Morgunblaðið - 26.06.2007, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
BANASLYS varð í Fljótsdalsstöð,
stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar, í
gær, þegar portúgalskur starfsmað-
ur erlends verktakafélags lést af
völdum áverka sem hann hlaut við
fjögurra metra fall niður á steingólf í
stöðvarhúsinu. Hann var fluttur með
sjúkrabifreið til Egilsstaða en þaðan
átti að senda hann flugleiðis til
Reykjavíkur. Á leiðinni lést maður-
inn í sjúkrabílnum vegna höfuð-
áverka og innvortis blæðinga. Ekki
er hægt að birta nafn hans að svo
stöddu.
Samkvæmt upplýsingum Guðjóns
Jónssonar, staðgengils öryggis-
stjóra hjá Landsvirkjun, varð slysið
þegar verið var að hífa 300 kg járn-
stykki milli hæða í stöðvarhúsinu.
Stykkið er hluti af sérstökum loku-
búnaði í stöðinni en í hífingunni kom
ófyrirséður slinkur á stálvírinn sem
notaður var með þeim afleiðingum
að stykkið rakst í manninn og sló
hann fram af hæðinni þar sem hann
stóð. Þegar staðið er að hífingum
sem þessum þarf að taka frá örygg-
isgirðingu sem alla jafna skýla opum
við hæðargólfin. Hafa hífingar til
þessa ávallt gengið vel í stöðinni að
hans sögn. Guðjón segir að hinn látni
hafi haft það hlutverk að fylgjast
með hífingunni, sem vinnufélagi
hans framkvæmdi, en staðið á röng-
um stað.
Maðurinn var með öryggishjálm
þegar slysið átti sér stað samkvæmt
upplýsingum á vef Kárahnjúkavirkj-
unar. Fyrirtækið sem maðurinn
starfaði fyrir er þýsk/austurríska
fyrir VA-Tech.
Lögreglan á Egilsstöðum rann-
sakar tildrög slyssins og einnig var
Vinnueftirlitið kvatt á vettvang. Var
stefnt að því að ljúka vettvangsrann-
sókn í gærkvöld og opna vinnusvæð-
ið aftur í kjölfarið. Staðhæfir hann að
ekkert sé að öryggismálum á staðn-
um, heldur hafi slysið orðið þegar ör-
yggiskeðjan var tekin frá vegna híf-
ingarinnar og mennirnir ekki áttað
sig á því að stykkið gæti slegist til í
hífingunni. Ef einhverju verður
breytt á staðnum, verður það gert á
grundvelli skýrslu Vinnueftirlitsins,
komi þar fram athugasemdir.
Slysið í gær er fimmta banaslysið
á rúmlega þremur árum vegna fram-
kvæmda við Kárahnjúkavirkjunar.
Þar af eru þrír Íslendingar í hópi
hinna látnu.
Fékk í sig 300 kílóa járn-
stykki og féll fjóra metra
Fimmta banaslys-
ið vegna Kára-
hnjúkavirkjunar
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Lokubúnaður Algengt er að þungir hlutir séu hífðir milli hæða. Beðið er
niðurstöðu Vinnueftirlitsins um hvort breyta þurfi vinnutilhögun.
„MÉR finnst
þetta ágæt hug-
mynd hjá Birni og
hún er í anda þess
sem að hefur áður
farið fram á milli
embættanna,“
segir Árni M.
Mathiesen, fjár-
málaráðherra,
inntur eftir við-
brögðum við þeim orðum Björns
Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, að
nú væri rétti tíminn fyrir fjármála-
ráðuneytið til þess að ræða við ráðu-
neyti sitt um breytta skipan ákæru-
valds í skattalagabrotum. Björn
viðraði þá hugmynd að sérstakur
saksóknari myndi starfa með skatt-
rannsóknarstjóra og annast ákæru-
vald hans en bæri faglega ábyrgð
gagnvart ríkissaksóknara. Þessi
skipan er þekkt hjá ríkislögreglu-
stjóra, en þar annast saksóknari
efnahagsbrota ákæruvald hans í
efnahagsbrotamálum, en ber faglega
ábyrgð gagnvart ríkissaksóknara.
Árni segir að þeir Björn muni fara
yfir málið á næstu dögum, en segist
ekki geta tjáð sig meira um málið að
svo stöddu.
„Ágæt
hugmynd
hjá Birni“
Árni M. Mathiesen
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
NÆSTA hálfa árið mun ekki einn
einasti spilakassi finnast í gjörvöll-
um Noregi. Er það liður í áætlun
norskra stjórnvalda til þess að
vinna gegn spilafíkn, en frá og með
næstu mánaðamótum á norska ríkið
einkarétt á rekstri spilakassa.
Að hálfu ári liðnu mun ríkisfyr-
irtækið Norsk tipping hefja rekstur
spilakassa í landinu og mun ágóð-
anum sem safnast verða deilt til
þeirra góðgerðarsamtaka sem áður
höfðu tekjur af spilakössunum.
Nýju reglurnar takmarka því ekki
bara fjáröflunarmöguleika góðgerð-
arfyrirtækja heldur koma einnig í
veg fyrir að í Noregi starfi fyrirtæki
sem hyggist græða á rekstri spila-
kassa.
