Morgunblaðið - 26.06.2007, Page 1

Morgunblaðið - 26.06.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 172. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is INNBLÁSTUR JÓHANNES BIRGIR PÁLMASON ER MEÐ MARGT UPPI Í ERMINNI >> 36 NORÐMENN HAFA BANNAÐ REKSTURINN SPILAKASSAR VERÐA RÍKISREKNIR >> 4 FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „SÍMINN stoppar ekki hjá okkur og það virðist sem hálf þjóðin ætli að koma með okkur í gönguna,“ segir Bríet Birgisdóttir hjúkrunar- fræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans um göngu hjúkrunarfræðinga gegn alvarlegum um- ferðarslysum sem hefst í dag kl. 17 við Land- spítalann á Hringbraut. Gengið verður að Land- spítalanum í Fossvogi með stuðningi og þátttöku allra starfsmanna Landspítalans, lög- reglu og viðbragðsaðila vegna slysa. Þrátt fyrir að banaslysunum hafi fækkað um- talsvert á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, eru slæmu fréttirnar þær að alvarlegum slysum fjölgaði ískyggilega mikið á sama tímabili. Fjölgunin nemur 60% milli ára, eða úr 30 í 48. „Fólk lítur þetta greinilega mjög alvarlegum augum og nálægðin við slysin er svo mikil í þessu litla samfélagi okkar,“ segir Bríet. Ásamt læknum eru það hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á gjörgæslu- deildinni sem annast alvar- lega slasað fólk allan sólar- hringinn. „Við hér á gjör- gæsludeildinni tökum við fólki vegna alvarlegustu slysanna og það er oft ákaf- lega erfitt. Við tökum líka á móti aðstandendum sjúk- linganna sem er ekki síður erfitt. Það geta allir ímynd- að sér hvað það er t.d. þung- bært fyrir foreldra að koma að sjúkrabeði barna sinna sem liggja stórslösuð hér inni. Þetta eru oft mjög erfiðar stundir hjá fjölskyldum. Við rúmin sitja fjölskyldurnar og halda í hendur sjúklingsins til að geta kvatt hann. Sumir lifa en aðrir deyja og það er í einu orði sagt hræðilegt að sjá þann toll sem umferðin tekur og birtist okkur í sinni grimmustu mynd á gjörgæslunni.“ Þegar heyrist í fjölmiðlum að sjúklingur sé úr lífshættu og kominn af gjörgæsludeild er á sinn hátt ástæða til að anda léttar, en Bríet bendir hins vegar á að þá fyrst sé erfið vegferð að byrja hjá sjúklingnum. Löng endurhæfing getur í mörgum tilvikum staðið fyrir dyrum, þar sem sumir komast til fyrri heilsu en margir alls ekki. „Fólk getur hafa lamast, misst útlimi eða fengið alvarlega höfuðáverka sem þýðir í mörgum til- vikum að einstaklingurinn verður ekki samur og áður. Þegar gjörgæsluvist lýkur er því oft gífurlega langt ferli að hefjast.“ Bríet segir að á gjörgæsludeildinni sé oft ótrúlegur fjöldi sjúklinga inniliggjandi í einu eftir umferðarslys, „sérstaklega á sumrin, því þá er eins og skiptist í tvö horn, hvað alvarlegu slysin áhrærir.“ Langflestir þeirra sem hafa slasast alvarlega það sem af er þessu ári eru 25 til 64 ára og áber- andi eru slys á ökumönnum. Eru þeir ríflega tvöfalt fleiri en farþegar sem slasast hafa. Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Um- ferðarstofu, segir þessa miklu aukningu alvar- legra slysa mikið áhyggjuefni. „Þróunin hefur verið í rétta átt hvað banaslysin snertir og því héldu menn að ástandið væri heldur að batna,“ segir hann. „En aukning alvarlegra slysa segir okkur að enn þarf að vinna áfram að því að upp- ræta hraðakstur og ölvunarakstur sem eru meginástæða alvarlegra slysa. Löggæsla er gríðarlega mikilvæg, en ekki síður er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir eðli og afleiðingum höggs sem verður þegar ökutæki lendir í árekstri á umtalsverðum hraða. Ef bíll á 120 km hraða lendir á fyrirstöðu, verð- ur meðalmaður sem situr laus í bílnum yfir 20 tonn að þyngd þegar höggið á sér stað. Þetta þolir enginn mannslíkami.