Morgunblaðið - 14.06.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 14.06.2007, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HJÁLPARSTOFNUN Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flótta- menn, UNRWA, ákvað í gær að stöðva að hluta til starf sitt á Gaza eftir að tveir af liðsmönnum hennar létu lífið í átökunum sem nú geisa milli liðsmanna Hamas og Fatah, tveggja helstu flokka Palestínu- manna. Yfir 60 manns hafa fallið í innbyrðis átökum Palestínumanna á Gaza síðustu daga. Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínu, hvatti í gær deiluaðila til að slíðra sverðin og sagði að átökin á Gaza væru „vitfirring“, þau gætu leitt til algerrar upplausnar á svæð- inu. Abbas er leiðtogi Fatah en Ismail Haniyeh forsætisráðherra er hins vegar úr Hamas sem náði völd- um með miklum sigri í þingkosn- ingum í fyrra. Amr Moussa, yfir- maður Arababandalagsins, sagði innbyrðis átök vera að grafa undan málstað Palestínumanna á alþjóða- vettvangi. Hóta að draga sig úr stjórninni Bæði Fatah og Hamas ráða yfir vopnuðum sveitum en Fatah er hinn hefðbundni valdaflokkur þjóðarinn- ar. Svo virðist sem Hamas-liðar, sem hafa árum saman haft mun meira fylgi á Gaza en Fatah-menn, reyni nú að hrekja vígasveitir Fatah frá norðanverðu Gaza og leggja und- ir sig mikilvægar byggingar og vegi. Hamas hefur krafist þess að Fatah- liðar á svæðinu afhendi vopn sín í síðasta lagi á föstudag. Ráðamenn Fatah efndu til bráðafundar á Vest- urbakkanum á þriðjudag og sögðust myndu draga sína menn út úr rík- isstjórninni ef Hamas héldi áfram að brjóta vopnahlé. Hlé hafa verið gerð nokkrum sinnum á síðustu vikum en aldrei haldið. Margir Palestínumenn óttast að átökin séu að breytast í borgarastríð þótt flokkarnir tveir hafi myndað samsteypustjórn í mars. Mannrétt- indasamtökin Human Rights Watch saka báða aðila um stríðsglæpi, m.a. aftökur án dóms og laga. Fram til þessa hafa átökin ein- skorðast við Gaza, þar sem atvinnu- leysi og sár fátækt eru miklu meiri en á Vesturbakkanum. En byssu- bardagi braust samt út í gær milli liðsmanna Fatah og Hamas í Nablus á Vesturbakkanum. Palestínumenn óttast borgarastyrjöld Abbas hvetur til vopnahlés og segir grimmileg átök liðsmanna Fatah og Hamas á Gaza vera vitfirringu Í HNOTSKURN »Grimmdin er mikil, mat-sveinn eins af lífvörðum Abbas forseta var bundinn og síðan fleygt í dauðann af 15. hæð í húsi sem barist var um. »Abbas hefur ávallt neitaðað láta Hamas stjórna ör- yggissveitum ríkisins. UM ÁRABIL hefur geisað borgarastyrjöld í Súdan sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Það kom því vísinda- mönnum mjög á óvart að finna á afskekktu svæði gríðarstóra hópa af villtum antilópum og gasellum, sem hafa lifað þar óáreittar í skugga ófriðarins. Ekki sluppu þó allar skepnur Súdan jafn vel. Fílarnir á myndinni eru eina hjörðin sem fannst í könnunarflug- inu, en fyrir 1981 voru þeir taldir um 10.000 á svæðinu. Reuters Dýralífið blómstrar í skjóli stríðs BÆÐI Farmanna- og fiskimanna- samband Íslands og Landssamband smábátaeigenda draga í efa að mat Hafrannsóknastofnunarinnar á stærð þorskstofnsins sé rétt. Bæði samböndin leggjast því gegn tillögu stofnunarinnar um að minnka leyfi- legan þorskafla á næsta fiskveiðiári niður í 130.000 tonn. Sambandsstjórnarfundur FFSÍ lýsir þungum áhyggjum vegna til- lagna Hafrannsóknastofnunar er varða þorsk. „Vandséð er hvernig hægt verður að veiða 95 þúsund tonn af ýsu ef einungis má veiða 130 þús- und tonn af þorski. Að mati reyndra skipstjórnarmanna er slíkt nánast útilokað nema til komi aukið brott- kast, sem enginn vill sjá,“ segir í samþykkt fundarins. Efasemdir um togararallið Sambandsstjórn FFSÍ lætur í ljós „efasemdir um að þau gögn sem not- uð eru til grundvallar ráðgjöfinni og hafa þar verulegt vægi, gefi full- nægjandi vitneskju um stöðu og ástand fiskistofna á landgrunninu. Hvað botnvörpu varðar liggur t.d. ljóst fyrir að lítið sem ekkert mark er á því takandi hvort afli á sókn- areiningu samkvæmt afladagbókum hafi aukist eða dregist saman þar sem menn eru í sífellt ríkara mæli að forðast að fá meiri afla en svo að við verði ráðið með góðu móti með tilliti til gæða hráefnisins. Vegna breyttra umhverfisað- stæðna og breytts atferlis þorsks þá hefur fjölgað þeim togstöðvum í svo- kölluðu togararalli sem ekki gera neitt annað en að staðfesta að fiskur- inn er ekki þar sem hann var vanur að halda sig. Þær togstöðvar sem ákveðnar voru á sínum tíma, ekki síst vegna þáverandi veiðireynslu, eru þar af leiðandi langt frá því að gefa rétta heildarmynd af Íslands- miðum þar sem alltof fáar stöðvar eru á þeim veiðisvæðum sem fiskur- inn hefur haldið sig að undanförnu. Sú staðreynd að engu má helst hrófla við í framkvæmd togararalls- ins er um leið sá Akkilesarhæll sem stendur því fyrir þrifum.