Í Noregi, líkt og á Íslandi, hefur
verið hefð fyrir því að góðgerðar-
félög afli fjár með rekstri spilakassa
og missa þau því spón úr aski sínum
við þessa breytingu. Fjármagnið
sem þau munu fá frá Norsk tipping
jafnast fráleitt á við það sem þau
hafa mátt venjast síðustu ár. Miðað
er við að fyrirtækin fái greidda
jafnháa upphæð og þau öfluðu árið
2001, en síðan þá hefur notkun
spilakassa margfaldast. Þegar mest
var voru um 18.500 spilakassar í
Noregi.
Mikilvægt að hamla
gegn spilafíkn
Árið 2005 voru tekjur úr spila-
kössum þriðjungur tekna Norska
krabbameinsfélagsins og helmingur
tekna norska Rauða krossins.
Ákvörðunin er tekin vegna vax-
andi spilafíknar, en það er metið svo
að 71 þúsund Norðmanna, eða um
1,5% þjóðarinnar, séu spilafíklar.
133.000 eru að auki taldir í áhættu-
hópi. „Bannið mun skerða þá fjár-
muni sem renna til góðgerðarmála,
en okkur þykir meiru muna að
koma í veg fyrir spilafíkn,“ sagði
Halvard Ingebrigtsen, starfsmaður
mennta- og kirkjumálaráðuneytis
Noregs, í samtali við AFP-frétta-
stofuna.
Stjórnvöld fullyrða að spilakass-
arnir sem Norsk tipping setur upp
um áramótin verði ekki „jafnágeng-
ir“ og fyrirrennararnir.
Bernt Apeland, talsmaður Rauða
krossins í Noregi, sagði í samtali við
Morgunblaðið að um umtalsvert
tekjutap væri að ræða fyrir sam-
tökin, en rekstur spilakassanna hafi
um árabil verið hryggjarstykkið í
fjáröflun samtakanna. Þegar mest
var ráku samtökin um 3.000 kassa
um allan Noreg. Viðmiðunarárið
2001 hafi tekjur Rauða krossins af
rekstri spilakassanna verið 216
milljónir norskra króna, eða 2,3
milljarðar íslenskra króna en árið
2005 voru þær orðnar 840 milljónir
norskra króna, eða 8,9 milljarðar ís-
lenskra króna. Því er ljóst að fram-
lagið frá Norsk tipping verður ekk-
ert í líkingu við tekjur síðustu ára.
Apeland segir þó að á móti komi
að þessar breytingar hafi verið í far-
vatninu um árabil og því hafi góð-
gerðarfyrirtækin haft nægan tíma
til undirbúnings. Þannig hafi Rauði
krossinn lagt drjúgan hluta tekna
sinna síðustu ár í fjárfestingarsjóð,
sem búist er við að fari að skila arði
á næsta ári. Þegar lagt verði saman
fjármagnið frá Norsk tipping og
ávöxtunin úr sjóðnum, áætluð um
120 milljónir norskra króna á ári,
geri Rauði krossinn ráð fyrir að
geta haldið uppi óskertri starfsemi.
Apeland bætir því við að Rauða
krossinum hafi þótt það heldur
óþægileg staða siðferðislega að
treysta á tekjur af fjárhættuspili.
Björn Bjarnason, dómsmálaráð-
herra, sagði aðspurður um afstöðu
Íslands í málinu að sér væri ekki
kunnugt með hvaða rökum einstök
samtök í Noregi hafi fallist á rík-
iseinokun á þessu sviði og gæti því
ekki tjáð sig um þá hlið málsins.
Hins vegar væri það svo að nýlegir
úrskurðir EFTA staðfestu rétt
þjóða, þ.m.t. Íslands, til þess að
hefta aðgang einkafyrirtækja að
spilamörkuðum þjóða, ef það væri í
þeim tilgangi að sporna við spila-
fíkn.
Ríkið tekur yfir rekstur
spilakassa í Noregi
AP
Útlægir Sjón sem þessi ætti að vera orðin Norðmönnum framandi um
næstu áramót, en þá munu spilakassar hafa verið ólöglegir í hálft ár.
Í HNOTSKURN
»Á Íslandi starfa tvö fyrir-tæki sem reka um 1.000
spilakassa, Happdrætti Há-
skóla Íslands og Íslandsspil,
sem er í eigu Rauða krossins,
Landsbjargar og SÁÁ.
»Tekjur af spilakössum á Ís-landi eru um þrír milljarð-
ar árlega.
»Rúmlega tveir fimmtuhlutar heildartekna Rauða
krossins á Íslandi koma frá
rekstri spilakassa.
Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca 29. júní í 1 eða 2 vikur á frábæru til-
boði. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla
áfangastað.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Mallorca
29. júní
frá kr. 29.990
Allra síðustu sætin
Verð kr. 39.990
Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í
herbergi/stúdíó/íbúð, m.v. stökktu tilboð í viku.
Aukavika kr. 14.000.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn,
2-11 ára, m.v. stökktu tilboð í viku.
Aukavika kr. 14.000.
SIGURÐUR Ásgeirsson vann Ís-
landsmeistaratitilinn í listflugi á
laugardaginn en mótið fór fram á
Flugdögum á Akureyri. Hann var
ánægður með titilinn þegar rætt
var við hann í gær þótt hann
teldi að fleiri hefðu mátt taka
þátt í mótinu. Sigurður starfar
sem þyrluflugmaður hjá Land-
helgisgæslunni og segir hann ým-
islegt svipað með þessu tvennu.
„Það þarf að sýna ákveðinn aga
en auðvitað er þetta samt gjör-
ólíkt.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reynir á þolmörkin
Íslandsmeistari í listflugi
Uppáhaldsæfingin er Hausverkur
VEFVARP mbl.is