“ „Nálægðin við slysin er svo mikil“  Alvarlegum umferðarslysum hérlendis hefur fjölgað ískyggilega þótt banaslysum hafi fækkað  Búist er við fjölmenni í göngu sem hjúkrunarfræðingar standa fyrir í dag gegn umferðarslysum Ískyggileg slysaþróun Alvarlegum slysum fjölgar um 60% fyrstu 4 mánuði áranna 2006 og 2007 2006 30 2007 48 Heimild: Umferðarstofa Bríet Birgisdóttir Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is MIKILL urgur var í íbúum Flóa- hrepps á íbúafundi í gærkvöldi vegna tillagna Landsvirkjunar um mótvægisaðgerðir við fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun. Fundurinn var haldinn til að kynna íbúum tvær tillögur að aðalskipulagi hrepps- ins, annarri án virkjunar en hin með. Önnur sveitarfélög á svæðinu sem þurfa að gera ráð fyrir virkj- uninni á aðalskipulagi hafa þegar gert það. Hreppsnefnd Flóahrepps hafði áður samþykkt að mæla ekki með því að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag vegna þess að ekki væri nægilegur ávinningur af virkjuninni fyrir sveitarfélagið og óljóst væri hvernig skaðinn af virkjuninni yrði bættur. Í kjölfarið funduðu fulltrúar Landsvirkjunar með fulltrúum sveitarfélagsins um mögulegar mótvægisaðgerðir og kynnti Mar- grét Sigurðardóttir sveitarstjóri niðurstöður þeirra viðræðna fyrir fundargestum. Felast þær í end- urbótum vega í sveitarfélaginu, kostun á nýjum aðveitum, endur- bótum á GSM-sambandi á svæðinu auk þess sem Landsvirkjun myndi byggja upp kynningaraðstöðu fyr- ir virkjunina sem gæti nýst öðrum ferðaþjónustuaðilum. Fundargestir fengu tækifæri til að taka til máls að kynningu lok- inni og lýstu sig nær allir andvíga virkjun Urriðafoss. Margir fund- armanna gagnrýndu að reisa ætti virkjun svo nærri mannabyggð og það á virku jarðskjálftasvæði. „Ég skil ekki hvernig ríkið getur verið að bjóða þetta þegar þetta er það sem það á að vera að sjá um,“ sagði Albert Sigurjónsson og bætti síðan við: „Það verður gert grín að okkur alls staðar ef við förum að taka við þessum mútum.“ Tóku margir fundarmenn í sama streng. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Flóamenn Fundurinn í Þjórsárveri var fjölmennur. Margir fundarmenn gagnrýndu tilboð Landsvirkjunar sem kynnt var á fundinum. Andstaða við virkjun Íbúum í Flóahreppi fannst ekki mikið til um tilboð Lands- virkjunar um bætur vegna framkvæmda við Urriðafossvirkjun Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „HANN sagði mér að á Íslandi væri litið svo á að væri kona í sambandi gæti hún aldrei neitað að stunda kynlíf með maka sínum, það væri hluti af því að vera í sambandi. Ég sagði honum að ég væri ekki sammála, ég teldi að hann hefði nauðgað mér, en hann neitaði því og sagði mig ekki þekkja hvernig málin gengju fyrir sig hérna.“ Þetta segir kona sem beitt var grófu ofbeldi af hálfu manns sem hún átti um tíma í sambandi við og var að auki vinnuveitandi hennar. Konan, sem er erlend, fluttist til Íslands árið 2004 í því skyni að vinna hér á landi. Maðurinn var í október árið 2006 dæmdur í fimm ára fangelsi í héraðsdómi fyrir ofbeld- isbrot gagnvart konunni og annarri konu. Maðurinn var sakfelldur fyrir líkamsárásir, húsbrot, frelsissviptingu og kynferðisbrot. Dóminum var áfrýjað en meðan dóms Hæstaréttar var beðið misþyrmdi maður- inn þriðju konunni og fékk í júní fimm ára dóm í héraði vegna þess máls. Gagnrýnir lögreglu og dómskerfið Konan, sem sagði Morgunblaðinu sögu sína, er gagnrýnin á lögregluna og dóms- kerfið. „Ef lögreglan hefði tekið kæru mína alvarlega fyrst þegar ég leitaði til hennar tel ég að fórnarlömbin hefðu ekki orðið fleiri,“ segir konan. Hún telur fimm ára dóm fyrir brot mannsins í máli hennar vera of vægan. | 6 Sagði kynlífið skyldu Var beitt grófu kyn- ferðislegu ofbeldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.