Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 21
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 21
TREFJAR hvítkálsins innihalda
græðandi efni, pektín, sem lengi
hefur verið notað sem sultuhleypir.
Norskur vísindamaður hefur kom-
ist að þeirri niðurstöðu að efnið
hafi sennilega áhrif á ónæmiskerfi
manna.
Aftenposten greinir frá dokt-
orsverkefni Bjørge Westereng um
hina gleymdu lækningajurt hvítkál
sem áður fyrr var notað í græð-
andi vafninga á sár. „Við ákváðum
að einbeita okkur að hvítkáli vegna
þess að það er bæði ódýrt og að-
gengilegt hráefni,“ segir Weste-
reng, sem eftir rannsóknina fýsir
að vita meira um eiginleika hvít-
kálsins. Hann bendir á að lítið sé
vitað um áhrif káljurta. „Hvaða
áhrif hafa t.d. trefjar kálsins á
ónæmiskerfið þegar við borðum
þær?“ spyr hann. „Það hlýtur að
vera það næsta sem verður skoðað.
Í þessari rannsókn höfum við bara
kannað áhrif trefjanna lítillega.“
Prófaði ekki kál á sár
vegna skorts á meiðslum
Pektín er ekki bara sultuhleypir
heldur ein af um tíu tegundum
trefja í jurtaríkinu. Eftir er að
kortleggja hverjar þeirra hafa
hugsanlega áhrif á lífkerfi okkar.
Sá hluti pektínsins sem hleypir
sultunni virðist þó ekki hafa áhrif
samkvæmt rannsókn Westerengs.
Það var flókið verkefni að rann-
saka áhrif pektínsins úr hvítkálinu
en niðurstöðurnar leiddu í ljós að
það gæti haft veruleg græðandi
áhrif. En hefur Westereng sjálfur
prófað að leggja hvítkálsblöð á
sár?
„Nei, það voru engin sár í boði
svo við höfum ekki prófað áhrif
kálsins í raun,“ svarar hann. „Hins
vegar er ekki ólíklegt að hægt
verði að nota ákveðna hluta efnis-
ins í græðandi krem í framtíðinni.
Áður en af því verður þarf þó frek-
ari rannsókna við.“
Doktor í hvítkáli
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Græðandi Í gamla daga þóttu hvítkálsblöð góð til að leggja á sár og nýjar
rannsóknir sýna að efni í þeim geta haft góð áhrif á ónæmiskerfi manna.
Arnþór Helgason sendir bréfmeð skemmtilegum fróðleik:
„Sigurður Sigurðarson, skáld frá
Arnarholti í Vestmannaeyjum
(1879-1939), var lyfsali í
Vestmannaeyjum á árunum
1913-1931, en þá fluttist hann til
Reykjavíkur. Hann lifði þar við
heldur bág kjör og lést úr
matareitrun sextugur að aldri.
Skáldanafn hans var Sigurður
slembir.
Skömmu fyrir dauða hans buðu
Ásgeir Bjarnþórsson listmálari og
fleiri Sigga gamla slembi, eins og
Ásgeir orðaði það, austur á
Þingvöll. Var þetta í byrjun
september 1938 eða 1939. Veðrið
var eins og það getur orðið fegurst.
Þá orti Sigurður:
Silkimjúkt er sólskinsbrosið,
silfurtært er daggarbað.
En hvergi hafa hjörtun frosið
harðar en á þessum stað.
Heimild: Ásgeir Bjarnþórsson
listmálari.
Þegar Davíð Stefánsson birti
fyrstu ljóð sín í Eimreiðinni
(sennilega árið 1916) orti
Guðbrandur Magnússon, sem var
einn af prenturum Morgunblaðsins
í upphafi og fann upp gælunafnið
Mogginn, þessa vísu:
Þökk sé fyrir þessi kvæði.
Þau eru andleg leðurskæði,
sem endast á við önnur tvenn.
Af útnáranum ertu að sníða.
En ekki skaltu neinu kvíða –
hrygglengjan er eftir enn.
Þetta er nýgerving.
Hrygglengjan er besti hluti
húðarinnar, en útnárinn þótti
heldur ónýtur til skæða.
Guðbrandur bjóst því við meira af
Davíð en þegar var komið fram.
VÍSNAHORNIÐ
Af hjörtum
og hrygg-
lengju
pebl@mbl.is
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Fréttir á SMS
Velkomin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Umfangsmiklar breytingar hafa staðið yfir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu misserin. Verslunar- og
þjónusturýmið hefur ríflega tvöfaldast og fjölmargir nýir rekstraraðilar bæst í hópinn. Veitingastöðum
fjölgar jafnt og þétt og úrval verslana og vöruframboð hefur aldrei verið glæsilegra.
Aukið rými og bætt þjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Við hvetjum alla farþega til þess að mæta tímanlega og njóta alls þess sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur
upp á að bjóða. Hægt er að nálgast upplýsingar um þjónustu flugstöðvarinnar á airport.is.
Munið! Innritun hefst 2 tímum fyrir brottför!
Fáðu meira – mættu fyrr!
Fáðu meira fyrir ferðina
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
F
L
E
3
77
03
0
6/
07