“ Minnsti þorskafli frá frostavetrinum mikla? Stjórn Landssambands smábáta- eigenda tekur í svipaðan streng, en hún fundaði með sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar og eft- ir þann fund samþykkti stjórnin einróma að senda frá sér eftirfar- andi: „Hinn 2. júní sl. kynnti Hafrann- sóknastofnunin ráðgjöf sína fyrir fiskveiðiárið 2007/2008. Þar er boð- aður svo gríðarlegur niðurskurður í þorskveiðum að leita þarf aftur til frostavetrarins mikla 1918 til að finna minni ársafla þorsks á Íslands- miðum. Sé það rétt hjá Hafrann- sóknastofnuninni að ástand þorsk- stofnsins sé svo bágt, er ljóst að útfærslur landhelginnar, gríðarlegar svæðalokanir, kvótakerfi, endalaus niðurskurður aflaheimilda og fjöll af reglugerðum varðandi veiðarfæri, skipastærðir og hvað eina, hefur ver- ið til lítils. Stjórn LS hafnar því að ástand þorskstofnsins sé jafn aumt og Hafrannsóknastofnunin vill vera láta. Gott gengi í þorskveiðum mörg undanfarin ár – og sér í lagi hin síð- ustu misseri – gefur ekkert tilefni til að fallast á að sjaldan eða aldrei hafi verið minna af þorski á miðunum. Þannig hafa t.d. línuveiðar gengið af- burða vel og þess mýmörg dæmi að veiði á hvert bjóð er margföld í sam- anburði við hvað þekktist þegar þorskstofninn átti, samkvæmt gögn- um Hafrannsóknastofnunarinnar, að vera miklu stærri. Þetta er jafnvel að gerast hjá línuútgerðum sem reyna eftir fremsta megni að veiða aðrar tegundir. Reynsla langflestra innan smábátaútgerðarinnar – og fjöl- margra utan þeirra raða – er að staða þorskstofnsins sé óvanalega góð og vel hafi tekist til við uppbygg- ingu hans. Ekki tekið mark á reynslu sjómanna Að öllu jöfnu staðfesta vísindaleg- ar uppgötvanir og rannsóknarniður- stöður reynslu manna, sér í lagi ef um langvarandi reynslu margra er að ræða. Vísindi Hafrannsóknastofn- unarinnar annars vegar og reynsla veiðimanna hins vegar varðandi ástand þorskstofnsins stangast hins- vegar gersamlega á. Vart er hægt að ætlast til þess að veiðimenn endur- skoði reynslu sína eða hafi af henni aðrar áhyggjur en þær að Hafrann- sóknastofnunin virðist ekki taka hið minnsta mark á henni. Hins vegar hlýtur það að vera alvarlegt umhugs- unar- og áhyggjuefni fyrir Hafrann- sóknastofnunina að rannsóknarnið- urstöður hennar gangi þvert á reynslu fjölmargra til langs tíma.“ Hafna stofnstærð- armati Hafró Bæði FFSÍ og LS leggjast gegn tillögum um 130.000 tonna þorskafla ÚR VERINU Peking. AP. | Fundist hefur í norðan- verðu Kína steingerð beinagrind af áður óþekktri tegund risaeðlu sem helst líkist geysistórum fugli og hefur skepnan hlotið heitið Gigantoraptor erlianesis. Þótt dýrið hafi verið með gogg eins og fugl, langa, mjóa fætur með beittum klóm og hafi sennilega ver- ið fiðrað var það ófleygt. Vísinda- menn hafa ekki skorið úr um hvort það var kjöt- eða jurtaæta. Skepnan var um fimm metrar á hæð. Beinagrindin fellur illa að kenn- ingum um að þær risaeðlur, sem þróunarsagan gerði líkari fuglum, hafi minnkað og að stærri risaeðlur hafi átt fátt sameiginlegt með fiður- fénaði. „Þetta er eins og að finna mús sem er á stærð við hest eða kú,“ sagði Xu Xing, fornmannfræðingur við Steingervinga- og fornmann- fræðistofnunarinnar í Peking. „Þetta eru mjög mikilvægar upp- lýsingar fyrir okkur í tilraunum okkar til að rekja þróunarferlið frá risaeðlum til fugla. Það er flóknara en við héldum.“ Líkist risafugli                                                                             !  "#$    !                         %   &$                                                       !    " #$% !!            

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.