.“ Viðfangsefnin eru mismunandi en skemmtilegast er að teikna fallegar konur og svipsterka karaktera. „Til að teikna fallega konu þarftu að vera hárnákvæmur til þess að ná þessum elegans. En þegar þú færð svip- sterka karaktera þá geturðu ýkt og leikið þér meira.“ En Tómas teiknar ekki bara annað fólk. „Ég hef lengi gert sjálfsmyndir á hverju ári. Það er ákveðið ritúal á gamlárskvöld; þegar allir aðrir fara að sprengja fer ég og næ í spegil, fer úr og mála eina sjálfsmynd. Þetta hef ég gert í fjöldamörg ár – ég horf- ist í augu við sjálfan mig um áramót- in svo ég geti haldið áfram.“ Úr teikniblokk á teikniblogg Tímamót Áramótasjálfsmyndir Tómasar eru orðnar hefð. „Ég horfist í augu við sjálfan mig um áramótin svo ég geti haldið áfram.“ Morgunblaðið/ÞÖK Teiknað Tómas Ponzi teiknar á kaffihúsum og bloggar myndunum.Mokka Ketill Larsen dottar á meðan Tómas teiknar. www.tap.blogspot.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.